Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 11.–14. apríl 20148 Fréttir H alla Sigrún Hjartardóttir, fjárfestir og stjórnarfor- maður Fjármálaeftirlitsins, heldur áfram að auka um- svif sín í atvinnulífinu. Líkt og DV greindi frá í lok síðasta árs þá tengdist hún fjórum fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum, meðal annars Fjarðalaxi á Tálknafirði, en nú ligg- ur einnig fyrir að hún var einn af kaupendum Póstmiðstöðvarinnar undir lok síðasta árs. Morgunblaðið greindi frá þessu í síðustu viku. Meðfjárfestar hennar í Póst- miðstöðinni, sem meðal annars á dótturfélag sem dreifir Fréttablað- inu, eru þeir Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Malcolm Walker, framkvæmdastjóri og eigandi Iceland-keðjunnar bresku, en Kristinn Þór Geirsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er framkvæmdastjóri félagsins sem keypti Póstmiðstöðina. Halla Sigrún starfaði áður í Glitni, síðar Íslandsbanka, og Straumi. Hún hætti í Straumi með skömmum fyrir- vara í fyrra. Heimildir herma að upp hafi komið vissir hagsmunaárekstrar vegna aðkomu hennar að Fjarðalaxi á Tálknafirði en fjárfestingarbanki sá meðal annars um viðskipti sem tengdust því fyrirtæki. Halla Sig- rún eignaðist hlut í Fjarðalaxi í nóv- ember í gegnum félagið Fiskisund ásamt þeim Einari Erni Ólafssyni og Kára Guðjónssyni en hann starfaði með þeim í Glitni og Íslandsbanka. Erlendir aðilar vildu Skeljung Halla Sigrún er því orðin nokk- uð umsvifamikil í atvinnulífinu og vinnur þar meðal annars með Einari Erni. Þau Einar Örn voru starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, síðar Ís- landsbanka, sem annaðist meðal annars sölu á meirihluta í olíufé- laginu Skeljungi síðsumars 2008, rétt fyrir bankahrunið. Samkvæmt heimildum DV höfðu erlendir aðilar sem starfa í olíubransanum áhuga á að kaupa meirihluta í Skeljungi og greiða fyr- ir hlutinn í reiðufé. Þessir aðilar funduðu með þeim Einari Erni og Höllu Sigrúnu og lýstu yfir áhuga á Skeljungi árið 2008. Ekkert varð hins vegar af þeim viðskiptum þar sem meirihlutinn í Skeljungi var seldur til eignarhaldsfélagsins BG Partners, meðal annars með láni frá Glitni og með yfirtöku á eignum í Danmörku. Eigendur þess félags voru þau Guð- mundur Örn Þórðarson, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Birgir Bielt- vedt. Hætti vegna trúnaðarbrests Nokkrum mánuðum síðar varð Ein- ar Örn svo forstjóri Skeljungs eftir að hafa látið af störfum hjá Glitni vegna trúnaðarbrests sem snerist með- al annars um söluna á olíufélaginu. Kári Guðjónsson lét þá einnig af störfum í bankanum. Svanhildur Nanna og Guðmund- ur Örn seldu Skeljung svo til félags sem Arion banki stýrir og lífeyris- sjóðirnir eiga meðal annars hlut í á síðasta ári. Söluverðið nam tíu millj- örðum og margfölduðu þau Svan- hildur Nanna og Guðmundur pund sitt í viðskiptunum. Kaupverð þeirra á Skeljungi nam um tveimur millj- örðum króna á sínum tíma. Einar Örn hagnaðist líka vel á sölunni en hann hafði átt hlutabréf í Skeljungi fyrir rúmlega 300 milljónir króna sem hann seldi í viðskiptunum. Skipuð af Bjarna Benediktssyni Halla Sigrún var skipuð sem stjórnar formaður Fjármálaeftirlits- ins af Bjarna Benediktssyni í lok síð- asta árs. DV hefur gert árangurs- lausar tilraunir til að fá rökstuðning Bjarna fyrir því að hafa skipað Höllu Sigrúnu í þetta starf en strangar regl- ur gilda um hæfi stjórnarmanna FME og er þeim ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Í samtali við DV í lok árs í fyrra vildi Halla Sigrún ekki ræða fjárfestingar sínar við DV: „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum.“ Athygli vekur að Einar Örn Ólafs- son, einn nánasti viðskiptafélagi Höllu Sigrúnar, er þekktur stuðn- ingsmaður Bjarna Benediktssonar og hýsti hann meðal annars stuðnings- mannafélag hans fyrir kosningar á heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is n Stórtæk í viðskiptum n Fjárfestir með stuðningsmanni fjármálaráðherra „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum. Buðu reiðufé Erlendir aðilar vildu kaupa Skeljung og borga með reiðufé þegar Einar Örn Ólafsson stýrði fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008. Umsvifamikill stjórnarformaður Halla Sigrún Hjartar­ dóttir, stjórnarformaður FME, er orðin umsvifa­ mikil í atvinnulífinu og á nú meðal annars hlut í Póstmiðstöðinni og Fjarðalaxi. Eykur umsvif sín og stjórnar FME Fjórir mánuðir frá dauða Sævars Ríkissaksóknari hefur ekki lokið rannsókn á atburðunum í Hraunbæ R annsókn ríkissaksóknara á Hraunbæjarmálinu svo- kallaða er enn ólokið sam- kvæmt heimildum DV. Fjórir mánuðir eru síðan Sævar Rafn Jón- asson lést á heimili sínu í Hraun- bæ og fékk ríkissaksóknari öll gögn vegna málsins í hendur sínar í febr- úar síðastliðnum. DV hefur sent ríkissaksóknara erindi og fyrirspurn um rann- sóknina, en ekki fengið svör. Fyrir lá að saksóknari tæki sér vikur til að skoða gögnin en liðnar eru um það bil sjö vikur síðan ríkissak- sóknari fékk þau í hendurnar en fjórir mánuðir frá andláti Sævars. Samkvæmt heimildum DV vill fjöl- skylda Sævars fá svör og bíður þess óþreyjufull að fá upplýsingar um það hvað nákvæmlega gerðist í Hraunbæ þann 2. desember síðast- liðinn þegar Sævar Rafn lést. Eins og fram hefur komið lést Sævar af skotsári sem hann hlaut í átökum við sérsveit ríkislögreglu- stjóra. Sævar, sem lengi hafði glímt við andleg veikindi, hafði aðfara- nótt 2. desember ítrekað hleypt af skotvopni inni á heimili sínu og voru lögreglumenn og sérsveitar- menn kallaðir til og áttu að yfir- buga hann. Þegar þeir reyndu að fara inn í íbúðina særðust lögreglu- menn eftir skot frá Sævari og var þá ákvörðun tekin um að beita skot- vopnum gegn Sævari. Þetta er í fyrsta sinn sem einstaklingur deyr eftir skot frá íslenskum lögreglu- mönnum og vakti málið því eðlilega mikla athygli. Fjölskylda manns- ins hefur að auki gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig Sæv- ari var sinnt, en hann bjó í íbúð á vegum félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar. Telur fjölskyldan að hann hafi ekki verið í stakk búinn til þess að búa einn. Ríkissaksóknari hefur því verið með málið til rannsóknar til að kanna hvort öllum verklags- reglum hafi verið fylgt í aðgerðum lögreglunnar þennan dag. n astasigrun@dv.is Enn beðið Fjölskylda Sævars bíður enn eftir upplýsingum frá ríkis­ saksóknara um atburði 2. desembers í fyrra. Ferðamenn flykkjast til Íslands Hvert metið hefur rekið annað í fjöldatölum um erlendra ferða- menn sem koma hingað til lands, eða allt frá því í ársbyrj- un 2012. Greining Íslandsbanka fjallaði um þetta á vef sínum í vikunni og ályktaði að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fjölga í það minnsta um 20 prósent í ár frá árinu 2013. Til grundvallar þeirri ályktun liggja til dæmis upplýsingar um fjölda ferðamanna fyrstu mánuði ársins og áætlaða flugumferð um Keflavíkurflugvöll á næstu mánuðum. Brottfarir erlendra ferða- manna frá landinu um Keflavíkurflugvöll eru nú þegar komnar upp í 165.200 á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er fjölgun upp á 35 prósent milli ára. Tölur Isavia um úthlutuð stæði yfir tímabilið 30. mars til 25. október, benda til þess að flugumferð um völlinn verði 18 prósentum meiri á því tímabili en hún var á sama tímabili í fyrra. „Að því gefnu að tölur Isavia endurspegli nokkuð vel þá þróun sem verður á komum erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu mánuðum, og að hófleg fjölgun verði einnig á síð- ustu tveimur mánuðum ársins, má búast við að minnsta kosti tuttugu prósenta fjölgun ferða- manna milli ára,“ segir á vef Greiningar Íslandsbanka. Úrbæturnar skiluðu góð- um árangri Nánast allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Nauthóls- vegi í Reykjavík á þriðjudag. Það er ánægjuleg nýbreytni, segir lög- regla. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í suðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 93 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu ekið á löglegum hraða, en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Hinn brotlegi mældist á 60 kíló- metra hraða, en meðalhraði allra ökumanna var aðeins 31. Þess ber að geta að við fyrri hraða- mælingar lögreglu á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 14 til 26 prósent og hraðast ekið á 87 kílómetra hraða. Nú kveður við annan tón og má þakka það úr- bótum sem Reykjavíkurborg hef- ur ráðist í, en komið hefur verið fyrir hraðahindrunum, svonefnd- um koddum, á Nauthólsvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.