Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 72
 Sími 515 1900 www. b a d h u s i d . i s DEKUR Þú getur valið um tvær leiðir: þú getur komið til okkar og við útbúum fallegt gjafakort handa henni eða þú getur sparað þér tíma og fyrirhöfn, keypt gjafakort á heimasíðunni okkar, www.badhusid.is, og prentað það út. Við dekrum við konuna sem þér þykir vænt um. Gefðu henni gjöf sem gefur. Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/gjafakort Lj ós m yn da ri: H ar i Dekurdagur er jólagjöf sem allar konur þrá. Gjafakort á Dekurdag í okkar rómaða Baðhúsi er gjöf sem slær í gegn. gjöf sem gefur 20121220_BakDv.indd 1 20.12.2011 12:51 Gleðileg jól! Öfgafullir ójafnaðarmenn n „Loksins kemur staðfesting á því sem ég hef lengi haldið. Íslending- ar eru í hjarta sínu jafnaðarmenn,“ skrifar Lilja Mósesdóttir þingkona utan flokka á Facebook-síðu sína og á eflaust ekki við Samfylkinguna. Lilja vitnar í grein eftir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við HÍ, og Sigrúnu Ólafsdóttur, lektor í félagsfræði við Boston-háskóla, en þau skýra frá niðurstöðu könnunar á því hve mikinn tekjuójöfnuð Ís- lendingar vilji sjá. „Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni telur of mikinn ójöfnuð vera í sam- félaginu og vill að hæstu laun séu að hámarki 2,5 sinnum hærri en lægstu laun. Hjá fulltrúum þjóðar- innar á þingi eiga þessar skoðanir þjóðarinnar afskaplega lítinn hljómgrunn og álitnar öfgafull- ar. Spurning hvort flestir þingmenn séu ekki í raun öfgafullir ójafnað- armenn saman- borði við þjóðina.“ Kommúnískar lygar n Íslenskir æskulýðsfulltrúar sem heimsóttu Norður-Kóreu og lof- sömuðu landið í íslenskum fjöl- miðlum, virðast haldnir lygasýki þvert á landamæri ef marka má nýja færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Pressunni. Áhugi prófessorsins á kommúnistum er flestum löngu kunnur. Einnig segir Hannes frá ferð Íslendinga til Norð- ur-Kóreu. „Sýningarstjórinn sagði hreykinn, að Kim Il-sung hefði fengið heiðursmerki frá flestum eða öllum löndum heims, þar á meðal jafnvel Íslandi. Tók hún fram heiðursmerk- ið og sýndi gestum. Íslendingarn- ir áttu bágt með að leyna undrun sinni, þegar þeir sáu merkið. Þetta var minnispen- ingur um Kópa- vog – bæ barnanna frá 1985,“ skrifar Hannes og skilur ekkert rými eftir fyrir hugmyndir um að hér hafi verið um áróðurslygar norður- kóreskra yfirvalda að ræða. Biðlar til glæpamanna n Skopteiknarinn og listamaðurinn Hugleikur Dagsson ritar opið bréf til glæpamanna á Facebook-síðu sína þar sem hann biðlar til þeirra um að kaupa list. „Ég hef heyrt að þið vaðið í pening. Svo miklum jafn- vel, að þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við hann. Endið á að kaupa gullkeðjur, heimabíó og glæsibif- reiðar, bara svo húsið fyllist ekki af seðlum,“ skrifar hann. Hann segist því vera með uppá- stungu fyrir glæpa- mennina, sér- staklega þá sem gengur hvað best. „Kaupið list. List er hin fullkomna fjár- festing. Gott verk getur hækkað í verði og skilað töluverðum hagnaði í framtíðinni.“ F yrirtækið Veisluþjónusta við- skiptalífsins ehf. hefur stefnt Kaupþingi banka vegna skulda fyrir nokkrar veislur hins fallna fjármálarisa á árunum fyrir hrun. Veisluþjónusta viðskiptalífsins sá reglulega um veisluþjónustu fyr- ir bankann í nokkur ár fram að hruni en eigendur fyrirtækisins eru eitthvað ósáttir við uppgjör bankans vegna þessa. Fyrirtaka var í málinu í Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun þar sem frestur var veittur til framlagn- ingar frekari gagna í málinu. Samkvæmt upplýsingum DV er þó ekki um sérlega háar fjárhæðir að ræða. Deilt er um reikninga sem eig- endur Veisluþjónustu viðskiptalífsins telja að Kaupþing hafi ekki greitt. Það ræðst þó ekki fyrr en á næsta ári hvor- um niðurstaða málarekstursins fyrir dómstólum verður í hag. Nokkur sambærileg mál eru nú fyrir dómstólum gegn þrotabúi Kaup- þings. DV greindi til dæmis frá því á dögunum að Handknattleikssamband Íslands hefði stefnt Kaupþingi vegna ágreinings um uppgjör á samningi. Það mál verður tekið fyrir eftir áramót en bankinn var einn af aðalstyrktaaðilum íslenska handboltalandsliðsins árin fyrir hrun. Árið 2007 var skrifað und- ir þriggja ára auglýsingasamning milli HSÍ og Kaupþings en svo fór bankinn í þrot. Reynir HSÍ nú að sækja átta millj- ónir frá þrotabúinu vegna samningsins sem varð eitt af mörgum fórnarlömb- um hrunsins. mikael@dv.is Góðærisveisluskuldir fyrir dóm n Veisluþjónusta viðskiptalífsins í mál við Kaupþing Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 21.–27. DeSeMBer 2011 147. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Veislan búin Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Ófáar Kaup- þingsveislur voru haldnar á góðæristímanum. Sa M Se t t M y n D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.