Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 21.–27. desember 2011 Jólablað Fjölmargir hafa unun af því að prýða heimili sín með ljósum og skrauti um jólin og margir ganga lengra en aðrir í þeim efnum. DV náði tali af sönnum jólabörn- um sem öllum þykir jólaskrautið vera mikið djásn. Ljósadýrð og fágætt skraut Hjördís Guðmundsdóttir Sumir halda að ég sé klikkuð A ðalgeir Egilsson safnvörður er mikill áhugamaður um jólaskraut og þá helst skraut sem er gamalt og uppruna- legt. Á seinustu árum nítjándu aldar og fram eftir þeirri tutt- ugustu voru heimatilbúin jólatré nokkuð algeng á Íslandi enda nær ógerningur að verða sér úti um grenitré. Í minjasafninu á Mánárbakka á Tjörnesi er eitt slíkt tré sem stóð eitt sinn á heimili í Aðaldal en var gefið til safnsins. Á jólatréð eru fest smákerti og ýmislegt skraut, til dæmis heimatilbúin kramarhús með sælgæti. Aðalgeir Egilsson safnvörður færir tréð iðulega heim til sín yfir jól. „Ég hef alltaf jafn gaman af því að skreyta tréð, skrautið er það sama ár eftir ár og það þarf að halda því við. Það eina sem nýtt er, er sælgætið,“ segir hann og hlær. Í heimili einu í austurborginni er svo sannarlega jólalegt um að litast. Þar er jólaskraut í hverju horni, útskorn- ar kirkjur, lest, hús og börn að leik á skautasvelli. Skrautið er svo mikið að þau Signý Halla Helgadóttir og Hjörtur H.R. Hjartarson hafa brugðið á það ráð að fylla eitt herbergið skrauti og þangað þykir þeim gaman að bjóða barnabörn- unum í heimsókn. „Hjörtur hefur safnað jólaskrauti síð- an hann var lítill drengur og á hverju ári bætist eitthvað fallegt í safnið,“ segir Signý. „Í dag mæta barnabörnin í upp- hafi aðventu og aðstoða við að stilla skrautinu fram. Heilt herbergi er undir- lagt undir skrautið og kallað jólaland. Þá koma þau, fá smákökur og heitt kakó, stilla upp litlum jólahúsum, kirkjum og skrauti og syngja jólasöngva,“ segir Signý. „Þau hafa mikið gaman af þessu og það er einmitt þá sem má skilja af hverju fólk tekur upp á að safna að sér skrautmun- um eins og þessum. Gleðin er svo mikil.“ Signý Helgadóttir og Hjörtur Hjartarson: Safnað jólaskrauti frá barnsaldri H jördís Guðmundsdótt- ir komst í fréttirnar nýver- ið vegna þess hve mikið af ljósum hún notar við heim- ili sitt. Hún segist með eindæm- um ljósaglöð og hefur reyndar ekki tölu á því hversu margar ljósaserí- ur hún notar við skreytingarnar. „Mér finnst bara æðislega gam- an að skreyta fyrir jólin. Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum og er mjög ljósaglöð. Ég er með mikið af seríum bæði inni og úti og sumar þeirra hef ég uppi allt árið. Sumir halda að ég sé klikkuð en hvað um það. Þetta er mitt áhugamál, mér finnst þetta fallegt og gaman.“ Hún segir árstímann og myrkr- ið gera þetta að þarfaverki og gam- an sé að sjá alla litina lýsa upp des- embermyrkrið. „Ég gleðst mjög yfir því að skreyta myrkrið fallegum lit- um og ljósi og er alltaf að bæta ljós- um við,“ segir hún og hlær. Hús Hjördísar séð utan frá Ljósum prýtt húsið er áberandi í hverfinu svo mörgum þykir nóg um. „Sumir halda að ég sé klikkuð en hvað um það. Þetta er mitt áhugamál, mér finnst þetta fallegt og gaman,“ segir Hjördís. Inni hjá Hjördísi Innviðir heimilisins eru allir skreyttir með litríkum ljósum. Búinn að skreyta tréð Aðalgeir hefur unun af gömlu skrauti og hefur skreytt tréð í anda gamalla tíma Í jólalandi Signý við sumt af því skrauti sem Hjörtur hefur safnað frá æsku. Aðalgeir Egilsson safnvörður Heimatilbúið íslenskt jólatré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.