Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 11.–14. apríl 2014 É g dróst inn í þessa senu í gegn- um son minn. Ég var í félags- fræðinámi og gerði greinar- gerð sem miðaði að úrbótum innan þessa veggjalistaheims. Ég kynntist krökkunum sem voru að stunda þetta, þeir tóku mér ekkert sér- staklega vel fyrst en urðu flestir fín- ir vinir mínir þegar fór að líða á. Þau leituðu til mín með ýmsa hluti ásamt því að kenna fyrir mig. Ég þekkti líka hvernig það er að vera „underground“ frá því ég var sjálf unglingur,“ segir hún. Meiri virðing borin fyrir verkunum Ellen hélt vinnustofur fyrir upp- rennandi veggjalistamenn sem miðuðu að því að fræða þá um listformið og kenna þeim að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Ég hélt margar vinnustofur þar sem ég fékk eldri veggjalistamenn til að kenna þeim yngri og að bera virðingu fyr- ir listaverkum annarra. Undanfarin ár hefur orðið ákveðin vitundarvakning í samfélaginu þegar kemur að veggja- list. Veggjalistaverk sem áður fyrr var málað yfir jafn óðum fá nú að mestu leyti að njóta sín og meiri virðing er borin fyrir verkunum. Ég er stolt af því að vita að þessi breytti hugsunarháttur er að einhverju leyti mér að þakka,“ segir Ellen. „Einn stærsti misskilningur sem hefur kannski ríkt innan senunnar er að ég er ekki að spá í listamennina sjálfa sem slíka nema kannski að dást að list þeirra margra og láta þá kenna fyrir mig, heldur krakkana sem ég er búin að vera með á námskeiðunum. Ég hef oft brosað út í annað þegar að það ber á góma. Þeir hafa sjálfsagt margir hugsað: „hvað er þessi kerling að snuðra i graffheiminum?“ En flestir hafa séð að ég hef unnið þarft verk og sett senuna á hærra plan,“ segir hún. Lítill stuðningur frá borginni Hún stendur fyrir síðunni RVK Graffiti þar sem hún hefur bent fólki á upp- rennandi listamenn, innlenda sem er- lenda. „Ég fann mig vel í þessum heimi og náði vel til þeirra sem tilheyra honum. Ég lagði mikið á mig til þess að koma graffití á hærra plan og það hefur tek- ist en það var mér líka dýrkeypt,“ seg- ir hún. „Ég hélt níu vinnustofur fyrir börn í þremur námskeiðum, hef tekið á móti útlendingum til að kynna senuna fyrir þeim, hef kynnt íslensku graffití-listina á Graffiti RVK-síðunni ásamt mörgu fleiru sem tengist þessu,“ segir hún. Áttaði sig ekki á rót sársaukans Ellen segist ekki hafa fengið mikinn stuðning frá borginni. „Ég hef sparað þeim margar milljónir því veggjakrot hefur minnkað mikið undanfarin ár. Ég fann fyrir vissri velvild með mín- ar hugmyndir og það voru nokkr- ir sem töluðu fyrir þeim. Ég fékk hins vegar lítið af styrkjum og gerði þetta að mestu leyti sjálf. Það er erfitt að standa í þessu öllu ein og því er ólíklegt að ég haldi þessu áfram þó ég muni vera til staðar fyrir borgina ef hún þarf á mér að halda.“ Ellen segist hafa sökkt sér inn í þennan heim en var á sama tíma í tveimur öðrum störfum. „Þetta var alltof mikið. Ég ofkeyrði mig. Á endan- um féll ég og tapaði fyrir minni verstu óvinkonu, alkóhólismanum. Um leið þurfti ég að horfast í augu við ofbeldi sem ég hafði orðið fyrir í æsku og hafði mótað mitt líf. Ég áttaði mig ekki á rót míns sársauka fyrr en ég fór sjálf að vinna með börnum, án þess að ég hafi gert mér grein fyrir því þá. En ég held að stór ástæða fyrir því að ég fór út í þessi mál var til að gefa börnum rödd og atkvæði sem ég hafði ekki sjálf sem barn,“ segir Ellen. Martröð að falla Hún segist hafa byrjað að drekka aft- ur og ekki sagt neinum frá því í byrjun. Hún lokaði sig af og var mjög þung- lynd. „Ég kom mér ekki fram úr rúm- inu í marga daga í röð stundum. Ég sem hef alltaf verið mjög aktíf en allt í einu gat ég varla staðið upp og hafði engan vilja til að gera eitt né neitt,“ seg- ir hún. „Ég bjóst aldrei við því að þessi „kona“ myndi mæta aftur í mitt líf því ég hélt að ég væri búin að grafa hana ellefu árum áður. Sú manneskja var ekki velkomin í mitt líf eða í kringum mín börn, ég kann ekki við hana og hennar hugmyndir,“ segir hún og segir konuna sem hún vísar í vera alkóhól- ismann. „Það var martröð þegar ég áttaði mig á því að hún var mætt á staðinn eins og þjófur að nóttu, því þarna var kominn eldur eða afl sem ég vissi að var erfitt að slökkva og hafa hemil á. Hún fer sínar leiðir án þess að spyrja kóng eða prest, er stjórnlaus, meið- andi og særandi. Þessa konu þekkti sonur minn 17 ára til dæmis ekki og fór hann í gegnum mjög erfitt tímabil. Þannig að ég hef fengið að sjá hlutina á dýrmætan hátt eftir á og er ég þakk- lát guði fyrir það í dag og er þetta mín stærsta gjöf,“ segir hún. Ofbeldi sem hún hafði byrgt inni Ellen segir vondar minningar úr æsku hafa sótt að sér. Fjölskylduvinur hafi beitt hana andlegu og líkamlegu of- beldi sem hún hafi aldrei sagt frá. „Ég fékk allt í einu þörf fyrir að taka utan um þessa stelpu, mig sjálfa sem barn. Eins og ég gerði við mörg þau börn sem voru á námskeiðinu. Þessi stelpa var uppfull af höfnun og fannst hún vera fyrir öllum. En mér þótti þessi tilvera eðlileg þá enda þekkti ég ekk- ert annað sem barn. Þegar ég var 8–9 ára gömul hélt þessi maður í buxna- strenginn á mér og lét mig út fyrir sval- irnar á þriðju hæð, sveiflaði mér í smá tíma og gerði sig líklegan til að sleppa. Ég fékk áfall og kom ekki upp orði, svo klappaði hann mér og var góður eftir á en hló meðan á þessu stóð. Sagði svo að það hlyti nú að vera í lagi að stríða mér stundum,“ segir hún. „Þessi mað- ur var oft góður við mig og hefur oft reynst mér vel en hann var líka vondur við mig. Það ruglaði mig líka því hann beitti mig þannig ofbeldi, var vondur og gerði lítið úr mér en reyndist mér líka vel inn á milli. Þetta mótaði sjálfs- mynd mína og þegar ég var komin á unglingsár og kynntist áfengi og öðr- um vímugjöfum fann ég fyrir frelsi,“ segir hún. „Ég man enn eftir flauelsbuxunum sem ég var í þegar hann hélt mér yfir svölunum og í mínum einfaldleika þá var ég afar þakklát buxunum fyrir það að hafa ekki brugðist mér. Það brotn- aði eitthvað innan í mér. Ég hef verið lofthrædd síðan og minn mesti ótti er að vera í lausu falli, þori til dæmis ekki nálægt klettum, nema kannski þegar kemur að flugi þá er ég örugg því þar er gólf. Ég missti á þessum tímapunkti traust til fullorðins fólks og fór fljótlega í uppreisn. Var kvíðin og reið og litað- ist mitt líf lengi vel af þeirri orku,“ seg- ir hún. Tók sig á Ellen ákvað svo með hjálp góðra vina að taka sig á og koma sér aftur á beinu brautina. „Þetta var erfiður tími en mér fannst ég hafa lokað hringnum varðandi mína barnæsku á vissan hátt, en þetta ævintýri varð mér einnig dýrkeypt. Fyrirgefningin er mikilvæg í svona ferli og að geta séð hlutina í réttu ljósi og þá sérstaklega að fyrir- gefa mér sjálfri.“ Hún segir að það vanti inn í með- ferðarstarf að finna orsök vandans. „Mér finnst stórlega vanta inn í með- ferðarstarf í dag að það sé orsakasam- hengi á milli áfalla í æsku og fíkni- sjúkdóma sem myndast í kjölfarið en ég veit að það er einhver vakning í þeim málum og vil ég nefna Rótina sem er með aðsetur á Kvennaheimil- inu Hallveigarstöðum. Ég er þá ekki að gera lítið úr ýmsum öðrum staðreynd- um eins og genum og fleiru sem mót- ar sjúkdóma en sem menntuð mann- eskja og reynslunnar vegna veit ég að erfðir og umhverfi spila saman þegar að kemur flestum útkomum. Ég nefni- lega áttaði mig ekki á rótinni að mín- um sársauka fyrr en ég fór að vinna með öðrum börnum og tel ég lífs- nauðsynlegt að taka það til greina svo annað nái fram að ganga þótt ég vilji ekki kenna neinum um hvernig mitt líf hefur litast og vil ég algjörlega taka ábyrgð á því. Að neyta, hvort sem er áfengis eða vímuefna, er oftast vegna þess að fólk er að deyfa sig fyrir sárs- auka, sem síðan vindur upp á sig,“ seg- ir hún. Hlíðagöngin verði opnuð Ellen segir margt gott hafa áunnist varðandi veggjakrot í borginni undan- farin ár. „Í rauninni alveg ótrúlega margt. Mér finnst ég hafa skilað mínu varðandi veggjakrots- og graffití-mál hér í borginni enda kona komin á besta aldur. Ég verð samt með auga á senunni áfram, það er baktería sem hverfur ekki svo glatt og er háfélags- fræðileg. Ég vil að þessi aðferð fái að lifa enda hefur hún borið árangur fyrir borgina eins og raun ber vitni,“ segir hún og á eina ósk að lokum. „Það er mín síðasta ósk varðandi þessi graffití-mál hér í borginni að Hlíðagöngin verði opnuð með graffití. Ástæðan er sú að þarna er um að ræða afmarkaðan stað þar sem lítil hætta er á smiti [að spreiað verði í nánasta um- hverfi]. Ég tel þetta óþarfa kostnaðar- lið að vera símálandi þarna yfir og leiðinlegri og íburðarminni verk verði til í staðinn. Ef flott verk verður til er lítil hætta á að spreiað verði yfir líkt og er víða í göngum. Mikið atriði er samt að málað sé yfir strax víða um borgina vegna smithættu en ekki þarna. Þetta tel ég óþarfa bruðl í hreinsun,“ seg- ir Ellen vongóð um framhaldið. „Við eigum fjölda frábærra listamanna og þessi sena á eftir að vaxa mikið á kom- andi árum.“ n „Hvað er þessi kerling að snuðra i graffheiminum?“ Hvað fær fertuga konu til þess að hella sér í heim veggjalistamanna? Ellen Guðmundsdóttir hefur hrærst í þessum heimi síðan 2011 og unnið að því að hefja til vegs veggjalist á Íslandi. Hún segir veggjakrot hafa minnkað mikið á þessum tíma og meiri virðing sé borin fyrir listforminu. Hún segir þetta vera ótrúlegan heim þar sem margir upp- rennandi listamenn stígi sín fyrstu spor. Í þessu verk efni sínu horfðist hún hins vegar líka í augu við eigin breyskleika og á endanum féll hún á ellefu ára áfengisbindindi en gerði líka upp erfiðar æskuminn- ingar sem hún segist hafa bælt niður. Dýrkeypt Ellen lifði og hrærðist í heimi veggjalistamanna síðustu árin. MynD SigTryggur Ari Með krökkunum Hér er Ellen í einni vinnustofunni sem hún hélt í Laugalandi. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.