Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 27
Dómstóll götunnar
Mér finnst gulrótar
kökur svo góðar
Ég hafði ekkert
um þetta að segja
Árni Páll hefur
gert þetta vel
Edda Baldursdóttir bakaði bestu smáköku ársins. – DVLars Lagerbäck velur bráðum sinn fyrsta landsliðshóp. – DV Elsa Margrét Víðisdóttir, móðir Gabríels sem er hættur í Árbæjarskóla. – DVÓlöf Nordal um vörn efnahagsráðherra í Icesave-málinu.- Morgunblaðið
Jólagjöfin í ár
„Nei, ég held ekki.“
Finnur Kristjánsson
20 ára nemi
„Ég hugsa ekki.“
Bryndís Torfadóttir
19 ára nemi
„Nei, það mun ég ekki gera.“
Gunnar Kristjánsson
24 ára háskólanemi
„Ég veit það nú bara ekki ennþá.“
Guðríður Þorsteinsdóttir
65 ára vinnur í Stjórnarráðinu
„Nei, ég er búin að eyða ansi
miklu í jólaföt í ár.“
Margét Kristjánsdóttir
19 ára nemi
Ferð þú í jóla-
köttinn í ár?
Orð eru dýr
N
okkrir af Íslands bestu drengjum
hafa tekið höndum saman um að
verja þá sem stóðu fyrir útrásinni
svo þeir verði ekki fyrir hnjaski.
Af þeirri iðju stafar hlýju í aðdraganda
jólanna. Svarthöfði er einlægur aðdá-
andi útrásarmanna og hefur að sama
skapi óbeit á sérstökum saksóknara og
foringjum Fjármálaeftirlitsins. Það er
algjörlega óboðlegt að handjárna gull-
drengi Íslands og leiða þá eins og saka-
menn til yfirheyrslu.
Meðal þeirra sem hafa ákafast gagn-
rýnt sérstakan saksóknara er dáðadreng-
urinn ráðagóði hann Ólafur Arnarson.
Hann starfar sem ráðgjafi og bloggar af
ákafa auk þess að skrifa bækur. Af djúp-
stæðri kímni hefur hann í háðungar-
skyni kallað nafna sinn Þór Hauksson
Óla Spes. Og yfirheyrslur hans hefur
hann kallað sirkus. Ólafur hefur haft
alvarlegar athugasemdir við Gunnar
Andersen sem kom hoppandi út úr afla-
ndsfélagi til að vera forstjóri Fjármála-
eftirlitsins. Það er til dæmis um vit-
leysisganginn hjá þeim manni að hann
afþakkaði fyrir nokkru tilboð og umsókn
Ólafs Arnarsonar um að taka að sér að
stýra rannsóknarhópi Fjármálaeftirlits-
ins. Það er eins og menn skilji það ekki
að ef Ólafur hefði verið ráðinn væri búið
að upplýsa allt sem er þess virði að varpa
ljósi á.
Ólafur Arnarson þykir vera ein-
staklega skýr á efnahagsmál og
sakamál. Hann kann þannig fótum
margra forráð. Svarthöfði les og trúir
hverju einasta orði sem hann
skrifar. Þannig er borðleggj-
andi að útrásarmenn eru
ofsóttir og þá sérstaklega
Pálmi Haraldsson, eigandi
Iceland Express, og þeir
Exista-bræður
sem hafa marga
fjöruna sopið í
samskiptum
við vont fólk.
Stór hluti
þjóðarinn-
ar er samsettur úr vitleysingum sem trúa
því að það sé Pálma og bræðrunum að
kenna að allt hrundi á Íslandi.
Ólafur hefur gert baráttuna fyrir
sannleikanum að ævistarfi sínu. En orð
eru dýr og Ólafur lifir ekki af loftinu einu
saman. Hann hefur því þurft að leita fjár
hjá þeim sem eru aflögufærir. Hann hef-
ur enda fundið féþúfu. Hann lætur
viðmælendur sína og umfjöll-
unarefni greiða eins konar
stefgjöld fyrir að sitja fyrir
svörum. Dæmi um þess hátt-
ar fjáröflun var þegar
hann átti orðastað
við
Pálma Haraldsson flugfélagseiganda.
Pálmi vildi endilega hitta Óla í Lund-
únum sem varð til þess, eðli málsins
samkvæmt, að hann varð að greiða flug-
fargjald og skatta. Annað hefði verið
óeðlilegt.
En þarna er komin ákveðin lausn
á fjárhagsvandanum. Þeir sem Ólafur
álitsgjafi af hlýhug bloggar eða skrifar
bækur um greiða ákveðið afnotagjald af
honum. Auðvitað mun hann eftir sem
áður segja sannleikann um þessa menn
og engum hlífa. Hann er fyrst og fremst
hlutlaus rannsakandi. Ólafur verður
aldrei uppvís að því að ganga erinda
útrásarvíkinga. Þótt hann hafi fengið að
fljúga frítt með Iceland Express og þegið
dularfullar ráðgjafargreiðslur frá öðrum
mun hann ekki upphefja velgjörðaöfl sín
með neinum hætti. Hann mun áfram
lýsa því kalda og yfirvegaða mati að sér-
stakur saksóknari sé sirkusstjóri, Iceland
Express haldi áætlun og Fjármálaeft-
irlitið sé samansafn af illgjörnum
bjánum. Ólafur er í fremstu víg-
línu gegn ofsækjendum dáða-
drengja útrásarinnar.
Svarthöfði
E
ftir að það kom í ljós að smjör-
fjallið okkar háa var bara plat og
eftir að við áttuðum okkur á því
að það smjör, sem sagt var drjúpa
hér af hverju strái, var ekki smjör
heldur sviti þeirra sem þræla á meðan
þeir sem átu allt smjörið blása upp sín
sápukúlulán, þá áttum við að fatta, að
til eru menn sem ákveða hvernig við
hugsum. En við ákváðum að leyfa þeim
áfram að ráða hugsunum okkar.
Við förum á hestasýningar og
klöppum fyrir hrossi Finns Ingólfs-
sonar, við lesum Moggann hans Dabba
litla, við hlustum á lygar LÍÚ-mafí-
unnar og við förum á Pressuna hans
Björns Inga. Já, það er einsog búið sé
að banna stoltið.
Það fer þjóð minni svo einstak-
lega vel að þegja á meðan þrjótarnir
píska lýðinn áfram. Við leyfum ríkis-
stjórninni að svíkja þau loforð sem
okkur voru gefin. Í skjóli einhverrar
ekkisen neytendaverndar og einhvers
enn brjálaðra fæðuöryggis er okkur
sagt að vernda verði íslenska þjóð
fyrir erlendum áhrifum. Við megum
ekki kaupa hvað sem er. Og svarið
er: -Afþvíbara. Og svo fylgir sögunni
að allt sé þetta vegna þess að einhver
Jón Bjarnason er að reyna að vernda
bændur. Ef þessi þjóð getur ekki sætt
sig við landnámshænuegg, hunda-
súrur, hamsatólg og hrútspunga, getur
hún étið það sem úti frýs.
Það er verið að ofvernda þessa þjóð
og sérstaklega er passað uppá það að
fólk fari nú ekki að safna sjálfstæðum
hugsunum eða leyfi sér að gagnrýna
þá hugsunarhætti sem helst hafa fagn-
að fylgi síðustu misserin. Okkur var
sagt að trúa á góðærið og við leyfðum
allri vitleysunni yfir okkur að ganga.
En kæru vinir, hafið þið velt því fyr-
ir ykkur hver það er sem í raun og veru
leyfir hundraðfaldan launamun? Hver
það er sem leyfir umræðunni að snú-
ast um launamun kynjanna þegar hún
ætti í raun að snúast um raunamun
mannanna?
Menn sem eru einsog graftarkýli
á óæðri enda andskotans; menn sem
fagna nú milljarða hagnaði í skjóli af-
skrifta. Já, nú leika þeir sér að okkur
Bakkabræðurnir, Kaupþingsmenn-
irnir, bankabræðurnir, allt kúlulána-
pakkið, sjálftökumennirnir og fram-
sóknarfautarnir. Menn einsog Finnur
Ingólfsson, Björn Ingi og allir hinir
jólasveinarnir. Og þeir hafa menn á
sínum snærum; menn sem ýkja sann-
leikann svo svakalega að hann er full-
komlega óþekkjanlegur.
Það ert þú, kæri lesandi, þú ræður
því hvað getur kallast eðlilegur launa-
munur.
Það ert þú, kæri lesandi sem ákveð-
ur hvort jólagjöfin í ár er spjaldtölva
eða spakmæli. Og það ert þú, kæri
lesandi sem ákveður hvort þú ætlar að
fara í biðröð á leið til Boston eða í bið-
röð hjá Mæðrastyrksnefnd.
Að vísu vona ég að allir menn eigi
yndisleg jól og eru slöttólfar á sakabekk
samfélagsins þar engin undantekning.
Jólagjöfin í ár er fögur hugsun.
Er vonin fer á versta stig
og veröld fyllist efa
þá fagra hugsun fýsir mig
fólkinu að gefa.
Gleðileg jól!
„Það er
verið að
ofvernda þessa
þjóð.
Hirðingjar og englar Þau stóðu sig með prýði, börnin í 4. bekk í Hvassaleitisskóla þegar þau fluttu helgileikinn í Grensáskirkju á þriðjudag. Kirkjan var full af nemendum
skólans, kennurum og foreldrum sem áttu þar góða og hátíðlega stund saman. Mynd: Sigtryggur Ari JóHAnnSSonMyndin
Mest lesið á DV.is
1 Móður Ellu Dísar snúið frá í Leifsstöð Rögnu Erlendsdóttur var ekki
leyft að fljúga með dætur sínar til London
2 Markaðsráðgjafi 365: „Hvenær ætlar þú að birta nafnið á
stúlkunni?“ Telur að það eigi að birta
nafn á þeim sem kærir og kærða
3 Stjörnulögmenn verja Egil Brynjar Níelsson aðstoðar Helga Sigurðs
son lögmann Egils Einarssonar
4 Hélt að Gunni væri hjá einhverri annarri Björk Jakobsdóttir hélt að Gunni
væri að halda framhjá sér þegar hann var
ekki heima eitt kvöldið
5 Rannsókn nauðgunarkæru á hendur Agli og kærustu er á
lokastigi Leigubílstjórinn varpaði ljósi
á ákveðna þætti málsins
6 12 ára strákar sögðu að það þyrfti að nauðga stelpum í
skólanum Tónlistarmaðurinn Svavar
Knútur segir frá ummælum drengja í skóla
dóttur hans
7 Bjarni Ben kom að ,,stórfelldu“ lögbroti Ákært hefur verið í Vafnings
málinu en Bjarni Benediktsson tók þátt í
viðskiptunum í febrúar 2008.
Umræða 27Jólablað 21.–27. desember 2011
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson