Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 36
36 Viðtal 21.–27. desember 2011 Jólablað Hjónabandið er ekki eintómur glassúr: É g byrjaði hér á Sögu árið 1964 með hljómsveit Svavars Gests,“ segir Raggi um leið og hann kemur sér haganlega fyrir í sæti nálægt barnum. Við sitj- um niðri á Mímisbar og erum ein enda eiga fáir erindi á hótelbar um miðjan dag í miðri viku. Raggi þekkir vel til hér á Sögu, heilsar barþjónin- um og segir honum frá því að Hótel Saga fagni 50 ára afmæli á næsta ári. „Ég fer að skemmta hérna þá,“ segir Raggi en barþjónninn kemur af fjöll- um og er ekki kunnugt um afmælið. „Now you know,“ segir Raggi hlæj- andi, pantar kaffi og heldur áfram að segja frá því hvernig það atvikaðist að hann fór að syngja hér á Sögu. Bréfið örlagaríka Kallið kom þegar hann var í Dan- mörku, að spila og leika sér eins og hann segir sjálfur. „Það stóð þannig á að ég fór út til þess að syngja inn á plötu. Það var íslenskur strákur með mér, Kristinn Vilhelmsson, en hann var á leið til Hollands. Við lentum síðan í mikilli veislu í Kaupmanna- höfn og þetta klikkaði allt saman og við urðum að fá okkur vinnu. Við fór- um þá að spila með tveimur Svíum sem við þvældumst út um allar triss- ur með,“ segir hann og fær sér sopa af kaffinu. Þá fékk hann bréf heiman frá Ís- landi. Bréfritari var enginn annar en Svavar Gests sem vildi fá hann heim en Raggi var þá á leið í frekara tón- leikaferðalag. „Við ætluðum að fara að þvælast meira með þeim, vorum að fara til Evrópu og Suður-Ameríku. Ég var um það bil að fara að skrifa undir tveggja ára samning þegar ég fékk þetta bréf. Ég var bara að labba út af hótelinu þegar hótelstjórinn kom hlaupandi á eftir mér. Ég settist á bekk og las bréfið frá honum. Þarna var hann með SG hljómplötur og sagðist vilja hætta eftir ár. Hann vildi enda hér á Sögu með mér og Ellý Vil- hjálms.“ Hjónabandið gekk ekki upp Raggi sló til. Eftir tvö ár í mikilli ævin- týramennsku var komið gott og kom- inn tími á að fara heim. „Hann bjarg- aði mér eiginlega með þessu bréfi. Maður var búinn að sjá þessa gæja og þetta lið sem var búið að vera í þessu í tuttugu ár, þvælast á milli. Þetta er náttúrulega ógurlega erfitt líf.“ Áður en hann fór út hafði hann komið sér upp fjölskyldu, farið hina venjubundnu íslensku leið, byggt hús, gift sig og eignast tvö börn. Hjónabandið gekk hins vegar ekki upp og þau skildu. „Við höfðum ver- ið saman frá því við vorum ungling- ar, 13–14 ára, og eiginlega engin leið að segja af hverju það gekk ekki upp. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Við áttum tvö börn saman, Kristjönu og Bjarna. Ég var búinn að byggja flotta 130 fermetra hæð úti á Nesi þegar ég var 21–22 ára. Nægur var krafturinn í manni,“ segir hann og skellir upp úr og bætir svo við: „En hann fór bara í allar áttir. Ég var grallaraspói.“ Hann lét konuna og börnin hafa íbúðina og hélt svo út á vit ævintýr- anna, til Danmerkur að syngja inn á plötu. Hann viðurkennir þó að auð- vitað hafi það verið erfitt að fara frá börnunum. „Þetta var auðvitað erf- itt og ég tala nú ekki um fyrir börnin. Ég fór bara út til að vinna en saknaði þeirra auðvitað mikið.“ „Æ, ég fæ mér einn öl“ Þegar hann kom út var hins veg- ar ekki allt eins og það átti að vera. „Þetta var svona einhver fljótfærni. Ég fór í upphafi til að syngja inn á plötu en svo var það ekki tilbúið þeg- ar ég kom út. Þá vorum við orðn- ir blankir og þurftum að fá okkur vinnu. Og það var nú eiginlega bara grís hvernig hún kom. Við vorum brunnir inni á hótelinu og allt í tómu tjóni. Það var söngkona með okkur sem átti að fara með Kristni til Hol- lands. Þá fór ég og heimsótti einn Clau- sen sem ég þekkti. Hann bjó á Ves- terbrogade 10, ég man það alltaf,“ segir hann og brosir að minningunni. „Ég labbaði upp eftir til hans þegar allt var brunnið utan af okkur. Sat hjá honum yfir einum öl og þá kom einn bissnessmaður sem ég þekkti í heimsókn til hans. Hann sagði við mig: Ertu ekki orðinn blankur? og rétti mér 30 krónur danskar. Með þær fór ég á næturklúbb. Ég hugs- aði með mér, áður en ég færi aftur til þeirra: Æ, ég fæ mér einn öl. Ég settist niður og þekkti strákana sem voru að spila. Þeir kölluðu á mig og báðu mig að koma að syngja því þeir vissu að ég gæti sungið. Ég gerði það og um leið og ég var búinn að því kom færeyskur/danskur umboðs- maður og bauð mér vinnu. Þannig hófst þetta. Ég gat komið þeim báð- um með mér og þannig byrjaði þetta músíkferðalag okkar út um allar trissur.“ Svingandi partí og eldsvoði Ævintýralífið átti vel við Ragga á þessum árum. „Mér fannst þetta allt í lagi þá, maður var ungur, laus og liðugur og engar kvaðir á manni. Þetta var náttúrulega bara ævintýra- líf. Þangað til það kviknaði í restaur- antnum,“ segir hann sposkur. „Þá vorum við að spila í Árósum hjá ynd- islegum karli. Bandið sem við vorum með var mjög gott, þó ég segi sjálfur frá, sérstaklega píanistinn okkar sem var sænskur. Svo gott var bandið að hljóðfæraleikararnir sem voru að spila á undan okkur komu upp eftir að hlusta. Daginn sem ég átti afmæli feng- um við að halda partí um nóttina. Þá kom fullt af liði sem við þekktum og svo var bara svingandi partí og spilað á restaurantinum til fimm um morg- uninn. Þá fórum við síðastir út, ég, vinur minn og barþjónninn. Vinur minn kom svo náfölur inn klukkan 10 um morguninn og sagði að það væri kviknað í staðnum. Það fyrsta sem manni datt í hug var náttúrulega að einhver hefði gleymt sígarettu eða eitthvað en svo var ekki. Þá hafði forstjórinn komið um morguninn og sá að það var eldur í litlum kastara í loftinu. Hann hljóp, náði í slökkvitækið og sprautaði á þetta og þá logaði allt loftið. Um það bil fékk ég þetta bréf og þá ákvað ég bara að fara heim.“ Og þá fór hann beint á Sögu. „Þá kom ég hérna og söng með hljóm- sveit Svavars Gests. Þegar það ár var búið buðu þeir mér, hótelstjór- inn og Svavar, að taka við. Ég stofn- aði þá mína eigin hljómsveit og hún var hérna í nítján ár. Aldrei á sumrin reyndar, þá vorum með Sumargleð- ina.“ „Steinlá fyrir henni“ Í ævintýrunum úti kynntist Raggi ástinni. Ballettdansmær að nafni Helle fangaði hjarta hans. Stuttu eft- ir að Raggi kom heim kom Helle á eftir honum. „Við kynntumst í Árós- um. Við vorum mikið saman meðan ég var þar og ég kom þar nokkrum sinnum meðan ég var úti. Við vor- um ágæt saman og erum enn,“ seg- ir Raggi með blik í augum og viður- kennir að hafa fallið fyrir henni strax. „Ég steinlá fyrir henni. Gullfal- leg stelpa,“ segir hann og brosir út að eyrum. „Hún kom rétt á eftir mér heim. Við byrjuðum að búa í gamla herberginu mínu í kjallaranum hjá mömmu í Meðalholtinu.“ Síðan þá hafa þau verið saman og eiga saman soninn Henrý Lárus auk barnanna tveggja sem Raggi á úr fyrra hjóna- bandi. Raggi segir þau þó hafa deilt eins og önnur hjón, enda eðlilegt í rúm- lega fjörtíu ára hjónabandi. „Við höf- um eflaust rifist einhvern tímann og pönkast eins og gengur í hjónabönd- um. En mér finnst þetta bara indælt og er voða happí með þetta. Við nátt- úrulega rifumst eins og allir aðrir gera. Hjónabandið er ekki eintómur glassúr, einn, tveir og þrír. Það kem- ur ýmislegt upp. Þá er bara að leysa úr því og láta ekki frekjuna og vit- leysuna alveg stjórna sér út í loftið.“ Hjónin eru mjög samrýnd og eyða miklum tíma saman. „Við för- um voðalega mikið saman. Hún er eiginlega alltaf með mér. Við förum mikið út og borðum saman, vorum til dæmis úti að borða í gær. Hún fer mikið með mér líka þegar ég er að spila á elliheimilunum, er með tón- leika eða að æfa, þá kemur hún oft með. Við erum voða mikið á fartinni og erum samhent hjón. Hún er hætt að vinna og í staðinn fyrir að bíða eft- ir mér heima kemur hún bara með mér.“ Vaskar alltaf upp Hann segir eiginkonuna líka vera lunkna söngkonu þótt hún hafi lít- ið sungið opinberlega. „Hún er góð söngkona. Það var eiginlega bara ég sem ýtti ekkert undir það. Hún fór í söngtíma til Guðmundu Elíasdóttur og söng alveg prýðilega. Ég var alltaf syngjandi úti um allt og hugsaði ekk- ert út í þetta. Ef ég hefði hugsað al- mennilega út í það þá hefði hún get- að orðið fín söngkona.“ Þau hjónin syngja oft saman heima. „Við förum oft niður á píanó og tröllum saman. Við syngjum bara það sem okkur dettur í hug. Ég er með svona músíkherbergi sem er eiginlega bara ruslakompa full af drasli, textum og músík og flygill- inn hans pabba er þar líka. Þetta er ábyggilega drullugasta herbergi á Ís- landi en ég veit nákvæmlega hvar allt er þarna.“ Raggi segist vera jafnréttissinni og þau skipti húsverkunum á milli sín. „Ég elda nú ekki mikið, kannski svolítið, er ekki mjög góður kokkur. Ég myndi segja að það væri kannski ekki alveg toppurinn. Ég er bara að- allega í því að steikja og svona. Ekkert fansí vesen. Ég steiki bara svínakóti- lettur og svona dót, eitthvað einfalt,“ segir Raggi kíminn og viðurkennir að hann sé liðtækur í uppvaskinu. „Ég vaska alltaf upp. Ég þríf eldhúsið og sé um það og hef gert í áraraðir. Já, já, konan fer bara inn í sófa og hefur það huggulegt eftir matinn.“ Raggi segir Helle ekki kippa sér mikið upp við það að vera gift svona frægum söngvara. „Hún er ósköp ró- leg yfir þessu og er sko ekki að „mikla mig upp“. Ég kem kannski heim og segi: Nú sló ég svakalega í gegn, og þá segir hún: Já, elskan, ég veit. Farðu út með ruslið,“ segir Raggi og skellihlær. „Hún heldur niðri stjörnustælunum hjá mér.“ Þurfti að taka símann úr sambandi Raggi hefur verið í sviðsljósinu lengi og því fylgir mikil athygli. Hann seg- ist lítið spá í það en vissulega hafi Einn, tveir og þrír! „Ég er búinn að segja þeim sem spyrja að ég ætli að fá mér tölvu þegar ég fer að eldast. Röppuðu saman Raggi og Erpur röppuðu saman í laginu Allir eru að fá sér. Hér bregða þeir félagarnir á leik. Ástfangin Helle og Raggi eru mjög ástfangin en Raggi segir þó að auðvitað rífist þau eins og önnur hjón. Nóg að gera Það er nóg að gera í söngnum hjá Ragga og hann segist munu syngja eins lengi og röddin leyfir. Áritanir Raggi er vinsæll og hér er hann að árita fyrir aðdáendur. Helle stendur við bakið á sínum manni enda eru þau að sögn Ragga afar samrýnd hjón. Á sínum yngri árum Raggi á langan söngferil að baki, hér er hann á sínum yngri árum. Þrátt fyrir að vera orðinn 77 ára slær Ragnar Bjarnason hvergi slöku við og skemmtir jafnt á elliheimilum sem í framhaldsskólum. Viktoría Hermanns- dóttir hitti hinn ástsæla söngvara á Hótel Sögu og fékk að heyra af ævintýrum og ástum í Danmörku, örlagabréfinu sem sendi hann heim, konunni í lífi hans og söngnum sem hann fær aldrei leið á. Bílaáhugamaður Raggi rak í nokkur ár bílaleigu sem hann segir hafa verið rugluðustu bílaleigu á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.