Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 42
42 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–27. desember 2011 Jólablað
A
ðalsteinn fæddist á Húsa-
vík. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1951,
B.Sc.-prófi í rafmagns-
verkfræði frá University of Pennsyl-
vania 1954 og M.Sc.-prófi frá Stan-
ford University í Kaliforníu 1955.
Aðalsteinn var verkfræðingur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá
1955 og rafmagnsstjóri í Reykjavík
1969–99. Hann var stundakenn-
ari við Vélskóla Íslands 1956–61 og
Menntaskólann í Reykjavík 1961–
67.
Aðalsteinn var inspector
scholae í Menntaskólanum í
Reykjavík, sat í stjórn Verkfræð-
ingafélags Íslands 1959–61, Stétt-
arfélags verkfræðinga 1961, 1963
og 1965, var formaður Rafmagns-
verkfræðingadeildar VFÍ 1970–71,
formaður Ljóstæknifélags Íslands
og í stjórn Alþjóðaljóstæknisam-
bandsins, CIE, 1963–90, formað-
ur Stúdentafélags Reykjavíkur
1965–66, formaður Sambands ís-
lenskra rafveitna 1969–95, í nor-
rænum samtökum um raforkumál
(NORDEL) 1969–2001, í Lands-
nefnd Íslands í Alþjóðaorkuráðinu
(WEC) frá 1962, varamaður í stjórn
Landsvirkjunar 1970–95, í ýms-
um opinberum nefndum varð-
andi orkumál, fulltrúi Íslands í
stjórn Alþjóðasambands raforku-
fyrirtækja, UNIPEDE, síðar EUR-
ELECTRIC, 1989–2001, í vinnu-
hópi til undirbúnings að stofnun
atvinnuþróunarfyrirtækisins Afl-
vaka í Reykjavík 1991 og þar til fé-
laginu var slitið. Hann átti sæti í
vinnuhópi fyrir hönd Reykjavík-
urborgar með hollenskum fyrir-
tækjum um hagkvæmniathugun
á sæstrengsverkefninu ICENET
1992–97, sat í stjórn Jarðgufu-
félagsins frá stofnun 1996 og for-
maður frá 1998 og þar til félaginu
var slitið. Félagið vann m.a. að
undirbúningi pappírsverksmiðju í
samstarfi við bandaríska fjárfesta.
Hann er Paul Harris-félagi í Rót-
aryklúbbi Reykjavíkur.
Aðalsteinn samdi kennslubók-
ina Góð lýsing, útg. 1963, þýddi
bókina Rafmagnið, útg. 1975, og
Handbók um lýsingartækni, útg.
1986. Hann hefur ritað fjölda greina
í blöð og tímarit, einkum um orku-
mál og lýsingu. Viðurkenningar:
Heiðursfélög í háskóla ETA KAPPA
NU og TAU BETA PI 1952, 1953.
Heiðursverðlaun að loknu námi:
Atwater Kent Prize 1954; og Phila-
delphia Chamber of Commerce
Award 1954. Gullmerki Stúdenta-
félags Reykjavíkur 1971. Heiðurs-
félagi LFÍ 1994.
Fjölskylda
Aðalsteinn kvæntist 24.5. 1974
Rögnu Sigurðardóttur, f. 25.10.
1941, tölvukennara, dóttur Sigurðar
Kristjánssonar f. 14.4. 1885, d. 27.5.
1968, ritstjóra, alþm. og forstjóra
Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum,
og k.h., Rögnu Pétursdóttur, f. 14.8.
1904, d. 21.11. 1955, húsfreyju.
Dóttir Aðalsteins og Rögnu er
Auður, f. 20.9. 1975, söngkona og
söngkennari, gift Elís Þorgeiri Frið-
rikssyni og eru börn þeirra Aðal-
steinn Guðjohnsen Elísson, f. 17.10.
2007, Helena Guðjohnsen Elísdóttir,
f. 16.12. 2009.
Börn Aðalsteins frá fyrra hjóna-
bandi og stjúpbörn Rögnu eru Ein-
ar Pétur Guðjohnsen, f. 23.3. 1956,
rafeindaverkfræðingur M.Sc. og for-
stjóri í Connecticut í Bandaríkjun-
um, kvæntur Jane Alice Frey Guð-
johnsen húsfreyju en börn þeirra
eru Joshua Frey, f. 29.8. 1988, og
Jonathan Erik, f. 31.5. 1990; María
Kristín Guðjohnsen, f. 12.10. 1959,
íþróttafræðingur B.Sc. í New Jersey
í Bandaríkjunum, gift Gene John
Miller MA, skólastjóra, en börn
þeirra eru Kristín Anne, f. 14.3. 1985,
Gregory John, f. 8.2. 1987, og Katie
Marie, f. 11.4. 1992; Davíð Steinn
Guðjohnsen, f. 28.5. 1961, iðnaðar-
verkfræðingur B.Sc. í New Jersey.
Dætur Rögnu frá fyrra hjóna-
bandi eru Elín Helgadóttir, f.
24.10. 1964, lögfræðingur og fram-
kvæmdastjóri; Sigrún Ragna Helga-
dóttir, f. 28.6. 1968, rafmagnsverk-
fræðingur M.Sc.
Systkini Aðalsteins eru Stefán
Þórður, f. 1926, d. 1969, lögfræð-
ingur; Sigríður Guðrún, f. 1928,
húsfreyja; Kristín, f. 1930, d. 1990,
skrifstofustjóri; Elísabet, f. 1933,
framkvæmdastjóri.
Foreldrar Aðalsteins: Einar
Oddur Guðjohnsen, f. 18.12. 1895,
d. 30.9. 1954, kaupmaður á Húsa-
vík, um hríð stjórnandi karlakórs-
ins Þryms, kaupmaður í Reykjavík
og síðar fulltrúi hjá Eimskipafélagi
Íslands í Reykjavík, og k.h., Guðrún
Snjólaug Aðalsteinsdóttir, f. 29.3.
1905, d. 30.11. 1982, húsfreyja.
Ætt
Einar var sonur Stefáns Guðjohn-
sen, kaupmanns á Húsavík, hálf-
bróður Þóru Guðrúnar, móður
Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra
og skákmeistara, og Gunnars Möll-
er hrl., forstjóra Sjúkrasamlagsins
og Tryggingastofnunar og undir-
leikara með karlakórnum Fóst-
bræðrum. Stefán var sonur Þórð-
ar Guðjohnsen verslunarstjóra,
bróður Mörtu Maríu, móður Ingi-
bjargar Thors forsætisráðherra-
frúar og Einars, föður Jórunnar
Viðar tónskálds, móður Katrínar
Fjeldsted, læknis og fyrrv. alþm.,
og móður Eufemíu Waage leik-
konu, móður Indriða leikara. Önn-
ur systir Þórðar var Kristjana, móð-
ir Jóns, söngstjóra Fóstbræðra, og
Péturs borgarstjóra Halldórssona.
Þriðja systir Þórðar var Anna Lov-
ísa, móðir Emils Thoroddsen tón-
skálds. Fjórða systirin var Kirstín
Katrín, móðir Guðrúnar Lárusdótt-
ur, rithöfundar og alþm. Þórður var
sonur Péturs Guðjohnsen, söng-
kennara, alþm. og dómorganista í
Reykjavík, ættföður Guðjohnsens-
ættar. Móðir Þórðar var Guðrún
Sigríður Knudsen, systir Kristjönu
sem Jónas Hallgrímsson orti til hið
fræga ástarkvæði „Söknuð“. Guð-
rún Sigríður var dóttir Lauritz M.
Knudsen, kaupmanns í Reykjavík
og ættföður Knudsensættar. Móðir
Stefáns var Halldóra Margrét Svein-
björnsson, systir Sveinbjörns tón-
skálds. Halldóra var dóttir Þórðar
háyfirdómara Sveinbjörnssonar og
Kirstine Cathrine Knudsen, systur
Guðrúnar Sigríðar og Kristjönu.
Móðir Einars var Kristín Jak-
obsdóttir, kaupmanns á Vopnafirði
Helgasonar, yfirprentara Viðeyjar-
prents Helgasonar. Móðir Krist-
ínar var Elísabet Ólafsdóttir, alþm.
og dbrm. á Stóru-Giljá og Sveins-
stöðum í Þingi Jónssonar, prófasts
í Steinnesi Péturssonar. Móðir Jak-
obs kaupmanns var Guðrún, systir
sr. Jakobs í Steinnesi, langafa Vig-
dísar Finnbogadóttur. Guðrún var
dóttir Finnboga, verslunarmanns í
Reykjavík Björnssonar og Arndísar
Teitsdóttur vefara Sveinssonar.
Snjólaug var dóttir Aðalsteins,
b. á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs-
strönd en lengst trésmíðameist-
ari Jóhannessonar og k.h., Sigríðar
Guðrúnar Eyjólfsdóttur frá Stóru-
Reykjum í Reykjahverfi húsfreyju.
Þau bjuggu í Árbót, Haga og víðar
en lengst af á Húsavík.
Í undirbúningi er nú nýtt niðja-
tal um Guðjohnsensætt. Ráðgert er
að það hefjist með Pétri Guðjohn-
sen, dómorganista og söngkennara
og sé því framhald eða viðbót við
bókina Knudsensætt sem gefin var
út 1986.
S
ólmundur fæddist á Bjargi
í Ytri-Njarðvík og ólst upp
í Njarðvík. Á þeim tíma var
lítið um framhaldsskóla á
Suðurnesjum þannig að
nemendur þurftu að fara á heima-
vistarskóla til að mennta sig og var
Sólmundur því sendur á heimavist
í Hlíðardalsskóla og Skógaskóla frá
þrettán ára aldri. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1961, stundaði nám
við Háskólann í Björgvin í Noregi
í raunvísindum og líffræði og lauk
þaðan prófi í sjávarlíffræði og vist-
fræði með cand. real.-gráðu 1972.
Sólmundur hóf störf sem fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un árið 1972, hefur verið sérfræð-
ingur í botndýrum og nokkur ár
sem verkefnastjóri í togararally
Hafrannsóknastofnunar. Þá hefur
hann verið stundakennari í nátt-
úrufræðum í nokkur ár við Háskóla
Íslands frá 1979.
Sólmundur bjó í Ytri-Njarðvík
fimm fyrstu árin að námi loknu, en
flutti til Hafnarfjarðar 1977 og hefur
búið þar síðan.
Sólmundur lauk starfi á Hafró
árið 2004, gerðist eftirlaunaþegi en
vann jafnframt sem leiðsögumaður
erlendra ferðamanna eftir að hafa
lokið prófi sem leiðsögumaður frá
Menntaskólanum í Kópavogi.
Sólmundur var formaður Ís-
lendingafélagsins í Björgvin í eitt ár,
var formaður Náttúruverndarfélags
Suðvesturlands 1974–75, sat í stjórn
Sædýrasafnsins í Hafnarfirði 1976–
86, stofnandi og fyrsti formaður
Skotveiðifélags Íslands 1978–79 og
síðan aftur formaður 1988–91, auk
þess sem hann sat í stjórn félagsins
og vann ýmis störf í þágu þess frá
upphafi. Hann var formaður félags
íslenskra náttúrufræðinga 1980–82,
hefur átt sæti í nefndum á vegum
Alþjóðahafrannsóknaráðsins, hef-
ur tekið þátt í útnefningu vísinda-
manna til verðlauna á vegum al-
þjóðlegra menningarsamtaka og
hefur setið í nokkrum opinberum
nefndum á vegum menntamála-
ráðuneytisins og umhverfisráðu-
neytisins. Þá hefur hann skrifað
fjölda greina um fagleg efni í blöð
og tímarit sem lúta að starfi og tóm-
stundum.
Sólmundur er mikill áhugamað-
ur um allt umhverfi okkar fagra
lands og lætur sig gæði þess og
stöðu verulega varða.
Fjölskylda
Sólmundur kvæntist 11.9. 1965
Astrid Kari Alexandra Einarsson
(Bottolfsen), f. 23.2. 1943, hjúkr-
unarfræðingi. Hún er dóttir Arne
Bottolfsen málmiðnaðarmanns
í Björgvin í Noregi, og k.h., Ebba
Bottolfsen húsmóður sem bæði eru
látin.
Börn Sólmundar og Astrid eru
Arne Sólmundsson, f. 8.4. 1967,
verkfræðingur og vinnur hjá Acta-
vis, búsettur í Hafnarfirði, en sam-
býliskona hans er Alda Rögnvalds-
dóttir, grafískur hönnuður, og eiga
þau tvö börn, Alex Berg og Jönu
Ruth; Kristbjörg Kari Sólmunds-
dóttir, f. 3.5. 1973, söngkona og
starfandi sem kennari við Víði-
dalsskóla, en eigimaður hennar er
Björn Árnason tölvufræðingur og
synir þeirra eru Róbert Alexander
og Arnar Logi.
Dóttir Sólmundar, frá því fyrir
hjónaband, og Magneu Sigurð-
ardóttur er Sigrún Sól, f. 18.12.
1960, svæðanuddari m.fl., búsett í
Reykjavík, gift Ragnari Jónssyni og
eru börn þeirra Kjartan Þór, Kol-
brún Ragna og Karl Ingvi. Sól-
mundur á fjögur langafabörn.
Systkini Sólmundar: Þórveig
Hrefna Einarsdóttir, f. 20.6. 1931,d.
17.12. 2004, húsmóðir, búsett í Ytri
Njarðvík, gift Guttormi A. Jóns-
syni og eiga þau fimm dætur; Haf-
steinn Einarsson, f. 4.7. 1932, d.
11.12. 1987, byggingameistari í
Ytri-Njarðvík, var kvæntur Valgerði
Jónsdóttur,en hún lést 24.9. 2010 og
eignuðust þau fimm börn; Jóhanna
Margrét Einarsdóttir, f. 21.3. 1934,
verslunarkona á Selfossi, var gift
Oddi Sveinbjörnssyni, en hann lést
5.12. 2004 og eignuðust þau fjög-
ur börn; Trausti Einarsson, f. 1.9.
1935, múrarameistari í Ytri-Njarð-
vík, kvæntur Erlu Jónsdóttur og eiga
þau fjögur börn; Erna S. Einarsdótt-
ir, f. 24.5. 1944, snyrtifræðingur í
Ytri-Njarðvík, gift Jóni Sigfússyni
og eiga þau þrjú börn; Sæmundur
Þ. Einarsson, f. 18.5. 1945, rafvirkja-
meistari í Ytri-Njarðvík, kvæntur
Maríu Ögmundsdóttur en hún lést
27.9. 2010 og eignuðust þau fjögur
börn.
Foreldrar Sólmundar voru Einar
Ögmundsson, f. 26.2. 1899, d. 3.4.
1974, vélstjóri í Ytri-Njarðvík, og
k.h., Sigríður Sesselja Hafliðadóttir,
f. 17.6. 1908, d. 1.8. 1984, húsmóðir.
Sólmundur dvelur á heimili sínu
á afmælisdaginn, þann 24. des-
ember, í faðmi fjölskyldunnar.
Aðalsteinn Guðjohnsen
Fyrrv. rafmagnsstjóri
Sólmundur Tryggvi Einarsson
Fiskifræðingur
80 ára á Þorláksmessu
70 ára á aðfangadag