Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 11.–14. apríl 201462 Fólk Leikritið Unglingurinn verður sett upp í Noregi í sumar Þ að var bara hringt í okkur og við beðin um að koma,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikstjóri leikritsins Ung- lingsins sem hefur verið mjög vinsælt síðan það var sett upp í október í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Æskulýðsfélag ís- lenska safnaðarins í Noregi, sem er hluti af Þjóðkirkjunni, hafði samband við hópinn og bauð hon- um að koma og setja verkið upp í Noregi. Björk ætlar ásamt Óla Gunnari Gunnarssyni og Arnóri Björnssyni, stjörnum sýningarinnar, að halda sýningar á fjórum stöðum í Noregi í sumar. Sýningarnar verða haldn- ar snemma í júní í Bergen, Stavan- ger, Kristianssand og Ósló. Skemmtilegra en að hanga á hóteli Hópurinn leitaði nýlega á náðir Íslendinga í Noregi um að hýsa leikhópinn á ferðalaginu og við- brögðin létu ekki á sér standa. „Ég vil bara þakka Íslendingum í Nor- egi kærlega fyrir frábær viðbrögð á Facebook þegar við vorum að leita að gistingu. Það er ótrúlegt hvað það er gott lið sem býr í Noregi, það bara rigndi inn boðum. Svo er líka miklu skemmtilegra að fara til Noregs og hitta fólk í staðinn fyr- ir að hanga einhvers staðar á rán- dýru norsku hóteli,“ segir Björk. Björk segir margt skemmtilegt vera í farvatninu eftir að sýningum á verkinu lýkur. „Svo er búið að taka Unglinginn upp og hann verður vonandi sýndur í sjónvarp- inu núna næsta haust. Þannig að þetta er búið að vera svo gaman og svo mikið ævintýri. Við erum að nálgast 10.000 áhorfendur á þessa litlu sætu unglingasýningu,“ segir hún. Alls ekki bara fyrir unglinga „Þeir skrifuðu þetta sjálfir. Það var mjög fyndið þegar fólk mætti á frumsýninguna með svona með- virknisvip. En svo held ég að þeir hafi komið fólki svakalega á óvart. Annar þeirra tengist mér náttúru- lega þannig að ég hefði aldrei farið að gera þetta nema af því að hand- ritið þeirra var bara alveg brilljant,“ segir Björk en Óli Gunnar er sonur hennar. Hún segir leikritið vera ferska nálgun á málefni unglinga. „Það er allt of oft sem við erum að skrifa þetta eins og eitthvert full- orðins-forvarnar-fussumsvei,“ segir Björk og hlær. „Það er algjör misskilningur að þetta sé bara fyrir unglinga. Ég vil endilega hvetja alla fjölskylduna til að mæta, fullorðnir hafa ekki minna gaman af þessu, þetta er bara fyrir átta ára og upp úr,“ segir Björk. „Ég hef nú á tilfinningunni að þessu sé ekki lokið hjá þeim. Þeir eru töluvert beðnir um að skemmta þannig að maður er nú í óða önn að bóka þá á hinar og þessar skemmtanir. En miðað við hversu skapandi þeir eru hef ég enga trú á því að þeir séu hættir.“ Björk segir þau afar þakklát fyrir hversu vel þeim hefur verið tekið. „Við viljum bara þakka fyrir frábærar undirtektir og þá sérstak- lega unglingum á Íslandi. Þetta er frábær dýrategund, íslenskir unglingar. Allt þus um að heimur versnandi fari getur ekki verið satt, miðað við þessa unglinga sem við erum með,“ segir hún að lokum. n „Íslenskir unglingar frábær dýrategund“ Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Það er allt of oft sem við erum að skrifa þetta eins og eitt- hvert fullorðins-forvarn- ar-fussumsvei. Unglingarnir í útrás Óli Gunnar Gunnarsson, Björk Jakobsdóttir og Arnór Björnsson setja upp leikritið Unglinginn fyrir Íslendinga í Noregi. Mynd ÞORRI Vinsæll fyrir vestan Mugison hefur alltaf leikið á Aldrei fór ég suður. Spilar hugsanlega á Aldrei fór ég suður Átti upphaflega að vera erlendis með Dröngum um páskana Þ að stóð til að ég væri úti þessa páskana með Dröng- um sem var ástæðan fyrir því að ég ákvað að draga mig í hlé,“ segir tónlistar- maðurinn Örn Elías Guðmunds- son, betur þekktur sem Mugi son, sem er ekki meðal listamanna á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í ár. Fyrirhugað- ir tónleikar með Dröngum féllu þó niður og því verður Mugison staddur fyrir vestan um páskana. Kristján Freyr Halldórsson, einn af aðalskipuleggjendum há- tíðarinnar, segir Mugison eiga mikið í Aldrei fór ég suður en hann stofnaði hátíðina ásamt föður sín- um árið 2003. Tónlistarmaðurinn kunni hefur hingað til spilað á hverri einustu hátíð frá upphafi. En er möguleiki á að Mugison bætist í hóp listamanna þar sem tónleik- arnir með Dröngum féllu niður? „Það er ekkert lokað fyrir það,“ segir Kristján Freyr dulur. „Mér finnst ákaflega gott að vita af honum þarna. Ég játa því hvorki né neita að það geti komið til þess.“ Mugison segist vera opinn fyrir því að spila á hátíðinni úr því sem komið er. „Ég hugsa að ég fái alla- vega að taka Gúanó stelpuna á kassagítarinn,“ segir Mugison en Gúanó stelpan er einkennislag há- tíðarinnar. n ingosig@dv.is Vilborg stefnir á toppinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú á leið upp Everest í Nepal. Komist hún á leiðaraenda verð- ur hún fyrst íslenskra kvenna til þess. Á miðvikudag var hún í hæðaraðlögun, en hún hafði þá náð 4.200 metra hæð á fjallinu og var í Pherichie-búðunum. Hæðar- vandamál gera oft vart við sig eftir að fólk kemst í 4.000 metra hæð, en þau ætluðu sér að vera í búðunum í tvo daga og hefja ferðina aftur upp fjallið á föstu- dag. „Héðan eru svo fimm dagar upp base camp,“ segir Vilborg Arna í ferðapistli á heimasíðu sinni sem þýðir að hún ætti að ná á toppinn fyrir páska. Hún segist bera „óendanlega virðingu“ fyrir Everest og segir það afar fallegt fjall en að þetta sé mikil áskorun. Draumur um árshátíð Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, hárgreiðslukona og umsjónar- maður sjónvarpsþáttarins Lífs- stíll sem sýndur er á Stöð 3, segist hafa verið mjög spennt þegar hún fékk boð á árshátíð 365 miðla í hádeginu sama dag og árshátíðin var haldin um síðustu helgi. „Alla mína ævi hefur mig dreymt um að vinna hjá stórfyrirtæki BARA til þess að geta farið á flotta árshá- tíð!“ sagði Theódóra á bloggsíðu sinni á heimasíðunni Trendnet. Þar greinir hún frá því að Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Skúli Mog- ensen hafi haldið veglegt fyrirpartí fyrir árshátíðina á heimili sínu fyrir starfsfólkið. „Nú hef ég ákveðið að vinna eins lengi og ég get fyrir 365 til að komast á hverju ári á svona fína árshátíð,“ segir Theódóra. Glímdi við ofskavíða Heiðar Örn Kristjánsson, for- sprakki Pollapönks og verðandi Eurovison-fari, greinir frá því í Séð og heyrt þessa vikuna að hann hafi glímt við ofsakvíða sem ung- ur maður. „Þegar ég var rúmlega átján ára til tvítugs þá átti ég við mikinn ofsakvíða að stríða. Fékk erfið kvíðaköst sem leiddu til þess að ég fór til geðlæknis til að leita mér hjálpar sem mér fannst mjög erfitt. Kvíðinn hefur sem betur fer batnað til muna í dag,“ segir Heiðar í viðtalinu. „Köstin komu algjörlega án fyrirvara. Allt hring- snérist og mér fannst ég vera að deyja,“ segir hann en segist ekki hafa viljað ræða þetta opinber- lega fyrr, þar sem almenningur hafi sýnt geðsjúkdómum lítinn skilning og jafnvel fordóma. Hann segir gríðarlega mikilvægt að fjalla um fordóma, en sem kunnugt er fjallar íslenska Eurovison-lagið þetta árið einmitt um það að út- rýma þurfi fordómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.