Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 11.–14. apríl 201422 Fréttir Erlent Hollywood í hart við Kim Dotcom Telja að megaupload.com hafi haft hálfan milljarð dala af kvikmyndafyrirtækjum S ex stór kvikmyndafyrirtæki í Hollywood hafa ákveðið að stefna Kim Dotcom, stofn- anda skráarskiptasíðunnar megaupload.com, vegna brota á höfundarrétti. Kvikmyndafyrirtækin sem um ræðir eru Twentieth Century Fox, Disney, Paramount, Universal, Col- umbia og Warner Bros, en í stefn- unni kemur fram að skráarskipta- síðan hafi gert notendum kleift að sækja kvikmyndir og annað af- þreyingarefni frítt með tilheyrandi tekjutapi fyrir fyrirtækin. Megaupload.com var ein stærsta skráarskiptasíða heims áður en bandarísk yfirvöld lokuðu henni árið 2012. Stofnandinn, Kim Dotcom, er talinn hafa þénað ótrú- legar fjárhæðir vegna síðunnar, en hann berst nú með kjafti og klóm gegn framsalsbeiðni bandarískra yfirvalda. Handtökuskipun var gef- in út á hendur honum í kjölfar þess að síðunni var lokað, en síðan þá hefur hann haldið sig á Nýja-Sjá- landi þar sem hann hefur haft hægt um sig. Samtök kvikmyndafyrirtækja í Bandaríkjunum, MPAA, áætla að tekjutap fyrirtækja í banda- rískum kvikmyndaiðnaði vegna Megaupload nemi um hálfum millj- arði Bandaríkjadala, eða 56 millj- örðum króna á núverandi gengi. Þá halda þau því fram að Megaupload hafi greitt einstaklingum fyrir að setja efni á síðuna og þar af leiðandi brotið skýrt gegn ákvæðum laga um höfundarrétt. n einar@dv.is Sunnudaginn 13. apríl verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. • Sala - Kaup - Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS www.mynt.is Safnaramarkaður 13. apríl Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Í hart Sótt er að Kim Dotcom úr öllum áttum. Bandarísk yfirvöld vilja fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Mynd ReuteRs É g vil nota tækifærið og biðja fjöl- skyldu Reevu afsökunar, öll ykk- ar sem þekktuð hana og eruð hér í dag og alla vini hennar,“ sagði spretthlauparinn Oscar Pistorius þegar hann settist í vitna- stúkuna í morðmálinu á þriðjudag. Meðal þeirra sem sátu í salnum og hlustuðu á afsökunarbeiðni Pistorius var móðir Reevu, June Steenkamp. Grætur sáran Meira en ár er liðið frá því að Oscar Pistorius skaut Reevu Steenkamp, unnustu sína, til bana á heim- ili þeirra í Suður-Afríku. Meina- fræðingurinn Jan Botha lýsti sárum Reevu á mánudaginn. Hún varð fyrir skotum í mjöðmina, handlegginn, hönd og höfuð. Alls skaut Pistorius fimm sinnum á Reevu, sem hann hélt að væri innbrotsþjófur, en eitt skotanna hæfði hana ekki. Pistorius hefur átt afar erfitt með að bera sig í vitnastúkunni en hann hefur grátið sáran og skelfur þegar hann hefur upp raust sína. Fresta þurfti réttarhöldunum á þriðju- daginn þar sem tilfinningarnar báru spretthlauparann ofurliði. Að sögn Pistorius fylltist hann hræðslu kvöldið sem hann myrti Reevu þegar hann heyrði umgang frá baðher- bergi þeirra. Þegar hann hafði skot- ið úr byssu sinni og komist að því að unnusta hans varð fyrir þeim varð honum brugðið að eigin sögn. Hann hafi setið hjá líkinu og grátið þegar sjúkrabíl og lögregluna bar að garði. Lést í örmum Pistorius „Reeva lét lífið í örmum mínum áður en sjúkrabíllinn kom,“ lýsti Pistorius í réttarsalnum. Spretthlauparinn seg- ist nota þunglyndislyf og þá vakni hann upp í kvíðakasti á næturnar. „Ég vissi því að það var ekkert sem þeir gætu gert fyrir hana. Ég spurði lögreglumann hvort ég gæti þvegið mér um hendurnar vegna þess að lyktin af blóðinu varð þess valdandi að ég kastaði næstum því upp.“ Pistorius sagði jafnframt að þau hafi átt náðugan dag saman en hún lést að kvöldi Valentínusardags, 14. febr- úar 2013. Þau hafi horft á sjónvarpið saman í mak- indum. Frásögn sprett- hlauparans rímar ekki við lýsingar nágranna þeirra sem eru einróma um að mikil öskur hafi borist frá heimilinu umrætt kvöld. Varð öfundsjúkur og óöruggur Smáskilaboð á milli Pistorius og Reevu rétt fyrir dauða hennar hafa gefið vís- bendingar um að ekki hafi allt verið með felldu í ástarsambandi þeirra. Pistorius segist hafa verið algjörlega heillaður af Reevu í upphafi sam- bandsins en að með tímanum hafi hann orðið öfundsjúkur og óörugg- ur. Í skilaboðum á milli þeirra seg- ir Reeva að það sé þvættingur að hún hafi verið að daðra við annan karlmann og að stundum væri hún hrædd við Pistorius. Pistorius sagði í vitnastúkunni að þau hafi verið hamingjusöm og gjörn á að ræða framtíð sína saman. Þau hafi stefnt að því að flytjast til Jóhannesarborgar. Réttarhöldum yfir sprett- hlauparanum var frestað þann 28. mars til mánudagsins 7. apríl vegna veikinda annars aðstoðardómar- ans. Talið er að réttarhöldunum muni ekki ljúka fyrr en um miðjan maí. n Sat hjá líkinu og grét Ingólfur sigurðsson ingolfur@dv.is „Ég spurði lög- reglumann hvort ég gæti þvegið mér um hendurnar vegna þess að lyktin af blóðinu varð þess valdandi að ég kastaði næstum því upp. n Segist hafa orðið hræddur vegna umgangs frá baðherberginu n Baðst afsökunar Á góðri stundu Reeva lést á Valentínusardag í fyrra. Líklega frá Tékklandi Interpol tilkynnti á fimmtudag að kennsl hafi verið borin á minnis- lausa manninn sem fannst með- vitundarlaus í snjóskafli í Ósló í desember síðastliðnum. Málið þykir hið dularfyllsta enda virð- ist maðurinn ekkert muna; ekki hvaðan hann er, hvað hann heitir eða hver fjölskylda hans er. Tékk- nesk hjón höfðu samband við Interpol eftir að myndir af mann- inum birtust í fjölmiðlum í vik- unni. Segja þau að hann sé sonur þeirra. Gagnslaust flensulyf Hundruð milljörðum króna af bresku skattfé var eytt í flensu- lyfið Tamiflu sem gagnast ekki betur en Parasetamól. Þetta segja Cochrane-samtökin, alþjóðleg samtök sem hafa það markmið að taka upplýstar ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu. Í aðdraganda fuglaflensu- faraldursins árið 2009 sönk- uðu mörg ríki að sér birgðum af Tamiflu og eyddu Bretar til að mynda 473 milljónum punda í lyfið, 89 milljörðum króna á nú- verandi gengi. Að mati Cochrane- samtakanna gagnast lyfið lítið, það hafi ekki komið í veg fyrir út- breiðslu sjúkdómsins. Lyfjaframleiðandinn Roche, sem framleiðir lyfið, gagnrýnir málflutning samtakanna og segir niðurstöður þeirra byggðar á röngum forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.