Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 10
R ekstur Fjármálaeftirlitsins hefur þanist út á undan­ förnum árum, sérstaklega frá falli bankanna haustið 2008. Upphaflegar áætlanir Fjármálaeftirlitsins fyrir næsta ár gerðu ráð fyrir að starfsmenn yrðu rúmlega 140, en nú er gert ráð fyr­ ir að þeir verði 132. Þegar umfang íslenska fjármálamarkaðarins var mest, árið 2007, voru starfsmenn eft­ irlitsins rúmlega 50, þar af 45 í fullu starfi. Starfsmenn Fjármálaeftir­ litsins eru í dag um 110. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að stofnunin hafi ver­ ið mjög undirmönnuð á árunum eftir hrun. Eftir fall fjármálakerf­ isins hefur starfsmönnum fjölgað töluvert. „Stækkunin er að stórum hluta til tímabundin. Eftirlitið er í mikilli uppbyggingu sem hefði átt að fara fram þegar fjármálakerfið var á sínum tíma að stækka. Ýmis­ legt mætti afgangi eða var vanrækt á þeim tíma t.d. að byggja upp upp­ lýsingakerfi stofnunarinnar. Upp­ byggingin sem nú á sér stað hefði átt að fara fram samhliða stækk­ un fjármálakerfisins,“ segir Gunnar Andersen forstjóri fjármálaeftirlits­ ins aðspurður um mikla stækkun stofnunarinnar. Ný verkefni Í svari FME við fyrirspurn DV segir að í rekstraráætlun næsta árs sé gert ráð fyrir þriggja prósenta aðhalds­ aðgerðum í almennum rekstri að kröfu efnahags­ og viðskiptaráðu­ neytis. Að auki hafi var gerð sér­ stök áætlun vegna þriggja verk­ efnaflokka, sem séu ný verkefni. Stofnunin fær auk þess fé vegna umbóta­ og uppbyggingarverk­ efna til stuðnings stefnu stofnunar­ innar sem kynnt var í árslok 2010. Rekstraráætlun FME unnin út frá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá maí síðastliðnum til Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins sem og við fulltrúa Evrópusambandsins þar sem fram kemur áhersla á uppbyggingu og styrkingu Fjármálaeftirlitsins. Gjafir og risna starfsmanna Athygli vekur að kostnaður vegna gjafa og risnu starfsmanna hefur hækkað um rúmlega hundrað pró­ sent frá árinu 2010. Þetta segir Fjár­ málaeftirlitið að miklu leyti skýr­ ast vegna breyttrar framsetningar í rekstraráætlun. „Skýring á hækkun kostnaðar undir liðnum „Gjafir og risna“ er vegna breytinga í framsetn­ ingu á gjöldum einstakra liða. Þenn­ an lið ber að skoða í samhengi við liðinn „Kaffi og fundir og fleira“ sem lækkar um 12 prósent, eða um tvær milljónir króna, en liðurinn „Risna og gjafir“ hækkar um 2,7 milljón­ ir króna. Á árinu 2011 var áætlun vegna risnu til starfsmanna að hluta til undir kaffi og fundarkostnaði sem nú er leiðrétt fyrir áætlun næsta árs og skekkir það því samanburðinn,“ segir í svari eftirlitsins. Íþrótta­ og gististyrkur hefur einnig lækkað um 40 prósent frá árinu 2010 þrátt fyrir fjölgun starfsmanna. Laun stjórnarmanna margfaldast Greiðslur til stjórnarmanna eftirlits­ ins hafa margfaldast frá árinu 2007, til dæmis hafa laun stjórnarfor­ manns hækkað úr 240 þúsundum í 600 þúsund á mánuði. Ákvörðun um hækkunina var tekin í tíð Gylfa Þ. Magnússonar, fyrrverandi efna­ hags­ og viðskiptaráðherra. Í til­ kynningu ráðherra segir að stjórn FME hafi sérstöðu í samanburði við aðrar stjórnir stofnana hjá hinu opinbera. Álag á stjórnarmenn, eins og raunar starfsmenn stofnunar­ innar, sé gríðarlegt. „Þann tíma sem ég var ráðherra fundaði stjórnin vel á annað hundrað sinnum, sem gerði um 6,5 fundi að meðaltali á mánuði. Fundir eru oft langir og fyrir liggur mikið magn gagna sem stjórnarmenn þurfa að kynna sér fyrir fundi. Það er því í mínum huga enginn vafi á því að þeir sem hafa tekið að sér þetta starf hafa þurft að vinna fyrir kaupinu sínu,“ sagði í til­ kynningu Gylfa. Undir þetta tekur Gunnar Andersen og segir álag á stjórnarmenn stofnunarinnar gríð­ arlegt. 10 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað Laun hjá FME MargFaLdast n 50 störfuðu hjá eftirlitinu fyrir hrun en nú 110 n Laun stjórnar- manna hafa margfaldast n Gríðarlegt álag, segir forstjóri FME Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Gunnar Andersen Forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hrærð yfir stuðningi n Lilja hlakkar til að halda áhyggjulaus jól É g er bara orðlaus, því miður, því ég vildi geta sagt hversu of­ boðslega þakklát ég er,“ seg­ ir Lilja Rós Sigurðardóttir en í helgarblaði DV kom fram að jól­ in yrðu Lilju erfið því hún hafði ver­ ið ofrukkuð vegna leikskólagjalda. Í kjölfar greinarinnar hafa fjölmargir haft samband við ritstjórn DV og Lilju sjálfa og sagst vilja styrkja hana. „Ég hef ekki undan að svara meilum, skila­ boðum á Facebook og símhringing­ um. Maður er bara kjaftstopp. Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Lilja Rós og bætir við að fjölskylda Þorsteins Sturlu Gunnarssonar hafi styrkt hana, en Þorsteinn, eða Stulli eins og hann er kallaður, þjáist af taugahrörnunar­ sjúkdómnum SMA. „Pabbi hans Stulla kom hingað í gær með tíu þúsund króna gjafabréf í Kringluna og 20 jóla­ kort eftir Stulla. Mér finnst alveg ótrú­ legt að þau skuli vilja styrkja mig þar sem Stulli er sjálfur með söfnun. Það er ekki beint gaman að þurfa að þiggja svona gjafir en auðvitað geri ég það þakkát. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að hegða mér,“ segir Lilja Rós sem einnig hefur fengið loforð um pen­ ingagjöf frá framkvæmdastjóra IceMe­ dix, mat frá yfirkokki Hótel Rangár auk annarra styrkja. „María Birta, sem á verslunina Maníu, hringdi í mig og bauð mér að koma og velja mér jólaskó og svo hafði hárskeri í Kópavogi sam­ band við mig og bauð syni mínum í klippingu sem ég þurfti ekki að þiggja þar sem frænka mín klippir okkur. Ég er svo þakklát og hrærð yfir því að fólki sé ekki sama. Ég ætlaðist alls ekki til þessa þegar ég var beðin um að segja mína sögu og ég veit að það eru margir þarna úti sem hafa það mun verra en ég,“ segir Lilja sem vill nota tækifærið og þakka fyrir sig. „Ég hlakka svo til að fara og velja jólagjöf handa einkasyn­ inum og það verður gaman að geta keypt eitthvað meira en fyrir 1.500 krónur. Ég sé meira að segja fram á að geta borgað eitthvað af reikningunum mínum. Þetta verða áhyggjulaus jól.“ indiana@dv.is Laun stjórnar hækka www.xena.is Mikið úrval af barnaskóm Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 BARNASTÍGVÉL St. 22-35 Verð 7.995 St. 22-40 Verð 7.995 Ótrúleg viðbrögð Fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína eftir umfjöllun DV. n Stjórnarformaður n Aðalmaður n Varamaður 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 600 þúsund 600 þúsund 520 þúsund 260 þúsund 220 þúsund 390 þúsund 240 þús. 120 þús. 80 þús. 90 þús. 180 þús. 135 þús. 90 þús. 75 þús. 75 þús. 90 þús. 150 þús. 200 þús. 200 þús.200 þús. 110 þús.110 þús. 195 þús. 260 þús. 130 þús. 140 þús. 260 þús. 1. jan. 2007 1. júní 2008 1. okt. 2008 1. jan. 2009 1. maí 2009 1. sept. 2009 1. mars 2010 1. apríl 2010 1. sept. 2010 1. jan. 2011 EFTA lætur til skarar skríða: Íslandi birt stefnan Stefna Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samningsbrotamáls um ábyrgð á lágmarkstryggingu á Icesave­reikn­ ingunum var birt Íslendingum á þriðjudag. Utanríkismálaráðuneyt­ ið greinir frá því og kemur fram á vef þess að uppbygging stefnunnar sé að öllu leyti hefðbundin. „Í fyrri hluta eru rakin málsatvik, lagarök og meðferð málsins fram til þessa, en seinni hlutinn snýr að máls­ ástæðum ESA fyrir kröfu sinni um að Ísland verði af hálfu dómstólsins lýst brotlegt við tilskipunina um inn­ stæðutryggingar og jafnræðisreglu EES­samningsins,“ segir á vefnum. „Efni stefnunnar svipar í öllu verulegu til málflutnings ESA fram til þessa og er byggður á tveimur meginstoðum. Annars vegar að stjórnvöld hafi ekki fullnægt skyldu til að tryggja að tryggingakerfið, sem komið var á fót á grundvelli tilskipunar um innstæðutrygging­ ar, gæti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum um greiðslu lágmarkstryggingar (e. obligation of result). Hins vegar að stjórnvöld hafi mismunað innstæðueigendum í útibúum Landsbankans á Íslandi og annars staðar með tilliti til lág­ markstryggingarinnar með því að flytja eingöngu innlendar innstæð­ ur í nýja bankann. Þar með hefðu innlendar innstæður verið tryggðar að fullu meðan innstæður annars staðar hefðu ekki einu sinni notið lágmarkstryggingar. Í því væri fólgin óbein mismunun sem bryti í bága við jafnræðisreglu 4. gr. EES­samn­ ingsins. Samkvæmt starfsreglum EFTA­ dómstólsins hafa stjórnvöld nú tvo mánuði til að skila greinargerð í málinu, þ.e. til 20. febrúar nk,“ segir enn fremur. Ungt fólk leitar hjálpar Um 5.000 manns njóta góðs af úthlutunum Mæðrastyrks­ nefndar um jólin, en 1.000 fjölskyldur fengu aðstoð á þriðjudag. Fleiri öryrkjar, elli­ lífeyrisþegar og námsmenn eru meðal skjólstæðinga Mæðra­ styrksnefndar nú en áður. Þangað leita nú fleiri fjölskyldur en færri einstæðir karlmenn. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir er formaður nefndarinnar en hún sagði í samtali við frétta­ stofu RÚV á þriðjudaginn að nú sæi hún líka ungt fólk sem væri að byrja í námi og næði ekki endum saman. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.