Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 26
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 26 Umræða Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Ég var bara alltaf í dúnúlpunni Snorri í Betel og Jón Ásgeir Jóhanna Elísa, sigurvegari Biggest Loser, var ekkert að auglýsa árangurinn. – DV R éttlætið á Íslandi er með ógnarlangar leiðslur. Árum saman er fólk og fyrirtæki í óvissu á meðan rannsókn silast áfram á hraða snigilsins. Nýjasta dæmið um þetta er predikarinn Snorri Óskarsson sem gengið hefur þvert á almennt velsæmi með útlist­ uðum, forpokuðum skoðunum sínum á hommum og lesbíum. Snorri starf­ aði sem grunnskólakennari á Akur­ eyri og var rekinn úr starfi eftir að hafa í bloggpistli fjallað um samkyn­ hneigð sem hann telur vera synd. „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin teljist vera synd. Syndin er ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg,“ skrifaði Snorri á bloggi sínu. Foreldrar barna á vinnu­ stað hans, Brekkuskóla, brugðust illa við og á endanum var Snorri rekinn úr starfi sínu af yfirvöldum Akureyrar­ bæjar. Ekki eru dæmi um að Snorri hafi haldið uppi áróðri af neinu tagi í starfi sínu sem kennari. Kæru á hend­ ur honum vegna fordómanna var vís­ að frá. Brottreksturinn var því ekki réttlætanlegur. Alvaran í máli Snorra er sú að það liðu rúmlega 20 mánuðir frá upp­ sögninni þar til innanríkisráðuneytið úrskurðaði í vikunni að uppsögnin hefði verið ólögleg. Snorri var svipt­ ur lifibrauði sínu en þurfti að bíða allan þennan tíma þar til sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á honum. Í þessu efni skiptir engu máli hversu forpokaður hann hefur reynst í garð minnihluta­ hóps. Aðalatriðið er að svona sleifar­ lag er ekki boðlegt. Réttarríkið verður að vera eins skjótvirkt og mögulegt er til að valda fólki og fyrirtækjum ekki skaða umfram það sem nauðsynlegt er. Annað dæmi um sleifarlag er rann­ sókn Seðlabankans á sjávarútvegs­ risanum Samherja. Bankinn hefur reist þær ávirðingar á hendur fyrirtæk­ inu að fiskverð í millilandaviðskiptum hafi verið falsað í hagsmunaskyni. Frá því ásökunin var borin fram og rann­ sókn hófst eru liðin tvö og hálft ár. Allan þennan tíma hefur fyrirtækið og stjórnendur þess legið undir grun um að hafa framið afbrot. Rétt eins og í máli Snorra í Betel hverfur mál­ ið sjálft í skuggann í samanburði við rannsóknina og allan þann tíma sem hún tekur. Aðalatriðið er orðið að aukaatriði. Refsingin liggur í tímanum sem það tekur að fá botn í málin. Það er í raun óverjandi að fyrirtækið skuli liggja undir grun í allan þennan tíma. Ógnarlangur armur laganna er með slíkum ósköpum að það er varla boð­ legt. Enn eitt dæmið um réttarkerfi á hraða snigilsins snýr að Jóni Ás­ geiri Jóhannessyni, athafnamanni og útrásarvíkingi, sem hefur verið fyrir dómstólum í meira en áratug. Fyrst var það Baugsmálið sem end­ aði eftir óratíma með því að Jón Ásgeir fékk skilorðsbundinn dóm til örfárra mánaða. Árum saman hafa mál hans tengd FL Group, Glitni og fleiri aðil­ um velkst um í dómskerfinu. Auðvitað á Jón Ásgeir að baki þannig feril í við­ skiptum og ekki ástæða til annars en réttarkerfið greini verk hans í þaula. Það breytir ekki því að vafstur í réttar­ sölum í meira en áratug er ekki boð­ legt. Í því samhengi má benda á að sá sem er dæmdur fyrir morð gengur í gegnum sína refsingu á átta árum og hefur þá goldið samfélaginu skuld sína með afplánun á lífstíðarfangelsi. Íslenskt réttarkerfi er að mörgu leyti einstaklega óskilvirkt og hægfara sem leiðir af sér óþarfa þjáningu fyrir hina grunuðu. Innanríkisráðuneytið er alræmt fyrir slóðaskap og óhefð­ bundin vinnubrögð í meðferð mála. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla að það taki sem skemmstan tíma að ná niðurstöðu í rannsókn mála. Í því efni má ekki skipta máli hvort um er að ræða Snorra í Betel eða Jón Ás­ geir. Það verður að vera markmið­ ið að refsa með sem skjótvirkustum og skilvirkustum hætti. Í þeim efnum má ekki skipta máli hvort menn eru útrásarvíkingar, fordómamenn eða heiðvirðir borgarar. Allir verða að vera jafnir fyrir lögunum. Hægfara réttlæti er ekki nógu gott réttlæti. n Atvinnuumsókn Páls Páll Magnússon skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hann kom útgerðarmönnum til varnar með óvæntum hætti og sagði rangan málflutning að halda því fram að þeir hirtu af þjóðinni allan arð af auðlindinni. Um leið var augljós gagnrýni í grein hans á ESB. Eigendur Moggans eru að verða uppgefnir á Davíð Oddssyni og telja hann vart stofuhæfan. Þeir eru því farnir að líta í kringum sig eftir nýjum ritstjóra. Í greininni stimplar Páll sig rækilega inn með því að verja útgerðarmenn. Margir líta á skrifin sem atvinnuumsókn. Seinheppin Heimssýn Samtökin Heimssýn voru sein­ heppin þegar þau héldu ráðstefnu og buðu Stefáni Má Stefánssyni prófessor að halda aðalerindið. Ein helsta röksemd Heimssýnar gegn aðild er að ESB sé orðið sambands­ ríki. Aðalfréttin af ráðstefnunni var yfirlýsing prófessorsins um að ESB væri ekki sambandsríki. Í síðustu viku átti svo svo Heimssýn þátt í að bjóða hingað Frakkanum Francois Heisbourg, sem er þekktur and­ stæðingur evrunnar. Öllum á óvart var helsta fréttin að Íslandi væri betur borgið innan ESB en utan. Valdaklíkan ævareið Helgi Magnússon, sem var farsæll formaður Samtaka iðnaðarins um árabil, hefur verið partur af innsta kjarna Sjálfstæðis­ flokks. Í frægum tölvupósti sem fór á flakk lét hann Davíð Oddsson fá það óþvegið. Helgi dró upp þá mynd að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli sér að endurreisa gömlu helmingaskiptin og tekur undir það sem margir vinstri menn hafa sagt, að tilgangur stjórnarsam­ starfsins sé ekki síst að tryggja að vildarvinir flokkanna tveggja fái sinn hvorn bankann þegar gert er upp við kröfuhafana. Innan valdaklíkunnar eru menn æfir út í Helga. Helgi er nú búinn að vinna sigur í keppninni um efsta sæti svarta listans í Hádegismóum. Konur í sigti Ein helsta gestaþrautin þessa dag­ ana er sú hver hreppi það hnoss að verða fréttastjóri Ríkisútvarps­ ins eftir að Óðinn Jónsson missti starfið og fór í sér­ verkefni. Líklegast er að annar hvor varafréttastjórinn, Rakel Þorbergs- dóttir eða Sigríður Hagalín Björnsdóttir, verði fyrir valinu en báðar þykja hæfar. Ólík­ legt er að skipað verði pólitískt í stöðuna þótt innan Framsóknar­ flokks hafi þess orðið vart að flokk­ urinn vilji ná tökum á fjölmiðlum. Margir minnast uppákomunnar þegar Auðun Georg Ólafsson varð fréttastjóri án þess að ná að skrifa undir ráðningarsamning. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Hægfara réttlæti er ekki nógu gott réttlæti Ég er í Eurovision- sætinu Magni Ásgeirsson er í 16. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar. – DV Þeir sýna engan samstarfsvilja Ragna Erlendsdóttir er ósátt við Barnavernd. – DV Í sland fór á hliðina þegar græðginni var gefinn laus taumurinn. Svo einfalt var það. Og nú blasir þetta við að nýju að græðgi nokkurra landeigenda er á góðri leið með að eyðileggja ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað rukkunin við Kerið og Geysi og svipuð áform á norðausturhorninu er farin að hafa víðtæk áhrif út fyrir landstein­ ana. Ég leyfi mér að fullyrða að al­ mennt séu Íslendingar mjög óá­ nægðir með þessa rukkun og lát­ um við þá liggja á milli hluta – í bili – að hún er kolólögleg. Fólk vill ekki breyta ásýnd Íslands með posavélum og ágengu rukkunar­ fólki eins og nú er að ryðja sér til rúms við náttúruperlur Íslands. Þetta er óíslenskt En þetta er ekki bundið við Ís­ lendinga. Mér var sagt af banda­ rískum ferðamálafrömuði sem varð furðu lostinn þegar hann frétti af hinum nýja sið og sagði í for­ undran: „En þetta er svo óíslenskt. Í huga mínum er Ísland frjálst og opið og fólkið gestrisið. Þetta geng­ ur þvert á allt þetta!“ Það er nú það! Þetta rímar vissu­ lega ekki við landið og ímyndina sem menn hafa af því en því miður er þetta í fullkomnu samræmi við landann þegar hann sleppir fram af sér beislinu og heimtar mikið og meira og svo miklu meira. Líka krónur og aurar En ímyndin er ekki bara huglæg. Hún hefur líka efnahagslega þýð­ ingu. Aðili í ferðaþjónustu sagði mér þegar við hittumst við Geysi um síðustu helgi að hann hefði þegar fengið eina afpöntun fyrir sumarið vegna frétta af gjald­ töku. Sjálfur er ég ekki beintengd­ ur inn í þennan atvinnuveg en ég tek þennan mann trúanlegan og ef þetta er rétt þá er líklegt að þetta sé vísbending um það sem koma skal. Síðan er hitt að erlendir fjöl­ miðlar eru farnir að hafa samband og spyrja hvenær næstu mótmæli fari fram. Ég vísa hér í samtöl við þýska útvarpsstöð og Wall Street Journal. Þetta þykja mér vera slæm tíðindi. Erlendir fjölmiðlar spyrja Áhugi erlendra fjölmiðla er hins vegar skiljanlegur því hér er verið að tala um grundvallarmál sem snertir miklu fleira fólk en okkur ein hér á okkar skeri. Spurt er um markaðsvæðingu náttúrunnar. Ég sagðist ætla að láta hina lagalegu hlið liggja á milli hluta – en bara í bili. Það er nefnilega ekki hægt að horfa framhjá þeirri hlið á þessu máli. Það er ekki hægt annað en spyrja hvernig í ósköpunum það geti gerst að í trássi við lög skuli það líðast að menn gangi að ferða­ fólki og krefji það um peninga án þess að hafa til þess nokkra heim­ ild? Þvert á móti þá eru um það skýr ákvæði í lögum að þetta sé með öllu óheimilt. Það er beinlínis kveðið á um það í lögum að þetta sé óheimilt! Áfram verður andæft Þetta er svo yfirgengilegt að með ólíkindum er. En eitt mega menn vita að mótmælum verður haldið áfram svo lengi sem þessi siðlausa lögleysa viðgengst og yfirvöld að­ hafast ekkert til verndar fólki sem verið er að féfletta fyrir opnum tjöldum. Þess vegna mun ég og án efa miklu fleiri halda að Geysi á laugardag klukkan hálf tvö, ganga inn á svæðið án þess að greiða svo mikið sem eina krónu og hvet ég alla til þess að gera slíkt hið sama. Því aðeins verður hætt við þetta ef lögbann verður komið til fram­ kvæmda. Ekki óhlýðni Einhver spurði mig hvort þetta væri það sem kallað er borgaraleg óhlýðni. Ég kvað svo ekki vera. Það værum við sem hlýddum lögun­ um en ekki hinir sem hafa tekið sér vald til að ganga á svig við þau með þessum hætti. n Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Á að láta græðgina eyðileggja allt?„En eitt mega menn vita að mótmælum verður haldið áfram svo lengi sem þessi siðlausa lögleysa viðgengst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.