Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 37
Fólk Viðtal 37Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Var hrædd um að deyja frá syninum sjá fyrir mér að ef hann færi til dæm- is að æfa íþróttir þá yrði ég í hjóla- stól á hliðarlínunni að fylgjast með honum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki. Þetta var orðið hættulegt ástand.“ Þegar hún sá auglýst eftir um- sóknum í The Biggest Loser-þátt- inn þá freistaði það að taka þátt, þó var það amma hennar og nafna sem ýtti hvað mest á hana að sækja um. „Amma mín er dönsk og hefði sótt um fyrir mig sjálf ef hún skrifaði ekki örlítið bjagaða íslensku. Ég fylgdist með erlendu þáttunum og hafði oft sagt að ef þeir yrðu gerðir hér þá myndi ég vera með.“ Anna Lísa sendi inn umsókn og var beðin um að senda mynd af sér fáklæddri. „Það var mjög erfitt. Maður forðaðist myndavélar og leit varla í spegil þannig að þetta var ekki auðvelt, en þess virði,“ segir hún. Erfitt að sýna sig Í þáttunum var ekkert hulið og kepp- endur gáfu sig alla í áskorunina. Keppendur voru vigtaðir fáklædd- ir og hún segir það hafa verið áskor- un að bera sig fyrir framan mynda- vélarnar. „Í fyrstu vigtuninni fór maður úr bolnum og stóð á vigtinni á íþróttatoppi. Það var auðvitað mjög erfitt enda hafði maður ekki mikið verið að sýna sig. Þetta hafði áhrif í samböndum og svona, maður sýndi sig ekkert. Það voru bara slökkt ljósin og þannig fór maður að sofa. Svo allt í einu stóð maður þarna með rosaljós og upptökuvélar. Það var al- veg titringur sem fylgdi því og ég átti erfitt með að fara bara ekki að grenja uppi á vigtinni,“ segir hún. Gaf ekkert eftir Hún segir það hafa hjálpað til að fara alla leið, halda engu eftir og gefa sig alla í verkefnið. Andlega sem og líkam lega. „Ég hélt til dæmis fyrst þegar ég kom að ég hefði nú engin sérstök vandamál andlega. Þegar maður fór að kafa dýpra þá sá ég að ég átti fullt af vandamálum og það var fullt sem spilaði inn í þótt ég hefði ekki viðurkennt það. Þarna þurfti ég að gera það og hætta að brjóta sjálfa mig niður.“ Keppendum var líka algjörlega kippt úr sambandi við umheiminn. Engir símar, tölvur, sjónvörp eða aðgangur að fjölmiðlum. „Það var mjög erfitt en líka rosalega gott. Við vorum bara að æfa og hvíla okkur. Læra að lifa upp á nýtt. Maður ein- beitti sér algjörlega bara að þessu,“ segir hún en viðurkennir að hafa saknað sonar síns mikið. „Það var miklu erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég hafði aldrei verið svona lengi frá honum. En þegar söknuð- urinn var hvað verstur hugsaði ég að ég væri jafn mikið að gera þetta fyrir hann eins og mig.“ Borða hreina fæðu „Þetta var frábært tækifæri til að komast í burtu og gera ekkert annað en þetta í tíu vikur. Það er auðvitað ekki raunhæft fyrir fólk sem ætlar að gera þetta sjálft með vinnu og öðru að það geti lést jafn mikið og við gerðum þarna. Við æfðum fjórum sinnum á dag og hvíldum okkur inni á milli. Við vorum með toppþjálfara og mataræðið tekið í gegn,“ segir hún. Mataræðið sem keppendur voru á og Anna Lísa fylgir enn, byggist upp á því að fæðan sé sem hreinust. „Í raun allt sem er skotið, veitt eða tínt. Kjöt, fiskur, grænmeti, hnetur og egg til dæmis,“ segir hún. Keppendur þurftu sjálfir að útbúa matinn sem þeir borðuðu. „Það var dýrmætt að læra þetta. Okkur var kennt í byrjun að út- búa nokkrar máltíðir úr þessari fæðu og unnum út frá því og þróuðum okk- ur áfram í matargerðinni.“ „Af hverju ætti ég að skemma fyrir mér núna?“ Anna Lísa var ein þriggja sem komust í úrslitaþáttinn. Hún var í tíu vikur á Ásbrú en eftir að hún kom heim þurfti hún að standa sig á eigin veg- um. „Það var ákveðið sjokk að koma heim en maður hélt strax áfram og var duglegur. Gaf ekkert eftir.“ Í dag er Anna Lísa rétt um 100 kíló. Hún er ekki komin í kjörþyngd ennþá og er hvergi nærri hætt. En óttast hún ekki að fara í sama far og hún var í áður? „Það eru margir sem spyrja mig að þessu og auðvitað er ég hrædd við það en ég er bara komin svo rosalega langt, af hverju ætti ég að skemma fyrir mér núna? Ég þarf ekki að lifa eins og munkur og leyfa mér ekki neitt en ég þarf heldur ekki að lifa eins og ég gerði. Bara finna milli- veginn.“ Nýtir reynsluna til hjálpar öðrum Í dag æfir hún yfirleitt tvisvar á dag, í hádeginu og eftir vinnu, en hún starfar við heimahjúkrun sem stend- ur. Hún er einnig að fara að taka að sér nýtt verkefni. Hún ætlar að halda námskeið í Reebok-fitness ásamt Gurrý, sem var þjálfari í þáttunum, fyrir fólk sem þarf að missa meira en 20 kíló. „Ég er auðvitað ekki þjálfari en er hjúkrunarfræðingur þannig að lýðheilsan mun bætast inn í. Ég kem líka með mína reynslu inn í þetta. Ég þekki það að vera á þessum stað og hvernig það er að byrja.“ Gjörbreytt líf Anna Lísa segir líf sitt hafa gjörbreyst eftir þættina. „Að komast þarna inn var mitt stærsta tækifæri. Ég get varla líkt saman lífinu, fyrir og eftir. Það er svo margt breytt,“ segir hún. Anna Lísa er nú komin í sam- band. „Við vorum spurð í þáttunum hvort við hefðum einhvern tímann verið ástfangin og ég gat ekki svar- að því. Ég hafði verið í samböndum en ég vissi ekki hvort ég hefði verið ástfangin. Ég sætti mig bara alltaf við hlutina og gerði ekki endilega það sem ég vildi. Ef einhver sýndi mér áhuga þá sætti ég mig bara við það og hugsaði að það vildi mig enginn annar. Þegar þú ert ekki ánægður með sjálfan þig hvernig getur þú þá ætlast til þess aðrir séu það. Ég treysti engum. Í dag er þetta breytt og ég geri það sem ég vil og sætti mig ekki við hvað sem er.“ Mataræðið aðalatriðið Aðspurð hvað hún myndi ráðleggja fólki í yfirþyngd sem vill tileinka sér nýjan og heilsusamlegri lífsstíl seg- ir hún: „Byrja á mataræðinu, hik- laust. Það eru margir hræddir við líkamsræktarstöðvar og halda að allir þar inni séu í rosalega góðu formi. Byrjið á mataræðinu, takið út hveiti og sykur. Byrja bara hægt, til dæmis ef þú ert nammifíkill, fækkaðu þá nammidögunum í einn. Borðaðu hreina fæðu og byrj- aðu svo rólega að hreyfa þig með. Það er gott að byrja bara smátt og ætla sér ekki of mikið í einu, þá springur fólk oft. Það er ekki auð- velt að hreyfa sig þegar maður er í yfirþyngd en þá er bara að byrja hægt, hreyfingin kemur inn í þetta með tímanum. En það má samt ekki gleyma því að líkaminn þolir meira en maður heldur.“ n 70 kílóum léttari Anna Lísa hefur öðlast nýtt líf. Á sex mánuðum hefur hún lést um rúm 70 kíló. MyNd SiGtryGGur Ari„Ég notaði mat við öll tækifæri. Til þess að hugga mig, verð- launa mig og, undir lokin, til þess að refsa mér líka. Vildi vera til staðar Anna Lísa var hrædd um að deyja frá syni sínum ef hún tæki sig ekki á. Hér sjást mæðginin saman fyrir keppnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.