Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 11.–14. apríl 201414 Fréttir Misnotkun sparisjóðanna n Skýrslan um sparsióðina gefin út n Lýsingar á grófri misnotkun á sparisjóðunum n Varfærnar ályktanir dregnar í skýrslunni og nafnaleynd viðhöfð Í skýrslunni er fjallað um frægan starfslokasamning sem gerð- ur var við Geirmund Kristins- son, sparisjóðsstjóra í Keflavík. Niðurstaðan úr þeim kafla er sú að sparisjóðurinn hefði ekki þurft að gera svo langan starfslokasamning við Geirmund en hann fékk greidd laun í sex mánuði eftir að hann hætti störfum. Starfslokin voru að hans eigin ósk en ekki stjórnar sjóðsins og átti hann því ekki rétt á launum í tvö ár líkt og hann hefði átt ef hann hefði verið rekinn. Ekkert í umfjöll- un nefndarinnar bendir til að Spari- sjóðurinn í Keflavík hafi þurft að gera svo langan starfslokasamning við Geirmund. Orðrétt segir um starfslokasamn- inginn í skýrslunni: „Í fundargerð stjórnar sparisjóðsins 21. apríl 2009 var bókað að „Geirmundur Kristins- son sagði frá því að hann myndi láta af störfum 1. júní n.k og ætli að tilkynna það á aðalfundinum á morgun. Formaður og varaformaður hafa gengið frá starfslokasamningi við Geirmund, hann hefur starfs- skyldu til áramóta og fær svo launa- greiðslur í 6 mánuði eftir það. Lög- manni falið að ganga frá skriflegum samningi milli sparisjóðsins og Geir- mundar“. Stuttu síðar var ákveðið að Geirmundur myndi sitja áfram í stjórnum þeirra félaga sem hann hafði setið í fyrir hönd sparisjóðsins til loka ársins. „Formanni síðan falið að ganga frá málum GK. Formaður gat þess að GK hefði ekki gert kröfu um 24 mánaða uppsagnarfrest eins og túlka megi af ráðningarsamn- ingi hans.“ Draga má í efa túlkun for- mannsins á ráðningarsamningnum því 24 mánaða eingreiðsla við starfs- lok átti einungis við ef sparisjóðs- stjóra væri sagt upp í tengslum við grundvallarbreytingu á eignarhaldi eða stjórnun sparisjóðsins. „Starfslokasamningurinn varð tilefni til mikillar umfjöllunar í fjöl- miðlum. Samningurinn var til í tveimur mismunandi útgáfum sem báðar voru undirritaðar af stjórnar- formanni og sparisjóðsstjóra og dag- settar 2. júní 2009. Í báðum gerðum samningsins stóð til að sparisjóðs- stjórinn léti af störfum 1. júní en yrði nýjum sparisjóðsstjóra til aðstoðar til 31. desember 2009 og sæti einnig fram að því í þeim stjórnum sem sparisjóðurinn hafði falið honum að sitja í. Ráðningarsamningur hans skyldi gilda til 31. desember en 1. jan- úar 2010 skyldu honum greidd sex mánaðarlaun í eingreiðslu. Það sem var frábrugðið milli útgáfa samn- ingsins var að í öðrum var kveðið á um endurútreikning láns til einstak- lings sem tengdist sparisjóðsstjóran- um og lánið flutt í einkahlutafélag, auk þess sem honum voru heimil- uð afnot af orlofsíbúð sparisjóðsins í tilefni af fjölskylduhátíð. Þáverandi stjórnarformaður sagði í skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni að hann hefði kvittað undir rangan samning. Tvær útgáfur samningsins hefðu verið til umræðu vegna þess að sparisjóðs- stjóri hefði viljað fá ákveðin kjör, það hefði hins vegar ekki verið samþykkt en formaður stjórnar hefði fyrir mis- tök undirritað rangan samning. Hann sagði aldrei hafa reynt á inni- hald þess samnings því innihaldið úr réttum samningi hefði verið lesið upp á fundi stjórnar þegar hann var undirritaður. Réttur samningur hefði komið til framkvæmda. Þessu ber ekki saman við það sem fyrrverandi aðalbókari sparisjóðsins tjáði rannsóknarnefndinni í skýrslu sinni. Stjórnin hefði beðið hann að yfirfara starfslokasamning við spari- sjóðsstjóra og hefðu nokkur atriði komið upp við þá skoðun sem leiddu til þess að samningurinn var dreg- inn til baka. Í honum hafi verið at- riði sem ekki vörðuðu starfslok spari- sjóðsstjóra og var samkomulagið því leiðrétt og ákveðin atriði látin ganga til baka. Aðalbókari yfirfór notkun sparisjóðsstjóra á greiðslukortum og tékkareikningum sparisjóðsins við sömu skoðun og var samið um það að sparisjóðsstjórinn endurgreiddi 2 milljónir króna vegna notkunar greiðslukortsins en þær voru dregnar af starfslokagreiðslu til hans. Ekki er að finna frekari umfjöllun í fundar- gerðum stjórnar sparisjóðsins um starfslokasamninginn en þá sem framar er greint frá, þ.e. frá 21. apríl og 26. maí 2009.“ n Óþarfur sex mánaða starfslokasamningur Í skýrslunni kemur fram með skýr- um hætti að fræg tólf milljarða arðgreiðsla Byrs til hluthafa sinna árið 2008 hafi verið lögbrot. Hún var um helmingi hærri en hagn- aður félagsins árið á undan og því klárt lögbrot. Hann nam hins vegar einungis rúmlega átta milljörðum. Arðgreiðslan var því um átta millj- örðum hærri en hún hefði mátt vera. Þrátt fyrir það dregur nefndin ekki þá augljósu ályktun af þess- um staðreyndum að arðgreiðslan hafi verið skýrt lögbrot. Orðrétt segir nefndin um arðgreiðsluna: „Byr sparisjóður greiddi stofnfjár- höfum tvisvar sinnum arð af stofn- fénu, þ.e. árin 2007 og 2008 vegna áranna 2006 og 2007, samtals rúma 12,3 milljarða króna. Fyrri arð- greiðslan var í samræmi við reglur Tryggingasjóðs sparisjóða, en hins vegar var hún lítillega breytt frá til- lögu stjórnar og samþykkt aðalfund- ar sem tiltók að greiddur skyldi 16% arður, að fjárhæð 37 milljónir króna. Í reynd voru greiddar 38,9 milljón- ir króna, eða 16,8% af stofnfé, í lok árs 2006. Síðari arðgreiðslan var 185 milljónum króna hærri en samþykkt aðalfundar hljóðaði upp á, það er að segja 44,7% í stað 44% af stofnfé. Raunávöxtun eigin fjár sparisjóðsins árið 2007 var 41,7%, þannig að til- laga stjórnar sem aðalfundur sam- þykkti var nokkuð hærri. Þessi arð- greiðsla var því umfram það heimilt var. Samkvæmt ársreikningi Byrs sparisjóðs 2008 var greiddur arður upp á 12.191 milljón króna vegna ársins 2007. Það var 4.260 milljónum króna umfram hagnað ársins 2007. Þá er búið að taka tillit til ónýttrar heimildar til arðgreiðslu vegna upp- töku IFRS hjá Sparisjóði vélstjóra árið 2006 upp á tæpar 2 milljónir króna sem hefði mátt greiða út árið 2007. Byr sparisjóður greiddi ekki arð eftir þetta. Reglur Tryggingasjóðs giltu til ársins 2009 þegar lögum var breytt og eftir það mátti greiða út arð sem næmi að hámarki 50% af hagn- aði. Arðgreiðslur og forsendur þeirra eru tíundaðar í töflu 52. Í lögum um fjármálafyrirtæki var heimild til að endurmeta stofnfé sparisjóðs og greiða inn á stofnfjár- reikninga stofnfjáreigenda og skyldi höfð hliðsjón af verðlagsbreytingum við endurmatið Árin 2006 og 2007 var stofnfé Byrs sparisjóðs hækk- að með endurmati vegna verðlags- breytinga um tæpar 298 milljón- ir króna. Endurmat vegna ársins 2007 var rúmum 188 milljónum króna hærra en lögin heimiluðu. Þar sagði að nýtt stofnfé nyti hlutfallslegs endurmats miðað við inngreiðslu þess innan ársins. Tvær miklar stofn- fjáraukningar í sparisjóðnum á ár- inu 2007, upp á tæpa 2,6 milljarða króna seint í september og rúma 23,7 milljarða króna seint í desember, áttu því ekki að vega mikið við útreikn- ing á endurmatinu. Heimilt var að endurmeta stofnféð um 95,6 millj- ónir króna en í ársreikn- ingi 2007 voru 284 milljón- ir króna færðar úr varasjóði til hækkunar stofnfjár und- ir þessum lið. Stofnfé var svo ekki verðbætt eftir 2007.“ n Arðgreiðsla Byrs skýrt lögbrot F jallað um valdataflið um Spari- sjóð Hólahrepps í Skaga- firði árið 2004. Þar segir með- al annars að tveir af helstu stjórnendum Kaupfélags Skag- firðinga, Sigurjón Rúnar Rafnsson og Jón Eðvald Friðriksson, hafi beitt sér fyrir því að reka sparisjóðsstjórann Kristján Hjelm. Í skýrslunni um Íbúðalánasjóð sem búið er að gefa út er fjallað nokk- uð ítarlega um Sparisjóð Hólahrepps og hvernig KS vildi ná sjóðnum á sitt vald. Þar er fjallað um deilur sem upp komu á milli milli Kristjáns Hjelm og Sigurjóns Rúnars vegna viðskipta sjóðsins en sparisjóðsstjór- inn vildi þá ekki fara að vilja KS og deila hluta af vaxtamun, sem sjóður- inn fékk í tilteknum viðskiptum, með Kaupfélaginu á Sauðárkróki. Athygli vekur að er ekki vísað til skýrslunn- ar um Íbúðalánasjóð varðandi átök- in um Sparisjóð Hólahrepps sem þar er lýst. Í vissum skilningi má segja að skýrslan um Íbúðalánasjóð sé meira afhjúpandi um þetta efni en skýrslan um sparisjóðina. Þó segir að tve- ir stjórnarmenn hafi talið að kaup- félagið beitti „óvægnum bolabrögð- um“ til að ná undirtökum í sjóðnum. „Á stjórnarfundi sparisjóðsins sem haldinn var með fulltrúum frá Fjármálaeftirlitinu 28. apríl 2004 var samþykkt að aðalfundur yrði 26. maí sama ár. Aðalfundurinn var haldinn eins og áætlað var og á fundinum voru aðalmenn og varamenn stjórn- ar frá síðasta aðalfundi endurkjörnir. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar var rætt um starfslok sparisjóðsstjóra en tveir stjórnarmenn, Sigurjón R. Rafnsson og Jón E. Friðriksson höfðu farið fram á að hann léti af störfum. Valgeir Bjarnason og Sverrir Magn- ússon létu þá bóka eftirfarandi: Við undirritaðir stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps mótmæl- um harðlega brotthvarfi Kristjáns Hjelm úr starfi sparisjóðsstjóra og getum ekki fallist á uppsögn hans. Það er ljóst að brotthvarf hans úr starfi sparisjóðsstjóra er þvingað fram með óvægnum bolabrögðum af hálfu Kaupfélags Skagfirðinga og fulltrúum þess í sparisjóðsstjórninni, sem engin rök eru færð fyrir. Kristján Hjelm sparisjóðsstjóri hefur reynst trúr og góður starfsmaður sem hef- ur unnið samkvæmt hugsjónum og starfsreglum sparisjóðanna og laðað að viðskiptavini. Framtíð Sparisjóðs Hólahrepps er nú stefnt í mikla óvissu og vísum við allri ábyrgð á hend- ur öðrum stjórnarmönnum vegna þeirra vinnubragða sem þeir nú beita í stjórnun sjóðsins. Engar tillögur eru lagðar fram um framtíðarlausnir fyr- ir sjálfstæða starfsemi sjóðsins, að- eins virðist ætlunin að hann verði rekinn sem deild í rekstri Kaupfélags Skagfirðinga. Með þessum hætti er gengið þvert á hugsjónir og forsend- ur sparisjóðanna og því mótmæl- um við þessari aðför fulltrúa Kaup- félags Skagfirðinga að Sparisjóði Hólahrepps og áskiljum okkur rétt til að verja hagsmuni hans og sjálfstæði með öllum tiltækum ráðum. Sigurjón R. Rafnsson lét þá bóka að hann sæti sem einstaklingur í stjórn sparisjóðsins, einungis með hagsmuni Sparisjóðs Hólahrepps í huga. Hann teldi það lykilforsendu fyrir vexti og framgangi sjóðsins að skipta um sparisjóðsstjóra þar sem núverandi sparisjóðsstjóri hefði tekið afstöðu í ágreiningi stofnfjáreigenda. Jón E. Friðriksson tók fram á fundin- um að hann sæti í stjórn sparisjóðs- ins fyrir sitt eigið stofnfé. Ekki var bók- að hver afstaða stjórnarformannsins, Magnúsar D. Brandssonar, var í þessu máli. Fyrir rannsóknarnefnd Alþing- is sagði fyrrum sparisjóðsstjóri að honum hefði verið tjáð að til þess að ná sátt um sparisjóðinn þyrfti hann að fara og hann hefði viljað að sáttir næðust.“ n „Óvægin bolabrögð“ Kaupfélags Skagfirðinga Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson Reyndu að ná yfirráðum í Spari- sjóði Hólahrepps. Óþarfi Sparisjóðurinn í Keflavík hefði ekki þurft að greiða Geirmundi Kristinssyni laun í sex mánuði eftir að hann lét af störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.