Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 49
49Jólablað 21.–27. desember 2011 „Skemmtileg og fræðandi en bætir litlu við söguna.“ „Mjög spennandi og ævintýraleg.“ Á rauðum sokkum Baráttukonur segja frá Gegnum glervegginn Ragnheiði Gestsdóttur Uppáhaldsveitingastaðurinn Heróínjól í hústökuhúsi Þ egar fólk leggst í flakk finnur það oftar en ekki sterklega fyrir því hversu mikilvægar hversdagslegar tilvilj- anir geta orðið fyrir framvindu ferðalagsins. Þetta er raunin í nýrri skáldævisögu Þórarins Leifssonar, Götumálaranum, en síðla árs 1985, þegar Þórar- inn var einungis nítján ára, yfirgaf hann heimahagana og lagðist í flökkulíf um Evrópu og Norður-Afríku. Heróínjól Í þessu skáldaða ævisagna- broti höfundar, segir frá Tóta, sakleysislegum ungum pönk- ara með lífsleiða, sem leitar að annars konar lífi en hann hafði þekkt fram að því. Les- endur fylgja unglingnum inn í hústökuhús á Spáni þar sem hann eyðir dögunum með með rónum og djönkurum, út á götur Spánar þar sem hann betlar og málar götumálverk í slagtogi við aðra götumálara. Þá fær lesandinn einnig innsýn í heróínfikt hans sem stendur yfir jólahátíðarnar – eitthvað sem hann reynir að mála í huga sér sem sakleysislegt fikt en skammast sín samt fyrir. „Að vera djönkari var lífs- stíll í sjálfu sér. Heróín var svo andskoti töff.“ Þetta er á meðal þess sem hinn ungi pönkari segir í sögunni, en viðhorf- ið lýsir óneitanlega nokkurri tómhyggju, kannski svolitlum töffaraskap, eða því hvernig honum virðist standa á sama um allt – eða að minnsta kosti einhvers konar rómantík gagn- vart slíkum viðhorfum. Engin klisja Flökkulífið er enda rómantí- serað verulega mikið í upphafi sögunnar og ljóst að drengnum líkar þetta nýja líf þar sem hann getur gefið skít í borgaraleg gildi, farið í allar áttir og sofið undir hvaða tré sem er. Það skiptir þó máli hvaða tré verður fyrir valinu, því framtíðin ræðst af því hver bíður hans þegar hann skríður undan því. Þarna komum við að til- viljununum sem geta verið svo skemmtilegar þegar kem- ur að ferðalögum og Þórarni tekst einkar vel að koma því áreynslulaust til skila hvern- ig slíkar tilviljanir leiða unga pönkarann áfram. Í upphafi bókar er Tóti handtekinn í Ronda og færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Í fyrstu fannst mér þetta nokkuð týpískt upp- haf og ég vissi ekki hvað mér átti að finnast – ungur Íslend- ingur í útlöndum lendir í lög- reglunni sem er spillt, feit og með stæla – en senan var allt annað en klisja og þróaðist öðruvísi en búast hefði mátt við. Frummynd júróhippans Það er einmitt þessi upphafs- sena sem leiðir Tóta til Sevilla, þar sem hann fær sér lúr undir tré, og þegar hann skríður und- an því kemst hann í kynni við götumálarana. Eins konar klíku sem hefur lifibrauð af því að mála listaverk á götur spænskra borga og minnti mig að ein- hverju leyti á stemninguna sem lýst var í (heimildamyndinni?) Exit through the gift shop sem fjallar um götulistamenn sam- tímans á kómískan hátt. Eftirminnilegasta persóna sögunnar er óneitanlega hár- prúði Frakkinn Sjan-Klot sem er lýst sem einhvers konar frummynd af júróhippanum sem ráfar um Evrópu samtím- ans. Rómansinn rennur svolítið af flakkinu þegar líður á. „Gat ég aldrei verið sáttur? Hvað vildi ég eiginlega í þessu lífi?“ spyr Tóti til að mynda einu sinni þegar hann er enn eina ferðina kominn á stað þar sem hann vill ekki vera. Ekkert virð- ist vera nógu gott fyrir flökku- dýrið unga. Ljóslifandi frásögn Þrátt fyrir tómhyggjuna og til- gangsleysið gerir Tóti sér vel grein fyrir því á hversu vafa- sömum slóðum hann er í líf- inu. Hann horfir til að mynda á einn vin sinn verða heróíni að bráð og skammast sín sjálfur fyrir fiktið. Samt er eins og hann viti ekkert hvað hann eigi að gera svo hann heldur áfram í stefnuleysinu sem virðist eina svarið. Frásögnin er áreynslulaus en á sama tíma mjög lifandi í höndum Þórarins. Honum tókst oftar en ekki að fá mig til þess að hlæja upphátt sem er vel af sér vikið. Mér þótti til að mynda afar fyndið þegar kona spyr Tóta út í verkið sem hann er að mála og hann svarar: „Þetta er engin listasögutími frú mín góð, þetta er gatan.“ Mér þótti líka sérstaklega fyndið að lesa um teppasölu- manninn Karim sem reyndi hvað hann gat að selja staur- blönkum pönkaranum rándýr teppi. Frásögnin varð ljós- lifandi – eins og reyndar svo oft í þessari sögu – og maður sá Karim fyrir sér klóra sér í hausnum yfir því að það væri ekki hægt að selja þessum ríka og hvíta Vesturlandabúa neitt – ekki einu sinni lítið og tætt teppi á stærð við handklæði. Ferðasögur eiga það til að verða ofhlaðnar nýjum pers- ónum og nýjum stöðum svo erfitt getur verið fyrir lesand- ann að ná áttum. Það er ákveð- in kúnst að greina kjarnann frá hisminu. Þórarni tekst nokkuð vel upp í því, en þegar líða fór á söguna þótti mér hún þó vera orðin heldur einhæf á köflum – á vissan hátt farin að endur- taka sig. Horfst í augu við fortíðina Um miðbik sögunnar er byrj- að að brjóta hana upp með köflum sem segja frá móður hans og systur og leit þeirra að týnda syninum. Þessir kaflar gera mikið fyrir söguna og gefa henni nýja vídd. Á bak við reiða pönkarann er fjölskylda sem hefur áhyggjur af honum. Eitt- hvað sem greinir hann með tímanum frá Sjan-Klot og fleiri flökkurum. Ég var mjög hrifinn af því hvernig fortíð fjölskyldunn- ar var lætt inn í lýsingar af heimili móðurinnar: „Tóbaks- gulir veggirnir gátu sagt ótal sögur af fylleríum, slagsmálum, framhjáhaldi, blankheitum og örvæntingu.“ Sagan nær síðan hámarki í snjónum í Atlas- fjöllunum í Marokkó þar sem Tóti horfist í augu við fortíð- ina, en þar blandast fortíð og nútíð saman svo úr verður afar áhrifaríkur kafli. Í lok sögunnar lýsir Þórar- inn því síðan hvernig þessi ferðalög hafa setið í honum alla tíð síðan og því hafi hann að endingu komið þeim í bókar- form og engan skyldi undra. Hér er um frábæra og einlæga ferða- og þroskasögu að ræða, sögu sem ungt fólk ætti ef til vill að forðast – vilji það ekki láta freista sín. Götumálarinn Höfundur: Þórarinn Leifsson Útgefandi: Mál og menning Jón Bjarki Viðarsson Dómur urnar flétta þetta tvennt mjög vel saman því þær eru að leita sér að heimilisfriði. Fyrir þær er húsið allt. En það sem ger- ist í stríðinu er að það er verið að sprengja upp heimilin.“ Saga Bryndísar hefur af sumum verið túlkuð sem femínísk. Er hún það? „Já, á þann veginn að konan er oft tákn heimilisins,“ segir Bryndís. Við hugsum í hópum Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og hefur mikinn áhuga á hópamenningu í samtím- anum. „Það er athyglisvert hvernig við tökum lit af fólk- inu í kringum okkur,“ segir hún. „Hvernig við hugsum í hópum. Það er menning- in sem myndast í þessum hópum sem ég hef áhuga á. Hún hefur áhrif á hvernig við sjáum okkur og hvernig við sjáum aðra.“ Þegar Bryndís fór í nám voru ekki margir skráðir í nám í deildinni. Síðan hefur sá fjöldi margfaldast. „Það er held ég af því að þjóðfræðin var bundin við það gamla svo lengi en á síð- ustu árum höfum við verið að fara miklu meira í þjóðfræði samtímans. Við erum að skoða flökkusögur, brandara, menningararfinn og alla þessi menningararfsumræðu, þjóð- fræðin hefur tekið lit af heim- speki og póstmódernisma. Ég held að fólki þyki þetta spennandi fag í dag og margir hugsa um þessi menningar- fyrirbæri sem myndast innan samfélagsins.“ Of mikið gert úr frelsi Bryndís er af vinum og fé- lögum sögð vera róttæk og mikið ólíkindatól. Blaðamað- ur hringir nokkur símtöl og fær að vita að hún geri ávallt það sem henni detti í hug. En liggi lengi og vel yfir hverri ákvörðun. Hún sé frjáls í anda. Bryndísi finnst þó frels- ið ofnotað hugtak og vill ekki gangast við því að vera frjáls í anda. „Mannshugurinn er margbrotinn og það eru margir möguleikar í boði. Síð- an er það hver og einn hópur sem velur ákveðna leið. Það er alltaf gert svo mikið úr orð- inu frelsi, að við höfum frelsi til að lifa frjálsu lífi. Samt klæðum við okkur öll eins. Samt förum við öll að sofa um miðnæturbil og vökn- um klukkan átta. Samt erum við öll hætt að vinna klukkan fimm. Við teljum okkur trú um að við séum að lifa frjálsu, sjálfstæðu lífi en erum samt í einhverri hjörð. Ég get ekki kallað mig róttæka því ég gengst við þessari hjarðhegð- un. Það er kannski aðeins að því leyti að ég reyni að greina hvaðan langanir mínar koma og hafa á þeim hömlur sem ég get sagt að ég sé komin í vissar stellingar. Ég tel mikil- vægt að fólk átti sig á því að langanir þess eru komnar annars staðar frá. Það er alltaf einhver annar sem við lítum upp til, einhver áhrif sem við erum undir. Þessi áhrif þarf maður að greina og reyna að standast.“ Vildi gefa Björgólfi þúsundkall Bryndís kennir þjóðfræði í Háskóla Íslands og efnisfræði í Listaháskóla Íslands. Henni eru umhugað um að reyna að skapa sterkari tengsl milli fræða og lista. „Mér finnst það mikilvægt, reyndar eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna,“ segir hún. „Að brjóta niður múrana milli fræða og lista því þeir eiga ekki að vera til. Mér finnst að í listinni eigi að vera möguleiki á samræðu og gagnrýni og skilningi á því sem er að gerast og mætt- inum sem liggur í listinni og hverju hún getur áorkað. Eins að þeir sem eru í akademísku háskólasamfélagi sjái hvernig þeir geta breytt kenningum sínum í form. Í efni. Hvernig þeir geta raungert hugmyndir. Ég get nefnt dæmi. Í fyrsta skipti sem ég hugsaði sjálf um hvernig ég gæti gert einmitt þetta var árið 2007. Þá var ég að hugsa um menningarsen- una sem hafði þá verið mikið undir væng Björgólfs. Þá var mikið í umræðunni að lista- menn ættu nánast allt undir Björgólfi. Landsbankinn var að kaupa mikið af listaverk- um og styrkti galleríið Kling og Bang til góðra verka. Þetta var mikið gagnrýnt innan há- skólans en sú gagnrýni náði ekki út fyrir veggi háskólans. Þá kom upp þessi hugmynd að bera gagnrýnina fram í formi gjörnings. Þá datt mér í hug að það gæti verið fyndið að gefa Björgólfi pening. Svo hlógum við að þessu. Ég átti fyrir skemmtilega tilviljun risaávísun heima hjá mér. Ég breytti henni og stílaði hana á Björgólf og ákvað að gefa honum eitt prósent af eigum mínum – eitt þúsund krónur.“ Aðstoðarmenn Björgólfs í hnút Með þessu vildi Bryndís slá á þá einstefnu fjármagns sem lá á þessum tíma frá bönk- unum niður í fræðaheiminn og menninguna. „Það er ansi erfitt oft fyrir suma fræði- menn og listamenn að gagn- rýna kerfið og ríku kallana með valdið þegar þeir geta samt aldrei verið neitt annað en þiggjendur ölmusu. Með því að gefa Björgólfi pening þá getum við snúið þessu við – það er oft sagt að hann eigi menninguna en þá þurfum við bara að eignast hann líka svo við getum átt þetta öll saman,“ segir Bryndís um gjörninginn. „Það þótti fárán- legt að gefa honum gjöf en það er hins vegar svo fallegt. Það var mjög erfitt að ná í hann, aðstoðarmenn hans skildu ekkert hvað ég var að fara og vildu ekki hjálpa mér að hitta hann. Þeim fannst þetta fáránlegt. Ég fór því bara einn daginn með risaá- vísunina og ljósmyndara með mér uppáklædd og segi þeim bara að ég sé komin til að hitta hann. Þá er það tilviljun að hann er staddur á staðnum og ákvað að leyfa mér að hitta sig. Það átti ekki að vera sjálf- sagt að ég mætti gefa Björgólfi þessar þúsund krónur. Hann tók bara vel í þetta á endanum og sagði að hann gæti keypt sér tvo bjóra fyrir peninginn.“ Mestar áhyggjur af illsku Þar sem Bryndís er nösk og gagnrýnin á samfélagið er upplagt að spyrja hana hvað sé mikilvægast að gagnrýna í samfélaginu í dag. Hún svarar með einu orði: „Illsku.“ Hvað á hún við? „Illska er orð sem fólk veigrar sér við að nota en fyrir mér er illska það að fólk heldur á lofti hugtökum eins og jafnrétti og frelsi innan ákveðins hóps en um leið og það kemur einhver annar hóp- ur eða einhver sem er settur undir annan hóp í valdapíra- mídanum þá ná þessar hug- myndir allt í einu ekki í þann hóp. Auðvitað er margt sem þarf að ræða í samfélaginu og halda til haga. Það eru margir sem halda að það sé nóg að taka eitthvert eitt skref til framfara og þá sé það nóg. En fyrir mér sem lærði sagnfræði á sínum tíma þá var það eina sem mér fannst ég læra vera það að það sem við þurfum alltaf að gera er að viðhalda góðu samfélagi. Samfélög hafa í sér þá tilhneigingu að grotna. Það þarf alltaf að rækta garðinn sinn.“ Bryndísi er sérstaklega umhugað um dýr þessi jólin. „Sturlun kviknar í aðstæðum sem eru skapaðar af illsku. Þetta á við bæði um dýr og menn. Ég er enn að hugsa um umræður um meðferð dýra í Silfri Egils um daginn. Þá var rætt um dýr sem eru framleidd til slátrunar. Þarna eru hænur í svo þröngum búrum að bein þeirra brotna og þær byrja að borða hver aðra. Sum dýranna fæðast í myrkri og sjá aldrei dagsljós. Þetta á að heita ein- hvers konar búskapur. En þetta er ekki búskapur, þetta er bara illska.“ „Fyrst þegar ég fór í Þjóð- leikhúsið var ég orð- in 18 ára. Gaf Björgólfi þúsundkall „Ég átti fyrir skemmtilega tilviljun risaávísun heima hjá mér. Ég breytti henni og stílaði hana á Björgólf og ákvað að gefa honum eitt prósent af eigum mínum – eitt þúsund krónur.“ Brynhildur Oddsdóttir tónlistarmaður „Ég mæli með A. Hansen. Ódýr og góður matur. Heitir víst Gamla vínhúsið núna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.