Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 12
12 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað F élagsleg staða, menntun og persónulegar skuldir voru ekki helsti drifkraftur þeirra sem mættu í mótmælaað­ gerðir í tengslum við bús­ áhaldabyltinguna í janúarmánuði árið 2009. Þetta kemur fram í rann­ sókn á þátttöku almennings í bús­ áhaldabyltingunni sem unnin er af Jóni Gunnari Bernburg, prófessor í félagsfræði, og Sigrúnu Ólafsdóttur, lektor í félagsfræði við Boston­há­ skóla. Fyrst og fremst virðast hug­ myndafræðilegir þættir hafa spilað inn í. Þátttaka er mun meiri meðal fólks sem telur sig vera til vinstri í stjórnmálum, bera lítið traust til stjórnmálamanna og trúa að tæki­ færi bjóðist fyrst og fremst þeim sem þekki réttu aðilana. Það eru því hugmyndafræðilegir þættir og sýn á samfélagsgerð fremur en lífskjör sem áttu stóran þátt í því hvort fólk tók með beinum hætti þátt í mót­ mælum í tengslum við búsáhalda­ byltinguna. Verri lífskjör skipta litlu Sú upplifun að búa við verri lífs­ kjör eftir að kreppan skall á hefur engin marktæk tengsl við þátttöku í mótmælunum. „Það að telja stöðu sína óréttláta tengist ekki þátttöku í fjöldamótmælunum. Sú upplifun tengist hins vegar vanlíðan,“ segir Jón Gunnar um niðurstöðu rann­ sóknarinnar. Óvenjuleg aldursskipting Einn af hverjum fjórum aðspurðra sagðist hafa mætt og mótmælt á Austurvelli einu sinni eða oftar. Þúsund íbúar höfuðborgarsvæðis­ ins sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni en rúmlega sex hundruð svöruðu beiðni um viðtal. Þeir sem voru undir átján ára aldri, starfsfólk stofnana og þeir sem ekki tala íslensku voru útilokaðir frá úr­ takinu. Aldursdreifing mótmæl­ enda er nokkuð frábrugðin því sem rannsóknir erlendis hafa sýnt. Þátt­ taka í mótmælum eykst iðulega samhliða lækkandi aldri. Í búsá­ haldabyltingunni sést hins vegar mun dreifðari aldursþátttaka og fólk á aldrinum þrjátíu til fjörutíu og fimm ára er líklegast til að hafa tek­ ið þátt í mótmælaaðgerðum. Raun­ ar er þátt takan almennt mikil meðal fólks á aldrinum átján til fimmtíu og fimm ára en hrapar svo nokkuð ört í kringum sextugsaldurinn. Búseta en ekki menntun „Fyrstu niðurstöður bentu til þess að menntunarstig mótmælenda hefði afgerandi áhrif. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að meiri menntun þýddi aukna þátttöku í mótmælaaðgerðum. Áhrif mennt­ unar hurfu hins vegar þegar tekið var tillit til búsetu fólks,“ segi Jón Gunnar. Hann segir mótmælaað­ gerðirnar hafa allar verið miðsvæð­ is og menntafólk hafa tilhneigingu til að búa miðsvæðis. „Því nær mót­ mælunum sem þú býrð því líklegri ertu til að mæta. Burtséð frá mennt­ un, starfsstétt og slíku. Við túlkum þetta einfaldlega sem tækifærisþátt, það er að nálægðin auðveldar fólki að taka þátt. Búsetan tengist hins vegar ekki viðhorfum til mótmæl­ anna,“ segir Jón Gunnar og á við að þótt íbúar miðsvæðis sem studdu aðgerðir mótmælenda séu líklegri til að hafa mætt, þá eru íbúar svæð­ isins almennt ekki líklegri en íbúar annarra svæða til að styðja aðgerðir mótmælenda. Skuldir skiptu litlu í búsáhaldabyltingu „Sú upplifun að búa við verri lífs- kjör eftir að kreppan skall á hefur engin marktæk tengsl við þátttöku í mót- mælunum. n Vinstrisinnaðir voru líklegastir til að taka þátt í búsáhaldabyltingunni n Menntun, lífskjör og greiðsluerfiðleikar skiptu ekki máli Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Mennska framtíð Lítil tiltrú á samfé- laginu frekar en áhyggjur af eigin kjörum. www.pwc.com/is Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári Reykjavík Akureyri Selfoss Húsavík PwC á Íslandi er framsækið og taust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem skilgreinir sig sem þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Köstuðu þvagi yfir fórnarlambið Hæstiréttur þyngdi í dag dóm Hér­ aðsdóms Norðurlands eystra yfir Gesti Hrafnkeli Kristmundssyni og dæmdi í þriggja ára fangelsi fyrir aðild hans að hrottafenginni handrukkun. Gestur og Eyþór Helgi Guð­ mundsson voru í mars síðastliðn­ um dæmdir í héraði fyrir frelsis­ sviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Eyþór fékk þá tveggja og hálfs árs fangelsi en Gestur 20 mánuði. Árásin var sérlega hrottaleg en mennirnir héldu fórnarlambinu, sem þeir vildu meina að skuldaði þeim eina milljón króna vegna fíkniefnaviðskipta, föngnum frá klukkan 21 að kvöldi sunnudags­ ins 9. ágúst 2009 þar til klukkan 09 morguninn eftir. Eyþór og Gestur börðu ítrekað á fórnarlambinu, spörkuðu í það. Notuðu járnrör við barsmíðarnar og hótuðu að sögn fórnarlambsins að smita það af lifrarbólgu C. Þá köstuðu þeir þvagi yfir fórn­ arlambið, skvettu yfir það heitu kertavaxi og áfengi. Þá neyddi Gestur fórnarlambið til að þrífa húsnæðið, meðal annars baðher­ bergið þar sem hann lét fórnar­ lambið sleikja salernisskálina. Auk þess að smita fórnarlamb­ ið af lifrarbólgu hlaut það verulega áverka við árásina sem var sérlega hrottafengin. Jón Gunnar Bernburg Segir hug- myndafræði ekki efnahagslegar aðstæður fólks hafa skipt sköpum fyrir þáttöku í Búsáhaldabyltingunni. Haninn til fyrirmyndar Heldur óvenjulegur gestur mætti á fund bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag þegar rædd var sam­ þykkt um búfjárhald. Haninn Hrólfur, „eini fullvaxta hani bæjar­ ins“, mætti með eiganda sínum, Sigurvini Jónssyni, eftir að bæjar­ fulltrúi Bæjarlistans óskaði eftir því. RÚV greindi frá þessu. Ráð­ gert er að banna hana á Akureyri en Hrólfur er þó ekki í lífshættu þar sem bannið verður ekki aftur­ virkt. Samkvæmt bæjarstjóra Ak­ ureyrar var haninn til fyrirmyndar á fundinum og lét lítið í sér heyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.