Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 13
Fréttir 13Jólablað 21.–27. desember 2011 Verið velkomin í bjartari og betri búð Erum flutt í glæsilegt húsnæði að Síðumúla 20 Gleðileg jól og bestu þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða É g fæ ekki flugleyfi eins og stað- an er í dag,“ segir Ragna Er- lendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens sem greind hefur verið með taugaskaða vegna sjálfsof- næmis í kjölfar bólusetningaróþols. Ragna átti fund með barnaverndar- yfirvöldum á mánudaginn síðast- liðinn þar sem farið var yfir henn- ar mál. En fulltrúar barnaverndar meinuðu henni að fara til London með Ellu Dís í síðustu viku. Ragna var stöðvuð við hliðið á Keflavíkur- flugvelli þar sem bréfi frá barna- læknum á Landspítalanum var fram- vísað. Þeir segja Ellu Dís of veika til að fljúga. Ragna, sem vill flytja með fjölskyldu sína til London, batt vonir við að málin myndu leysast á fund- inum og að læknarnir myndu sjá að sér. Það gerðist hins vegar ekki og var hún miður sín þegar DV náði tali af henni eftir fundinn. Barnalæknarnir mættu ekki á fundinn Ragna hefur staðið í deilum við barnalæknana á Barnaspítala Hringsins í nokkur ár og iðulega gagnrýnt þá opinberlega. Henni finnst þeir ekki hafa sinnt Ellu Dís sem skyldi. Fyrir rúmu ári snéri hún sér til Sverris Bergmanns, heila- og tauga- læknis, sem sjúkdómsgreindi Ellu Dís. Að sögn Rögnu hefur hann met- ið hana nógu hrausta til að fljúga. „Ég er með undirritað læknisvottorð upp á að Ella Dís sé fullfær um að fljúga og að ég sé fullfær um að sjá um hana í svona stuttu flugi.“ Sverrir tók þátt í fundinum með barnavernd í gegn- um síma. Barnalæknarnir voru einnig boð- aðir á fundinn en báru við tíma- skorti og því varð ekkert úr því að þeir mættu. „Við ætlum ekkert að bíða eftir því að þeir gefi sér tíma til að verja þessa ákvörðun sína,“ segir Ragna sem er búin að fá sig fullsadda af Íslandi og vill komast til London. Enn í óvissu Þá voru á fundinum tveir lögfræðing- ar sem starfa fyrir Rögnu. Hún segir þá hafa verið jafn hissa og hún á því um hvað málið virðist snúast. „Þetta er ekki lengur að snúast um flug- færni Ellu Dísar heldur er þetta bara einhver valdabarátta á milli lækna barnaspítalans og Sverris um það hver veit betur.“ Niðurstaða fundarins var í raun engin og Ragna er enn í jafn mik- illi óvissu og áður. Það er nú í henn- ar höndum að hafa samband við barnalæknana og reyna að fá þá til að breyta áliti sínu. Ragna skilur ekki af hverju álit Sverris er ekki nóg. „Hvernig getur barnavernd valið á milli barnaspítalalækna og hans? Ég kýs að leita til hans og hann er búinn að sjá um barnið mitt síðasta árið.“ Í sambandi við lækna úti Ragna fór með dóttur sína í skoðun á Landspítalanum daginn áður en hún ætlaði til London. Þá var Ella Dís skoðuð af háls-, nef- og eyrnalækni sem sagði hana líta vel út, að sögn Rögnu sem vill því meina að lækn- arnir hafi skipt um skoðun yfir nótt. Hún segir móður sína hafa haft sam- band við barnavernd og sett þannig allt ferlið af stað, en þær hafa varla talast við í heilt ár. Sverrir hefur skrifað barnaspít- alanum við Great Ormond Street í London bréf þar sem hann óskar eft- ir því að Ella Dís verði skoðuð og það metið hvort hægt sé að setja hana í aðra öndunarvél sem hentar henni betur. En kokið á henni virðist vera farið að bólgna upp og þrengjast. „Ég fíflast alltaf heim aftur“ „Ég fékk að heyra það á fundinum að ég hefði verið tilkynnt til barna- verndar því börnin mín lyktuðu illa og ég væri drekkandi og fleiri æru- meiðingar.“ Ragna segir það hafa verið nafnlausa ábendingu sem eigi sér enga stoð í raunveruleik- anum. „Ég er með forræði yfir börn- unum mínum og hef ekki gert neitt nema gott fyrir þau. Öll skiptin sem eitthvað hefur komið upp á með Ellu Dís hef ég þurft að leita til út- landa því þeir hafa ekki geta hjálpað henni hér. Svo fíflast ég alltaf heim aftur eins og bjáni og lendi aftur í veseni með læknana.“ Ragna segir lögfræðinginn sinn ætla að reyna að koma þeim út fyrir jól, og það væri í raun besta jólagjöf- in sem hún gæti fengið. Að komast burt frá Íslandi. „Ég vil líka fá endur- greiddan spítalakostnaðinn eins og mér var lofað,“ segir Ragna, en fyrr í desember sá hún vonarglætu þegar mál hennar var tekið fyrir hjá Trygg- ingastofnun. Það rættist þó ekki úr því. „Ég hélt ég væri bara að fara út og byrja nýtt líf en þá er allt tekið frá mér,“ segir Ragna sem er hálfráða- laus. „Allt tekið frá mér“ n Fær ekki að fara úr landi með Ellu Dís n Átti fund með barnavernd á mánudag n Skilur ekki vald nefndarinnar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Vill komast burt Ragna fær ekki leyfi til að fara með Ellu Dís úr landi. „Við ætlum ekk- ert að bíða eftir því að þeir gefi sér tíma til að verja þessa ákvörðun sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.