Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Qupperneq 36
S viðsmyndin minnir mann umsvifalaust á elskaðasta sjónvarpsmann þjóðarinn- ar – Hemma Gunn heitinn. Pastellitir, diskókúlur, ljósastandar og flísarnar á gólfinu. Tónlistarmaðurinn Maggi Kjartans, sem var samstarfsmaður Hemma til margra ára í Á tali, er nýbúinn að yfir gefa settið – „hann sló í gegn“ segja tökumennirnir glaðir í bragði. Það er nostalgía í loftinu, nánast eins og maður sé kominn í tímavél. Stúdíó 1 Tæknimaður kemur með kassa af bjór. Tökum á sjötta þættinum af Veistu hver ég var? er nýlokið og tíu mínútna pása áður en næsti þáttur rúllar af stað. Stúdíóið er í kjallaranum í gamla Tónabæ í Skaftahlíðinni þar sem 365 er nú til húsa. Stúdíóið heitir Stúdíó 1 og ganga gestir niður tröppur á rauð- um dregli áður en komið er inn í stúdíóið sjálft. Siggi opnar einn kaldan og við ákveðum að bíða með spjallið þar til tökum sé lokið á næsta þætti. Ég segi pass við bjórnum en fæ mér í staðinn 7 up og Doritos-flögur og fylgist með næsta hópi áhorfenda koma sér fyrir, þarna eru konur úr saumaklúbbi eiginkonu Sigga og þær eiga eftir að skemmta sér vel þegar „maskínan“, eins og Siggi kallar sig stundum, byrjar sjóvið. Hin íslenska þjóðarsál Sjónvarpsþátturinn er byggður á hinum feikivinsælu útvarpsþáttum Sigga – Veistu hver ég var? Þættirn- ir eru að sögn Sigga vinsælustu út- varpsþættir landsins. Vinsælli en sjálfar kvöldfréttirnar. Enda er þátturinn eins konar fréttaþáttur hins íslenska djammara þar sem nauðsynlegir fylgihlutir eru grill og heitur pottur. Í þáttunum er opið fyrir innhringingar og svo virðist sem fólk keppist við að hringja úr heitu pottunum og biðja um óska- lög – kannski er Veistu hver ég var? hin nýja Þjóðarsál – þjóðar sem er orðin þreytt á nöldrinu og vill ferð- ast aftur í tímann á laugardagseftir- miðdögum. „Þetta gekk bara vel,“ segir Siggi þegar við tyllum okkur niður eftir tökurnar. Tæknimaður gefur Sigga fimmu – „besti þátturinn hingað til. Maskínan er með þetta,“ segir hann og Siggi tekur undir. Ég skrifa hjá mér að spyrja hann út í nafngiftina. Bjórflaskan er horfin og nú er Siggi með kók í hönd, erfiður vinnudagur að baki, sjö þættir af Veistu hver ég var? komnir í hús. Konungur útvarpsins „Þetta var bara dauður tími. Laugar- dagseftirmiðdegi á Bylgjunni. Það nennti í raun enginn að vera í stúd- íóinu á þessum tíma. Þannig að ég talaði við Bjarna Ara og Gústa Heimis og spurði hvort ég mætti ekki búa til sjóv. Ég skrifa hand- rit að öllum þáttunum, skipulegg þá eins og ég get. En símtölin eru raunveruleg. Það spyrja mig margir hvort þau séu ekki feik. En ég svara á móti: Hvernig gæti ég leikstýrt svona símtölum? Þarna er fólk að hringja út um allt land, allir komn- ir í heita pottinn með kjöt á grillinu. Maður býr ekki svona stemningu til. Þessi stemning er í gangi og ég opn- aði bara einhvern glugga og gaf fólki bara vettvang til að láta í sér heyra.“ Siggi heldur áfram: „Við fáum líka ótrúlega mikla hlustun erlendis frá. Það er fólk úti um allan heim að hlusta og þátturinn er í dag sá vin- sælasti í íslensku útvarpi.“ Kannski mætti kalla Sigga „ Konung útvarpsins.“ „Það eru þín orð,“ svarar Siggi en ég sé að honum líkar nafngiftin ekki illa. Spurningakeppni í sjónvarpi Með Sigga í sjónvarpssettinu er vinur hans Rögnvaldur Rögnvaldsson sem gengur undir plötusnúðsnafninu DJ Fox. Hans hlutverk er að halda uppi stuðinu, smella gömlum eitís- og næntísplötum á fóninn – hann er „comic relief“ og gerir það vel. Þátturinn er spurningakeppni þar sem þemað er tónlist frá níunda og tíunda áratugnum. Í auglýsinga- hléi segir Freyr Einarsson, yfirmað- ur sjónvarpsmála hjá 365, að Siggi hafi komið til hans og sagst vilja búa til sjónvarp. „Þarna er maður sem er með vinsælasta útvarpsþátt á Ís- landi og segist vilja stíga skrefið inn í sjónvarpsheiminn. Það er þá bara „80´s Quiz Show“ sem kemur til greina,“ sagði Freyr og sú varð raun- in. Eftirminnilegur hausverkur Þátturinn er samt ekki frumraun Sigga Hlö í sjónvarpinu. Eflaust vildi hann að sem fæstir myndu eftir þátt- unum Með hausverk um helgar sem hann framleiddi og bjó til ásamt fé- laga sínum Valla sport í lok tíunda áratugarins. Þættirnir voru á Skjá Einum og vöktu talsverða athygli en þóttu á þeim tíma hálfgert lágmenn- ingarrusl. „Já, Hausverkurinn. Maður reynir nú bara að gleyma honum,“ segir Siggi og hlær. „Sem betur fer áttum ég og Valli þættina með húð og hári og allar spólurnar eru í ör- uggri geymslu hjá okkur. Það hafa margir beðið okkur um að setja eitt- hvað af þessu efni á Youtbue en ég held að það sé ekki svo góð hug- mynd. Ég man að einu sinni kom kona í settið og rakaði á sér skapa- hárin. Svo þegar hún hafði lokið sér af spurði hún hvenær upptökurnar myndu byrja en þá hafði þetta allt verið í beinni útsendingu! Ætli þetta sé ekki orðin virðulegur banka- starfsmaður í dag og ég held það sé alveg óþarfi að setja svona efni á veraldarvefinn.“ Siggi segir að þættirnir hafi engu að síður átt sína spretti. „Þarna kom til dæmis Birgitta Haukdal fram í fyrsta skipti og Magni Ásgeirsson. Í dag fær enginn að koma fram í sjónvarpi nema hann sé nú þegar orðinn frægur. Það vantar þátt þar sem tónlistarmenn sem eru að slíta barnsskónum geta komið fram. Fólk sem á eftir að verða frægt í framtíðinni.“ Elskar að skemmta Talið berst aftur að nýja þættinum, Veistu hver ég var? Þetta er þáttur fyrir djammþyrsta þjóð og það var enginn skortur á bjórflöskum í Stúd- íói 1 þetta kvöld. Siggi Hlö er sjálfur einn vinsælasti plötusnúður lands- ins. Bókaður rúmt ár fram í tímann, fastur gestur á böllum, árshátíðum og í brúðkaupum. „Að skemmta fólki er mitt dóp,“ segir Siggi. „Ef þú myndir hringja 36 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Vísitölu sumarhasar“ Pacific Rim Leikstjóri: Guillermo del Toro. „Stenst ekki væntingar“ The Wolverine Leikstjóri: James Mangold. Viðtal Símon Birgisson simonb@dv.is Að skemmta er mitt dóp Sigurður Hlöðversson hefur skemmt fólki allt frá því hann var unglingur og þeytti skífum í grunnskóla. Hann er stjórnandi vinsælasta útvarpsþáttar landsins og á laugardaginn hefst innrás hans í sjónvarpið með þættinum: Veistu hver ég var? Siggi Hlö í settinu Segist elska að skemmta fólki. Mynd KRiSTinn MagnúSSon Siggi og dJ Fox Hressir félagar. Mynd KRiSTinn MagnúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.