Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 32
32 Viðtal 21.–27. desember 2011 Jólablað fólk ekki að greiða í lífeyrissjóðina heldur fengi peninginn beint í vesk- ið. Líklegast myndu margar fjöl- skyldur finna fyrir þeirri kjarabót. „Það myndi ekki breyta neinu fyr- ir lífeyrissjóðina. En þeir eru ekkert opnir fyrir svona góðum hugmynd- um, “ segir hann og blikkar mig. „Það fara allir í baklás, en þetta gæti miklu breytt fyrir almenning.“ Ljósið í myrkrinu En nú færum við okkur að öðru og heldur erfiðari málum. Það var sann- arlega ljós í myrkrinu að komast að því að Hannes ætti ársgamlan son stuttu eftir fráfall Hannesar. Drengur- inn var snarlega boðinn velkominn í hópinn. „Þetta er sorgarsaga, það er ekkert annað orð yfir það, en þetta er ljós í myrkrinu. Við vissum ekki af honum fyrr en Hannes var farinn,“ segir Helgi. Drengurinn heitir Siim Vitsut Hannesson. Hann er aðeins tveggja ára og hitti afa sinn fyrst ársgamall. Hann er fæddur í Eistlandi og móð- ir Siims er þaðan. Hann fékk nýver- ið íslenskan ríkisborgararétt, nán- ast í jólagjöf, frá íslenska ríkinu, á vegum Alþingis líkt og sagt var frá í fjölmiðlum. „Ég hefði haldið að það kæmi bara af sjálfu sér af því hann er Íslendingur, pabbi hans,“ segir hann og skilur ekkert í þeirri athygli sem málið vakti. En drengurinn er sannarlega ljós í myrkrinu fyrir fjöl- skylduna. „Hún minnkaði þarna fjöl- skyldan allt í einu um tvö númer en stækkaði um tvo aftur,“ segir Helgi en dóttir hans eignaðist barn í fyrra. „Það er svolítið öðruvísi að kynn- ast ársgömlu barni og móður þess. Við venjulegar aðstæður væri maður búinn að kynnast henni aðeins. Við erum að reyna að ná áttum almenni- lega,“ segir Helgi, en móðir Siims setti sig í samband við fjölskylduna eftir að hún frétti af fráfalli Hannesar. Þau hafa nú dvalið hér á landi nokkrum sinnum og heimsótt fjölskylduna og núna síðast fór barnsmóðir Hann- esar á íslenskunámskeið. „Ég öfunda hana ekkert, við erum gasprarar, fjöl- skyldan. En það er enginn dans á rósum í hennar landi, held ég,“ segir Helgi. Mér heyrist á honum að hann vilji gjarnan fá barnabarnið heim, en Helgi segist bara vilja það sem er best fyrir þau og það er móðir drengsins sem veit það best. „Við vitum ekkert hvernig málin þróast. Við viljum gera þetta rétt. Hún er að kynnast okkur og við erum að ná betur og betur saman. Hvaða karl er ég? hugsar hún örugg- lega.“ Ein lítil rúsína Það vill svo til að eitt af barnabörn- um Helga er aðeins fimm ára og ná þeir frændurnir vel saman. Helgi seg- ir að Siim sé að verða svolítill afast- rákur. „Litli strákurinn hugsar um að fá litla rúsínu hjá afa sínum. Það er létt að kaupa þau fyrir eina litla rús- ínu þegar þau eru svona lítil. Það er búið að vera mjög gaman hjá hon- um, mun skemmtilegra hjá honum en henni, hugsa ég,” segir Helgi sem segir þau læra af hverri heimsókn drengsins og móður hans hingað. Það er honum hjartans mál að drengur- inn læri íslensku og hann kom Siim að á dagheimili í síðustu heimsókn með frænda sínum. „Ég vil ekki að hann spyrji mig þegar hann er ung- lingur: Af hverju kenndirðu mér ekki íslensku, afi?“ Það kemur blik í augun á Helga þegar hann ræðir um barnabörn- in sín, eins og gerist svo gjarnan hjá öfum. Þau eru sjö, elsta barnabarnið, Helgi Már, er 23 ára og sú yngsta, Pat- ricia, er ársgömul. Hann er augljós- lega mjög stoltur af þeim. „Já, ég er það. Þau eru svo saklaus og þurfa ekki svo mikið. Það er gaman að þessu. Mér hefur tekist vel að halda þessum hópi saman,“ segir hann og brosir út í annað. „Það er gaman að þessum ungmennum. Ég heyri stundum: Afi, hvar varstu? frá þeim og það er nota- legt.“ Dóttir og eiginkona með krabbamein Ingunn, dóttir þeirra Helga og Pattýjar, greindist með krabbamein sama ár og Pattý, 2010, árið sem Hannes féll frá. Mæðgurnar börðust saman og Helgi segir þetta vera erfðatengt. „Þetta er erfðatengt og Ingunn er með vott af þessu ennþá. Maður vonar að þeir geti bjargað þessum kvilla hjá henni,“ segir hann og segist fylgjast mun bet- ur með og hvetji dætur sínar til þess. Þær eru þrjár, systurnar, Kristín, Ing- unn og Rut. „En það er svo skrítið, þegar konur missa börnin sín, eins og konan mín gerði, þá hef ég heyrt það frá þremur stöðum að þær hafi fallið frá jafnvel ári seinna.“ Það var skammt stórra högga á milli. „Ætli það sé al- gengt að mömmurnar fari jafnvel ári eftir svona? Mér finnst of mikið að heyra af þessum þremur tilfellum. Þá fyndist mér að dómarnir ættu að vera enn harðari. Þetta er það mikill við- bjóður,“ segir hann brúnaþungur og það tekur á hann að tala um þetta. Ekki alveg ómögulegur Fjölskyldan er samhent og dugleg að hittast. Helgi eignar eiginkonu sinni það og segir hana hafa verið duglega að sjá til þess að þau hittust reglulega utan vinnunnar. „Við höfum verið mjög tengd, þessi fjölskylda, og kon- an mín var brautryðjandi í því. Hún sá til þess að við værum með matar- boð annað slagið. En það er kannski gott dæmi um það að ég er ekki al- veg ómögulegur miðað við það hvað við höfum unnið mikið saman,“ seg- ir Helgi hlýlega. Hann segist ætla að verja jólunum með þeim enda að- stæður hans nú mjög breyttar eftir fráfall Pattýjar. Hefur nóg fyrir stafni En hvernig tekst fjölskyldunni að halda sjó við svona aðstæður? „Við erum ekki eina fjölskyldan sem hef- ur lent í svona löguðu, þær hafa því miður verið fleiri. Það verður bara að taka á þessu, þetta er allt vinna. Við erum svo heppin að hafa nóg að gera enda er það mjög mikilvægt. Það bjargar manni mikið, myndi ég halda. Þó að það sé gaman að fletta blöðunum myndi ég ekki nenna því fimm sinnum yfir daginn. Ég er í smá hobbíi sem heitir hestamennska. Nú þarf ég ekkert að koma heim sko – fyrr en ég fer heim og ég fer yfirleitt bara seint heim,“ segir hann varfærnislega. Þeir feðgarnir, Helgi og Hannes, voru saman í hestamennskunni og reistu glæsilegt hesthús þar sem vel fer um hestana. Helgi fer þangað gjarnan eft- ir vinnu og sinnir hestunum af alúð og bera þeir þess merki, það kemur í ljós þegar hann sýnir mér og ljósmyndara hesthúsið. Það er augljóst að þar líður honum vel. Helvíti lengi dauður Helgi og fjölskylda hans töluðu opin- skátt um afstöðu sína í kringum rétt- arhöldin þegar fjallað var um morðið á Hannesi. Fjölskyldan var mjög ósátt við úrskurð héraðsdóms um ósakhæfi morðingjans. Staðan breyttist eftir dóm Hæstaréttar, sem dæmdi hann í fangelsi, en Helgi hefur engu að síður sagt það opinberlega að hann sé samt ekki sáttur við refsinguna og má á því skilja að honum finnist hún of væg. Það er ekki skrítið að hann sé ósátt- ur, enda eiga foreldrar ekki að þurfa að sætta sig við slíka hluti. Hann segir mér þungum rómi að kallið hafi ekki verið komið hjá Hannesi. „Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa þessu. Ég verð alltaf jafn hissa – að maður er sjötug- ur, en ekki 25 ára lengur. Það er ekki seinni hálfleikur eftir, það eru bara nokkur prósent. En ég hef líka not- ið lífsins,“ segir hann. „En kallið var ekki komið hjá syninum. Hann var bara ‘73 módel, ég er ‘42 módel,“ seg- ir Helgi og horfir niður á borðplötuna, en er að venju snöggur að líta upp og segja: „En þetta er bara svona og lífið heldur áfram, það stoppar ekkert.“ Nú fer að líða þeirri tíð að sólin fer að hækka á lofti og Helgi segist hafa heyrt ágætis spakmæli í útvarpinu þennan morguninn sem við látum vera lokaorðin að sinni. Þau eru um- búðalaus, eins og Helgi kemur mér fyrir sjónir: „Njóttu lífsins meðan þú ert lifandi, þú ert nefnilega svo helvíti lengi dauður.“ n „Þá fyndist mér að dómarnir ættu að vera enn harðari. Þetta er það mikill viðbjóður. Sinnir hestunum „Ég fer yfirleitt bara seint heim,“ segir Helgi sem ver miklum tíma í hesthúsinu þessa dagana. mynD Eyþór ÁrnaSon Sér ekki eftir neinu Helgi segist stoltur af því að hafa alist upp í Camp Knox enda var þetta ágætis húsnæði. mynD Eyþór ÁrnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.