Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 11.–14. apríl 2014 EyeSlices augnpúðar Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði: 7 hlutir í veskið Sumir segja að það leynist alltof mikið af drasli í veskjum kvenna. Þau eru líklega jafn misjöfn og þau eru mörg en nokkra hluti getur verið gott að vera ávallt með í veskinu. 1 Varalitur Góður varalitur getur gert kraftaverk fyrir útlitið á slæmum degi. Stundum hefur maður ekki tíma til að mála sig en þá getur varaliturinn komið til bjargar og lyft útlitinu upp í hæstu hæðir. 2 Reiðufé Það er alltaf gott að hafa smá klink, t.d. fyrir stöðumæli eða bara til spara færslu gjöldin á kortið. 3 Túrtappar eða dömubindi Það útskýrir sig sjálft, blæðingar gera ekki alltaf boð á undan sér og því gott að vera viðbúin. 4 Blaut klútar Þeir geta verið gagnlegir við svo margt. Ef þarf að þrífa blett eða að þurrka burt svita. 5 Verkjatöflur Gott ef maður fær til dæmis hausverk og ekkert apótek er í grenndinni. 6 Penni Pennar eru til svo margs gagn­ legir, ef þú þarft að taka niður skilaboð eða skrifa eitthvað niður en hefur ekki tíma til að skrá það inn í símann. 7 Neyðarupplýsingar Hafðu upplýsingar um þína nánustu ef eitthvað skyldi koma fyrir og það þarf að bera kennsl á þig. Gefur gömlum gullmolum nýtt líf Sigrún opnaði vefverslunina Kizu É g ákvað að opna verslun á netinu því mig langaði til að vinna með aðaláhugamálið mitt. Ég er vön að kaupa mér föt sjálf og selja þau svo aftur stuttu seinna en langaði til að vanda mig betur þegar ég væri að kaupa mér sjálf föt og hætta að láta þau svona auðveldlega frá mér,“ segir Sig­ rún Guðmundsdóttir sem hefur opn­ að vefsíðuna kizu.is. Þar selur hún svokallaða „ vintage“ gullmola ásamt því að halda úti skemmtilegu tískubloggi. Þar er að finna notuð föt sem hún finnur í búð­ um og á mörkuðum í Leipzig þar sem hún á heima en þangað flutti hún í fyrra ásamt kærasta sínum, lista­ manninum Árna. Sigrún hefur alltaf verið mikill fagurkeri og finnst gaman að finna gullmola í verslunum með notuð föt. „Ég elska að finna gamla og gleymda fjársjóði í búðum og á mörkuðum og gefa þeim nýtt líf,“ segir hún og viður­ kennir að með því að halda úti búðinni sé hún líka að svala ákveðinni verslun­ arþörf hjá sjálfri sér. „Með þessu móti get ég haldið áfram að versla þótt fötin séu ekki handa mér sjálfri,“ segir hún. Fötin eru líka á hagstæðara verði en oft hér heima. „Meira að segja með sendingarkostnaði þá eru þau ódýr­ ari en ég er auðvitað ekki að halda úti dýru leiguhúsnæði eða starfsfólki og þess vegna eru þau ódýrari,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst ekki að notuð föt eigi að kosta mikinn pening nema ef þau eru merkjavara.“ Slóðin á vefverslunina er kizu.is.n viktoria@dv.is Svalar eigin kaupþörf Sigrún hefur gaman af því að gramsa á mörkuðum og í búðum sem selja notaðan fatnað. Með því að opna vefverslunina svalar hún líka vissri kaupþörf. V íðar buxur, síð pils, magabolir, hattar og pastellitir eru tísku­ straumar sumarsins 2014. Breska tískutímaritið Glam­ our greinir frá heitustu tísku­ straumum sumarsins á vef­ síðu sinni. Þar má sjá að pastellitir, meðal annars föl­ grænn og ferskjulitir, sem og silfur og hvítt, koma til með að vera litir sumarsins, sér­ staklega í kventísku. Litina má sjá í helstu sumarvör­ unum þetta árið, meðal annars í fataverslunum, snyrtivörum og auðvitað fylgihlutum. Magabolur Magabolir, sérstaklega við síð, víð pils og hólkvíðar buxur eiga að líkindum eftir að njóta mikilla vinsælda. Pils­ in þykja sérstaklega klæðileg ef þau eru úr silki eða satínefnum. „Þær eru þægilegar, ótrúlega smart,“ segja ritstjórar Glamour svo um víðar buxur sem ná hátt upp á mjaðmirnar. Þá leggja þær til að við síð og víð pils, sem ná niður á miðjan sköflung sé best að nota stutta, þrönga boli, jafnvel magaboli. Þá sé einnig smart að vera í þykkum peysum við pils úr léttum efnum. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Þetta eru trend sumarsins Kopar skartgripir, pastellitir og magabolir eru það sem koma skal Pastel og magabolur Hvítt naglalakk, magabolur við sítt pils og hattur er meðal þess sem Glamour boðar að verði í tísku í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.