Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 11.–14. apríl 201418 Fréttir fallvalt líf björgólfs t jöldin eru dregin frá á stóra sviði Þjóðleikhússins sumarið 2008. Pálmi Gestsson birtist á sviðinu í gervi Björgólfs Guð- mundssonar. Sögumaður flyt- ur ljóð Þórarins Eldjárns um Björgólf og eiginkonu hans Þóru Hallgríms- son. Björgólfur Thor Björgólfsson spígsporar um sviðið í gervi föður síns á yngri árum. Í salnum sitja hjón- in forviða ásamt öðrum gestum. Börn þeirra, þau Örn, Björgólfur Thor og Bentína höfðu fengið Eddu Heiðrúnu Backman til þess að setja upp leiksýn- ingu um lífshlaup hjónanna og koma þeim þannig á óvart í tilefni af 45 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bók- inni Hamskiptin: Þegar allt varð falt á Íslandi eftir Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann DV, en hún kemur út í dag, föstudag. Í bókinni kemur fram að leiksýn- ingin sé glöggt merki um þá stöðu sem Björgólfur hafði í samfélaginu á þessum tíma. Hann var enn einn af áhrifamestu athafnamönnunum á Íslandi, eigandi og stjórnarformað- ur Landsbanka Íslands og dáður af stórum hluta þjóðarinnar. Nokkrum mánuðum síðar átti hann eftir að missa allt þetta og meira til. Í ítarlegri nærmynd skoðar DV meðal annars hvað tók við hjá Björgólfi stuttu eft- ir að leiksýningunni lauk og hrunið skall á. Með útgáfu bókarinnar er sex ára þögn Björgólfs rofin en þar birt- ist fyrsta viðtalið við hann síðan hann fór í frægt viðtal hjá Morgunblaðinu í október árið 2008. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært þá er það kannski það hvað lífið er fallvalt, það er ekki öryggi í neinu og maður veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Björgólfur í dag. Handjárnaður og fangelsaður Áður en greint verður frekar frá leik- sýningunni og því sem gerðist eftir sýningu hennar er ekki úr vegi að rifja aðeins upp bakgrunn Björg- ólfs. Hann fæddist í Reykjavík 2. jan- úar 1941 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1961. Fjór- um árum síðar eignaðist hann Dósa- gerðina hf. en árið 1977 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Hafskipa. Hafskip voru lýst gjaldþrota í byrjun desember 1985 og við tók Hafskips- málið sem er eitt þekktasta dóms- málið á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Það fór að lokum fyrir dómstóla þar sem niðurstaðan varð að lokum sú að Björgólfur Guðmundsson, Ragnar Kjartansson, Páll Bragi Kristjónsson og Helgi Magnússon voru dæmdir sekir um fjárdrátt og skjalafals. Með- an rannsókn málsins stóð yfir voru Björgólfur og félagar hans hnepptir í gæsluvarðhald og var þeim haldið bak við lás og slá í fleiri mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson var nítján ára þegar hann horfði upp á handtöku föður síns að morgni dags hinn 20. maí 1986 og hafði atburð- urinn djúpstæð áhrif á hann. Lög- reglumenn voru þungbúnir þegar þeir börðu að dyrum á heimilinu. Í nærmynd sem birtist í DV þann 24. október 2008 var vitnað í náinn vin fjölskyldunnar: „Þeir voru hrottalegir þessir lögreglumenn í atgangi sínum og sögðu Björgólfi Thor að drulla sér í burtu því honum kæmi þetta ekki við.“ Björgólfur Thor var sagður hafa staðið agndofa hjá á meðan lögreglu- menn handjárnuðu föður hans. Þá var Þóra móðir hans sögð hafa stað- ið álengdar á náttkjólnum og grátið. Björgólfur Thor reyndi síðar að hjálpa föður sínum en lögreglumennirn- ir eru sagðir hafa gengið af hörku gegn honum. Trúnaðarvinir Björg- ólfs Thors segja að hann komi seint til með að gleyma þessum örlagaríka morgni. Atvikið átti eftir að hafa mikil og djúpstæð áhrif á hann. Síðar kom hann svo eins og stormsveipur inn í íslenskt efnahagslíf, staðráðinn í að endurheimta virðingu „Thorsaranna“ og halda merkjum ættarinnar á lofti. Keypti Landsbankann Þann 5. júní 1991 féll endanlegur dómur í Hafskipsmálinu í Hæstarétti Íslands. Þar fékk Björgólfur Guð- mundsson 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Margra ára dómsmáli var lokið og í kjölfarið tók hann við bruggverksmiðjunni Vikingbrugg á Akureyri. Það markaði upphaf þess viðskiptaveldis sem hann átti síðar eftir að stýra. Hann og sonur hans, Björgólfur Thor, fylgdu verksmiðj- unni til Pétursborgar í Rússlandi, í félagi við athafnamanninn Magnús Þorsteinsson. Þar áttu þeir síðar eftir að eiga og reka rússnesku bruggverksmiðj- una Bravó. Pétursborg var á þessum tíma álitin „höfuðborg mafíunnar“ en eins og greint var frá í Guardian á sín- um tíma voru tveir yfirmenn helsta samkeppnisfyrirtækis Bravó myrtir árið 2000. Björgólfsfeðgar seldu Bravó- verksmiðjuna síðar til Heineken fyr- ir 400 milljónir dollara, héldu heim til Íslands árið 2002 með „rússagullið“ og keyptu ráðandi hlut í Landsbanka Ís- lands þegar bankinn var einkavædd- ur. Kaupverðið var um tólf milljarðar króna en markaðsvirði bankans átti síðar eftir að margfaldast eftir að bank- inn hóf lántökur erlendis í stórum stíl í kjölfar einkavæðingarinnar. Hermt var að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi ráð- ið mestu um að Björgólfur fékk bank- ann. Fjallað var um þetta atriði í nær- mynd um Björgólf sem birtist í DV þann 19. september 2008. Þar var greint frá því að Davíð hefði „verið ósáttur við meðferðina“ á Björgólfi í Hafskipsmálinu og því liðkað fyrir því að hann fengi uppreisn æru með þessu móti. „Var ekki í Davíðsarminum“ Björgólfur tjáir sig sérstaklega um þessar sögusagnir í Hamskiptunum og gefur lítið fyrir þær. Aðspurður um sýn hans á einkavæðingu bankanna og það hvort hann hafi átt í samskipt- um við Davíð Oddsson í aðdraganda hennar segir hann: „Nei, þau [sam- skiptin] voru eiginlega ekki nein. Ég var ekki í Davíðsarminum í flokkn- um. Ég var aldrei í neinum sam- skiptum við hann.“ Hann segist ekk- ert hafa þekkt Davíð á þessum tíma en hins vegar hafi samskipti þeirra á milli orðið meiri eftir kaupin sjálf. „Björgólfur Thor hafði aldrei séð hann og hvað þá að hann hafi ver- ið að munstra sig inn í einhvern stjórnmálaflokk. Við erum dregn- ir inn í einhverja pólitík sem ekki á rétt á sér. Við skrifuðum bara bréf að utan og vorum settir í samband við einkavæðingarnefnd. Davíð Odds- son var ekkert inni í því. Svo sáum við auðvitað hvernig pólitíkin fór að spila rullu í þessu eftir að við kom- um heim. Framsókn setti bara fram sínar kröfur og þá breyttist þetta allt. Það getur hafa verið pólitísk spilling af hálfu framsóknarmanna en við komum ekkert að því. Ég veit ekk- ert hvernig það gerist að þeir komu inn í þetta og af hverju var ákveðið að gera þetta svona, það hlýtur að hafa verið pólitík þar á bak við.“ „Ég ber ætíð ábyrgð“ Fyrstu árin eftir komuna heim frá Rússlandi lék allt í lyndi hjá Björgólfi. Árið 2002 var hann valinn maður ársins í íslensku við- skiptalífi, hjá tímaritinu Frjálsri verslun, Viðskiptablaðinu, Stöð 2 og DV. Árið 2004 keyptu feðgarn- ir svo stóran hlut í Eimskipum, sem áður var í bullandi samkeppni við gamla Hafskip. Hann var síð- an sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til viðskiptalífs og menningarmála árið 2005. Þá keypti hann 83 prósenta hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United árið 2006, í félagi við Eggert Magnús son, fyrrverandi for- mann KSÍ. 2007 fór að halla undan fæti en 2008 var árið sem allt breyttist. Sem dæmi féllu hlutabréf í Eimskipum um 90 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Svo kom hrunið, Lands- bankinn var þjóðnýttur og tæpu ári síðar, eða í júlí 2009, var Björgólfur úrskurðaður gjaldþrota. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér í tilefni þessa greindi hann frá því að frá ársbyrj- un 2008 hefðu persónulegar ábyrgð- ir og skuldbindingar hans um það bil tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgð- n björgólfur guðmundsson tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í sex ár n segist taka einn dag í einu n börnin settu upp leiksýningu um hann Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ef það er eitthvað sem ég hef lært þá er það kannski það hvað lífið er fallvalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.