Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 11.–14. apríl 2014 F R E YJ U UPPLIFÐU ÆVINTÝRIÐ Á FREYJUHEIMUR.IS Þú gætir unnið glæsilega vinninga! Fáðu þér gómsætt páskaegg frá Freyju, finndu fjársjóðinn inni í egginu, og freistaðu svo gæfunnar með leynikóðanum á freyjuheimur.is. iPad iPad mini iPhone n Tveir ákærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglu n „Teljum okkur sjá aukningu“ T veir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir hót­ anir og ofbeldi gegn lög­ reglumönnum sem voru við skyldustörf. Annar maðurinn hótaði að skera augun úr lögreglumönnum, en hinn sló lögreglumann í andlitið svo sá á lögreglumanninum. Um tvö aðskilin mál er að ræða. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir brot á 106 gr. almennra hegn­ ingarlaga, það er brot gegn vald­ stjórninni. Þar segir að hver sem ráðist með ofbeldi eða hótunum um slíkt á opinberan starfsmann sem er að gegna skyldustarfi sínu geti sætt fangelsi allt að sex árum eða fengið sekt. Saksóknari krefst þess í báðum málum að mennirnir verði dæmd­ ir til refsingar og til þess að greiða sakarkostnað málanna. Hótaði löggunni Í öðru málinu er um að ræða karl­ mann á fertugsaldri sem var að skemmta sér á skemmtistaðnum Bunk Bar í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir síðustu áramót. Lögregla var kölluð til á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var mjög ölvaður og sýndi af sér bæði „óspektir og hneykslan á almannafæri,“ að því að fram kemur í ákæru sem DV hefur undir höndum. Þar segir að maðurinn hafi ónáð­ að gesti skemmtistaðarins og starfs­ menn hans með ögrandi framkomu. Þegar lögregla hafði svo afskipti af manninum fyrir utan skemmti­ staðinn reiddist hann mjög. Segir í ákæru að maðurinn hafi hótað lög­ reglumönnunum ítrekað eftir að þeir höfðu afskipti af honum, en hann var grunaður um áfengislagabrot og lík­ amsmeiðingar á þeim tímapunkti, að því að fram kemur í ákærunni. Maðurinn hrópaði ítrekað að lög­ reglumönnunum: „I will cut your eyes out“ sem útleggst á íslensku: „Ég mun skera úr þér augun“. Sló lögreglumann Hinn maðurinn hefur verið ákærð­ ur fyrir að beita lögreglumann lík­ amlegu ofbeldi. Í ákæru kemur fram að í mars í fyrra hafi maður­ inn verið fyrir utan skemmtistað­ inn Irish Pub við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Maðurinn fór ekki eftir fyrirmælum lögreglumanns um að hverfa af vettvangi. Þess í stað réðst hann með ofbeldi á lögreglumann­ inn að því að fram kemur í ákæru. Þar segir að hann hafi slegið lög­ reglumanninn með hnefahöggi vinstra megin í höfuðið. Lögreglu­ maðurinn fékk við það yfirborðs­ áverka á hálsi. Þetta þykir varða við sama lagaákvæði, fyrrnefnda 106 gr. almennra hegningarlaga. Ofbeldi færist í aukana Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir það því miður vera svo að of­ beldi gegn lögreglumönnum og hót­ anir séu að færast í aukana. Margir lögreglumenn verði fyrir slíku við skyldustörf og jafnvel utan vinnu­ tíma. „Við teljum okkur sjá aukn­ ingu, þótt það hafi ekki verið mælt sérstaklega nýlega. Það sem meira er, er að okkur finnst þetta farið að verða grófara,“ segir Snorri sem bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið gerð skýrsla sem sýndi að ofbeldi gegn íslenskum lögreglu­ mönnum hefði aukist. „Við sjáum að það er einnig að gerast erlendis, bæði á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu,“ segir hann. Í flestum tilvikum tilkynna lögreglu­ menn um hótanir eða ofbeldi sem þeir verða fyrir þótt það leiði ekki alltaf til ákæru segir Snorri. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég mun skera úr þér augun Ofbeldi gegn lögreglu grófara Hóta lögreglunni Snorri segir það vera algengt að lögreglumenn þurfi að glíma við hótanir og ofbeldi í starfi. Myndin er úr safni. Mynd Sigtryggur ari Endurbætur á Gerðubergi Í sumar verður unnið að endur­ bótum og breytingum á menn­ ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti til að mæta framtíðar­ þörfum starfseminnar. Fram­ kvæmdir verða boðnar út fljót­ lega og er stefnt á að þeim ljúki í september. Sem kunnugt er er Gerðuberg alhliða menningar­ og mannlífs­ miðstöð í Breiðholti. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með breytingunum verði auðveldara að samhæfa starfsemina í húsinu og styrkja rekstrargrundvöll henn­ ar. Breytingarnar eiga að bæta nýtingu húsnæðisins, auka flæði milli bókasafns, veitingaaðstöðu, sem og sýninga­ og fundarsala. Ásýnd hússins verður nútíma­ legri og fallegri, segir í greinargerð með breytingunum, og aðstaða veitingaþjónustu batnar. Breytingar verða gerðar á efri hæð hússins og eru helstu breytingar þær að opnað verður frá kaffihúsi inn í bókasafnið og inn í sýningarrými í vesturálmu. Þá verður eldhúsaðstöðu breytt í kaffi­ og fundaraðstöðu, en eld­ hús og afgreiðsla flutt nær anddyri hússins. Tækifærið verður notað til að bæta lýsingu og hljóðvist í kaffihúsi. Í kynningu á breytingunum fyrir borgarráði segir að unnið sé að úttekt á tækifærum í samruna Borgarbókasafns Reykjavíkur og menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. Styrkja á framtíðar­ hlutverk almenningsbókasafna sem menningarmiðja í hverfum borgarinnar með áherslu á fjöl­ breytta dagskrá árið um kring. Vilji er til að bókmenntum og bókmenningu verði gert sérstak­ lega hátt undir höfði með við­ burðum, til dæmis í samvinnu við Bókmenntaborgina og aðila sem henni tengjast. Akstur bannaður Akstur hefur verið bannaður á hálendinu að sögn Vegagerðar­ innar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru nú þegar frost er að fara úr jörðu. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leið­ um og virða akstursbann þar sem það er í gildi. Umferðar­ þjónusta Vegagerðarinnar veitir nánari upplýsingar í síma 1777.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.