Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 11.–14. apríl 201454 Menning
Sjálfstæður
myndlistarbóndi
n Tolli opnar glæsilegt gallerí á Laugavegi n Fagnaði með vinum
L
istamaðurinn Tolli er hæst
ánægður, eigin herra í
nýopnuðu galleríi á Lauga
vegi 19. Tolli bauð gestum
til veislu í gær, fimmtudags
kvöld, og fagnaði áfanganum en
galleríið er rekið af honum sjálfum
og fjölskyldu. Í því verða einungis
sýnd og seld verk eftir hann.
Blaðamaður rak inn nefið og tók
listamanninn tali en Tolli er lands
kunnur fyrir túlkun sína á íslensku
landslagi en ekki síður ást sína á
náttúrunni.
„Ég hef lengi þráð þetta sjálf
stæði og viljað tengja mig betur við
þá sem skoða og kaupa list. Hér má
hitta mig og kaupa íslenska mynd
list „beint af bónda“,“ segir hann og
hlær. „Ég hef gjarnan boðið fólki
til mín á vinnustofuna og geri það
enn þótt að ég hafi opnað þetta
gallerí enda mörg verka minna það
stór að þau komast ekki einu sinni
hingað inn.“
Það sem vakir fyrir Tolla fyrir
utan að gefa fólki greiðari aðgang
að listinni er að bjóða erlendum
ferðamönnum borgarinnar að
skoða list sem helguð er landslags
verkinu. „Hér í miðborginni er líf
ið að glæðast fyrir tilstilli erlendra
ferðamanna. Andinn í miðbænum
hefur breyst töluvert, verslanir sjá
hag sinn í að bjóða ferðamönnum
ýmsan varning, hönnun og minja
gripi. Mér hefur fundist vanta fleiri
gallerí þar sem ferðamenn geta
skoðað list sem tengir þá einnig
við íslenskt landslag. Við bjóðum
þeim upp á mjög góða þjónustu,
þegar þeir snúa aftur til heima
landsins líða aðeins nokkrir dagar
þar til listaverkið er komið heim að
dyrum.“
Gallerí Tolla á Laugavegi 19
verður opið frá 13 til 18 alla daga. n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
FREYJU
UPPLIFÐU ÆVINTÝRIÐ Á FREYJUHEIMUR.IS
Ný ljóðabók frá
Þórarni Eldjárn
Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér
ljóðabókina Tautar og raular. Bók
in geymir um 70 fjölbreytt ljóð,
flest frumort og ný en einnig fáein
þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð
ólíka hluta: óbundin ljóð og hátt
bundin, prósaljóð og þýðingar.
Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins
ef frá eru taldar alkunnar barna
ljóðabækur hans og Kvæðasafn.
Fyrsta bók Þórarins, ljóðabókin
Kvæði, kom út árið 1974 og æ síð
an hefur hann verið í hópi virtustu
og vinsælustu höfunda þjóðarinn
ar. Hann hefur gefið út tugi bóka:
ljóðabækur fyrir börn og full
orðna, smásagnasöfn, skáldsögur
og aðra texta af ýmsu tagi, ásamt
margvíslegu þýddu efni.
„Góður strákur
en þú getur
ekkert skrifað!“
„„Þú ert góður strákur en þú get
ur ekkert skrifað!“ kallaði Dagur
Sigurðarson einu sinni til mín
yfir allt Mokka. Nú hefur íslenska
þjóðin tekið undir það mat,“ seg
ir Guðmundur Andri Thorson
rithöfundur sem komst ekki á
blað á sérstökum lista sem bók
menntaþátturinn Kiljan birti ný
verið. Á listanum eru taldar upp
bestu bækur og höfundar Íslands
að mati álitsgjafa Kiljunnar.
Fúllyndir haldi sig fjarri
E
ftir að hafa notið mikillar
velgengni í útvarpi og leik
húsi eru einkaspæjararnir
Harry Rögnvalds og Heimir
Snitzel mættir á hvíta tjaldið í kvik
myndinni Harrý og Heimir Morð
eru til alls fyrst. Ég verð að viður
kenna að skemmti mér stórkost
lega á köflum yfir hverjum fimm
aura brandaranum á fætur öðrum.
Það er nokkurn veginn myndin í
hnotskurn. Það er að vísu sögu
þráður en hann skiptir nánast engu
máli fyrir myndina. Í grófum drátt
um eru Harrý og Heimir að leita
uppi skúrk sem ætlar sér að stela
íslenska hálendinu og flytja það til
Danmerkur.
Myndin á sína allra bestu spretti
þegar hún fylgir ekki þessari sögu.
Aðstandendur myndarinnar tóku
þá lofsamlegu ákvörðun að taka
sig á engum tímapunkti alvarlega.
Þetta gefur myndinni svo afslappað
yfirbragð að áhorfandinn gerir lítið
annað en að skemmta sér yfir þeirri
vitleysu sem er borin fram á hvíta
tjaldinu. Karl Ágúst Úlfsson og Sig
urður Sigurjónsson eru eins og vel
smurðar vélar í sínum hlutverkum
eftir að hafa verið með þau í poka
horninu í rúma tvo áratugi. Svandís
Dóra Einarsdóttir gefur þeim lítið
eftir í fíflaganginum og Örn Árna
son er óborganlegur í öllum sínum
hlutverkum.
Þeir sem vonast eftir einhverju
þrekvirki á sviði kvikmyndagerð
ar ættu að forðast þessa mynd. Þeir
sem eru að leita sér að frábærri
skemmtun fyrir fjölskylduna ættu
óhikað að fjölmenna á þessa mynd
sem mun óneitanlega gleðja alla
aðdáendur Harrýs og Heimis. n
Harry og Heimir
Sýnd í Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó og
Borgarbíó Akureyri.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Dómur
Margir litu við Fjölmargir
lögðu leið sína til Tolla í góðviðri
fimmtudags í Reykjavík. Mynd
SiGtryGGur Ari
Bóndi í borginni Tolli
selur myndlist „beint af
býli“ á Laugaveginum.
Mynd SiGtryGGur Ari
Góðir gestir Góðir gestir fögnuðu opnun
gallerísins með Tolla. Mynd SiGtryGGur Ari
Fjölskyldan rekur fyrirtækið Tolli og fjölskylda reka galleríið sem er vel staðsett, á
Laugavegi 19, til móts við Mál og menningu. Mynd SiGtryGGur Ari