Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 11.–14. apríl 20146 Fréttir Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Skólar verða að vera með eineltisáætlun n Nemendur stoppaðir með valdi n Flestir skólar vinna markvisst gegn einelti S jötíu og tveir skólastjórar á Íslandi segjast hafa þurft að nota líkamlegt inngrip í skólanum á síðasta skólaári (2012–2013). Ástæðan var oftast hættuleg hegðun nemenda í skólanum en í eitt skiptið var það vímuefnaneysla. Flestir skólar hafa útbúið viðbragðsáætlun vegna ein­ eltis, og flestir skólarnir stunda það reglulega að kanna hvort einelti þríf­ ist innan veggja skólans og vinna markvisst gegn einelti í grunnskól­ um. Þetta kemur fram í könnun Capacent sem gerð var meðal skóla­ stjóra í grunnskólum á Íslandi, en hún sneri að því hversu vel skólum hefði gengið að innleiða reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skóla­ samfélagsins í grunnskólum. Ein­ elti hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum árum og hefur óþol samfélagsins gagnvart því að slíkt þrífist verið áberandi. Skólum ber skylda til þess að stuðla að því að uppræta einelti. Verða að hafa áætlun Reglugerðinni, sem er nr. 140/2011, er ætlað víðtækt hlutverk hvað varð­ ar meðal annars skólabrag, agamál, eineltismál, ábyrgð og skyldur að­ ila skólasamfélagsins í þeim efn­ um og málsmeðferð í skólum þegar misbrestur verður á tilteknum atrið­ um að því að fram kemur í skýrslu Capacent. Samkvæmt henni ber að setja skólareglur í hverjum grunn­ skóla þar sem viðbrögð við brotum á reglum liggja skýrt fyrir. Viðbrögð­ in eiga að stuðla að jákvæðri hegðun og rækta persónuþroska nemenda og hæfni þeirra. Meðal þess sem í er farið í reglugerðinni er að skólarnir eigi að hafa aðgerðaráætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun ef upp koma eineltismál. Það þýðir að skólarnir eiga að vinna gegn ein­ elti og vera í stakk búnir til að bregð­ ast við komi slík mál upp í skólan­ um. Menntamálaráðuneytið hefur einnig starfrækt fagráð í eineltismál­ um sem skólar geta leitað til. Ekki svöruðu allir Ekki svöruðu allir skólarnir könnun ráðuneytisins, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að það væri gert, en skólunum ber skylda til að svara slíkri könnun. Samkvæmt þessum niðurstöðum hafa velflestir skólar á Íslandi mark­ að sér stefnu um það hvernig bregð­ ast eigi við einelti, öðru ofbeldi og félagslegri einangrun, eða 93 pró­ sent. 90 prósent þeirra hafa svo birt áætlunina á vef skólans. Skólarnir hafa að auki, það er þeir sem hafa sett sér slíkar áætlanir, rætt hana við hagsmunaaðila, svo sem foreldra og kennara. Þrír stefnulausir Þeir skólar sem hafa ekki mótað sér slíka stefnu voru þrír og átta sögðu það vera í vinnslu. Skólarnir sem sögðu að slíkt hefði ekki verið gert sögðust ekki hafa gert það vegna fá­ mennis, og bentu á að nemendur færu hluta úr ári í annan stærri skóla og þar væri unnið með Olweusar­ áætlun í eineltismálum. Í einum skólanum var þetta í vinnslu, en ekki komið til framkvæmda. Í þeim þriðja segir skólastjórinn: „Það er ekki þörf á því. Uppeldi til ábyrgðar er að virka það vel að ekki er þörf á öðru.“ Þá sagði einn skólastjóri að einelti rúmaðist ekki innan stefnu skól­ ans og þar með þyrfti ekki að hafa stefnu um virka viðbragðs áætlun. „Heildarstefna og ­sýn skólans er að byggja upp jákvæð samskipti og viðhorf nemenda til hvers annars og skólans í heild. Innan þeirrar stefnu rúmast ekki einelti og því er tekið á og unnið með öll samskiptamál sem upp kunna að koma áður en þau ná að verða að endurtekinni hegðun,“ sagði skólastjórinn. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Einelti Flestir skólar vinna markvisst að því að draga úr einelti meðal nemenda sinna. Myndin er úr safni. Mynd Sigtryggur Ari „Uppeldi til ábyrgðar er að virka það vel að ekki er þörf á öðru. Ákærð fyrir milljóna fjárdrátt Sambýlisfólk sakað um umboðssvik og fjárdrátt S érstakur saksóknari hefur ákært sambýlisfólk, þau Hildi Nönnu Jónsdóttur og Sig­ trygg Leví Kristófersson, fyrir fjárdrátt með því að hafa sem stjórnarmenn og prókúruhaf­ ar einkahlutafélagsins H­D húsið dregið sér samtals 70.003.000 krón­ ur af fjármunum félagsins. Stærsti hluti fjárhæðarinnar var söluand­ virði eignarhluta H­D hússins í einka­ hlutafélaginu Sævarhöfða, sem þau seldu einkahlutafélaginu IceCapital. Í ákæru sérstaks saksóknara kemur fram að fólkið sé að auki ákært fyrir að hafa ekki haldið lögboðið bókhald og geymt bókhaldsgögn rekstrarárin 2003 til 2009. Ákæran er í þremur liðum. Fólkið er meðal annars ákært fyrir að hafa notað hluta söluandvirðis, eða um 20 milljónir, í greiðslu á skuld Sig­ tryggs við Icecapital í ágúst árið 2007. Ákærðu sömdu um að umrædd fjár­ hæð yrði greidd í formi skuldajafnað­ ar við persónulega skuld ákærða við IceCapital. Þá eru þau ákærð fyrir að hafa í september árið 2007, látið millifæra tæpar fimmtíu milljónir af reikningi H­D hússins yfir á reikning konunnar. Fjárhæðinni var síðar ráðstafað til kaupa á íbúðarhúsnæði samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara, en fólkið er búsett þar í dag samkvæmt þjóð­ skrá. Saksóknari segir að með þessu hafi þau framið umboðssvik og mis­ notað aðstöðu sína til tjóns fyrir H­D húsið ehf. Þrotabú H­D hússins krefst þess að fá greiddar sjötíu milljónir, ásamt vöxtum frá árinu 2007. Þá krefst sak­ sóknari þess að fólkið verði látið greiða allan sakarkostnað og dæmt til refsingar, en viðurlög geta verið sektir og allt að sex ára fangelsi. n astasigrun@dv.is Keyptu hús Fólkið er sagt hafa keypt sér íbúðarhúsnæði fyrir ágóðann. „Mér leið eins og glæpamanni“ Við lögðum niður vinnu til að mótmæla þessu,“ sagði Guðrún Magnea Guðmundsdóttir, flokks­ stjóri hjá Reykjavíkurborg og bíl­ stjóri, sem fór fyrir mótmæla­ aðgerðum sorphirðumanna Reykjavíkurborgar við höfuð­ stöðvar 365 miðla á fimmtudag. Sorphirðumenn eru verulega ósáttir við fréttir Vísis og Frétta­ blaðsins af meintri innbrotstil­ raun sorphirðumanna á heimili Heiðars Helgusonar knattspyrnu­ kappa sem birtust á miðvikudag. „Þarna er staðhæft að sorp­ hirðumenn hafi verið að gera tilraun til að brjótast inn á þetta heimili. Það eru engar tilraun­ ir gerðar til að leita skýringa áður en þessu er fleygt fram og við erum bara að mótmæla þessari frétt,“ sagði Guðrún í samtali við blaðamann DV á vettvangi. Málið eigi sér eðlilegar skýringar. „Þarna var nýliði á ferð sem vissi ekki hvar tunnurnar eru. Hann gengur hringinn í kring­ um húsið, eins og við gerum oft. Hann finnur ekki tunnurnar end­ ar eru þær stundum inni í læst­ um geymslum fyrir utan einbýlis­ hús. Hann fer inn í bíl og nær í masterslykil sem gengur að öll­ um ruslageymslum í Reykjavík. Það var „verkfærið“ sem hann var að ná í samkvæmt fréttinni.“ Guð­ rún sagði að sér hefði liðið eins og „ótíndum glæpamanni“ þegar hún mætti til vinnu á fimmtudag. Átta sorphirðubílar um­ kringdu höfuðstöðvar 365 í morgunsárið og var mikill hiti í mannskapnum. Fréttastjóri Vísis, Kolbeinn Tumi Daðason, baðst vel­ virðingar á fimmtudag vegna málsins. „Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið,“ sagði í yfirlýsingu frá honum sem birtist á vef Vísis. Kolbeinn sagði málið vera til rannsóknar hjá lögreglu en sagði fyrirsögn fréttarinnar hafa geymt ótímabæra fullyrðingu en fyrirsögnin var: Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar. „Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur,“ skrifar Kolbeinn Tumi og bætti við í enda tilkynn­ ingarinnar: „Sorphirðumenn eru hér með beðnir afsökunar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.