Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 46
Helgarblað 11.–14. apríl 201446 Lífsstíll Skyggnst ofan í rjúkandi jökuleldstöð Það er ekki oft á lífsleiðinni sem fólki býðst sá girnilegi göngumöguleiki að ganga á jökli að nýrri jökuleldstöð til að skoða hrikalegar afleiðingar eldgoss undir jökli og jökulhlaups. Og það allt á einum góðum göngudegi! Gosið undir Eyjafjallajökli breytti landslagi jökulsins tölu- vert og enginn fjallamaður ætti að láta það framhjá sér fara að skoða afleiðingar þessara nýaf- stöðnu hamfara. Á laugardaginn býður Ferða- félag Íslands upp á göngu á Eyjafjallajökul af Þórsmerkur- vegi um Grýtutind og Skerin. Ferðin ber nafnið Skyggnst í iður jarðar og skráning fer fram á skrifstofu FÍ í síma 568-2533 fyr- ir kl. 15 á föstudag. Kræklingar í Hvalfirði Nú fer hver að verða síðastur að tína gómsætan krækling í soðið áður en of hlýtt verður. Á laugar- daginn sameinast Ferðafélag barnanna, Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands í kræklinga- ferð í Hvalfjörð. Byrjað verður á því að fræðast um kræklinginn og svo verður tínt og safnað en líka smakkað því. Kveikt verður á prímus í flæðarmálinu til að sýna hvernig gott er að elda þennan dásemdarmat. Gísli Már, sem er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Há- skóla Íslands, og Halldór Pálmar, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferðina á slóðir kræklingsins við Fossá í Hvalfirði. Þátttakendur mæti í stígvélum og taki með sér ílát fyrir krækling. Brottför: Kl. 9.45 á einkabílum frá Öskju, náttúrufræðahúsi Há- skóla Íslands. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Í snjóhúsi í Tindfjöllum Á meðan sumir vilja sitja páskana af sér í upphituðum sumarbústað við súkkulaði- og lambakjötsát kjósa aðrir að verja fríi sínu á ögn meira krefjandi hátt, berjast áfram á gönguskíðum, beita ísöx- um og mannbroddum til að klífa ísaða fjallstinda og sofa í snjóhúsi þess á milli. Harðhausum landsins og öll- um hinum sem vilja prófa eitt- hvað nýtt og ævintýralegt stendur til boða að taka þátt í hinni full- komnu vetrarfjallamennskuferð núna um páskana. Farið verður í Tindfjöll í alls konar vetrar ævintýri – tindar toppaðir, snjóhús gerð, fræðst um snjóflóð og gengið á gönguskíðum. Gist verður í snjó- húsum, tjöldum eða inni í skála. Nánari upplýsingar á fi.is L augavegurinn sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur er án efa fræg- asta og vinsælasta gönguleið landsins. Leiðin er að jafnaði gengin á fjórum dögum og hefst í Landmannalaugum. Þaðan er geng- ið í Hrafntinnusker, þá í Álftavatn eða Hvanngil og svo í Emstrur og ferðin endar í Þórsmörk. Á leiðinni gista ferðalangar í skálum Ferða- félags Íslands eða á tjaldstæðum á þeim gististöðum sem nefndir hafa verið. Hinn hefðbundni Laugaveg- ur er 55 kílómetra langur svo af því má ráða að þegar deilt er á fjóra daga eru dagleiðir ekki mjög langar. Margir ganga með allan sinn farang- ur á bakinu en afar vinsælt er að fara svokallaðar „trússferðir“. Þá er far- angur og matur ferðalanga fluttur á bílum í hvern náttstað fyrir sig og því þurfa þeir einungis að bera nesti til dagsins og skjólfatnað. Af þessum sökum er Laugavegurinn gönguleið sem flestir göngugarpar á öllum aldri geta farið án þess að leggja of hart að sér. „Hinn óeiginlegi Laugavegur“ En til eru aðrir Laugavegir en hinn hefðbundni. Undanfarin ár hefur Ferðafélag Íslands efnt til göngu- ferða eftir leið sem kölluð er: „Hinn óeiginlegi Laugavegur“. Þá er ferð- ast milli Landmannalauga og Þórs- merkur á fjórum dögum og gist í Hrafntinnuskeri, Hvanngili, Emstr- um og Langadal. Gengnar eru fáfarnar slóðir um Jökulgil, Reykja- fjöll, Torfajökul, Kaldaklof, Súlu- hryggi, Almenninga, Fauskatorfur og fleiri staði sem fáir göngumenn heimsækja. Á hverju kvöldi koma svo göngumenn inn á hinn fjölfarna hefðbundna Laugaveg og gista í skála en allur farangur er fluttur. Það voru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, fararstjórar hjá Ferðafélagi Íslands, sem skipulögðu þessa óvenjulegu gönguleið og hafa sinnt henni undanfarin ár. Hinn óeiginlegi Laugavegur er nærri 80 kílómetrar að lengd og nokkuð erfiðari en hinn hefðbundni. Oft þarf að klífa brattar brekkur, þvera kröpp gil og vaða ár við erfiðar aðstæður svo þessi ferð gerir meiri kröfur til úthalds og hörku ferða- langa en hin venjulega leið. Örfá sæti laus um verslunarmannahelgina Hinn óeiginlegi Laugavegur verður genginn í sumar og hefur verslun- armannahelgin orðið fyrir valinu. Þarna gefst því einstakt tækifæri til þess að komast undan látlausum fréttaflutningi um umferðina og veðrið sem enginn hefur áhuga á og verja frekar fjórum dögum á afar fáförnum og sjaldséðum slóðum á Fjallabaki. Á leið ferðalanga verða fáséð nátt- úruundur á borð við kolsýruhveri og tvílitan foss að ógleymdum hinum ótrúlegu ölkeldum sem leynast í gilj- unum bak við Háskerðing í Kalda- klofsfjöllum. Sá sem hefur kropið þar niður og bergt af kaleik sjálfr- ar náttúrunnar, ískalt og svalandi ölkelduvatn, verður eftir það tengd- ur landinu sterkari böndum en áður. Með fullum þægindum Óeiginlegi Laugavegurinn er trúss- aður sem þýðir að allur farangur og matur er fluttur milli skála fyr- ir ferðalangana sem ganga aðeins með léttan dagpoka yfir daginn. Það eru áhrifamikil viðbrigði að ganga allan daginn án þess að sjá slóðir eða aðra göngumenn umfram hóp- inn sem er á ferðinni en koma síðan að kvöldi dags í fjölþjóðlegan ys og þys í skálanum. Daginn eftir lesta göngumenn sig á hinum hefðbundna Lauga- vegi en hinir hverfa aftur á vit hins óþekkta og fáfarna. Að vanda eru það Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir sem stýra förinni. Þau hjónin eru reyndustu fararstjórar Ferðafélagsins og meðal víðförlustu Íslendinga um eigið land og þekkja leyndardóma þess flestum öðrum betur. Enn eru nokkur sæti laus í þessa ævintýraferð og hægt að setja sig í samband við Ferðafélag Íslands með því að hringja í síma 568-2533 eða senda póst á netfangið: fi@fi.is n Hinn óeiginlegi Laugavegur n Um afkima og leyndardóma Fjallabaks n Fáséð náttúruundur Háskaslóðir Göngumenn við frussandi hver við Háu- hveri efst í Reykjafjöllum. Þorstanum svalað Gengið til altaris við ölkeldurnar austan Háskerðings. Náttúruperla Á Uppgönguhrygg á leið ofan í Jökulgil. Torfajökull er í baksýn. Á niðurleið Göngumenn feta sig eftir Uppgönguhrygg á leið í Hattver. Fagur foss Hópur við Tvílitafoss í afskekktu gili skammt frá Háuhverum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.