Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Page 19
Fjöldamorð í Egyptalandi Fréttir 19Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Evrópu niður sveiflan á enda n Landsframleiðsla eykst á evrusvæðinu á ný N iðursveiflunni í Evrópu er lokið. Þetta segir í frétt á við- skiptavef CNN en tilefnið nýj- ustu tölur fyrir annan árs- fjórðung 2013 sem sýna 0,3 prósenta aukningu í landsframleiðslu (GDP) á evrusvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lands- framleiðsla eykst síðan á þriðja árs- fjórðungi 2011. Í frétt CNN er betri staða tveggja stærstu hagkerfanna, Þýskalands og Frakklands, nefnd sem stærsta ástæðan fyrir þessum viðsnúningi auk þess sem kreppan sé að hjaðna í þriðja og fjórða stærsta hagkerfinu, á Spáni og Ítalíu. Bæði staða Þýskalands og Frakk- lands var sterkari en fræðimenn höfðu spáð en þýska hagkerfið óx um 0,7 prósent á milli fjórðunga og það franska um 0,5 prósent. Neytendur og fyrirtæki virðast vera að taka við sér þegar kemur að neyslu og fjárfestingum og eru sögu- lega lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu nefndir til sögunnar sem ein af orsökunum. Einnig aðgerðir stjórnvalda víða til að auka hagvöxt. Þrátt fyrir þessa aukningu er enn búist við því að landsframleiðsla minnki um 0,6 prósent þegar árið er skoðað í heild en að sama skapi er áætlað að hún aukist þó nokkuð á árinu 2014. Það er þó ýmislegt sem enn gæti farið úrskeiðis og má nefna að þrátt fyrir að atvinnuleysi sé nú stöðugt á svæðinu þá hefur það aldrei verið jafn mikið. Þá telja sérfræðingar að pólitískur óstöðugleiki í Grikklandi og á Spáni gæti einnig haft áhrif. Þá er skuldastaða evrusvæðisins Landsframleiðsla eykst í fyrsta skipti síðan 2011 Q3 Q4 Q1 Q2 Q3 Q4 Q1 Q2 0,1% -0,3% -0,1% -0,2% -0,1% -0,6% -0,3% 0,3% 2011 2012 í heild 90% af landsframleiðslu og á enn eftir að hækka. Portúgal er einnig að berjast fyrir því að fá neyðarlán og bætist þá í hóp ríkja eins og Grikklands, Írlands og Kýpur. n asgeir@dv.is Evrusvæðið á uppleið H ei m iL d e u r o s ta t 2013 n Borgarastyrjöld yfirvofandi n Lögreglan felldi hundruð mótmælenda L jóst er að í það minnsta 525 voru drepnir á miðvikudag þegar lögreglan í Egyptalandi réðst til atlögu í tjaldbúðum mótmælenda í Kaíró. Flestir féllu í höfuðborginni Kaíró en átök urðu einnig víðar í landinu. Sveitir lögreglunnar réðust á tvennar mót- mælabúðir og fjórar kirkjur. Síauk- innar spennu hefur gætt á milli stríð- andi fylkinga, sitjandi stjórnvalda og Bræðralags múslima, undanfarnar vikur. Miðvikudagurinn var blóð- ugasti dagurinn í landinu í tvö ár, eða síðan þáverandi stjórnvöld voru hrakin frá völdum. Rétt er að taka fram að upplýs- ingum um fjölda látinna ber ekki saman, frekar en stundum áður. Stjórnvöld segja að mannfallið hafi verið minna en aðrir óttast að mun fleiri hafi fallið í valinn. Þannig telja stuðningsmenn hins fallna forseta, Mohammed Morsi, að fleiri en tvö þúsund manns hafi látið lífið. Ekki er víst að tilkynnt hafi verið um alla þá sem féllu í átökunum. „Fjöldamorð“ BBC greinir fá því að fréttamaður þeirra hafi séð um 140 lík sem hul- in höfðu verið klæðum við Eman- moskuna, nærri búðum mótmæl- enda á Rabaa al-Adawiya-torginu. Fjölmargir hafa fordæmt að- gerðir lögreglunnar, þeirra á meðal Bandaríkjamenn, Frakkar, Evrópu- sambandið og Sameinuðu þjóðirnar. Tyrkneski forsætisráðherrann, Recep Tayyip Erdogan, lýsti aðgerðunum sem „grafalvarlegu fjöldamorði“. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna verði að kalla saman þegar í stað. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur hvatt Egypta til að forðast aðgerð- ir sem leitt geti til borgarastyrjaldar í landinu. Nauðsynlegt sé að lausn verði fundin á óöldinni og að kosn- ingar verði haldnar í landinu eins skjótt og verða má. Varaforsetanum nóg boðið Bráðabirgðastjórnin í Egyptalandi, undir forystu Hazem Beblawi for- sætisráðherra, sem herinn skipaði á dögunum, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast á mótmælabúðirnar. Markmiðið hafi verið að tryggja frið í landinu. Á meðal hinna föllnu var á fimmta tug lögreglumanna. Mohammed ElBaradei, varaforseti í bráðabirgðastjórn hersins, sagði af sér í kjölfar uppþotanna og sagðist harma manntjónið. ElBaradei, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar og friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur verið einn helsti andstæðingur Morsi. Í afsagnarbréfi sínu til Adly Mansour bráðabirgðaforseta, sem skipaður var í embætti þegar Morsi var steypt af stóli snemma í júlí, lýsir ElBaradei þeirri skoðun sinni að auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir blóðbaðið og binda enda á þá stjórnmálakreppu sem ríkt hafi í landinu. Það hefði verið hægt með friðsamlegum aðgerðum. Hann væri ósammála aðferðum stjórnarinnar og óttist frekari afleiðingar. Bræðralag múslima, stuðnings- menn Mohammed Morsi, efndi til mótmælagöngu í Kaíró á fimmtudag með það að markmiði að mótmæla aðgerðunum. Samtökin virðast hvergi af baki dottin þrátt fyrir blóð- baðið. Óttast er að borgarastyrjöld kunni að vera handan við hornið. n Herinn ræður Kallað hefur verið eftir því að Öryggisráð SÞ komi saman. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Óeirðir Lögreglan brenndi kirkjur og felldi hundruð mót- mælenda.myndir reuters skelfing Lík liggja víða um átakasvæðin. Dæmdur fyrir vinabeiðni 18 ára Svíi hefur verið sakfelldur fyrir að rjúfa nálgunarbann sem ung kona hafði fengið hann dæmdan í. Vinabeiðni sem mað- urinn sendi konunni á samfélags- miðlinum Facebook nægði til að dómari mat það svo að hann hefði rofið bannið. The Local segir frá þessu. Maðurinn, sem hefur áður fengið dóm fyrir kynferðisbrot, fékk skilorðsbundinn dóm og sekt að auki fyrir athæfið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að með því að senda konunni vinabeiðni hafi hann reynt að hafa samband við hana. Það væri honum óheimilt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.