Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 48
Hvað er að
gerast?
Föstudagur
Miðvikudagur
23
des
21
des
Jólatónleikar Regínu
Á miðvikudaginn verður söng-
konan Regína Ósk með síðustu
tónleikana í jólatónleikaröð sinni.
Á þessum tónleikur er flutt efni
af jólaplötu hennar sem kom út
fyrir jólin í fyrra ásamt blöndu af
þekktum jólalögum. Miðasala fer
fram á midi.is en tónleikarnir eru
í Lindakirkju og hefjast klukkan
20.00.
Ólöf syngur
Tónlistarkonan
Ólöf Arnalds
mun halda
vetrarsól-
stöðutónleika
á Café Flóru í
Grasagarðinum
í Laugardal á miðvikudaginn. Þar
verður hún ásamt Skúla Sverrissyni
og mun flytja efni af nýrri smáskífu
sinni, Ólöf Sings EP, sem kom út
í nóvember síðastliðnum og þar
að auki efni af breiðskífu sem er
væntanleg á nýju ári. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.00 og kostar
2.500 krónur inn.
Árstíðir og Lay Low
Hin hljómþýða poppsveit Árstíðir
og Lay Low hafa ákveðið að sam-
eina krafta sína þessi jólin og efna
til sannkallaðrar hátíðarveislu
á Þorláksmessu í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Á tónleikunum munu
listamennirnir flytja eigið efni í
bland við jólalög sem standa þeim
nærri. Tónleikarnir hefjast klukkan
21.00 og kostar 2.500 krónur
miðinn.
Bubbi í Háskólabíói
Það er orðin al-
gjör jólahefð hjá
mörgum að fara
á Þorláksmessu-
tónleika Bubba
Morthens. Í
yfir 20 ár hefur
Bubbi spilað á
Þorláksmessu, fyrst byrjaði hann
á Hótel Borg en færði sig síðar yfir
á Nasa. Tónleikarnir í ár verða þó
í Háskólabíói líkt og undanfarin
ár. Veislan hefst klukkan 22.00 en
miðaverð er krónur 3.900 og má
kaupa miða á midi.is.
Þorláksmessa á Nasa
Hljómsveitirnar Valdimar, Moses
Hightower og Ojba Rasta spila á
Þorláksmessutónleikum Nasa á
föstudaginn. Þessar þrjár hlóm-
sveitir hafa vakið verðskuldaða
athygli á árinu. Miðaverð í forsölu
er 1.500 krónur á midi.is en við
hurðina mun kosta 2.000 krónur
inn. Húsið opnar klukkan 22.00.
48 21.–27. desember 2011 Jólablað
Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Ómögulegt að
hætta að spila hann“ „Helgi hittir í mark“
Tölvuleikur:
SkyRim á PS3
Geisladiskur: Helgi Björns syngur
íslenskar dægurperlur ásamt gestum
B
ryndís Björgvinsdótt-
ir, þjóðfræðingur og
kennari, hefur hlotið
lof gagnrýnenda fyrir
bók sína Fluguna
sem stöðvaði stríðið. Hún tók
á móti íslensku barnabóka-
verðlaununum fyrir stuttu
og nokkru seinna fékk hún
Fjöruverðlaunin, bókmennta-
verðlaun kvenna, og var
verðlaunuð af bóksölum fyrir
barnabók ársins. „Það fannst
mér sérstaklega skemmtilegt
því þarna er fólkið á planinu
að segja sína skoðun. Manni
þykir auðvitað vænt um það,“
segir Bryndís sem er komin
á ritstjórnarskrifstofuna úr
kaldri snjóhríð þar sem hún
sest með blaðamanni með
heitan kaffibolla í hönd að
ræða um bók sína og helstu
hugðarefni.
Kvenleg tenging við
hetjudáðir
Bók Bryndísar er óvenjuleg
saga, um flugur, fólk og stríð.
Hún fjallar um þær Kolkex,
Hermann Súkker og Fluguna.
Allt eru þetta ósköp venjulegar
húsflugur sem fáir taka eftir og
gera sjaldnast nokkuð merki-
legt. Þar til daginn sem þær
ákveða að flýja að heiman út
af nýja rafmagnsflugnaspað-
anum og leita uppi munkana
góðu í Nepal sem aldrei gera
flugu mein. Þá fer af stað at-
burðarás sem leiðir til þess að
stríð stöðvast og fluga kemst á
forsíður blaðanna. Hún talar
ávallt um flugurnar í kven-
kyni. „Mig langaði til að hafa
söguna femíníska en það eina
sem ég get játað á mig er að ég
passaði mig á því að tala alltaf
um flugur í kvenkyni. Þær
heita allar nöfnum sem eru
óræð og ég segi alltaf hún eða
þær. Það er meira að segja ein
sem heitir ekki óræðu nafni,
hún heitir Hermann, sem er
karlmannsnafn, en þegar hún
er með hinum flugunum þá
eru það alltaf þær en ekki þau.
Mig langaði svolítið til þess
að skrifa bók þar sem ég nota
bara þessi kvenpersónunöfn
og tengi þær við hetjudáðir.
Í undirmeðvitundinni búa
börnin til tengingu sem er
kvenkyns í tungumálinu og við
hetjudáðir, stríð og eitthvað
sem er á stóra mælikvarð-
anum.“
Bryndís segist hafa þurft að
sannfæra aðra sem komu að
vinnslu bókarinnar um rétt-
mæti þessa. „Prófarkalesar-
arnir voru alltaf að breyta í
hann og þau. En ég breytti
alltaf til baka,“ segir hún og
hlær. „Ég sagði við þau, ég veit
að þetta er rangt. En þetta er
hugmyndafræðilega rétt frá
mínum bæjardyrum séð. Ég
geri þetta reyndar líka með
manneskjurnar í bókinni. Ég
er alltaf með manneskjurnar,
sem eru þær, kvenkyns og tala
um mannfólkið í kvenkyni.
Það gekk ekki alltaf upp en að
langmestu leyti.“
Teiknimynd hjá Pixar er
draumurinn
Henni þykir vænt um bók-
ina og fékk hugmyndina að
henni á ferðalagi í Gvatemala
fyrir fimm árum. „Ég vissi að
þetta væri góð hugmynd en
var óviss um hvort mér tækist
að leysa þetta vel úr henni.
Ég hugsaði með með mér að
fyrst þetta væri svona góð hug-
mynd þá hlyti að vera hægt að
gera eitthvað. Mig langaði svo
að tefla saman því sem okkur
finnst það aumingjalegasta
og ómerkilegasta í heimin-
um sem er húsflugan sem við
veitum mjög sjaldan athygli
og finnst jafnvel sjálfsagt að
drepa og svo stríði sem er það
martraðakenndasta í heim-
inum. Stríð eru óyfirstíganleg
og stór. Mig langaði til þess að
tefla saman þessum andstæð-
um. Þetta eru hvort tveggja
fyrirbæri sem hafa fylgt okkur
alla mannkynssöguna. Hús-
flugunni er alltaf haldið frá
en sagan er mörkuð stríði.
Húsflugur ber hvergi á góma
þótt þær hafi alltaf verið með
okkur.“
Eins og að koma út úr
skápnum
Bryndís var fimm ár að skrifa
bókina meðfram vinnu, ferða-
lögum og ótal öðrum verkefn-
um. Hún fluttist á milli landa,
reyndi að búa eins ódýrt og
hún gat til þess að eiga meiri
tíma aflögu til skrifta.
„Ég hef búið í mörgum
löndum og ferðast mikið. Það
spyrja mig allir, hvernig hefur
þú efni á þessu, hvernig hefur
þú tíma til þess að lifa svona
lífi? En við höfum bara þetta
tvennt. Tíma og líf. Svo ég hef
allt sem til þarf. Það er ódýr-
ara að búa erlendis en hér
heima. Að borga leigu á íbúð
á Íslandi er til dæmis jafndýrt
og það að vera á ferðalagi um
Asíu,“ bendir hún á. „Ég bjó í
útlöndum markvisst af því það
var ódýrara. Reyndi þá að lifa
á sem minnstum pening og
hafði þá meiri tíma til þess að
vinna að skriftunum.“
Bryndís sagði aldrei for-
eldrum sínum og vinum frá
því að hún væri að skrifa bók
og þegar bókin var gefin út
fannst henni það eins og að
koma út úr skápnum.
„Af því að ég vissi að þegar
maður skrifar svona bók, þá
er það upp á svo mikla von og
óvon. Þegar ég fékk að vita af
því að bókin yrði gefin út þá
var það fyrsta sem ég hugsaði:
loksins get ég sagt satt. Mér
leið eins og ég væri að koma
út úr skápnum,“ segir hún og
hlær.
„En ástæða þess að ég gat
ef til vill ekki skrifað upp á von
og óvon er að ég er úr milli-
stéttarfjölskyldu. Ég get rýnt í
aðstæður mínar sem þjóðf-
ræðingur,“ segir hún og brosir.
„Ég fór til dæmis sjaldan í leik-
hús sem barn og unglingur og
fyrst þegar ég fór í Þjóðleik-
húsið var ég orðin 18 ára og fór
þangað í ferð með skólafélög-
um mínum úr Menntaskól-
anum í Hamrahlíð. Ég hrópaði
upp yfir mig: „Vá, mér líður
eins og ég sé í útlöndum!“ Ég
fékk sum sé ekki menningar-
legt uppeldi en ég fékk gott
uppeldi. Ég nálgaðist listir í
gegnum tónlistarnám og list-
kennslu í skólum.“
Heimilisfriður-heimsfriður
Bryndís hélt ræðu á ljósa-
göngu gegn kynbundnu of-
beldi og ræddi þá um heim-
ilisfrið og heimsfrið í tengslum
við bók sína.
„Heimili okkar eru í heim-
inum og það er auðvitað ekki
heimsfriður ef það er ekki
heimilisfriður. Við eigum það
til að sjá heimsfrið sem fjar-
lægt og staðbundið hugtak.
Til dæmis svona: Það er friður
í Bagdad! En friður er líka
minna fyrirbæri. Hann byrjar
innra með okkur og fólk á
heimili og þar er annað hvort
friður eða ófriður og ástand
innan veggja heimilisins leit-
ar út í hið stærra samhengi.
Hvers vegna að berjast fyrir
friði ef það er ófriður innan
heimilisins?“ spyr Bryndís.
„Mér fannst einmitt húsflug-
Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur
sagði aldrei foreldrum sínum og vinum
frá því að hún væri að skrifa bók og þegar
bókin var gefin út fannst henni það eins
og að koma út úr skápnum. „Þegar ég fékk
að vita af því að bókin kæmi út þá var það
fyrsta sem ég hugsaði: Loksins get ég sagt
satt,“ segir Bryndís. „Mér leið eins og ég væri
að koma út úr skápnum.“
Eins og að koma
út úr skápnum
„Það átti ekki
að vera sjálf-
sagt að ég mætti
gefa Björgólfi þessar
þúsund krónur.
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Áhyggjur af illsku Bryndís hefur mestar áhyggjur af illsku í heiminum.
„Sturlun kviknar í aðstæðum sem eru skapaðar af illsku.“