Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Skrýtið Sakamál 41 n Dökkir draumórar höfðu lengi hrærst í huga Grahams Coutts Morðóður músíkant Graham Coutts upplifði eigin fantasíu á kostnað Jane Longhurst. Jane Longhurst Kennari sem galt fyrir draumóra vinar með lífi sínu. S érþarfakennarinn Jane Longhurst, 31 árs, hvarf 14. mars, 2003, í kjölfar sím- tals. Á þeim tíma bjó Jane með kærasta sínum og varði gjarna tíma með samkennara sín- um, sem þá var barnshafandi, og kærasta hennar, Graham Coutts, gítarleikara sem vann sem sölu- maður í hlutastarfi. Kynni þessa hóps höfðu hafist fimm árum fyrr. Páskar voru að ganga í garð þegar starfsfólk geymsluþjónustunnar Big Yellow Storage í Brighton varð vart við frekar undarlegan fnyk sem lagði upp úr kjallara geymsluhús- næðisins. Slíkur var ódaunninn að starfsfólk treysti sér vart til að sýna nýjum viðskiptavinum neðri hæð- irnar. En hvað olli lyktinni var þeim hulin ráðgáta – sem myndi ekki leysast fyrr en rúmum mánuði síðar. Hryllilegar fantasíur Jane og vinkona hennar áttu það til að hittast í morgunsárið því vin- konan var tíðum frá vinnu sökum morgunógleði sem vill hrjá barns- hafandi konur. Því hringdi Jane að morgni 14. mars í hana ef svo vildi til að hún væri heima við. Það var Graham sem svaraði, og nei, vinkonan var farin til vinnu. Graham taldi Jane aftur á móti á að koma í sund í sundhöll ekki fjarri heimili Jane í Shaftesbury í Brighton – hann myndi sækja hana. En ekkert varð úr sundferðinni því í stað þess að fara í sundhöllina fór Graham heim til sín, á Waterloo- stræti, með Jane. Síðar átti eftir að koma í ljós að í hugarheimi Grahams hrærð- ust myrkar hugsanir og hryllilegar fantasíur. Þær ku hann hafa opin- berað gagnvart Söndru Gates, sem hafði verið í ástarsambandi með honum á níunda áratug liðinnar aldar. Að sögn Söndru hafði Graham sagst hafa til langs tíma dreymt um að kyrkja, nauðga og drepa konu. Við réttarhöld síðar meir taldi dóm- ari þó að of langt væri um liðið og ekki ástæða til að opinbera þann vitnisburð fyrir kviðdómi. Draumur verður að veruleika En aftur í íbúð Grahams Coutts þennan örlagaríka morgun. Graham hófst handa við að laga te og á meðan það var að lagast tók hann nælonsokkabuxur kærustu sinnar og vafði þeim í tvígang utan um háls Jane og herti svo vel að að hann gat með annarri hendi haldið þeim um háls hennar og fróað sér með hinni. Korrið í Jane æsti Graham til mikilla muna og hann herti enn frekar að hálsi hennar með sokka- buxunum – allt þar til súrefnisþurrð varð henni að bana. Þegar þarna var komið sögu hafði Graham upplifað að hluta til fantasíu sína og talið er að hann hafi áður en upp var staðið kynferðislega misnotað lífvana lík- ama Jane. Sóðalegar vefsíður Vikurnar fyrir morðið hafði Graham eytt yfir 100 sterlingspundum á að- gang að sóðalegum vefsíðum sem báru heiti á borð við „Club Dead“,og „Brutal Love“. Rannsókn á tölvu hans leiddi í ljós að á vefnum hafði hann leit- að eftir niðurstöðum sem vörðuðu samfarir við lík og einnig slegið inn „vídeó af kyrktum konum“ og „dauðar konur“. Í tölvu hans var að finna sjúklegar myndir af líkum og nauðgunum og ljóst að hann hafði verið að á öllum tímum sólarhrings. Notaðir smokkar Þegar Graham hafði myrt og mis- notað Jane kom hann líkinu fyrir í öflugum pappakassa, en fór þó ekki lengra með hann en út í garðskýli sitt. Þar geymdi hann líkið í ellefu daga eða allt þar til lögreglan bank- aði upp á hjá honum til að forvitnast um hvort þau hefðu einhverja hug- mynd um hvað orðið hefði af Jane. Þá flutti hann kassann í geymslu- rými hjá Big Yellow Storage þar sem kassinn var í 24 daga. Að sögn starfs- manna þar kom Graham í geymsl- una nokkrum sinnum á því tímabili, en staldraði alla jafna stutt við. Síðar fann lögreglan notaða smokka í geymslu Grahams og taldi ekki loku fyrir það skotið að Graham hefði kynferðislega misnotað líkið af Jane þegar hann kíkti í geymsluna. Líkið brennt Upp úr 18. apríl tók starfsfólk Big Yellow Storeage eftir því að ódaunn- inn sem hafði plagað það var á undanhaldi, enda hafði Graham þá sótt kassann, hent honum í skott bíls síns og ekið á brott. Fleira gerði hann ekki þann daginn og var lík- ið af Jane í skotti bílsinDaginn eftir ók Graham til Wiggenholt Common í Vestur-Sussex þar sem hann tók kassan úr skottinu og bar síðan eld að líkamsleifum Jane. Óhapp, sagði Graham Þegar Graham Coutts var loks hand- tekinn fullyrti hann að dauði Jane hefði verið óhapp sem hefði átt sér stað þegar þau stunduð „kæfikyn- líf“ sem Jane hefði samþykkt. Kvið- dómur lagði ekki trúnað á frásögn Grahams og 3. febrúar, 2004, var hann sakfelldur fyrir morð og dæmdur til lífstíðarfangelsis. Far- ið var fram á að hann gæti ekki sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 30 ára afplánun. Eftir áfrýjun voru 30 árin stytt í 26 þann 26. janúar 2005. En fyrir fjölskyldu Jane var mál- inu ekki lokið því 19. júlí, 2006, ógilti áfrýjunardómstóll dóminn yfir Graham á þeim forsendum að kvið- dómi hefði ekki verið gefinn kostur á manndrápsúrskurði. Það breytti þegar upp var staðið ekki miklu og eftir ný réttarhöld, 4. júlí 2007, var Graham dæmdur fyrir morð. n FÓRNARLAMB FANTASÍU „Í hugarheimi Grahams hrærð- ust myrkar hugsanir og hryllilegar fantasíur Réðst á hótelgesti Breska lögreglan leitar logandi ljósi að manni sem réðst á þrjár systur frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum þegar þær sváfu vært á hótelherbergi sínu í London. Þær hlutu allar áverka, þó mismikla, og voru fluttar á spítala. Ekki er vitað um tilefni árásarinnar en hótel- herbergi systranna var ólæst þegar árásarmaðurinn réðst á þær. Lögreglan fann hamar í eigu árásarmannsins á vett- vangi. Hvorki gestir né starfs- menn hótelsins urðu varir við heimsókn mannsins en lög- reglan skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Átti í ástar- sambandi við nemanda Breski kennarinn Kelly Burgess varð uppvís að því að eiga í ást- arsambandi við fjóra nemend- ur sína á aldrinum 13 til 17 ára í fyrra og var í kjölfarið kærður til lögreglu. Burgess, sem er 26 ára gömul, var vikið úr starfi sínu en hún kenndi í skóla við Bristol á Englandi. Burgess ját- aði brot sitt og að hafa átt í sjö mánaða ástarsambandi við einn unglinganna. Konan hlaut tíu mánaða dóm sem er skil- orðsbundinn til tveggja ára. Barði kærast- ann til dauða Marissa Devault, fyrrverandi strippari, hefur verið sakfelld fyrir að hafa framið hrottalegt morð á kærasta sínum, Dale Harrell, árið 2009 í Arizona í Bandaríkjunum. Kviðdómur á eftir að skera úr um hvort Devault eyði restinni af ævinni í fangelsi eða hljóti dauðadóm. Devault barði kærasta sinn til dauða með hamri en hún segist hafa verið að verja sig þar sem Harrell hafi ráðist á hana. Þá segir hún að Harrell hafi ítrekað misnotað hana kynferðislega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.