Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 31
Umræða Stjórnmál 31Helgarblað 11.–14. apríl 2014 F orsætisráðherrann okkar og fylgismenn hans halda áfram að hamra á þeirri kennisetn­ ingu að helsta vandamál ís­ lensku þjóðarinnar sé hópur fólks sem leyfir sér að gagnrýna það sem stjórnvöld gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hljómaði meira eins og þaulsætinn þjóðarleiðtogi sem glímir við skæru­ liða í borgarastyrjöld heldur en for­ sætisráðherra á Íslandi þegar hann lýsti illfýsnum hópi föðurlandssvikara á fundi Samtaka atvinnulífsins í síð­ ustu viku. Óvinir Íslands – gagnrýnendur Sigmundar Hann hefur áður lýst „niðurrifsöflum“ í íslensku samfélagi sem ala á sundr­ ung til að innleiða „öfgakennda hug­ myndafræði“. Hann byrjaði reyndar á því að lýsa gagnrýni fólks sem „loft­ árásum“, aðeins mánuði eftir að hann fékk völd. En nú var það nánar til­ tekið fólkið sem „talar Ísland niður“ af annarlegum ástæðum og vill selja þjóðina undir erlent yfirvald og fram­ kalla byltingu: „Allt frá efnahagshruninu hefur markvisst verið unnið að því að tala land og þjóð niður. Slíkt er ekki gert í útlöndum, heldur fyrst og fremst hér heima. Til er fólk sem leit á vissan hátt á efnahagslegar ófarir Íslands sem sinn stærsta sigur, sem réttlætingu á eigin skoðunum. Loksins hlutu allir að sjá að Íslendingar hefðu í gegn­ um tíðina aldrei getað stjórnað sér sjálfir. Loks var komin réttlæting fyrir byltingarstjórn sem myndi brjóta á bak aftur það hræðilega samfélag sem byggt var upp á Íslandi á 20. öld.“ Sigmundur gefur reglulega til kynna að hann álíti gagnrýnend­ ur sína vera andsnúna þjóðinni og vilja henni illt. Hann lýsir endurtekið skaða þess að sýna neikvæðni eða „sundrung“, rétt eins og ráðherrar og ábyrgðarmenn bankanna gerðu þegar staða íslenska þjóðarbúsins var gagnrýnd mánuðina fyrir efnahags­ hrun. Þið sem ógnið sálum barna Sigmundur Davíð kallar kenningu sína „róttæka rökhyggju“. Rökhyggja er áhersla á að hlutirnir segi sig sjálf­ ir – á vissan hátt – að rökfærsla geti leitt í ljós sannleikann óháð reynslu. Í ræðum sínum, viðtölum og skrifum hefur Sigmundur opinberað að hann hefur lítið þol gagnvart þeim sem eru ósammála honum og vænir þá gjarnan um launráð gegn gildum og hagsmunum íslensks þjóðfélags. Það kann að tengjast því að samkvæmt hans eigin skilgreiningu á eigin hug­ myndafræði felur hún í sér að hann búi yfir fyrirfram gefnum sannindum sem standa nánast óháð öllu öðru. Þannig virðist Sigmundur í andsvör­ um sínum skipta gagnrýnendum sín­ um í tvo hópa: a) Þeir sem hafa ekki yfir að ráða sömu þekkingu eða rökfærslugetu og hann sjálfur b) Þeir sem stýrast af annarlegum hvötum eða illfýsnum tilgangi Nýlegt dæmi um að Sigmundur saki gagnrýnendur sína um dulinn illvilja birtist þegar þingmaðurinn Helgi Hjörvar bað um að ríkisstjórnin gerði virka reiknivél á netinu sem gef­ ur fólki upp hversu mikið það fær fellt niður af húsnæðislánum sínum, eins og Sigmundur hafði lofað að gerðist „um leið og tillögurnar [yrðu] kynnt­ ar“. Sigmundur svaraði ekki fyrir­ spurninni um reiknivélina, en svaraði því til að Helgi hefði það sem „sérstakt markmið“ að gera fólk óánægt og skapa leiðindi: „Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þing maður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi. Þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast.“ Þingflokksformaður flokks Sig­ mundar, Sigrún Magnúsdóttir, hélt áfram sama boðskap á mánudaginn. „Við skulum móta þjóðarsálina með bjartsýni, jákvæðni og trú á mátt okk­ ar og megin,“ sagði hún og varaði við því að sálir barna væru í hættu vegna neikvæðni á Íslandi, því hún „smýgur inn í sálarfylgsni þeirra og skelfir þau“. Leyndarmálið Orðalagið „að tala niður“ Ísland endurómar frá þeim sem lýsa gagn­ rýni sem skaðlegri í sjálfri sér, bæði andlega og efnahagslega. Það lýsir umburðar­ og skilningsleysi gagnvart hlutverki gagnrýni í samfélaginu, en líka ákveðinni ímyndarhyggju. Trúin á að hlutir verði góðir með því að trúa því að þeir séu góðir flokk­ ast ekki undir rökhyggju, nema að því leytinu til að hún er óháð áhrifum af raunheiminum. Hún minnir meira á þá sem aðhylltust boðskap bókarinn­ ar The Secret – Leyndarmálið – sem kom út árið 2006 og var vinsælasta bók á Íslandi á tímabili árið 2007, árið sem talað var upp. Í lýsingu bókaútgáfunnar Sölku var þetta leyndarmálið: „Ef við náum að stilla tilveruna og það sem við vilj­ um öðlast á sömu tíðni, getum við kallað til okkar betra líf, andlegt og veraldlegt. Þetta er sjálft Leyndarmál­ ið – það er falið innra með hverjum og einum og möguleikarnir eru enda­ lausir.“ „Hið stóra efnahagslega plan felst í því að trúa á Ísland,“ útskýrði Sig­ mundur Davíð fyrir atvinnulífinu á fundinum í síðustu viku. Andstæðingar íslenska leyndar­ málsins koma í veg fyrir að við öðlu­ mst það sem við viljum sem þjóð, því þeir benda á hið neikvæða. Algengasta andsvarið við gagnrýni í bóluhagkerfinu fyrir hrun var að það væri „óábyrgt og óheppilegt“ að „tala niður“ markaðinn, krónuna, eða Ís­ land. Formaður Félags fasteignasala gagnrýndi þannig Seðlabankann og greinendur á fjármálamarkaði fyrir að reyna að fella fasteignaverð með því að tala það niður: „Þetta er ljótur leikur, sem sér­ fræðingar á fjármálamarkaði eru að leika, þegar þeir reyna eftir fremsta megni að tala fasteignamarkaðinn niður, á sama tíma og hann virðist þrátt fyrir allt vera að ná sér á strik,“ sagði hún. Innan þriggja mánaða frá því hún sagði þetta voru þrír stærstu bankar landsins orðnir gjaldþrota og fasteignamarkaðurinn fallinn saman. Þessi hugmyndafræði sem Sig­ mundur hefur endurvakið og gert að ráðandi kennisetningu í opinberri umræðu er frekar tengjanleg kenn­ ingum um ofurraunveruleika en rök­ hyggju. Í kenningu Jean Baudrillard, sem féll frá árið 2007, kemur fram að raunveruleikinn sé yfirskyggður af of­ urraunveruleika sem birtist í fjölmiðl­ um og táknmyndum okkar. Þannig eru mörkin milli raunveruleika og blekk­ ingar afmáð og blekkingin orðin hinn nýi viðtekni sannleikur. Ef við skynjum það og trúum því verður það satt, óháð því hvort það samræmist raunveruleik­ anum sem liggur að baki. Í slíkri veröld getur virst þjóðræknisleg skylda að tala upp, eins og Sigmundur boðar. En íslenski ofurraunveruleikinn hrundi árið 2008. Rökhyggjumaður í árekstri við raunheiminn Reynslan hefur sýnt okkur að barátta gegn því að „tala niður“ er merki um að eitthvað sé raunverulega að undir niðri, enda hefur enginn meiri hags­ muni af því að kæfa gagnrýni en þeir sem hafa ekki málstað til að svara henni. Reynslan hefur líka sýnt okkur að róttæki rökhyggjumaðurinn Sig­ mundur á það til að rata í miklar ógöngur gagnvart röksemdum. Í slíkum tilfellum, þar sem samræmi hefur skort milli orða hans og raun­ heimsins, hefur hann haldið því fram sem hentar honum best frekar en að halda sig við réttmæt rök. Sem dæmi lofaði Sigmundur því að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram eða ekki, enda lýsir hann sér sem fylgismanni þjóðaratkvæðagreiðslna og hafði talað fyrir þessari leið í ESB­ málinu í minnst tvö ár. Þegar hann rökstuddi af hverju hann vildi svíkja það lét hann eins og hann hefði ekki lofað því, en upprifjun á orðum hans í raunheimi sýndi fram á annað. Á endanum nefndi hann þau rök í sjón­ varpsviðtali að það væri ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæða­ greiðslu hvort sem er, vegna þess að stjórnarskráin leyfði það ekki. En hins vegar er ástæðan fyrir því að stjórnar­ skráin leyfir þetta ekki, fyrst og fremst sú að Sigmundur og félagar hans hafa stoppað af gildistöku nýrrar stjórn­ arskrár, sem var einmitt samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, en hún le­ yfir þjóðaratkvæðagreiðslu í krafti undirskrifta almennings. 73 pró­ sent landsmanna samþykktu þetta ákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu og 67 prósent samþykktu að nýja stjórn­ arskráin yrði byggð á útfærslu stjórn­ lagaráðs. Þannig náði Sigmundur, sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslum í prinsippinu, að koma með þre­ falda blokkeringu á þjóðaratkvæða­ greiðslur án þess að rökhyggja hans upplýsti hann um árekstur hans við raunheiminn. Viljinn til valds Sigmundur var reyndar einn af forvígis mönnum stjórnlagaþingsins, þar sem flokkurinn hans gerði þá kröfu fyrir stuðningi við minni­ hlutastjórn VG og Samfylkingar fyrri part ársins 2009 að stjórnlagaþing yrði sett á fót. Þegar hann sá móta fyrir tillögum þjóðkjörins stjórnlagaráðs snerist honum hugur. Hann sagði þjóðina vera í of vanstilltu andrúms­ lofti til að móta nýja stjórnarskrá. Fleiri flokksmenn Framsóknarflokks­ ins komu til og útskýrðu einfaldlega að þeim þættu tillögurnar vera svo óvandaðar, hvað sem fælist í því. Meðal ákvæða í nýju stjórnar­ skránni var að atkvæði allra íbúa á Ís­ landi hefðu jafnt vægi í kosningum. Nú er það þannig að á landsbyggðinni, þar sem Framsóknarflokkurinn fær langflest atkvæði sín, hafa einstak­ lingarnir meira vægi í kosningum en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Framsóknarflokkurinn mælist aðeins með 2% stuðning fyrir sveitarstjórn­ arkosningarnar. Alla þessa snúninga forsætisráð­ herrans og fylgisflokks hans þegar kemur að aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku má þannig útskýra með einfaldri baráttu til að ná meiri völdum í eigin hendur og forðast að vald dreifist til almennings. Kannski mætti kenna þetta við frumspeki Nietzsches – viljann til valds – fremur en rökhyggju. Viljinn til valds er drif­ kraftur alls lífs, samkvæmt Nietzsche. Við borðum til dæmis mat með því að beita hann valdi. Völd eru áhrifin sem við þurfum til að funkera. Og Fram­ sóknarflokkurinn nærist á atkvæð­ um. Til þess að hann nærist sem mest og best er honum í hag að stöðva stjórnar skrána sem almenningur kaus að taka upp. Nú þegar Sigmundur er við völd er honum í hag að gagnrýni sé sem minnst, en margir muna eftir hon­ um sem harðasta gagnrýnanda ástandsins á Íslandi þegar hann var án valda. Viðhorf sem breytast eftir hentisemi flokkast alls ekki undir rök­ hyggju, heldur afstæðishyggju. En á einföldu máli köllum við þá sem praktísera þessa hugmynda­ fræði tækifærissinna. Myrkraverðir Íslands Hugmyndafræðilega er Sigmund­ ur Davíð ekki róttækur rökhyggju­ maður. Hann er tækifærissinnaður þjóðernis sinni með greinilega and­ lýðræðislega tilburði; ekki róttækur, en með óþol fyrir gagnrýni. Og þar sem gagnrýni er grundvallaratriði í lýðræðisríki er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðugum tilraunum for­ sætisráðherrans til að losa landið okkar við hana, á sama tíma og hann dregur að sér völd með því að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og ógilda þær sem þegar hafa farið fram. Í trúarsögu mannkyns hefur ljósið löngum verið notað til að tákna hið góða, og myrkrið hið illa. Í heimsmynd Sigmundar Davíðs eru gagnrýnendur hans fylgjendur myrkursins. „Það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðu­ stól Alþingis að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni,“ sagði forsætisráðherrann okkar við atvinnulífið, þar sem hann boðaði ofsasjálfstrú – kenningu Íslands. Það er eitthvað ógnvekjandi við þessa heimssýn. Ekki bara vegna þess að hún er eins og afturgengin útgáfa af óheilbrigðu gildismati samfélags sem var á barmi hruns, heldur vegna þess að hún hefur tekið sér bólfestu í æðstu valdastöðu landsins okkar. n Leyndarmálið: Ógnvekjandi heimssýn Sigmundar Davíðs Leyndarmálið Sjálfshjálparbókin The Secret var vinsælasta bók á Íslandi á tímabili árið 2007. Kenningar Sigmundar bera keim af boðskap bókarinnar. Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Pistill Sigrún Magnúsdóttir Neikvæðir Íslendingar valda því að sálir barna eru í hættu því neikvæðnin „smýgur inn í sálar- fylgsni þeirra“, að sögn þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Mynd SigTRygguR ARi Í stríði gegn myrkrinu Forsætisráðherra telur gagnrýnendur sína vera „hagsmunaverði svart- nættisins“. Mynd SigTRygguR ARi Bannað að „tala niður“ Valdafólk á móti gagnrýninni umræðu 1 Geir HaardeForsætisráðherra - sept. 2007 „Það er óábyrgt og óheppilegt ef einhverjir vilja sko tala niður gjaldmiðilinn okkar.“ Í tilefni af hugmyndum um hvort taka ætti upp evru til að forðast gengishrun. Svo kom gengishrun. 2 Jóhanna SigurðardóttirFélagsmálaráðherra - maí 2008 „Ég held að það hafi verið mjög óskynsamlegt af Seðlabankanum að tala niður fasteigna- verð með þeim hætti sem hann gerði.“ Vegna hagspár Seðlabankans þar sem spáð var 30% falli á fasteignaverði. Spáin reyndist rétt og rúmlega það. 3 Ólafur Ragnar GrímssonForseti - apríl 2011 „Hættiði að tala niður íslenskt atvinnulíf!“ Vegna gagnrýni formanna stéttarfélaga … því unga fólkið þarf að heyra góðar fréttir. 4 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherra - apríl 2014 „Allt frá efnahagshruninu hefur markvisst verið unnið að því að tala land og þjóð niður.“ Vegna þess að innlendir niðurrifsseggir sem gleðjast yfir óförum Íslands vilja koma á byltingar- stjórn og svipta þjóðina sjálfstæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.