Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Hverjir eiga erindi að jötunni? Í Sandkornum DV áttunda þessa mánaðar er – undir fyrirsögninni „Gæðingar á jötu“ – lýst undrun og hneykslun á því að Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður, sé tilnefnd til setu í stjórn Lands- virkjunar. Lokaorð pistilsins eru: „Óljóst er hvaða erindi hún á í stjórn stærsta orkufyrirtækis Íslendinga.“ Gera má ráð fyrir að ætlað er- indisleysi Álfheiðar til afskipta af orkumálum felist í því að hún er líf- fræðingur. Miðað við þann vanda, sem blasir við öllum þjóðum heims vegna umhverfisspjalla og mengun- ar af völdum þeirra þjóða, sem búa við bestu kjörin, ætti að vera ljóst, að afskipta náttúrufræðinga er þörf, hérlendis sem erlendis, hvarvetna þar sem fjallað er um meðferð á um- hverfi og auðlindum. Enginn skyldi skilja orð mín svo, að náttúrufræðingar, og þar með líf- fræðingar, kunni betur skil en aðrir á hvers kyns vandamálum. Því miður eru okkur stundum mislagðar hend- ur, jafnvel á sviðum, þar sem við ættum að vita betur. En ef hérlend- is hefði að undanförnu aldrei ver- ið pólitískt ráðinn einstaklingur til stjórnunarstarfs, sem minna erindi átti til þess en líffræðingurinn Álf- heiður Ingadóttir á í stjórn Lands- virkjunar, hygg ég að við mættum vel við una. n Auð-trúr Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Því miður eru okkur stundum mislagðar hendur, jafn- vel á sviðum, þar sem við ættum að vita betur. Örnólfur Thorlacius Aðsent Mynd STefán KarlSSon Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi Aðsent H eimahjúkrun hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hún á að veita öldruðum og sjúkum að- hlynningu í heimahúsum. Það er yfirlýst markmið stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að æskilegt sé, að eldri borgarar og sjúklingar séu sem lengst í heimahúsum í stað þess að fara fyrr á hjúkrunarheimili eða á spítala. Þessu markmiði er hvað eftir annað lýst af ráðamönnum, einkum við hátíðleg tækifæri; enda er það miklu ódýrara fyrir samfélagið, að eldri borgarar séu áfram í heimahús- um þó heilsan sé farin að gefa sig. Hver dagur á hjúkrunarheimili eða á annarri sjúkrastofnun er mjög dýr. Þegar þetta er haft í huga, er það mjög undarlegt, að stjórn- völd skuli svelta heimahjúkrun fjár- hagslega með þeim afleiðingum, að heimahjúkrun er stórlega undir- mönnuð. Það vantar til að mynda mikið á að nægilega margt hjúkr- unarfólk vinni við heimahjúkrun í Reykjavík. Þetta finna eldri borgar- ar, sem njóta þjónustunnar, vel. Fjár- magn til heilsugæslunnar í Reykja- vík hefur verið skorið niður í ár með þeim afleiðingum m.a. að fækka þarf hjúkrunarfræðingum. Heimaþjónustan rekur heimahjúkrunina Í ársbyrjun 2009 tók velferðarsvið Reykjavíkur við rekstri heimahjúkr- unar í höfuðborginni samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðu- neytið. Heimaþjónusta Reykjavíkur rekur heimahjúkrunina. Hefur félags- leg heimaþjónusta og heimahjúkrun verið sameinuð undir einum hatti. Heimaþjónusta Reykjavíkur ber ábyrgð á allri heimahjúkrun í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi en einnig er hún ábyrg fyrir heimahjúkrun um kvöld og helgar í Mosfellsbæ og nætur þjónustu fyrir allt höfuðborgar- svæðið. Markmið heimaþjónustunnar er að gera þeim, sem hennar njóta, kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Þjónustan skal veitt í ná- inni samvinnu við sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans. Um markmið heimaþjónustu og heimahjúkrunar segir enn fremur: Heimahjúkrun sinnir m. a. einstaklingum, sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar og víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag. Heimahjúkrun er ekki aðeins fyrir eldri borgara heldur fyrir fólk á öllum aldri, sem á við heilsubrest eða skerta getu til daglegra athafna að stríða. ríkið greiðir kostnaðinn við heimahjúkrun Fyrstu þrjú ár þjónustusamnings- ins greiddi ríkið alls 2,8 milljarða fyrir heimahjúkrun í Reykjavík. Undanfarin ár hefur kostnaður við heimahjúkrun verið í kringum einn milljarð á ári. Árið 2011 nam þessi kostnaður 992 milljónum kr. Síðasta ár var kostnaðurinn 1.116 milljónir kr. Í ár verður kostnaðurinn svipað- ur; hækkar aðeins sem svarar verð- lagshækkunum og tæplega þó. 296 starfsmenn sinna heimahjúkrun á þessu ári, einkum hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Um 1.000 heimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu njóta heimahjúkrunar að jafnaði. Tvöfalt fleiri einstaklingar fá þjón- ustuna. Á fjórða hundrað starfsmenn sinna félagslegri heimaþjónustu. Á fjórða þúsund heimili njóta hennar. Kostnaður við félagslega heimaþjón- ustu er talsvert meiri en kostnaður við heimahjúkrun eða 1.589 milljónir kr. sl. ár. of mikill hraði í heimahjúkrun Hjúkrun er mjög vandasöm. Það er ekki unnt að vinna hana í flýti. En fjár- skortur og undirmönnun heimahjúkr- unar í Reykjavík hefur leitt til þess, að reynt er að hraða vinnu við hjúkrun í heimahúsum sem mest. Það er slæm þróun, sem kemur óhjákvæmilega niður á gæðum þjónustunnar og leið- ir jafnvel til þess að þjónusta er skor- in niður. Það samræmist ekki mark- miðinu um að stuðla að því, að eldri borgarar og sjúklingar geti verið sem lengst í heimahúsum. Því miður virð- ist sem hugur fylgi ekki alltaf máli, þegar stjórnmálamenn gefa yfirlýs- ingar um að vinna eigi að því, að aldr- aðir og sjúkir geti búið sem lengst í heimahúsum. Það er hvergi nærri nóg gert til þess að tryggja það, að unnt sé að framkvæma þessar hástemmdu yfirlýsingar. Hér þarf því að verða breyting á. Það verður að tryggja nægilegt fjármagn í heimahjúkrun. Það er miklu ódýrara fyrir samfélagið en að senda eldri borgara og sjúklinga fyrr á hjúkrunarheimili. Ég vil því skora á ríkisstjórnina, að auka fjármagn til heimahjúkrun- ar. Það mun borga sig fyrir ríkissjóð, þegar til lengdar lætur. Heilbrigðis- ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, og fjármálaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, þurfa að taka höndum saman í þessu máli til þess að tryggja heimahjúkrun nægilegt fjármagn. n Heimahjúkrun er undirmönnuð „Heimahjúkrun er ekki aðeins fyrir eldri borgara heldur fyrir fólk á öllum aldri. „Þessi einhver prestur að norðan var nú málefnalegri og færði betri rök fyrir hugsunum sínum en þessi einhver Jón Gunnar Geirdal.“ Sigurður Haraldsson var ekki ánægður með ummæli Jóns Gunnars Geirdal um skoðanir Hildar Eirar á komu Jordans Belfort til Íslands. 23 „Ég skil vel gremju sorphirðumanna með þennan fréttaflutning í ljósi þess að hér var um eðlilegar skýringar um að ræða. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að ég ber mikla virðingu fyrir störfum sorphirðumanna sem vinna oft við afar erfiðar aðstæður og þá sérstaklega á veturna.“ Verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson skrifaði athugasemdina við frétt um mótmæli við höfuðstöðvar 365. 26 15 17 „Ég hef það staðfest frá látnu fólki að þessi kona getur ekki talað við neinn að handan og er bara að þykjast.“ Húmoristi sem ber nafnið Sjáandinn á Facebook hæddist að frétt um konu sem starfar sem miðill á Facebook. „Svo eru sumir sjálfstæðismenn hissa á slöku gengi hans [sic] í skoðanakönnunum. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að venjulegir launamenn, aðrir en stjórnendur fjármálafyrirtækja, sem nú fá leyfi til að greiða fjórfalt meir í bónusa en áður, kjósi Flokkinn “ Bjarni Kjartansson skrifaði athugasemdina við frétt um boðaðar skattalækkanir. „Þetta er á sama tíma og Bjarni ætlar að HÆKKA skatta á t.d. matvæli. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn vinnur einungis fyrir auðmenn, ekki almenning.“ Haukur Kristinn Guðnason var ómyrkur í máli við frétt um fyrirhugaðar skattalækkanir. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.