Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Í dag er búið að banna svona ókeypis skemmtiatriði, einsog þegar nakinn maður hleypur inn á fótboltavöll. Ef menn gera slíkt nú á dögum, eru þeir hund eltir af lögruglu, látnir svara til saka, eru síðan vistaðir í fangaklefa eða jafn- vel sendir á það sem er kallað við- eigandi stofnun. Það er búið að selja homo sapiens þá hugmynd, að það sé ósiðlegt að vera nakinn. Ég er mikill pottverji, einsog ætti að vera flestum ljóst. En í okkar ágætu sundlaugar koma túr- hestar og stunda böð. Þeim finnst þó til háborinnar skammar að þurfa að baða sig án sundfata. Am- rísk kona sagði mér, að hún hefði í fyrsta skipti á ævinni séð mömmu sína nakta þegar þær böðuðu sig í sundlaug í Reykjavík. Og mér skilst að það þekkist að útlenskir gestir hreinlega neiti að birta klyftir og barm, fari jafnvel aftur til búnings- klefa fremur en að opinbera hina ruddalega klámfengnu nekt. Þetta hefur verið svo magnað stríð á ein- um sundstað sem ég sæki annað veifið, að einn baðvörðurinn á að hafa sagt: -Það er bókstaflega ekki hægt að kenna þessum útlending- um að þvo sér án sundfata. Hingað koma þeir ár eftir ár en aldrei tekst þeim að læra þessa einföldu reglu. Nektin hefur verið svo ræki- lega klámvædd, að á almennings- salernum geta karlar og konur ekki kastað af sér vatni í sama kló- settið, jafnvel þótt um klefaraðir sé að ræða, þá er nektin svo hættuleg, að allt þarf þetta að vera sérmerkt. Ég heyrði t.d. af því um daginn að skóli einn í henni Amríku glímdi við þann skelfilega vanda, að drengur sem er viss um að hann sé stúlka, fékk ekki að fara á stúlknasalernið. Lausn yfirvalda var afar einföld; ger- um bara eitt klósett fyrir stelpur, eitt klósett fyrir stráka, eitt fyrir stelpur sem halda að þær séu strákar og svo auðvitað eitt klósett fyrir stráka sem halda að þeir séu stelpur. Ég er nú kannski ekki að fara alveg svo langt, að mælast til þess að við breytum gamla hjalinu: Sunnudagur til sælu, mánudagur til mæðu o.s.frv. í: Sunnudagur til samfara, mánudagur til maka, þriðjudagur til þrykkinga, miðviku- dagur til munngæla, fimmtudagur til fýsnar, föstudagur til frygðar og laugardagur til leti. En ég er fyrst og fremst að velta því fyrir mér hvort ekki sé komið nóg af klámvæðingu þess fyrirbæris sem kallast homo sapiens og telur sig vera öðrum skepnum æðri. Hér er einungis um vangaveltu að ræða og spurningin er: Hvers vegna hefur mannskepn- an meira að fela en aðrar skepnur, er það vegna þess að við erum svo ógyslega gáfuð? n Víst er hér athygli vakin; ef viska til klæða er rakin, að greyin á Þingi sem ganga í hringi, þá gætu nú eins verið nakin. Klámvæðing nektarinnar Ég hef verið spurð að því Miðillinn Júlíana aflar sér ekki upplýsinga á Facebook. – DV Ég stökk bara á vagninn Guðmundur Steingrímsson segir ekki skipta máli hvaðan gott kemur. – DV Þeir vita að þetta er lögbrot Ólafur Þ. Ólafsson fékk rukkun frá Motus vegna skulda sonar síns. – DV Hárlitun þarf ekki að vera svo slæm S varthöfði er ekki ýkja hégómagjarn þó búningur hans sé straumlínulaga. Svarthöfði verður þó að játa að eitt sinn lét hann lita á sér hárið. Það skal þó vera skýrt að það gerði Svarthöfði nauðbeygður. Þegar hann settist að á eyjunni Ís- landi átti hann erfitt með að finna vinnu. Svarthöfði taldi fyrri reynslu sína af stjórnunarstöðum eiga að fleyta honum langt í atvinnuleitinni en allt kom fyrir ekki. Íslendingar vildu ekki geimveru í vinnu með langan lista stríðsglæpa á samvisk- unni. Einn hárgreiðslumaður sá þó aumur á blessuðum karlinum honum Svarthöfða. Sá borgaði Svarthöfða 873 krónur á tímann fyrir að sópa gólf og sinna skít- verkum sem eru ekki hárgreiðslu- mönnum sæmandi. Gott og vel. Svarthöfði var úti á meðal fólks og náði ágætis tökum á tungumálinu. Einn vinnudagurinn markaði þó vatnaskil í lífi Svarthöfða. Hár hans var litað kastaníubrúnt gegn vilja hans. Þegar Svarthöfði mætti í vinnu blasti við honum fjall af strípupappír sem honum var skip- að að þrífa. Þegar Svarthöfði hafði þrifið hundruð pappíra og ekki sá högg á vatni féllust honum hendur. Hársnyrtirinn sá angistina í augum Svarthöfða. Ekki veit hann til þess að snyrtirinn og vinnuveitandinn hafi fundið til með Svarthöfða. Úr varð að Svarthöfða barst tilboð frá vinnuveitandanum sem hann gat ekki hafnað. „Hvort viljið þér þrífa strípu- pappír eða gangast undir hár- litun?“ spurði snyrtirinn sem hafði tekið upp nýja sendingu af hárlit- um. Svarthöfði stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Láta lita á sér hárið, gegn öllum hans prinsipp- um um útlitsdýrkun nútímasam- félagsins, eða halda áfram að þrífa strípupappírinn. Svarthöfði hélt því áfram að hjakkast í strípupappírn- um sem gefur frá sér ammoníaks- lykt sem fullorðnum karlmönnum er vart stætt í. Svo gerist það. Það er líkt og að það kvikni skógareldar í nærbuxum Svarthöfða. Þið skuluð ekki halda í eina sekúndu að Svarthöfði hafi fundið til frygðar heldur var þetta nístandi bruni sem leiddi úr sveskj- unum tveimur upp í nýru. Úr varð að Svarthöfði settist í stólinn eins og tilraunarotta til þess eins að sleppa undan strípupappírnum og fá von- andi tækifæri til að komast á sjúkra- húsið síðar um daginn. Litunin heppnaðist reyndar svívirðilega vel og sviðinn í sveskjunum var mild- aður með rakfroðu. n Svarthöfði Myndin Afmælisregnbogi Á fimmtudag fagnaði Grindavíkurkaupstaður 40 ára afmæli með afmælisdagskrá frá morgni til kvölds. Það var engu líkara en þessi myndarlegi regnbogi vildi leggja sitt af mörkum til hátíðarhalda í vikunni. Mynd SiGtryGGur Ari 1 Barnavernd meinar Rögnu að hitta dóttur sína Ella Dís berst fyrir lífi sínu á Barnaspítalanum. Líklega er hún með varanlega heilaskaða. 39.311 hafa lesið 2 Móðir skallaði sjö ára dreng við Austurbæjar- skóla Fullorðin kona skallaði sjö ára dreng sem var við leik á lóð Austurbæj- arskóla í fyrstu frímínútum á mánu- dagsmorgun. 31.093 hafa lesið 3 „Einhver prestur norðan heiða að tala með ein- hverjum endanum hjá Gísla Marteini“ Jón Gunnar Geirdal skaut á prestinn Hildi Eir vegna ummæla um Jordan Belfort 27.026 hafa lesið 4 Talar við látna: „Það stóð oft einhver yfir mér þegar ég vaknaði“ Júlíana Torf- hildur heldur miðilsfundi á samfélags- miðlinum Facebook. 26.044 hafa lesið 5 Má ekki stunda kynlíf með kærasta vegna full- nægingarkvilla Hin 24 ára gamla Amanda Gryce upplifir allt að fimmtíu fullnægingar á dag. 25.797 hafa lesið 6 Ráðgátan um minn-islausa manninn leyst Maðurinn sem fannst í skafli í Ósló í des- ember, og talar sjö tungumál, reyndist vera frá Tékklandi. 19.056 hafa lesið Mest lesið á DV.is Kristján Hreinsson Skáldið skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.