Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 24
Faðirinn og arftakinn Hér sjást feðgarnir Kim Jong-il og arftakinn væntanlegi Kim Jong- un í heimsókn í fyrirtæki í Pyongyang fyrr á árinu. 24 Erlent 21.–27. desember 2011 Jólablað K im Jong-un, ungur sonur ein- ræðisherrans Kim Jong-il, verður næsti leiðtogi Norður- Kóreu. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á einu máli um að hann muni viðhalda ættarveldinu sem hefur stjórnað í Norður-Kóreu með harðri hendi frá lokum Kóreustríðs- ins árið 1953. Samkvæmt heimildum fæddist Kim Jong-un þann 8. janúar 1983. Hann stundaði um tíma nám í Bern í Sviss árið 1998 og er sagður hafa dvalið í landinu undir dulnefni. Ljóst er að mikil ábyrgð hvílir á herð- um hans enda hefur ástandið á Kóreu- skaga verið eldfimt að undanförnu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þoldi ekki tapa „Hann var ósköp venjulegur náungi og skar sig ekkert sérstaklega úr,“ sagði Joao Micaelo, sem var bekkjarfélagi leiðtogans verðandi árin 1998 til 2001, í samtali við CNN í fyrra. Bekkjarfé- lagar hans segja að hann hafi verið hlédrægur, talað ensku og þýsku reip- rennandi og haft sérstakan áhuga á öllu sem við kom körfubolta. „Hann var mjög kappsamur og þoldi ekki að tapa, ekkert frekar en við hinir,“ sagði Joao sem sagðist hafa verið sessunaut- ur hans á skólaárunum í Sviss. Hann rifjaði upp þegar Kim Jong-un, sem að vísu gekk undir nafninu Pak Un á þeim tíma, sagði honum að hann væri sonur leiðtoga Norður-Kóreu. Tilefni viðtals CNN við Joao var að Kim Jong-un var árið 2009 útnefndur sem næsti leiðtogi Norður-Kóreu. Þeg- ar Joao var spurður hvernig leiðtogi fyrrverandi bekkjarfélagi hans yrði sagði hann: „Ég á erfitt með að segja til um það. Hann var samt fínn náungi þegar hann var sextán ára. Ég held að hann muni ekki gera neitt slæmt en ég veit ekkert hvað hefur breyst á þessum árum sem liðin eru.“ Sorg í Pyongyang Mikil sorg ríkir vegna fráfalls Kim Jong-il í höfuðborginni Pyongyang og þustu íbúar borgarinnar út á götur eftir að tilkynnt var um andlát hans í ríkisfjölmiðlinum aðfaranótt mánu- dags að íslenskum tíma. Leiðtoginn fallni var í lestarferð í Pyongyang þeg- ar hann fékk hjartaáfall sem dró hann til dauða. Hann hafði fengið hjartaáfall árið 2008 og var í kjölfarið mikið rætt og ritað um heilsufar hans og virðist hann sjálfur hafa gert sér grein fyrir því að hann ætti skammt eftir ólifað þegar hann tilkynnti að sonur hans yrði arf- taki sinn í embætti árið 2009. Hindranir í vegi Kim Jong-il fæddist samkvæmt ævisögu hans árið 1941 við rætur Paektu-fjalls á landamærum Norður- Kóreu og Kína. Fæðing leiðtogans var einstök, en samkvæmt ævisögu hans birtist skyndilega tvöfaldur regnbogi á himnum og á sama tíma varð til ný stjarna skömmu áður en hann kom í heiminn. Þessi aðferðafræði Kim Jong- il, að upphefja sjálfan sig eins og hann gat, var vel þekkt enda hafði hann tangarhald á íbúum Norður-Kóreu sem lifað hafa í mikilli einangrun frá alþjóðasamfélaginu undanfarna ára- tugi. Heimildum ber ekki saman um fæðingarstað leiðtogans því breska blaðið Telegraph fullyrðir að hann hafi fæðst nærri Kabarovsk í Síberíu þar sem faðir hans dvaldi árin fyrir Kóreustríðið. Þannig séu til myndir af honum sem ungum dreng í sovéskum herklæðum. Bróðir hans drukkn- aði þegar hann var ungur að árum og móðir hans lést þegar hann var ein- ungis sjö ára, eða skömmu eftir að fað- ir hans snéri aftur heim til Kóreu. „Lítill dvergaskítur“ Kim Jong-il var sendur til Mansjúríu í norðvesturhluta Kína þegar Kóreu- stríðið braust út árið 1950 og snéri hann ekki aftur til Kóreu fyrr en stríð- inu lauk árið 1953. Fáar heimildir eru til um ferðir hans eftir það, eða allt til áttunda áratugar liðinnar aldar þeg- ar hann útskrifaðist úr háskóla. Eftir það er hann sagður hafa farið til Aust- ur-Þýskalands þar sem hann lærði til flugmanns og þá er hann einnig sagð- ur hafa dvalið á Kúbu og í Kína áður en hann snéri aftur til Norður-Kóreu. Leið Kim Jong-il til valda hófst í raun fyrir alvöru árið 1975, eða þegar hann var 34 ára. Þá var hann gerður að yfirmanni menningarmála í landinu. Hann er sagður hafa samið sex óperur á tveimur árum og eru þær sagðar hafa verið „betri en nokkur maður hefur samið.“ Því miður hafa engar hljóð- upptökur verið gerðar opinberar og því alls óvíst hvort hann hafi búið yfir þeim hæfileikum sem lýst er hér að framan. Áhugi hans á kvikmyndalist- inni kom snemma í ljós og árið 1978 lét hann ræna suðurkóreska leikstjór- anum Shin Shang Ok og eiginkonu hans sem var leikkona. Þau voru flutt til Pyongyang þar sem þau voru höfð í haldi í átta ár. Suður-Kóreumenn voru framarlega í kvikmyndagerð á þessum árum og átti Shin Shang að auka veg norðurkóreskrar kvikmyndagerðar. Eftir átta ára prísund tókst hjónunum að flýja landið. Frásögn Shin Shang er ein besta heimild sem til er um þá persónu sem Kim Jong-il hafði að geyma. Hann lýsti fyrstu kynnum sínum af honum í við- tali og sagði leikstjórinn að Kim hafi spurt sig um líkamsbyggingu sína. „Hvernig finnst þér ég vera byggður? Lítill eins og dvergaskítur, er það ekki?“ Shin segir að Kim hafi í samtölum þeirra lýst yfir dálæti sínu á bandarísk- um kvikmyndum og að James Bond og Rambo væru í sérstöku uppáhaldi. Þá tókst honum að lauma upptökum af samtölum þeirra með sér til Suður- Kóreu þar sem Kim sagði að tæknin sem Norður-Kóreumenn bjuggu yfir væri á „leikskólastigi“ í samanburði við aðrar þjóðir. Lét lítið fyrir sér fara Árið 1980 tilkynnti Kim Il-sung að son- ur sinn yrði næsti leiðtogi Norður-Kór- eu og fékk hann viðurnefnið „Leið- toginn kæri“ í kjölfarið. Hann lét hins vegar lítið fyrir sér fara eftir útnefn- inguna. Erlendum diplómötum gekk bölvanlega að fá fund með leiðtog- anum verðandi og fengu þeir yfirleitt þá afsökun að leiðtoginn væri á með- al fólksins í sveitum landsins. Slíkur var leyndar hjúpurinn að bandaríska leyniþjónustan, CIA, komst ekki að því fyrr en 1992 að hann ætti tvö börn. Árið 1994, áður en hann tók við stjórnartaumunum, voru blikur á lofti um það hvort hann tæki við embætt- inu af föður sínum. Þegar faðir hans féll frá stóðu yfir miklar deilur um hver myndi taka við embættinu. Honum og seinni eiginkonu föður hans, Kim Song Ae, hafði aldrei komið vel sam- an og vildi hún að hennar eigin sonur, Kim Pyong-il, tæki við embættinu. Þá naut hann ekki fulls stuðnings hersins til að byrja með. Kim Jong-il yfirsteig allar þessar hindranir og varð að elsk- n Mikil sorg í Pyongyang vegna fráfalls Kim Jong-il n Hafði sérstakt dálæti á James Bond og Rambo n Ungur sonur hans mun taka við stjórnartaumunum n Sá stundaði nám í Sviss og var „fínn náungi“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Einræðisherrann sem elskaði Rambo Konurnar í lífi einræðisherrans n Kim Jong-il er sagður hafa verið mikill nautnaseggur og hafði hann sérstakt dálæti á Hennessy-koníaki og kavíar. Í úttekt breska blaðsins Telegraph þar sem farið yfir æviskeið hans kemur ennfremur fram að tvö þúsund unglingsstúlkur hafi skemmt einræðisherranum og vinum hans reglulega í glæsivillum hans. Stúlkunum var raðað í svokallaða „ánægjuhópa“ sem voru þrír talsins. Í fyrsta hópnum voru stúlkur sem veittu gestum einræðisherrans kyn- lífsþjónustu. Í öðrum hópnum voru stúlkur sem nudduðu þá og í þriðja hópnum voru stúlkur sem dönsuðu og sungu fyrir gesti. Kim Jong-il er sagður hafa horft á það sem fram fór á sjónvarpsskjá í lokuðu herbergi. Kim er sagður hafa eignast að minnsta kosti fjögur börn með þremur konum en hann hafði mikinn áhuga á leikkonum, dönsurum og ljóshærðum stúlkum. Til gamans má geta þess að árið 2008 fullyrti japanskur sagnfræð- ingur að Kim Jong-il hefði hrokkið upp af árið 2003. Frá þeim tíma hefðu að minnsta kosti fjórir tvífarar hans komið fram fyrir hans hönd opinberlega. 15. apríl, 1912 Kim Il-sung, faðir Kim Jong-il og stofnandi Norður-Kóreu, fæðist í höfuðborginni Pyongyang. 16. febrúar, 1942 Kim Jong-il kemur í heiminn. Samkvæmt heimildum í Norður- Kóreu fæddist hann í skæruliðabúðum við rætur Paektu-fjalls á landamærum Norður-Kóreu og Kína. Heimildum ber ekki saman um fæðingardag og -stað. Samkvæmt sumum þeirra fæddist hann í þorpi í Síberíu árið 1941. 9. september, 1948 Kim Il-sung stofnar Alþýðulýðveldið Kóreu á norður- hluta Kóreuskaga. 25. júní, 1950 Norður-Kóreumenn ráðast inn í Suður-Kóreu. 27. júlí, 1953 Kóreustríðinu lýkur með vopnahléi. September 1973 Kim Jong-il tekur við næstæðstu valdastöðu í Verka- mannaflokki Norður-Kóreu. Verður ritari flokksins og yfirmaður áróðursmála. 10. október, 1980 Tilkynnt opinber- lega að Kim Jong-il taki við völdum í landinu þegar faðir hans stígur til hliðar. 8. janúar, 1983 Samkvæmt heimildum kom þriðji og yngsti sonur Kim Jong-il, Kim Jong-sun, í heiminn þennan dag. Fæðingardagurinn er ekki staðfestur. 24. desember, 1991 Kim Jong-il verður æðsti yfirmaður norðurkóreska hersins. 8. júlí, 1994 Kim Il-sung fellur frá af völdum hjartaáfalls og Kim Jong-il verður leiðtogi Norður-Kóreu. 8. október, 1997 Kim Jong-il verður aðalritari Verkamannaflokksins. Ágúst 2008 Kim Jong-il fær hjartaáfall og sést lítið opinberlega í kjölfarið. 21. júlí, 2010 Bandaríkin beita Norður- Kóreumenn viðskiptaþvingunum til að fá þá ofan af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. 28. september 2010 Kim Jong-un er gerður að hershöfðingja og tekur við valdamiklum stöðum í hernum. Þetta gefur til kynna að hann verði næsti leiðtogi landsins. 10. október 2010 Kim Jong-un kemur fram opinberlega í fyrsta skipti þegar haldin er ein stærsta hersýning í sögu Norður-Kóreu. 16. febrúar, 2011 Kim Jong-il fagnar 69 ára afmæli sínu. 15. apríl, 2011 Almenningur fagnar því að 99 ár eru síðan Kim Il-sung kom í heiminn. Dagurinn er nefndur „Dagur sólarinnar“. 18. desember 2011 Kim Jong-il deyr af völdum hjartaáfalls, 69 ára að aldri. Helstu atburðir í sögu Norður-Kóreu „Hvernig finnst þér ég vera byggður? Lítill eins og dvergaskítur, er það ekki? Námsmaður Kim stundaði hefðbundið nám árin 1950 til 1960. Hér sést hann þegar hann er á unglingsárunum. Ungur að árum Hér sést Kim Jong-il með föður sínum og móður þegar hann var ungur að árum á mynd sem tekin var árið 1945. Áhugamaður um kvikmyndir Kim Jong-il hafði sérstakt dálæti á kvikmynd- um, þá sérstaklega James Bond og Rambo. Hér sést hann í kvikmyndaveri í Pyongyang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.