Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 42
42 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–27. desember 2011 Jólablað A ðalsteinn fæddist á Húsa- vík. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1951, B.Sc.-prófi í rafmagns- verkfræði frá University of Pennsyl- vania 1954 og M.Sc.-prófi frá Stan- ford University í Kaliforníu 1955. Aðalsteinn var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1955 og rafmagnsstjóri í Reykjavík 1969–99. Hann var stundakenn- ari við Vélskóla Íslands 1956–61 og Menntaskólann í Reykjavík 1961– 67. Aðalsteinn var inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík, sat í stjórn Verkfræð- ingafélags Íslands 1959–61, Stétt- arfélags verkfræðinga 1961, 1963 og 1965, var formaður Rafmagns- verkfræðingadeildar VFÍ 1970–71, formaður Ljóstæknifélags Íslands og í stjórn Alþjóðaljóstæknisam- bandsins, CIE, 1963–90, formað- ur Stúdentafélags Reykjavíkur 1965–66, formaður Sambands ís- lenskra rafveitna 1969–95, í nor- rænum samtökum um raforkumál (NORDEL) 1969–2001, í Lands- nefnd Íslands í Alþjóðaorkuráðinu (WEC) frá 1962, varamaður í stjórn Landsvirkjunar 1970–95, í ýms- um opinberum nefndum varð- andi orkumál, fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðasambands raforku- fyrirtækja, UNIPEDE, síðar EUR- ELECTRIC, 1989–2001, í vinnu- hópi til undirbúnings að stofnun atvinnuþróunarfyrirtækisins Afl- vaka í Reykjavík 1991 og þar til fé- laginu var slitið. Hann átti sæti í vinnuhópi fyrir hönd Reykjavík- urborgar með hollenskum fyrir- tækjum um hagkvæmniathugun á sæstrengsverkefninu ICENET 1992–97, sat í stjórn Jarðgufu- félagsins frá stofnun 1996 og for- maður frá 1998 og þar til félaginu var slitið. Félagið vann m.a. að undirbúningi pappírsverksmiðju í samstarfi við bandaríska fjárfesta. Hann er Paul Harris-félagi í Rót- aryklúbbi Reykjavíkur. Aðalsteinn samdi kennslubók- ina Góð lýsing, útg. 1963, þýddi bókina Rafmagnið, útg. 1975, og Handbók um lýsingartækni, útg. 1986. Hann hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um orku- mál og lýsingu. Viðurkenningar: Heiðursfélög í háskóla ETA KAPPA NU og TAU BETA PI 1952, 1953. Heiðursverðlaun að loknu námi: Atwater Kent Prize 1954; og Phila- delphia Chamber of Commerce Award 1954. Gullmerki Stúdenta- félags Reykjavíkur 1971. Heiðurs- félagi LFÍ 1994. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 24.5. 1974 Rögnu Sigurðardóttur, f. 25.10. 1941, tölvukennara, dóttur Sigurðar Kristjánssonar f. 14.4. 1885, d. 27.5. 1968, ritstjóra, alþm. og forstjóra Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, og k.h., Rögnu Pétursdóttur, f. 14.8. 1904, d. 21.11. 1955, húsfreyju. Dóttir Aðalsteins og Rögnu er Auður, f. 20.9. 1975, söngkona og söngkennari, gift Elís Þorgeiri Frið- rikssyni og eru börn þeirra Aðal- steinn Guðjohnsen Elísson, f. 17.10. 2007, Helena Guðjohnsen Elísdóttir, f. 16.12. 2009. Börn Aðalsteins frá fyrra hjóna- bandi og stjúpbörn Rögnu eru Ein- ar Pétur Guðjohnsen, f. 23.3. 1956, rafeindaverkfræðingur M.Sc. og for- stjóri í Connecticut í Bandaríkjun- um, kvæntur Jane Alice Frey Guð- johnsen húsfreyju en börn þeirra eru Joshua Frey, f. 29.8. 1988, og Jonathan Erik, f. 31.5. 1990; María Kristín Guðjohnsen, f. 12.10. 1959, íþróttafræðingur B.Sc. í New Jersey í Bandaríkjunum, gift Gene John Miller MA, skólastjóra, en börn þeirra eru Kristín Anne, f. 14.3. 1985, Gregory John, f. 8.2. 1987, og Katie Marie, f. 11.4. 1992; Davíð Steinn Guðjohnsen, f. 28.5. 1961, iðnaðar- verkfræðingur B.Sc. í New Jersey. Dætur Rögnu frá fyrra hjóna- bandi eru Elín Helgadóttir, f. 24.10. 1964, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri; Sigrún Ragna Helga- dóttir, f. 28.6. 1968, rafmagnsverk- fræðingur M.Sc. Systkini Aðalsteins eru Stefán Þórður, f. 1926, d. 1969, lögfræð- ingur; Sigríður Guðrún, f. 1928, húsfreyja; Kristín, f. 1930, d. 1990, skrifstofustjóri; Elísabet, f. 1933, framkvæmdastjóri. Foreldrar Aðalsteins: Einar Oddur Guðjohnsen, f. 18.12. 1895, d. 30.9. 1954, kaupmaður á Húsa- vík, um hríð stjórnandi karlakórs- ins Þryms, kaupmaður í Reykjavík og síðar fulltrúi hjá Eimskipafélagi Íslands í Reykjavík, og k.h., Guðrún Snjólaug Aðalsteinsdóttir, f. 29.3. 1905, d. 30.11. 1982, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Stefáns Guðjohn- sen, kaupmanns á Húsavík, hálf- bróður Þóru Guðrúnar, móður Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra og skákmeistara, og Gunnars Möll- er hrl., forstjóra Sjúkrasamlagsins og Tryggingastofnunar og undir- leikara með karlakórnum Fóst- bræðrum. Stefán var sonur Þórð- ar Guðjohnsen verslunarstjóra, bróður Mörtu Maríu, móður Ingi- bjargar Thors forsætisráðherra- frúar og Einars, föður Jórunnar Viðar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv. alþm., og móður Eufemíu Waage leik- konu, móður Indriða leikara. Önn- ur systir Þórðar var Kristjana, móð- ir Jóns, söngstjóra Fóstbræðra, og Péturs borgarstjóra Halldórssona. Þriðja systir Þórðar var Anna Lov- ísa, móðir Emils Thoroddsen tón- skálds. Fjórða systirin var Kirstín Katrín, móðir Guðrúnar Lárusdótt- ur, rithöfundar og alþm. Þórður var sonur Péturs Guðjohnsen, söng- kennara, alþm. og dómorganista í Reykjavík, ættföður Guðjohnsens- ættar. Móðir Þórðar var Guðrún Sigríður Knudsen, systir Kristjönu sem Jónas Hallgrímsson orti til hið fræga ástarkvæði „Söknuð“. Guð- rún Sigríður var dóttir Lauritz M. Knudsen, kaupmanns í Reykjavík og ættföður Knudsensættar. Móðir Stefáns var Halldóra Margrét Svein- björnsson, systir Sveinbjörns tón- skálds. Halldóra var dóttir Þórðar háyfirdómara Sveinbjörnssonar og Kirstine Cathrine Knudsen, systur Guðrúnar Sigríðar og Kristjönu. Móðir Einars var Kristín Jak- obsdóttir, kaupmanns á Vopnafirði Helgasonar, yfirprentara Viðeyjar- prents Helgasonar. Móðir Krist- ínar var Elísabet Ólafsdóttir, alþm. og dbrm. á Stóru-Giljá og Sveins- stöðum í Þingi Jónssonar, prófasts í Steinnesi Péturssonar. Móðir Jak- obs kaupmanns var Guðrún, systir sr. Jakobs í Steinnesi, langafa Vig- dísar Finnbogadóttur. Guðrún var dóttir Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík Björnssonar og Arndísar Teitsdóttur vefara Sveinssonar. Snjólaug var dóttir Aðalsteins, b. á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd en lengst trésmíðameist- ari Jóhannessonar og k.h., Sigríðar Guðrúnar Eyjólfsdóttur frá Stóru- Reykjum í Reykjahverfi húsfreyju. Þau bjuggu í Árbót, Haga og víðar en lengst af á Húsavík. Í undirbúningi er nú nýtt niðja- tal um Guðjohnsensætt. Ráðgert er að það hefjist með Pétri Guðjohn- sen, dómorganista og söngkennara og sé því framhald eða viðbót við bókina Knudsensætt sem gefin var út 1986. S ólmundur fæddist á Bjargi í Ytri-Njarðvík og ólst upp í Njarðvík. Á þeim tíma var lítið um framhaldsskóla á Suðurnesjum þannig að nemendur þurftu að fara á heima- vistarskóla til að mennta sig og var Sólmundur því sendur á heimavist í Hlíðardalsskóla og Skógaskóla frá þrettán ára aldri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1961, stundaði nám við Háskólann í Björgvin í Noregi í raunvísindum og líffræði og lauk þaðan prófi í sjávarlíffræði og vist- fræði með cand. real.-gráðu 1972. Sólmundur hóf störf sem fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un árið 1972, hefur verið sérfræð- ingur í botndýrum og nokkur ár sem verkefnastjóri í togararally Hafrannsóknastofnunar. Þá hefur hann verið stundakennari í nátt- úrufræðum í nokkur ár við Háskóla Íslands frá 1979. Sólmundur bjó í Ytri-Njarðvík fimm fyrstu árin að námi loknu, en flutti til Hafnarfjarðar 1977 og hefur búið þar síðan. Sólmundur lauk starfi á Hafró árið 2004, gerðist eftirlaunaþegi en vann jafnframt sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna eftir að hafa lokið prófi sem leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi. Sólmundur var formaður Ís- lendingafélagsins í Björgvin í eitt ár, var formaður Náttúruverndarfélags Suðvesturlands 1974–75, sat í stjórn Sædýrasafnsins í Hafnarfirði 1976– 86, stofnandi og fyrsti formaður Skotveiðifélags Íslands 1978–79 og síðan aftur formaður 1988–91, auk þess sem hann sat í stjórn félagsins og vann ýmis störf í þágu þess frá upphafi. Hann var formaður félags íslenskra náttúrufræðinga 1980–82, hefur átt sæti í nefndum á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, hef- ur tekið þátt í útnefningu vísinda- manna til verðlauna á vegum al- þjóðlegra menningarsamtaka og hefur setið í nokkrum opinberum nefndum á vegum menntamála- ráðuneytisins og umhverfisráðu- neytisins. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um fagleg efni í blöð og tímarit sem lúta að starfi og tóm- stundum. Sólmundur er mikill áhugamað- ur um allt umhverfi okkar fagra lands og lætur sig gæði þess og stöðu verulega varða. Fjölskylda Sólmundur kvæntist 11.9. 1965 Astrid Kari Alexandra Einarsson (Bottolfsen), f. 23.2. 1943, hjúkr- unarfræðingi. Hún er dóttir Arne Bottolfsen málmiðnaðarmanns í Björgvin í Noregi, og k.h., Ebba Bottolfsen húsmóður sem bæði eru látin. Börn Sólmundar og Astrid eru Arne Sólmundsson, f. 8.4. 1967, verkfræðingur og vinnur hjá Acta- vis, búsettur í Hafnarfirði, en sam- býliskona hans er Alda Rögnvalds- dóttir, grafískur hönnuður, og eiga þau tvö börn, Alex Berg og Jönu Ruth; Kristbjörg Kari Sólmunds- dóttir, f. 3.5. 1973, söngkona og starfandi sem kennari við Víði- dalsskóla, en eigimaður hennar er Björn Árnason tölvufræðingur og synir þeirra eru Róbert Alexander og Arnar Logi. Dóttir Sólmundar, frá því fyrir hjónaband, og Magneu Sigurð- ardóttur er Sigrún Sól, f. 18.12. 1960, svæðanuddari m.fl., búsett í Reykjavík, gift Ragnari Jónssyni og eru börn þeirra Kjartan Þór, Kol- brún Ragna og Karl Ingvi. Sól- mundur á fjögur langafabörn. Systkini Sólmundar: Þórveig Hrefna Einarsdóttir, f. 20.6. 1931,d. 17.12. 2004, húsmóðir, búsett í Ytri Njarðvík, gift Guttormi A. Jóns- syni og eiga þau fimm dætur; Haf- steinn Einarsson, f. 4.7. 1932, d. 11.12. 1987, byggingameistari í Ytri-Njarðvík, var kvæntur Valgerði Jónsdóttur,en hún lést 24.9. 2010 og eignuðust þau fimm börn; Jóhanna Margrét Einarsdóttir, f. 21.3. 1934, verslunarkona á Selfossi, var gift Oddi Sveinbjörnssyni, en hann lést 5.12. 2004 og eignuðust þau fjög- ur börn; Trausti Einarsson, f. 1.9. 1935, múrarameistari í Ytri-Njarð- vík, kvæntur Erlu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn; Erna S. Einarsdótt- ir, f. 24.5. 1944, snyrtifræðingur í Ytri-Njarðvík, gift Jóni Sigfússyni og eiga þau þrjú börn; Sæmundur Þ. Einarsson, f. 18.5. 1945, rafvirkja- meistari í Ytri-Njarðvík, kvæntur Maríu Ögmundsdóttur en hún lést 27.9. 2010 og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Sólmundar voru Einar Ögmundsson, f. 26.2. 1899, d. 3.4. 1974, vélstjóri í Ytri-Njarðvík, og k.h., Sigríður Sesselja Hafliðadóttir, f. 17.6. 1908, d. 1.8. 1984, húsmóðir. Sólmundur dvelur á heimili sínu á afmælisdaginn, þann 24. des- ember, í faðmi fjölskyldunnar. Aðalsteinn Guðjohnsen Fyrrv. rafmagnsstjóri Sólmundur Tryggvi Einarsson Fiskifræðingur 80 ára á Þorláksmessu 70 ára á aðfangadag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.