Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 11.–14. apríl 20144 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Eldsneyti stolið fyrir tugmilljónir Fyrrverandi starfsmaður Atlantsolíu sat í gæsluvarðhaldi grunaður um þjófnað frá fyrirtækinu F yrrverandi starfsmaður Atl­ antsolíu hefur verið kærður til lögreglu fyrir stórfelldan þjófnað á eldsneyti frá fyrir­ tækinu. Maðurinn sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna máls­ ins. Heimildir DV herma að um sé að ræða grun um stórfelldan þjófn­ að sem átti sér stað á árstímabili, en maðurinn er sagður hafa nýtt sér sér­ þekkingu til þess að komast yfir elds­ neytið. Hann starfaði áður hjá tækni­ deild Atlantsolíu. Heimildir DV herma að um sé að ræða þjófnað fyrir tugi milljóna. Um mánuður er síðan málið kom upp, en það var viðskiptavinur sem kom starfsmönnum Atlantsolíu á spor­ ið og gerði þeim grein fyrir hinum meinta þjófnaði. Hafði sérþekkingu „Við getum staðfest að fyrrverandi starfsmaður Atlantsolíu varð uppvís að þjófnaði nú í mars og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af hand­ töku,“ segir Guðrún Ragna Garðars­ dóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Maðurinn sem um ræðir starfaði hjá fyrirtækinu um tíma en honum var sagt upp störfum árið 2008. Hann starfaði hjá öðru fyrirtæki á höfuðborgarsvæð­ inu þegar málið kom upp og hann var hnepptur í varðhald. „Um er að ræða starfsmann sem bjó yfir tækniþekkingu vegna þeirra starfa sem hann gegndi hjá Atlantsolíu en hann var starfsmaður tæknideildar félagsins. Tekið skal fram að viðkom­ andi starfsmanni var sagt upp störf­ um hjá félaginu 2008 vegna misbrests í starfi og var því ekki starfandi hjá fé­ laginu þegar brotin áttu sér stað,“ segir Guðrún og segir að maðurinn hafi því beitt þeirri faglegu tækniþekkingu sem hann bjó yfir eftir að hafa starf­ að hjá fyrirtækinu og þannig getað framið meint brot. Gátu ekki staðfest grunsemdir Starfsfólk Atlantsolíu hafði grun um að ekki væri allt með felldu, segir Guðrún, en ekki lá fyrir hvernig eða hvers vegna. Ábending frá viðskipta­ vini leiddi til þess að skriður komst á málið innanhúss og fór svo að það var kært til lögreglu. „Starfsmenn Atl­ antsolíu höfðu áttað sig á að ekki var allt með felldu en ekki uppgötvaðist hvað var í gangi fyrr en viðskiptavin­ ur félagsins kom með ábendingu sem hægt var að vinna eftir,“ segir Guð­ rún um málið. Þjófnaðurinn var svo kærður til lögreglunnar sem nú hefur málið til rannsóknar. Ekki hefur enn komið til ákæru. Búið að loka fyrir Guðrún segir manninn hafa búið yfir tækniþekkingu sem þýddi að hann gat komist yfir eldsneytið svo lítið bæri á. Þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað á um árstímabili, frá árinu 2013 og fram á þetta ár. Búið er að koma í veg fyrir að brot sem þau sem maðurinn er grunaður um að hafa framið endurtaki sig að sögn framkvæmdastjórans. Guðrún vill ekki greina frá því hvernig maður­ inn fór að því að stela eldsneytinu og segir málið í höndum lögreglunnar. Fyrirtækið bíði nú eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Málið er enn í rannsókn og því kjósum við að tjá okkur ekki frekar um það að svo stöddu,“ segir hún. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Viðskiptavinur félagsins kom með ábendingu. Notaði sérþekkingu Starfs- maðurinn nýtti sér tækniþekk- ingu sem hann fékk er hann var starfsmaður hjá Atlantsolíu til ársins 2008. Brotin áttu sér stað á árstímabili. MyNd úr MyNdASAfNi Fimm ára fangelsi n Scott James dæmdur í „shaken baby“-máli n Sýndi lítil svipbrigði S cott James Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinnar í mars í fyrra. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur rétt rúmlega vikulangt gæslu­ varðhald sem hann sætti um miðj­ an mars í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða barnsmóður sinni þrjár milljónir króna með vöxtum í bætur. Margir þeirra sem voru viðstadd­ ir dómsuppkvaðningu voru aðstand­ endur móðurinnar. Scott James sýndi lítil svipbrigði þegar túlkurinn færði honum þá niðurstöðu dómara að hann hefði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að veita dóttur sinni áverka sem leiddu til dauða hennar. Scott var ákærður fyrir að hafa hrist dóttur sína svo harkalega að hún lést nokkrum klukkustundum síðar af völdum áverkanna. Saksóknari hafði í lok aðalmeð­ ferðar málsins í síðasta mánuði lagt til að Scott yrði dæmdur í að minnsta kosti átta ára fangelsi en benti dómn­ um á að hafa í huga að refsiramminn væri sextán ár. Sagði saksóknari að það hefði verið algjörlega óumdeilt að barnið hefði látist af völdum þess að hafa verið hrist. Verjandi Scott sagði við sama til­ efni að málatilbúnaður saksóknara hafi verið gallaður, lögreglurannsókn hafi verið ábótavant og hún dreg­ ist fram úr hófi. Málið hafi fyrst og fremst byggt á getgátum, kenningum og ónákvæmum tímasetningum. Þar sem verjandinn taldi það ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Scott hefði beitt barnið slíku ofbeldi og þar sem hann hefði neitað því væri hræðilegt ef hann yrði dæmdur í fangelsi fyrir slíkt. n mikael@dv.is fimm ára dómur Scott James Carcary hylur hér andlit sitt í Héraðsdómi Reykja- víkur. Vandi betur til samninga Forsætisráðuneyti og Þjóðminja­ safn Íslands þurfa að ákveða hvernig varðveislu og sýningu lækningaminja verði framvegis háttað. Þetta er mat Ríkisendur­ skoðunar sem kemur fram í skýrslu um málefni Lækninga­ minjasafns Íslands. Í árslok 2012 ákvað Seltjarnarnesbær að hætta rekstri Lækninga­ minjasafnsins og afhenda Þjóðminjasafni Íslands safn­ munina. Ástæðan var sú að ekki náðist samkomulag milli ríkis og bæjar um skiptingu kostn­ aðar vegna byggingar safnhúss og reksturs safns. Ríkisendur­ skoðun hvetur mennta­ og menningarmálaráðuneyti til að ganga hið fyrsta frá fjárhags­ legu uppgjöri við Seltjarnarnes­ bæ vegna 75 milljóna króna stofnframlags ríkisins til safn­ byggingarinnar. Loks telur Ríkis­ endurskoðun að mennta­ og menningarmálaráðuneyti beri að vanda betur til samninga sinna. Skuldir lækkuðu um einn milljarð Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á árinu 2013 og varð rekstrar­ afgangur umfram áætlanir. Skuld­ ir lækkuðu um 950 milljónir króna en ársreikningar fyrir árið 2013 voru lagðir fram í bæjarráði á fimmtudag. Áætlun hafði gert ráð fyrir 534 milljóna króna rekstr­ arafgangi og því er niðurstaðan talsvert umfram væntingar. Sam­ kvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærð­ ar á 38,8 milljarða króna. Bókfært eigið fé nemur 15,5 milljörðum króna í árslok og eiginfjárhlutfall er 40 prósent af heildarfjármagni en var 37 prósent árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.