Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Viðtal Helgarblað 11.–14. apríl 2014 É g byrjaði að fitna um níu ára aldurinn og um fermingu var ég komin í 100 kílóin,“ segir Anna Lísa Finnbogadóttir sem vakti athygli í þáttunum The Biggest Loser sem sýndir voru á Skjá Einum. Anna Lísa var þyngsta konan í keppninni og hafnaði í öðru sæti. Hún dvaldi í tíu vikur á Ásbrú þar sem hún hafði nánast ekkert sam­ band við umheiminn. Engan síma, tölvu eða sjónvarp. Hún hitti son sinn, sem þá var tveggja ára, einu sinni á þessum tíu vikum. Hún seg­ ir þetta vissulega hafa verið erfitt en líklega bjargað lífi hennar enda var hún hrædd um að offitan myndi koma í veg fyrir að hún ætti líf með syni sínum. Rúm 70 kíló farin Nú þegar um sex mánuðir eru liðn­ ir frá því að keppnin hófst þá hefur hún misst 71,7 kíló en aðeins mun­ aði 400 grömmum á henni og sigur­ vegaranum. Hún segist þó alls ekki vera bitur, auðvitað hafi verið fúlt að það hafi munað svo litlu en „eins og afi segir, peningar koma og fara,“ segir hún hlæjandi þegar blaða­ maður hitti hana kvöld eitt í Hamra­ borginni í Kópavogi. Hún er Kópa­ vogsmær fram í fingurgóma, ólst hér upp og því erum við á henn­ ar heimaslóðum. Anna Lísa, sem er nýkomin af annarri æfingu dags­ ins, fær sér sódavatn og segir frá því hvernig það þróaðist að hún var allt í einu orðin tæplega 174 kíló, 28 ára gömul. Hætti í fótboltanum vegna eineltis „Ég var svona strákastelpa og var alltaf með strákum. Ég var alltaf á fullu í íþróttum, fótbolta og öðru. Ég var og er stórgerð og var alltaf stærri en jafnaldrar mínir. Framan af var ég mikið í íþróttum. Ég var til dæmis í fótbolta þangað til ég var sextán ára en þetta ágerðist alltaf,“ segir Anna Lísa sem varð fyrir ein­ elti vegna stærðar sinnar. Hún hætti í fótboltanum vegna eineltis þegar hún var sextán ára. „Fyrst var ekki kvennalið hjá HK þar sem ég æfði þannig að ég spil­ aði alltaf með strákunum. Svo kom að þeim tíma þar sem maður hætti að vera hallærislegur og varð bara lúða­ legur. Þá fór ég að lenda í einelti og öðru. Ég er hins vegar þannig gerð að ég hef alltaf svarað fyrir mig og lét það kannski ekki mikið á mig fá þannig eða lét allavega ekki bera á því. Krakkar finna samt alltaf eitt­ hvað til að gera grín að. Mér var strítt út af þyngdinni og af því að ég var í fötum úr Hagkaup,“ segir hún. „Í HK var stofnað kvennalið sem sameinaðist svo kvennaliði Víkings, þar var mér mikið strítt og á endan­ um hætti ég bara. Þyngdin gerði það líka að verkum að það var oft gert ráð fyrir að ég gæti ekkert í boltanum sem var ekki rétt þannig að ég fékk oft ekki tækifæri heldur.“ Snerist allt um mat Á unglingsárunum þyngdist hún meira. Hún stundaði þó yfirleitt ein­ hverja hreyfingu með en breytti lítið mataræðinu. „Ég var sífellt í ein­ hverjum megrunarkúrum. Ég missti nokkur kíló en þyngdist svo alltaf strax aftur. Svo vatt þetta upp á sig. Ég borðaði alltaf stærri skammta og hafði engar hömlur, hætti svo að hreyfa mig. Áður en ég fór í keppn­ ina þá hafði ég aldrei verið jafn þung,“ segir hún. Anna Lísa segist vera matarfíkill. Matur var hennar besti vinur, mesti óvinur og sálusorgari. „Ég elska góð­ an mat en þetta var þannig að það snerist allt um mat. Ég notaði mat við öll tækifæri. Til þess að hugga mig, verðlauna mig, og undir lok­ in, til þess að refsa mér líka. Þetta þróaðist líka út í það að ég borð­ aði alltaf alltof mikið og hafði engar hömlur,“ segir hún. Þurfti að pæla í öllu Allt líf Önnu Lísu snerist í kringum ofþyngdina sem hamlaði henni í nánast öllu því sem hún tók sér fyr­ ir hendur. „Ég þurfti að hugsa fyrir öllu. Ég þurfti að spá í hvaða stóla ég gæti sest í, ég var svo breið á þann veginn að ég þurfti að smeygja mér ofan í stólinn og svo þegar ég stóð upp þá þurfti ég að halda í armana þannig að stóllinn færi ekki með mér upp,“ segir hún brosandi þó að vissu­ lega hafi þetta ekki ver­ ið skemmtilegt að standa í. „Þetta var meira segja orðið þannig að í sumum bílum var öryggisbeltið varla nógu langt til þess að ná utan um mig,“ segir hún. Sérstök tækni í flugi Anna Lísa lét þyngdina ekki stöðva sig í að ferðast. Það var þó stórmál að koma sér fyrir í einu sæti í vél­ inni. „Ég var búin að koma mér upp ákveðinni tækni til þess að taka bara eitt sæti því að tæknilega séð var ég í tveimur. Ég varð alltaf að fá sæti við glugga, helst við neyðarútgang, síð­ an smeygði ég mér á ská og sat á ská allan tímann, klesst við gluggann og hreyfði mig varla fyrr en flugvélin var lent. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir því hversu stór ég var á alla kanta, enda hávaxin líka og var alltaf að reyna að passa mig að taka ekki pláss frá öðrum,“ segir hún. „Ég held ég hefði nú samt líklega ekki kom­ ist í flug, jafnvel með þessari aðferð, þarna í lokin þegar ég var þyngst.“ Komst ekki í tívolítækin Þegar Anna Lísa fór í útskriftarferð með skólanum sínum þvældust aukakílóin líka fyrir henni. „Við fórum í útskriftarferð til Orlando þar sem er fullt af skemmtilegum skemmtigörðum. Þar komst ég ekki í nein tæki því ég var of feit,“ segir hún og heldur áfram. „Maður missir af svo miklu þegar maður er svona stór. Það er svo margt sem maður getur ekki gert. Á meðan skólafélagar mín­ ir voru að skemmta sér í tækjunum þá var ég bara að dandalast eitthvað ein,“ segir hún og viðurkennir að það hafi auðvitað verið hundfúlt. „Og eins með ferðatívolíin sem komu hingað til lands á sumrin fyrir nokkrum árum. Ég reyndi einu sinni að fara í tæki þar en þurfti að snúa við og fara til baka því ég var of stór. Það var svo niðurlægjandi. Þá var það heldur ekki bara ég ein sem vissi það heldur allir hinir líka,“ segir hún. Var kölluð Keikó Anna Lísa upplifði fordóma í sinn garð vegna þyngdarinnar, allt frá barnæsku. „Mest frá börnum og eldra fólki. Fólk var oft að benda mér á þetta eins og ég væri ekki með­ vituð um stærðina. Á meðan ég reyndar hugs­ aði um lítið annað!“ segir hún og skellir upp úr. „Ég lenti í því að vera kölluð alls konar nöfnum. Ég var til dæmis kölluð Keikó af ein­ hverjum unglingum þegar hann var mikið í umræðunni og svo kom eldra fólk upp að mér og spurði hvern­ ig ég leyfði mér að verða svona. Það var ekki að hjálpa, ég var alveg meðvituð um þetta.“ Anna Lísa er menntaður hjúkr­ unarfræðingur og hefur lengi starf­ að í heilbrigðisgeiranum og segist líka hafa fundið fyrir því að þyngdin var ekki að hjálpa henni þar. „Þegar maður er að gefa ráð um heilbrigð­ an lífsstíl, þá hugsar fólk þegar það sér mann af hverju það eigi að fylgja þessu ef ég geri það augljóslega ekki sjálf. En það er eins og ég segi alltaf: Það er ekki skortur á þekkingu sem er ástæðan fyrir því að fólk er feitt, það vita allir að hamborgarar og franskar eru ekki næringarríkasti matur í heimi. Það er meira sem ligg­ ur að baki.“ Hún segir að þó að hún hafi fund­ ið fyrir fordómum frá öðru fólki þá hafi hún sjálf líklega haft einna mesta fordóma gagnvart sér sjálfri. „Þegar maður er svona stór þá er sjálfsálitið í molum þótt maður sýni það kannski ekki út á við. Ég var minn versti óvin­ ur. Ég var voðalega dugleg við það að rakka mig niður, ég þurfti engan annan, ég gerði það bara sjálf.“ Óttaðist að deyja frá syninum Árið 2011 eignaðist Anna Lísa síðan son sinn, Viktor Mána. Eftir því sem hann óx og dafnaði fór hún að óttast að hún yrði ekki til staðar fyrir hann mikið lengur. „Ég átti erfitt með að hlaupa á eftir honum, ég var farin að Aðeins 400 grömm komu í veg fyrir að Anna Lísa Finnbogadóttir sigr- aði í keppninni The Biggest Loser. Hún er þó ekki bitur vegna þess heldur þakk- lát fyrir tækifærið. Áður en hún tók sig á óttaðist hún að deyja frá syni sínum vegna offitu enda stjórnaði ofþyngdin öllu hennar lífi. Hún fann fyrir fordómum vegna þyngdarinnar en segist sjálf hafa verið sinn versti óvinur. Anna Lísa nýtir nú reynsluna til þess að hjálpa öðrum sem voru á sama stað og hún til þess að öðlast líf. Var hrædd um að deyja frá syninum Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Ég var minn versti óvinur Keppendur Tólf kepp- endur kepptu í The Biggest Loser Ísland. Anna Lísa er efst til vinstri á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.