Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 40
Helgarblað 11.–14. apríl 201440 Skrýtið Jörðin gleypti hús Ung móðir átti sér einskis ills von þegar hún sat í makindum sínum heima hjá sér í Kasakstan og horfði á sjónvarpið. Skyndi- lega byrjaði húsið að hristast og móðirin rétt náði að koma sér út úr því, með nýfæddan son sinn í fanginu, þegar það hvarf ofan í jörðina. 30 metra djúp hola, sem var 70 metrar að breidd, hafði myndast og má ástæðu þess rekja til námuvinnslu í grenndinni. „Ég á erfitt með að jafna mig eft- ir þetta atvik,“ sagði konan sem missti allt. Svarthöfði ekki forseti Úkraínu Darth Vader hefur verið tjáð að hann geti ekki orðið næsti for- seti Úkraínu. Vader breytti nafni sínu í mars í höfuðið á sam- nefndri persónu úr Star Wars en hann hét áður Viktor Shevchen- ko. Það tók heila viku að kom- ast að því hver maðurinn er í raun og veru en hann framvís- aði löglegu vegabréfi og mætti klæddur eins og persónan úr myndunum þegar hann skráði framboð sitt. Ósk Vaders var að breyta Úkraínu í „heimsveldi himingeimsins“. Vader hefur ekki lagt árar í bát þrátt fyrir synjunina og hyggst bjóða sig fram í forsetakosningum í Rúss- landi árið 2018. Ósýnilegur maður á götum London Kínverski listmálarinn Liu Bol- in hefur á undanförnum vikum vakið mikla athygli í London. Liu, sem er kallaður Ósýnilegi maðurinn, fór heldur óhefð- bundna leið til þess að slá í gegn. List hans gengur nefni- lega út á að mála sig upp til þess að falla inn í umhverfið hverju sinni. Það heppnast svo vel að gangandi vegfarend- ur í höfuðborg Englands eiga í stökustu vandræðum með að sjá Liu og ganga jafnvel beint í fangið á honum. Týndi hundi og Tók við 200 leTidýrum M onique Pool, súrínömsk kona, féll fyrir letidýrum þegar hún tók við mun- aðarlausu dýri sem hafði verið vistað í athvarfi árið 2005. Þangað leitaði hún í þeirri von að þar væri að finna blendings- hund hennar, Sciolo að nafni. Í stað þess að senda hana tómhenta heim kynnti starfsfólkið letidýrshúninn Lúsí fyrir Monique. Starfsfólkið vissi ekki hvernig það ætti að annast dýrið og fór þess á leit við Monique að hún tæki það að sér. Monique óraði líklega ekki fyrir því, þegar hún vaknaði að morgni þessa dags, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hún tók að sér dýrið og segist í samtali við BBC hafa fallið fyrir því þá þegar. „Þessi dýr líta mjög sérkennilega út,“ segir hún. „En þau eru alltaf brosandi og virðast alltaf vera friðsældin uppmáluð.“ Geitamjólk og laufblöð Þó fyrirferðin sé ekki mikil hjá letidýr- um eru þau sannarlega ekki auðveld gæludýr. Mataræðið er með þeim hætti að dýragarðurinn í landinu treysti sér ekki til að annast dýrið. Monique hafði samband við Judy Arroyo, dýragarðsstarfsmann í Kosta- ríku, sem sérhæfir sig í umönnun leti- dýra. Judy Arroyo sagði Monique að hún yrði að gefa Lúsí geitarmjólk – því kúamjólk myndi reynast henni ban- væn. Geitarmjólk fæst ekki í Súrínam svo Monique þurfti að sérpanta mjólkina frá Bandaríkjunum. Laufin sem letidýr nærast á er einnig erfitt að finna og þau verða að vera glæný. Lúsí, sem reyndist síðar vera karl- kyns, drapst tveimur árum eftir að Monique tók dýrið í fóstur. Monique komst aldrei að því hvað bjátaði að og segir aðdraganda þessa hafa verið erfiðan. „Ég vildi að ég hefði geta spurt hann,“ segir hún sorgmædd. „Ég vissi ekki hvað var að.“ Monique, sem hafði aflað sér nokkurrar þekkingar í umönnun dýranna, varð fljótt þekkt í landinu fyrir að kunna að annast letidýr, sem hafa átt undir högg að sækja vegna skógarhöggs. Á skömmum tíma varð hún konan sem allir leituðu til sem björguðu letidýrum. Lögreglan, dýra- garðurinn og dýraathvörf hringdu í Monique þegar þau heyrðu af letidýr- um í vanda. Í hverri viku fékk hún eitt eða tvö dýr til sín, sem hún kom síðan nokkrum dögum síðar í öruggt skjól í skógum landsins. Hundruðum dýra bjargað Í október 2012 stóð til að ryðja burt skógi í úthverfi Paramaribo, höfuð- borgar landsins. Hún var beðin um að fjarlægja fjórtán letidýr á einu bretti. „Ég hafði aldrei séð fleiri en sex saman, svo ég vissi að verkefnið væri ærið.“ Trén voru felld hægt og rólega og dýrunum bjargað úr þeim af jörðu niðri. Letidýr eru bjargar- laus á jörðinni og geta illa hreyft sig um, nema í trjám. Monique átti bágt með að taka við svo mörgum dýrum svo vinir hennar hjálpuðu henni við að reisa nokkurs konar athvarf í bak- garðinum heima hjá henni. Dýrin þrífast illa í hópum og oft kom til slagsmála á milli karldýra. Sífellt fleiri dýrum þurfti að bjarga úr skóginum og fjórum dögum eftir að björgunin hófst varð Monique ljóst að dýrin voru svolítið fleiri en fjórtán. „Eftir mánuð vorum við komin með hundrað dýr og þau voru orðin tvö hundruð þegar mest lét,“ segir hún. „Suma dagana var ég með 50 dýr inni í húsinu sjálfu og á einum tímapunkti vorum við með 17 húna – sem hverj- um og einum þurfti að gefa geitar- mjólk með dropateljara. Fullorðnu dýrunum þurfti stundum að gefa ólík afbrigði af laufi – eftir því frá hvaða svæðum þau komu.“ Tvær tegundir Það sem gerði málið enn snúnara er sú staðreynd að um var að ræða tvær tegundir letidýra; tveggja táa og þriggja. Önnur tegundin vakti á daginn en hin á næturnar. Monique varð þrátt fyrir álagið mjög náin dýr- unum og lýsir í samtali við BBC mis- munandi persónueinkennum þeirra; hvernig sum vildu hanga í eldhúsinu á meðan önnur héngu utan í sjón- varpinu eða í gardínum í stofunni. Í tvo mánuði gekk þetta svona. Á daginn var hún í björgunaraðgerðum í skógum sem verið var að höggva en þess á milli skipulagði hún og hélt utan um teymi sjálfboðaliða sem sáu um dýrin heima fyrir. Læra að nota klósett Á þeim tíma sem liðinn er hefur Mon- ique öðlast mikla þekkingu á þessum vinalegu dýrum. Hún hefur safnað blóðsýnum og öðrum upplýsingum um dýrin fyrir Nadia De Moraes-Bar- ros, sem er hluti af Anteater, Sloth and Armadillo Specialist Group, hópi sérfræðinga sem rannsakar leti- dýr og beltadýr. Monique segir mið- ur að fólk sé almennt á því að dýrin séu heimsk, löt og jafnvel hættuleg. Rannsóknir hafi leitt í ljós að þau séu afar gáfuð. Mýtan um letina er tek- in fyrir hér til hliðar. Monique segir að nokkur dýranna hafi lært að opna dyr auk þess sem eitt dýri hafi van- ist því að nota klósett. Það hafi tekið dýrið fjögur skipti að læra. Hún seg- ir að dýrin séu ákaflega vingjarnleg og umhyggjusöm og telur að þau finni fyrir snertingu með klónum. „Ég fór einu sinni með veikt kvendýr til dýra- læknis, vegna fósturmissis. Hún hélt í höndina á mér allan tímann, líkt og hún vissi að hún myndi ekki lifa af. Hún dó.“ Monique segir það afar gefandi að sleppa dýrunum í öruggt skjól í skóg- um landsins. Þau beinlínis þjóti upp í trén. Í sumar mun letidýraathvarf taka til starfa skammt frá höfuðborginni. Það er vissulega jákvætt, að sögn Monique, enda léttir það af henni þessu mikla álagi. En slæmar frétt- ir berast líka. Hún hefur frétt af öðr- um skógi sem á að ryðja burt, þar sem hún áætlar að 300 letidýr hafist við. „Ég sef ekki fyrir áhyggjum. Það er erfitt,“ segir hún að lokum en ekki fylgir sögunni hvort hundurinn hennar hafi komið í leitirnar. n Smávaxin Af Vísindavefnum Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Mega- lonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Núlifandi letidýr eru smá vexti, tvítæðu letidýrin eru stærri og geta fullorðin dýr orðið allt að 8 kílóum að þyngd, en með- al þrítæðu letidýranna er algeng þyngd um 4–5 kíló. Mörg útdauð letidýr voru miklu stærri og nokkur voru sannkallaðir risar, eins og risaletidýrið (Megatherium americanum) sem var á stærð við fíl. Talið er að það hafi horfið af sjónar- sviðinu þegar seinasta ísaldarskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum. Líf Monique Pool tók óvænta stefnu eftir að hún týndi hundinum sínum Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Ekki löt Letidýr er kannski ekki réttnefni Letidýr eru ekki jafn löt og nafngiftin gefur til kynna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að þau sofi ekki nema 10 stundir á sólarhring. Þau hreyfa sig mjög hægt en það á sér eðlilegar skýringar. Efnaskiptin í dýrunum eru mjög hæg og laufin sem þau borða eru tormelt. Meltingin tekur því langan tíma og dýrin hægja sér aðeins um einu sinni í viku. Það gera þau á jörðu niðri. Letidýr Monique Pool var um tíma með um 200 dýr í sinni vörslu. Þar af 17 litla húna. Mynd ReuTeRs Hjálpar dýrunum Monique gefur letidýri að drekka. Mynd ReuTeRs Letidýraathvarf Í sumar verður opnað athvarf fyrir letidýr í úthverfi höfuðborgar- innar. Þar með minnkar álagið á Monique. „Þau eru alltaf brosandi og virðast alltaf vera frið- sældin uppmáluð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.