Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Page 27
„Ég er örlagatöffari“ Fólk 27Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 Það tók mörg ár eftir að við fluttum til Akureyrar og þegar hún veiktist í fyrsta skipti tók það fjölskylduna langan tíma að horfast í augu við að þetta var ekki bara þunglyndið. Það var ekkert eðlilegt við það hvernig hún hagaði sér. Ég áttaði mig á því að mér fannst hún miklu verri, þegar hún var betri. Í maníunni var allt svo skakkt. Þá nötraði allt og lék á reiðiskjálfi í kringum hana. Hún vakti á næturnar og lét okkur jafnvel taka þátt í bakstrinum. Ein jólin sem hún var í maníu líða mér seint úr minni. Á jóladagsmorgun þá þurfti hún endilega að fara út og buska einn skrokk eins og það var kallað. Henni hafði áskotnast mikið kjöt og hún hamaðist allan jóladaginn við að úrbeina og djöflast í kjöti. Þetta voru blóðug jól,“ segir Margrét Pála, óhrædd við að gera að gamni sínu. „Það var allt svo skakkt og öðruvísi og ég náði engu sambandi við hana. Svo komu auðvitað góðir tímar inn á milli eins og allir þekkja sem eiga aðstandanda sem glímir við geðræn veikindi.“ Veikindin mörkuðu fjölskylduna Geðhvarfasýki móður hennar hafði mikil áhrif á fjölskyldulífið og mótaði barnshugann. Að alast upp við geðræn veikindi felur stundum í sér að taka þátt í blekkingarleik. Það þarf að hlífa þeim veika, svo það er frekar sagt minna en meira og til að forða honum frá skilningsleysi samfélagsins er heimilið einangrað. Þar af leiðandi þarf barn í slíkum aðstæðum að kljást sjálft við upplifun sem það annars fengi hjálp og huggun við að ganga í gegnum. „Veikindi móður minnar settu mark sitt á fjölskylduna. Auðvitað höfum við systkinin líka verið hrædd við sjúkdóminn, glímt sjálf en reynt að verjast eftir fremsta megni og gæta að okkar lyndi. En ég er á sama tíma mjög þakklát. Lífið hefur tyftað mig en ég hef fengið ótrúlega stór­ ar gjafir. Ég segi það án þess að hika. Einar stærstu gjafir ævi minnar fékk ég frá móður minni. Við systkinin tökum þessu á afskaplega ólíkan máta. Það er eins og við höfum alist upp í hvert í sinni fjölskyldunni. Ég var sjö ára meðan systir mín var 17 ára. Ég skynja stundum eins og þetta hafi verið tveir heimar. Það var erfitt að ganga í gegnum veikindi mömmu þessi mótunarár þegar maður þurfti á móður sinni að halda. Svo er það bróðir minn sem var nýfæddur þegar hún veiktist. Konan á næsta bæ uppi á fjöllum þurfti að annast hann fyrstu mánuðina.“ Börn þurfa bandamann Lífssýn Margrétar Pálu er nánast rökrétt þegar rýnt er í aðstæður hennar og umhverfi. Alls staðar þar sem hún hefur komið í uppvextinum hafa nágrannar, vinafjölskyldur, kennarar og aðrir rétt henni hjálpar­ hönd og gert líf hennar betra. Á fullorðinsárum hefur hún áttað sig á því að öll börn þurfa á hlýjum bandamanni að halda og gert það að veruleika. „Það er svo merkilegt að skoða fjölskyldusögur fólks. Mér finnst til­ veran sjálf toppa hvaða skáldskap sem er. Við erum öll með svo merki­ legar og stórar sögur á bak við okkur. Ég segi það án þess að hika að fjölskyldusaga mín er grunnur­ inn að ástríðu minni fyrir því að „Þetta voru blóðug jól Myndir Kristinn Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.