Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 31
Viðtal 31Jólablað 21.–27. desember 2011 séu alltaf eins þó að aðeins sé lengra á milli þeirra. „Menn hafa farið eftir uppástungum mínum og ekkert séð eftir því. Það vantar stundum kjark­ inn en ég hef viljað styðja við þau.“ Það er vert að geta þess að einn starfsmaður Góu, Hallbera Guðna­ dóttir, sem hreinlega fylgdi með í kaupunum þegar Góa keypti lakkrís­ gerðina Drift, var 94 ára þegar hún lét af störfum og lést svo stuttu síðar. Helgi minnist hennar fallega og seg­ ir að þau hafi verið miklir vinir. „Hún var mjög hress. Það var gaman að henni og við áttum gott samband.“ Bara eitt prósent Það er viðeigandi að ræða um eitt helsta baráttumál Helga eftir að við höfum rætt aðeins um Höllu hans eins og hann kallar Hallberu, en hann segist hafa orðið fyrir von­ brigðum þegar hún féll frá vegna þess að aðbúnaður hennar var ekki nægilega góður. Hún bjó ein og var ekki með neyðarhnapp. Það er tæpur áratugur síðan Helgi fór að láta í sér heyra af alvöru vegna lífeyrissjóðs­ málanna og aðbúnaðar aldraðra, en hann telur að þar sé mörgu verulega ábótavant. „Ég fór að hafa áhuga á þessu þeg­ ar pabbi fór á Hrafnistu. Þrátt fyrir að þeir hugsi vel um hann þá gleymi ég því aldrei þegar ég labbaði í fyrsta sinn þar inn að heimsækja pabba minn og hann var í litlu herbergi og ég sá hann við endann á herberg­ inu. Ég sá svo að það var annar mað­ ur með honum í þessu litla herbergi. Þá fór ég að hugsa: Hvar er lífeyris­ sjóðurinn núna? Hvað erum við að gera þessu fólki? Getum við ekki gert eitt né neitt?“ segir hann og blöskr­ ar greinilega. Hann telur að lífeyris­ sjóðir séu af því góða en telur því ábótavant hvernig þeir velji að eyða fé sjóðsins sem skilar sér að litlu leyti aftur til sjóðsfélaganna. Fyrir nokkr­ um árum lét hann teikna stúdíó­ íbúðir fyrir eldri borgara, um það bil 30 fermetra með eldhúskrók, bað­ herbergi og svefnaðstöðu og lagði til að lífeyrissjóðirnir létu eitt prósent af tekjum sínum renna í það að byggja íbúðir fyrir aldraða. „Við erum með skuldbindingar“ „Ég er ekki ósáttur við lífeyrissjóð­ ina, ég er ósáttur við að þeir borgi aðeins út 5 milljarða til eldri borg­ ara en noti 72 milljarða í annað. Það er alltaf sama spólan sem gengur: „Við erum með skuldbindingar,“ en þeir borga út innan við sjö prósent af innborgun til baka,“ segir hann og vill frekar að lífeyrisþegar njóti tekna sjóðsins. Þegar yfirmaður líf­ eyrissjóðs hætti störfum, á liðnu ári, eftir langt starf hjá slíkum sjóði fékk hann ærlega veislu og Helgi spyr: „Af hverju fá eldri borgarar ekki svona veislu? Þetta eru peningarnir okkar. Eins og þeir borga okkur í dag eiga þeir fjörutíu ára birgðir – ég vildi að ég ætti slíkar birgðir. Þetta eru eng­ ir smápeningar. Menn verða að fara að endurskoða þetta,” segir hann og bendir mér á grein eftir Davíð Odds­ son um lífeyrissjóðskerfið. „Þegar svona harðjaxlar eru farnir að kvarta yfir lífeyrissjóðunum, er þá ekki fok­ ið í flest skjól?“ spyr Helgi. „Þeir byrja að tala um þetta þegar þeir verða gamlir,“ segir hann og glottir. „Ég þarf kannski ekki að kvarta persónulega, en ég hef fylgst með þessu í gegnum pabba. Það kemur að þessu hjá okkur öllum og ég vil gera aðeins betur fyrir okkar peninga.“ Þegar ég spyr hvort hann telji að baráttan sé að bera ár­ angur, þá játar hann því. „Kannski breytist eitthvað vegna þess að fólk þorir að opna munninn.“ Eftir hrunið lagði Helgi það til að í eitt ár þyrfti Það er ljós í myrkrinu „Nú þarf ég ekkert að koma heim sko – fyrr en ég fer heim og ég fer yfirleitt bara seint heim. Fjölskyldufyrirtækið Hannes starfaði líkt og aðrir í Góu með Helga. Fyrir aftan Helga er falleg mynd af Hannesi. mynd Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.