Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 11.–14. apríl 201428 Umræða Bein lína „Ég hef ekkert að fela“ Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ var spurður um fjármál bæjarins og iðnaðaruppbyggingu á Beinni línu á DV.is. Guðríður Guðmundsdóttir Við hjónin erum að velta fyrir okkur að flytja út fyrir borgina. Hvernig mundir þú selja okkur það, að það væri best fyrir okkur að flytja í Reykjanesbæ? Þannig að það væri besti kosturinn fyrir okkur að flytja þangað?  Árni Sigfússon Sæl Guðríður. Hér eru mjög vandaðir leik- og grunnskólar. Hér er góð þjón- usta fyrir öll börn, íþróttir fyrir alla og menningarlíf blómlegt, stutt að sækja þjónustu og mikil gróska í atvinnuupp- byggingu. Verið velkomin. Einar Aðalbjörnsson Sæll Árni. Hvaða möguleika á bærinn á að gera kröfur á banka og Íbúðalánasjóð varðandi umhirðu eigna þeirra? Ef möguleikinn er til staðar er þá ekki um að gera að nota hann? Gamli malarvöllurinn, hvað ætlar bærinn að gera til að fegra það svæði?  Árni Sigfússon Sæll Einar. Við erum að ræða við Íbúðalánasjóð, einmitt um þetta og hefur verið tekið vel í erindi okkar um að laga húsnæði en mestu skiptir að sjóðurinn sitji ekki með tóm hús. Það eru margir á biðlista. Við viljum setja upp minni grasvöll í samstarfi við Keflavík en við hlið Hreystibrautar gæti komið eitt- hvert skemmtilegt hreyfisvæði. Gísli Sigurðsson Fáum við tryggingu fyrir því að þær þúsundir tonna af CO2 sem fyrirhugaðar verksmiðjur í Helguvík munu losa út í andrúmsloftið verði með einhverjum hætti hreinsaðar úr útblæstrinum?  Árni Sigfússon Sæll Gísli. Verksmiðjur eru knúnar áfram af raforku úr fallvötnum sem annars staðar eru knúnar af jarðolíu. Samt leggjum við áherslu á að hreinsun á útblæstri sé með því besta sem býðst. Hér eru nokkrar verksmiðjur sem eru algjörlega CO2-fríar og spennandi að vinna slík verkefni áfram. Jón Kristinsson Hvað ertu með tekjur frá mörgum stofnunum/fyrirtækjum sem vinna í kringum Reykjanesbæ, sem sagt „nefndarlaun“ og „ráðgjafar- þóknun“.  Árni Sigfússon Sæll Jón. Tekjur auk Reykjanesbæjar eru frá HS Veitum hf. (reyndar að hætta þar) stjórn Kadeco og stjórn Keilis. Þorsteinn Jónsson Reykjanesbær ákvað að bjóða upp á fríar samgöngur með strætó í Reykjanesbæ, af hverju var flugstöð Leifs E. ekki bætt þar inn í, þar er um er að ræða einn stærsta vinnustað Reyknesbæinga og hefði hugsanlega skilað okkur örlítið fleiri ferðamönnum.  Árni Sigfússon Sæll Þorsteinn. Góður punktur, fyrst var að tryggja samgöngur fyrir börn, unglinga og aldraða á milli íbúðahverfa og nú þarf að huga að betri tengingu upp í Leifsstöð. Arnar Gunnarsson Í tilefni af komu Jordans Belfort til Íslands: Ferðu á þá samkomu? Ert þú ekki „The Wolf of Reykjanesbær“?  Árni Sigfússon Sæll Arnar. Góður húmoristi :) Allavega hef ég ekki tekið þátt í drykkju-, dóp- og svallveislum og ekki stundað fjárhættuspil eða hlutabréfakaup í eigin þágu. Gunnar Már Yngvason Hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ engar skárri hugmyndir fyrir nýtingu Helguvíkur en mengandi fabrikkur sem spúa munu þúsundum tonna af óþverra yfir bæjarbúa í ríkjandi norðanáttum, þannig að Umhverfisstofnun telur að jafnvel þurfi sérstaka vöktun ef til kemur?  Árni Sigfússon Sæll Gunnar. Mikið er gott að þú spyrð að þessu. Í Helguvík mun rísa grænn efnagarður, þar af tvö kísilver, þar sem úrgangur er nýttur í græna efnavinnslu, stórt fyrirtæki hugar að vatnsútflutningi til flótta- mannabúða og nokkur fyrirtæki í iðnaði eru í undirbúningi sem eru einstaklega umhverfisvæn. Ef þú átt við álver þá hefur það mál hreyfst mjög hægt að undanförnu. Kostur við flest þessi störf er að þau eru hrein, kalla á fjölbreytta menntun og gefa af sér góð laun. Hannes Friðriksson Held að við getum verið sammála um að gott sé að skuldir hafa lækkað um fjóra milljarða á tímabilinu, árangur sem að langmestu leyti var náð með sölu eigna. En skuldir hafa hækkað um tugi milljarða króna á tólf árum sem þú hefur verið við stjórnvölinn, þrátt fyrir gegndarlausa sölu eigna. Er það líka á þína ábyrgð og ef svo er telur þú þá rétt að að þú axlir þá ábyrgð með því að bjóða þig áfram fram í bæjarstjóra- stólinn, eða telur þú að aðrir geti ekki leyst vandann?  Árni Sigfússon Sæll Hannes. Hér hefur verið mikið fjárfest í um- hverfi, skólum og atvinnusvæðum og það mun skila sér margfalt til baka í öflugu, ungu fólki og betur launuðum störfum. Ég er tilbúinn að axla þá ábyrgð. Rúnar Húsbóndi Bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins síðustu þrjú kjörtímabil hafa haft ansi góðan aðgang að SpKef varðandi lánafyrirgreiðslu, bæði í eigin nafni og í gegnum fyrirtæki – án veða og allt afskrifað. Svo finnst engum þessara bæjarfulltrúa skrítið að almenningur sé ansi pirraður út í flokkinn og þessa bæjarfulltrúa, sem ganga hér um götur bæjarfélagsins brosandi út að eyrum. Skýrslan um SpKef, birt í Kjarnanum sýnir alveg hvernig þetta fólk hefur hagað sér. Er ekki kominn tími til að flokkurinn dragi sig út úr bæjarmálapólitíkinni?  Árni Sigfússon Sæll Rúnar. Þetta er mjög gildishlaðið hjá þér og margt rangt en þitt er valið. Ég berst ótrauður fyrir mitt samfélag hér og fyrir jákvæðri uppbyggingu þess. Hrunið lék marga grátt – en við þurfum að halda áfram og ég hef ekkert að fela. Trausti Björgvinsson Sæll Árni. Getur það verið að Parísarhringtorgið hafi kostað bæjarsjóð 50 milljónir?  Árni Sigfússon Sæll Trausti. Nei það er rangt. Steinturninn kostaði fjórar milljónir, vegagerð og bær skiptu kostnaði á milli sín því þetta er þjóðbraut. Þetta voru ein hættu- legustu gatnamót í bænum vegna slysa og brýnt að gera hringtorg. Heildarkostnaður bæjar sjóðs vegna þess var 19 milljónir (mikið um mikil vægar rafmagns- og vatns- lagnir undir torginu). Atli Gylfason Sæll Árni. Í dag eru tvær íbúðir skráðar til leigu í öllum Reykjanesbæ. Hvers vegna er leigumarkaðurinn á þessu svæði í svona miklum molum og þá kannski í framhaldinu – hefur bæjarstjórnin reynt að gera eitthvað til þess að pressa á t.d. Íbúðalánasjóð að koma eignum á markað sem standa auðar í bæjarfélaginu? Þær skipta ekki tugum heldur hundruðum.  Árni Sigfússon Sæll Atli. Já við höfum ýtt á Íbúðalánasjóð um að flýta losun eigna, bæði til sölu og leigu. Opinbera kerfið er hægt, því miður, en við teljum að það sé að rofa til í þessum málum. Þorsteinn Jónsson Hver er ástæða þess að stærsta bæjarfélagið á Suðurnesjum er einungis með heimasíðu sína á íslensku? Reyndar boðið upp á Google-þýðingu sem verður að teljast afleit framsetning hvað þýðingu varðar og ekki nokkur leið að skilja. Önnur spurning: Mikið er rætt um vaxandi ferðamannastraum til lands- ins og ótrúlegt en satt, þá er ekkert safnanna á vegum bæjarins (nema Víkingasafnið og það nýlega) með eigin heimasíðu. Þær litlu upplýsingar sem veittar eru, þarf að nálgast með krókaleiðum og með mikla netflökk- unarkunnáttu á internetinu. Hver er ástæðan?  Árni Sigfússon Sæll og takk fyrir ábendinguna. Í efstu línu á heimasíðu Reykjanesbæjar er vísað í önnur tungumál og reyndar eru fleiri söfn með sína heimasíðu. Þá er Markaðsstofa Reykjaness sá aðili sem sinnir ferðaþjónustunni. Þannig er skipulagið. Ábendingin er allrar athygli verð og ég mun skoða það í framhaldinu. Pétur Jónsson Telur þú Sjálfstæðisflokkinn fara að vilja þjóðarinnar í landsmál- um? Hvernig myndir þú bregðast við ef bæjarbúar myndu krefjast atkvæðagreiðslu um eitthvert einstakt mál?  Árni Sigfússon Sæll Pétur. Sjálfstæðisflokkurinn var kosinn lýðræðislega í síðustu alþing- iskosningum og honum ber að fylgja sinni stefnu. Ég er ekki alltaf sammála en það er annað mál. Við erum mjög hlynnt íbúalýð- ræði og bendi ég sérstaklega á íbúavef Reykjanesbæjar þar sem íbúar geta komið að tillögum sem fara áfram inn í stjórnkerfið, ábendingasíðu og starfsreglur okkar sem gera ráð fyrir tækifær- um til íbúakosninga. Ingvi Jóhannsson Finnst þér ekki óheppilegt hversu miklar afskriftir eru á bak við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og eru þeir út frá því þess bærir að fara með þá ábyrgð að stjórna fjármálum bæjarins?  Árni Sigfússon Sæll Ingvi. Þetta er gildishlaðin spurning og margt rangt. Ég veit ekki til að fram- bjóðendur hafi verið í einhverjum afskriftarleik en mörg fyrirtæki urðu illa úti í hruninu og við eigum athafnamenn sem störfuðu við þau. Mér finnst þetta því mjög ósanngjörn nálgun. Hrafn Malmquist Hvernig stendur á því að Reykjanes- bær er eitt þriggja sveitarfélaga á Íslandi sem hafa neitað (og það ítrekað) að friðlýsa sig fyrir kjarnorkuvopnum?  Árni Sigfússon Sæll Hrafn. Að baki afstöðu meirihluta bæjarfull- trúa liggja tvær skýringar, sýnist mér. Sumir telja að málin snúi að utanríkisstefnu sem ekki er á hendi sveitarfélags en ekki síður veit ég að margir bæjarfulltrúar vildu ekki gangast undir erindi frá samtökum sem þeim þótti hafa gert lítið úr samfélaginu hér. Við höfum sjálfstætt lýst yfir að hér skuli engin slík vopn vera og höfum skömm á drápstólum. Elías Pétursson Sammerkt er með Álftanesi, Sandgerði og Reykjanesbæ að þau voru með skuldsettustu sveitarfélögum landsins. Má að rekja stöðu þeirra til aðildar að Fasteign? Ef Reykjanesbær hefði ekki getað selt eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, hefði þá Reykjanesbær farið í þrot líkt og Álftanes? Hvert er samtals söluandvirði þeirra eigna sem seldar hafa verið frá Reykjanesbæ á þinni vakt? Er það rétt að um sé að ræða sölu eigna að andvirði um 20 þúsund milljóna?  Árni Sigfússon Sæll Elías. Nei, í stað lántöku til uppbyggingar inn- viða, m.a. grunnskóla, leikskóla, gatnakerfis og atvinnusvæða var farin sú leið að ganga til liðs við fé- lag sem sá um fjármögnun. Þetta var góður kostur á þeim tíma en versnaði mjög í efnahagshruninu. Mismunur á heildarskuldum og tekjum bæjarsjóðs (skuldahlut- fall) var 270% árið 2002 þegar ég tók við. Núna er skuldahlutfall bæjarsjóðs 248%. Eigið fé bæjar- sjóðs (eignir umfram skuldir) árið 2002 var 3,8 milljarðar og 3 milljarðar í samstæðu. Um síðustu áramót, 2013, var eigið fé 6,9 milljarðar í bæjarsjóði og 7,5 millj- arðar í samstæðu. Ég kýs að svara þessu svona því þetta er eðlilegi samanburðurinn. Þetta sýnir að við höfum aukið eignir á tímabil- inu og til lítis að tala um þúsundir milljóna í sölu á minni vakt nema rætt sé um eignaaukningu á móti. Davíð Viðarsson Sæll Árni. Er það rétt að Reykjanesbær sé rekinn á milljarði í yfirdrátt? Ef þetta er rétt, hver er kostnaðurinn við þennan yfirdrátt á ári?  Árni Sigfússon Sæll Davíð. Nei það er ekki rétt en það var hins vegar á þriggja mánaða tímabili sem fjárhagsstaðan var mjög erfið og lætur nærri að yfirdráttur hafi numið um milljarði á þeim tíma. Það var okkur dýrt, líklega um 21 milljón króna. Gunnar Garðarsson Hversu mikla fjármuni fær Reykjanesbær frá ríkinu fyrir að sjá um þjónustu við flóttamenn og hvernig er þeim fjármunum varið? Mundir þú segja að þjónusta Reykjanesbæjar við flóttamenn sé til fyrirmyndar?  Árni Sigfússon Sæll Gunnar. Heildargreiðsla ríkisins vegna hælisleitenda var um 420 milljónir í fyrra. Útgjöld eru svipuð, þar í er húsnæði, fæði, félagsleg þjón- usta, heilsugæsla, samgöngur og fleira og fleira. Þetta er samkv. samningi Útlendingastofnunar við sveitarfélagið. Nú hefur einstaklingum fækkað þar sem Reykjavíkurborg tekur í auknum mæli við þeim en við sinnum fjölskyldufólki. Þetta er fólk sem flest hefur liðið sárar kvalir í sínu fyrra umhverfi og leitar skjóls hjá okkur og ég tel að af mannúðar- ástæðum eigum við að veita þeim frið og skjól. Aðstaða fjölskyldna hér er mjög góð en þegar mikið var um karla sem einstaklinga þá var í raun yfirflæði sem reyndist okkur erfitt að bera ein ábyrgð á. Þess vegna höfum við gert nýtt samkomulag þar sem færri hælisleitendur eru í bænum okkar. Ísak Kristinsson Sæll. Talað var um að grunnskólar í Reykjanesbæ stæðu grunnskólum á höfuðborgasvæðinu aftar. Hins vegar berast jákvæðar fréttir úr skólasamfélaginu um velgengni grunnskóla Reykjanesbæj- ar. Hvað skýrir þessar jákvæðu breytingu í skólamálum í Reykjanes- bæ og hvar standa skólarnir í samanburði við aðra á landsvísu?  Árni Sigfússon Sæll Ísak. Mikil áhersla í okkar starfi hefur snúið að því að bæta menntun í Reykjanesbæ. Á hverju kjör- tímabili höfum við sett fram „framtíðarsýn“ þar sem skólamál eru mjög ofarlega. Nú fengum við einmitt sérstaka stjórnsýsluviður- kenningu fyrir þessi vinnubrögð en mestan heiður af mjög breyttum og jákvæðum árangri skólanna okkar eiga kennarar, stjórnendur menntakerfisins okkar og foreldrar sem hafa tekið höndum saman með okkur um þetta verkefni. Að mínu mati hefur skipt mjög miklu máli að byrja snemma með áherslu á aukinn lesskilning og talnahugtök, í frábærum leikskólum. Aldurshópar eru að skila mjög góðum árangri í þessum samanburði og nú er mikilvægt að við höldum honum. Ragnhildur Guðmunds­ dóttir Það er EKKERT að rofa til í húsnæðismálum. Ætlar sveitarfélagið að standa undir þeim lögum að sjá til þess að þeir sem þurfi fái félagslegt húsnæði? Hvenær má vænta þess?  Árni Sigfússon Sæl Ragnhildur. Reykjanesbær er sveitarfélag sem hefur byggt upp og rekur mjög margar félagslegar íbúðir í saman burði við önnur sveitar- félög. Þó er það svo að aldrei er hægt að tryggja húsnæði fyrir íbúa, eingöngu með þeirri leið. Þetta hefur verið sérstaklega erfitt þegar almenna leiguíbúða- kerfið hefur verið lamað en við gerum okkar besta. Gunnar Garðarsson Nú hefur ekki bara atvinnuleysi aukist í Reykjanesbæ heldur hefur aðfluttu fólki í atvinnuleit fjölgað í bænum. Margir hverjir eru búnir að vera lengi frá vinnu og því fylgja félagsleg vandamál sem bærinn hefur ekki svarað með neinum hætti. Hver voru helstu mistökin í úrlausnum á vandamálum þessa fólks á kjörtímabilinu og hvað má gera betur?  Árni Sigfússon Sæll Gunnar. Aðfluttu fólki í atvinnuleit hefur ekki fjölgað. Flestir aðfluttir hafa vinnu. Þegar varnarliðið fór töpuð- ust ellefu hundruð störf, ári á und- an kreppunni. Þótt verulega hafi fækkað á atvinnuleysisskrá erum við enn um 2% yfir landsmeðal- tali. Með markvissum aðgerðum hefur þó tekist að fækka ungu fólki sem hefur þurft á fjárhagsað- stoð bæjarins að halda. Mér þykir mjög leitt að sú mikla vinna og fjárfesting sem lögð hefur verið í ný atvinnutækifæri hafi verið mjög sein að skila sér en þau dæmi sem ég hef nefnt hér áður munu snúa þeirri þróun við. Davíð Viðarsson En gætir þú þá frætt mig um hver er yfirdrátturinn í dag? Og hvaðan komu peningarnir í að borga niður yfirdráttinn sem var um milljarð?  Árni Sigfússon Sæll. Eftir að gengið var frá sölu hluta HS Veitna hf. þar sem við eigum enn meirihluta þá er yfirdrátturinn núllaður út og aðrar skuldir greiddar. Nafn: Árni Sigfússon Aldur: 57 ára Staða: Bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Menntun: B.Ed. frá Kennarahá- skólanum 1981 og MPA í stjórn- sýslufræðum frá Tennessee í Bandaríkjunum 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.