Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 53
Menning 53 á sínu heimasvæði, afgreiðslustörf, að þjóna til borðs og fleira í þeim dúr. Þá hóf- um við í fyrra að styrkja ekkjur og að- stoðum þær við að selja handgerð kerti. Þetta eru tólf ekkjur frá þorpinu Dindigul sem eru í miklum fjárhags- örðugleikum. Kertin má kaupa í Múltí Kúltí sem er aðsetur Vina Indlands, það er reyndar lokað núna vegna vatnsleka en það má kaupa kertin í Borgartúni 3.“ Undraheimur indverskrar kvikmyndagerðar Sveinbjörg Rósa er ekki eingöngu áhugakona um að leggja góðum mál- efnum lið á Indlandi heldur hefur hún víðtækan kvikmyndaáhuga og þekkir vel til indverskrar kvikmynda- gerðar. Fyrir þá sem vilja kanna betur undraheim indverskrar kvikmynda- gerðar mælir hún með sínum uppá- haldsmyndum. „Ég nefni fyrst myndina Traffic, mynd frá Telugu- svæðinu. Þetta eru margar smá- sögur sem tengj- ast í einni stórri at- burðarás. Myndin fjallar í grunninn um hjartveika stúlku sem er dauðvona. Þá vill það til að kona nokkur lendir í bílslysi. Fjölskylda hennar ákveður að gefa úr henni hjart- að og þá tekur við æsileg atburðarás. Það þarf að bjarga hjartanu í gegnum Delí á mesta anna- tíma og koma því til stelpunnar. Þetta er ákaflega falleg mynd og spennandi.“ Þá nefnir Sveinbjörg Rósa óvanalega mynd um töframann sem lamast í miðju töfrabragði og berst fyrir því að fá að deyja, Guza- arish. „Ekki síður er í uppáhaldi myndin The Fly. Endurholdg- unarmynd sem er algengt þema í indverskum myndum. Myndin fjallar um mann sem er myrtur frá eiginkonu sinni og snýr aftur sem fluga í hefndarhug.“ Sveinbjörg Rósa nefnir einnig kvikmynd þar sem kona er í aðal- hlutverki sem er því miður óvana- legt í indverskri kvikmyndagerð. „Það er óhætt að mæla með myndinni Kahaani, flottri spennumynd um konu sem berst gegn spilltu þjóðfélagi, það er lítið hægt að gefa uppi um söguþráð- inn án þess að spilla upplifun- inni.“ n Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Hafa skal það sem svalara reynist 4.285 helgarfyllerí F ólk almennt lifir í um 30.000 daga eða svo. 4.285 mánu- dagar. 4.285 helgarfyllerí. Eða hvað skal annars gera við þetta allt saman? Fjöllistamað- urinn Nick Cave er nú kominn að 20.000 daga markinu, orðinn 56 ára gamall, og hann lítur yfir farinn veg. Eða gerir hann það? Eitt af þemum myndarinnar er minnið. Cave segist óttast það mest af öllu að missa minnið, því minnið er jú það sem við erum. Til þess að reyna að halda fast í það segir hann ótal sögur af sjálfum sér, en eru þær sannar? Og skiptir það raunverulega máli? Cave segist, frá því um alda- mótin, hafa hætt að vera mann- eskja og lifi nú afar vélrænu lífi þar sem allt snýst um að skrifa. Meira að segja fjölskylda hans er fyrst og fremst innblástur. 20.000 dagar verða að 20.000 blaðsíðum eða svo. Hann leggst á bekkinn, en til að leggja áherslu á að það sem við sjáum er bíó er sálfræðitíminn tengdur við sjónvarp. Persónur úr lífi hans, svo sem Blixa Bargeld og Kylie Minogue, dúkka upp í bifreið hans og hverfa síðan. Nick Cave kíkir á Nick Cave-safnið, sem er eins og klippt út úr Spike Jonze- mynd, og deilir þekkingu sinni á sjálfum sér með safnvörðum. Með aðstoð bendipriks lýsir hann því sem gerist þegar þýskur áhorfandi mígur á pönkbassaleikara í ein- hverju fyndnasta atriðið seinni ára. En hvað er raunverulegt af því sem við sjáum í safninu? Það skipt- ir engu ef sagan er góð, hafa skal það sem svalara reynist. Cave seg- ir að þegar hann skilji eigin lög til fulls missi hann áhugann á þeim og því sé hann ávallt að reyna að fanga þetta augnablik á milli þess sem þau reika stjórnlaust um og eru fulltaminn. Og í gegnum alla þessa óreiðu skín rokkið svo skært, líklega það eina sem skiptir máli þegar uppi er staðið. Allt annað er bara hrá- efni, og því er það ekki bara í flimt- ingum að Nina Simone er kölluð dr. Simone, eða að fegurðin felist í því að hinum næstum áttræða upphafsmanni rokksins, Jerry Lee Lewis, sé lyft upp á píanó svo hann geti traðkað á því til að framkalla hljóma. Þessi kvöldstund í Bíó Paradís er að minnsta kosti sú besta sem undirritaður hefur átt, allt síðan kvöldið undarlega í KEF City sum- arið 2013 þegar Nick Cave steig næstum upp til himna fyrir allra augum. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur 20.000 Days on Earth IMDb 8,2 Leikstjórn og handrit: Iain Forsyth og Jane Pollard (ásamt Nick Cave). Aðalhlutverk: Nick Cave, Warren Ellis, Ray Winstone og fleiri. 97 mínútur Rokkið skín í óreiðunni „Líklega það eina sem skiptir máli þegar uppi er staðið.“ Sholay Klassík í þrívídd. Ómissandi perla fyrir sanna kvik- myndaáhugamenn. Í byrjun árs virtist Pútín á hátindi valda sinna. Ólympíuleikarnir í Sochi voru glæsilegir ef kostnaðar- samir, og næsti nágranninn Úkra- ína hafði snúið sér frá Evrópusam- bandinu og í átt að Rússlandi undir stjórn Rússavinarins Viktors Janúkó- vits. Síðan fór að syrta í álinn, Janúkó- vits var settur af og Evrópusinnar tóku völdin í Kiev. Fyrstu viðbrögð Pútíns voru að sýna styrk, og það gerði hann með því að leggja undir sig Krímskaga. Að- gerðin var vel heppnuð, meirihluti íbúa virðist sáttur við ráðahaginn og Vesturveldin sátu hjá. En til lengri tíma litið er hætta á að yfirgangurinn reynist honum dýr- keyptur. Pútín hefur á undanförnum 15 árum mistekist að búa Rússlandi eðlilegt hagkerfi, eða hvenær keyptir þú síðast rússneska vöru? Í staðinn er öllu haldið á floti með útflutningi olíu, sem er vissulega fimm sinnum dýr- ari en hún var á tímum Jeltsíns, en þó varla góður grunnur fyrir iðnveldi að byggja á. Og nú þarf hann að borga undir Krím líka, sem varla hefur neinn efnahag annan en túrisma frá Rúss- landi sjálfu. Efnahagsþvinganir í kjöl- far innrásarinnar, þó takmarkaðar séu, koma honum illa og spá sérfræðingar litlum hagvexti eystra á næstunni. Verra er þó að með þessari að- gerð er hann líklega endanlega búinn að þrýsta Úkraínu í faðm vestursins. Enginn stjórnmálamaður þar sem hyggur á frama getur samþykkt að afhenda Rússum Krím, og jafnvel Rússavinurinn Janúkóvits hefur for- dæmt aðgerðina. Líklega munu sam- skipti Rússlands og Úkraínu ein- kennast af fjandskap í fyrirsjáanlegri framtíð, þar sem verður æ háværari krafa um að ganga í ESB og NATO af ótta við rússneska björninn. Og rúss- neskumælandi hópar í Úkraínu munu á sama tíma kalla eftir auknum af- skiptum Pútíns, en frekari afskipti munu enn frekar eitra fyrir samskipt- um hans við Úkraínu og umheiminn allan. Fáir góðir kostir eru í stöðunni, og þó aðgerðin hafi til skamms tíma verið vinsæl á heimavelli er hætta á að hún reynist pyrrosarsigur. Víkur þá sögunni að Íslandi. Þegar ég yfirgaf landið í lok árs 2013 virtust þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben ætla að sigla lygnan sjó. Hugmyndum um skuldaniðurfellingu var betur tekið en margir höfðu átt von á, veiðigjalda- málið var gleymt og ESB-málið kæft. En nokkrum mánuðum síðar ákváðu þeir að láta kné fylgja kviði og farga málinu alveg. Þetta leiddi til fjölda- mótmæla, mikils vinsældahruns og mögulega klofningu Sjálfstæðisflokks- ins. Og það undarlega var að ef þjóð- in hefði fengið að kjósa um ESB hefði hún nánast örugglega kosið á móti, á meðan þjóðaratkvæðisgreiðsla var málamiðlun sem flestir sjálfstæðis- menn hefðu getað sætt sig við. Líklegt er að mun fleiri séu nú hlynntir inngöngu en áður, þar sem Íslendingar þola það síst af öllu að vera sagt fyrir verk- um. Fái menn ekki að kjósa vilja þeir kjósa með. Ef áfram heldur sem horfir munu þeir Bjarni og SDG því ekki aðeins tapa í næstu kosn- ingum, heldur horfa á eft- ir þjóðinni inn í ESB. Og allt vegna þess að þeir treystu ekki stuðn- ingsmönnum sínum til að fylgja sér í máli sem þeir voru annars reiðubúnir til að fylgja þeim í. n Stjórnviska Pútíns og SDG Yfirgangur er dýrkeyptur Pyrrosarsigur Ef áfram heldur sem horfir munu þeir Bjarni og SDG því ekki aðeins tapa í næstu kosningum, heldur horfa á eftir þjóðinni inn í ESB. Og allt vegna þess að þeir treystu ekki stuðningsmönnum sínum til að fylgja sér í máli sem þeir voru annars reiðubúnir til að fylgja þeim í. Vinsældir Pútíns eru einnig til þess fallnar að verða skammvinnar ef fram fer sem horfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.