Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Fréttir 19 um í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar. Á meðan persónulegar ábyrgðir hans námu um 96 milljörðum króna höfðu eignir hans, sem námu um 143 millj- örðum króna, að mestu leyti horfið vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegrar verðmætarýrnunar annarra fyrirtækja sem hann var hluthafi í. Í dag segist Björgólf- ur ekki ætla að hlaupa und- an ábyrgð sinni þegar kemur að hruninu: „Ég ber að sjálf- sögðu ætíð ábyrgð á mín- um athöfnum og hleyp ekki undan henni, hvort sem gengur vel eða illa. Þegar ég lít til baka yfir árin frá 2002 til 2008 sé ég, að margt hefði ég mátt gera öðruvísi. Í dag er ég samt enn fullviss um, að á þeim tíma tók ég allar mínar ákvarðanir í góðri trú og taldi þær réttar. Hins vegar minnkar ábyrgð mín á stöðu minni ekk- ert við það.“ Björgólfur vill hins vegar ekki fara út í umræðu um ábyrgð sína í tilteknum málum, samkvæmt því sem fram kemur í bókinni, þar sem hann hafi ekki sett það niður fyrir sér í einstaka málum hvaða ábyrgð hann nákvæmlega ber. Sagan endurskrifuð Ljóst er að Hafskipsmálið hvíldi ávallt þungt á Björgólfi og hann þráði að fá uppreisn æru. Ásamt fleiri Haf- skipsmönnum fékk hann nýútskrif- aða sagnfræðinga, þá Björn Jón Bragason og Stefán Gunnar Sveins- son, til þess að skrifa bækur um mál- ið. Þær náðu litlu flugi enda féll útgáfa þeirra algjörlega í skuggann af hruni íslenska bankakerfisins. Bók Björns Jóns – Hafskip í skotlínu – kom út sama dag og Geir H. Haar- de forsætisráðherra bað guð um að blessa Ísland í dramatísku sjónvarpsávarpi, þann 6. október 2008. Lárus Jónsson, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans, gagn- rýndi efni bókanna í grein sem birt- ist í tímaritinu Þjóðmálum árið 2009. Sagði hann að þar væri reynt að hreinsa Hafskipsmenn af stærsta gjaldþrotamáli í sögu íslenska lýð- veldisins með spuna og blekking- um. Lárus sagði fjölmörg atriði röng í veigamiklum atriðum í bókunum og að höfundar hefðu þagað um grund- vallaratriði málsins. Þá hefði margt verið missagt, mótsagnakennt og hreinlega tilbúningur. Hann fór hörð- um orðum um bók Björns Jóns: „Hún er víða skrifuð í stíl sem líkja mætti við spuna og er í því efni höfundi sín- um lítt til sóma sem fagmanni.“ Þá gagnrýndi hann Björn Jón sérstaklega fyrir að hafa villt á sér heimildir og fyrir að þegja um það í formála bókarinnar að hún væri tengd Haf- skipsmönnum. Björn Jón svar- aði síðar fyrir sig í grein sem birt var Þjóðmálum. Þar sagði hann gagn- rýni Lárusar ekki eiga við rök að styðjast: „Grein Lárusar er upp- full af innantóm- um gífuryrðum, sem gera ásakanir hans í minn garð enn alvarlegri en ella og aðdrótt- anir hans fela í sér grófa aðför að fræðimanns- heiðri mínum.“ „Týndi kaflinn“ Bækur tengdar Björgólfi og efni þeirra hafa oftar ratað á síður fjöl- miðla. Það vakti mikla athygli þegar fréttist að hann hefði látið eyða kafla úr bók um Thorsar- ana. Árið 2007 viðurkenndi hann í samtali við breska blað- ið The Observer, að hafa verið ósáttur við kafla í bók Guðmund- ar Magnússon- ar sagnfræðings um Thorsar- ana. Edda-út- gáfa gaf bók- ina út árið 2005 en ekki fyrr en búið var að farga öllu upplaginu af frumútgáfu bókarinnar. Hún var gefin út án þessa kafla sem fór fyrir brjóstið á Björgólfi. Edda-útgáfa var þá í eigu Björgólfs. Á blaðsíðunum sem um ræðir var fjallað um hjónaband eiginkonu Björgólfs, Þóru Hallgrímsson, og stofnanda nasistaflokks Bandaríkj- anna, George Lincolns Rockwells. Björgólfi þótti ósanngjarnt að sam- band Þóru og Rockwells hafi verið gert að aðalatriði í bókinni, þar sem hún hafi fjallað um Thors-ættina, en ekki hjónabandið. Guðmundur féllst á að endurskrifa kaflann. Í Hamskiptunum segist Björgólf- ur ekki hafa gefið forstjóra Eddu, Páli Braga Kristjónssyni, skipun um að eyða fyrsta upplagi bókarinnar. Björgólfur segir Pál Braga hafa tek- ið þá ákvörðun. Hann gengst hins vegar við því að hafa verið ósáttur við að kaflinn um hjónabandið hafi ver- ið í bókinni. Björgólfur reiddist mjög þegar DV birti opnugrein um mál- ið undir yfirskriftinni „Týndi kafl- inn“. Þar setti blaðamaður DV sig í spor Guðmundar. Kynnti sér ævisögu Rockwells og aflaði sér þeirra upplýs- inga sem hann gat um samband hans og Þóru. Í kjölfarið hótaði Björgólfur því að kaupa DV til þess eins að leggja það niður. Þetta atvik sýnir kannski skýrar en mörg önnur hversu mikil völd Björgólfur hafði á þessum árum og með hvaða hætti ítök hans í ís- lensku samfélagi gátu birst. Leikritið á stóra sviðinu Í dag segir hann að lífið hafi breyst mikið. „Lífið breyttist algjörlega. Það er ekki spurning um það. Eftir að hafa verið mikið út á við verður maður mikið inn á við. Maður fer ekki eins hratt og maður fór áður. Ég er ekki mikið í kokteilboðum, ég fæ ekki mikið af slíkum boðskortum. Það eru fjölskyldan og vinir sem maður umgengst mest og maður lokast af. Það gerðist bara í höfðinu á manni sjálfum líka. Ég get ímyndað mér að margir séu ekkert of ánægðir að sjá mann.“ Óhætt er að segja að tíðarandinn hafi breyst á Íslandi frá því fyrir hrun. Þegar börn Björgólfs og Þóru tóku sig til og ákváðu að setja upp leiksýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir og um foreldra sína hafa þau eflaust ekki séð fyrir sér að nokkrum mánuðum síðar yrði faðir þeirra eignalaus, úthrópaður og á leið í gjaldþrot. Þau leigðu stóra svið Þjóðleikhússins og ekkert var til sparað. Eins og fyrr segir var Edda Heiðrún Backman fengin til þess að halda utan um sýninguna. Draumar rættust Björgólfur eignaðist breska knattspyrnuliðið West Ham árið 2006 í félagi við Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ.„Þegar ég lít til baka yfir árin frá 2002 til 2008 sé ég, að margt hefði ég mátt gera öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.