Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 11.–14. apríl 201410 Fréttir Mikill verðmunur hjá dekkja- fyrirtækjum Allt að 86 prósenta verðmunur reyndist vera á skiptingu, umfelg- un og jafnvægisstillingu á hjól- barðaverkstæðum í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum. Eins og flestum er kunnugt er ekki lengur löglegt að aka um á nagladekkjum frá og með 15. apríl. Könnunin náði til 27 hjól- barðaverkstæða víðsvegar um landið, en hún var framkvæmd þann 2. apríl síðastliðinn. Mestur verðmunur í könnun- inni var á þjónustu við dekkja- skipti á jeppa (t.d. Mitshubishi) með 18´´ álfelgum og stálfelgum (265/60R18) sem var ódýrust á 7.157 krónur hjá Bifreiðaverkstæði S.B á Ísafirði en dýrust á 13.320 krónur hjá Öskju. Verðmunurinn var 6.163 krónur, eða 86 prósent. Ódýrasta þjónustan fyrir jepp- ling (t.d. Toyota Rav) á 16´´ álfelg- um (225/70R16) var hjá Dekkja- húsinu, 5.990 krónur, en dýrust á 10.015 krónur hjá Betra gripi í Guðrúnartúni. Verðmunurinn var 4.025 krónur, eða 67 prósent. Kostnaður við dekkjaskipti undir smábíl, minni meðalbíl og meðalbíl á 14, 15 og 16´´ ál- felgu og stálfelgu (175/65R14, 195/65R15 og 205/55R16), var minnstur á 4.990 krónur hjá Dekkjahúsinu Kópavogi, en mestur á 8.510 krónur hjá Öskju. Verðmunurinn var 3.520 krónur, eða 71 prósent. Kannað var verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14,15, 16 og 18´´ á 29 hjólbarðaverk- stæðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Ísafirði, Ak- ureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Verð í könnuninni er án afslátt- ar en verkstæðin bjóða upp á margs konar afsætti t.d. FÍB, eldri borgara- og staðgreiðsluafslátt. ASÍ hvetur því viðskiptavini til að spyrja um afslátt. Allt hreint fyrir páska Vinna við hreinsun gatna og göngustíga í borginni eftir veturinn gengur vel V ið grófsópum fyrst og í seinni umferðinni spúlum við með vatni allar húsa- götur og ákveðnar tengi- brautir,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlands- ins, í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg um verklagið sem viðhaft er við hreinsun gatna og stíga. Síð- ustu daga hefur verið grófsópað en gert er ráð fyrir að hefja götu- þvottinn um miðja næstu viku. Um helgina verður byrjað að spúla lóð- ir við skólana sem þá eru komnir í páskafrí. „Fyrir seinni umferðina þegar við þvoum og sópum verður íbú- um gert viðvart með bréfi og skilt- um og þeir beðnir um að liðka til fyrir hreinsun með því að færa bíla úr götum sem verið er að hreinsa hverju sinni,“ segir Guðjóna. Í tilkynningunni kemur fram að allir hjólastígar og gönguleiðir inn- an hverfa verði sópaðar samhliða samhliða hreinsun í hverfinu, en allir helstu hjólastígar, eða svokall- aðir stofnstígar milli borgarhluta, verða hreinsaðir fyrir páska. Til verksins eru notaðir átta götusópar, þrír vatnsbílar og átta gangstéttasópar. Guðjóna Björk segir að vinna við fyrstu yfirferð gangi vel þrátt fyrir að óvenju mikill sandur sé bæði á götum og gönguleiðum. Miklu magni af sandi var dreift í vetur til að bæta öryggi gangandi vegfarenda í hálkunni. Til að verkið gangi hraðar fyrir sig er unnið samtímis í austurhluta borgarinnar og vesturhluta. Í aust- urhluta borgarinnar var byrjað í Neðra-Breiðholti og Seljahverfi og í vesturhlutanum hófst hreinsun í Vesturbænum og í Háleitishverfi. n einar@dv.is Svifryk Ætla má að svifryksmengun verði minni eftir að hreinsun lýkur. Þetta er ný stjórn Landsvirkjunar Sjálfstæðismaðurinn Jónas Þór Guðmundsson nýr stjórnarformaður J ónas Þór Guðmundsson var kjörinn stjórnarformað- ur Landsvirkjunar í síðustu viku. Hann tekur við af Bryn- dísi Hlöðversdóttur, en hún hafði áður setið á þingi fyrir Samfylk- inguna. Jónas Þór hefur ekki gegnt þingstörfum, en hann hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Fjárfestirinn Ólafur Arnar- son hafði fullyrt á vef sínum að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og ritstjóri Morgun- blaðsins, yrði settur stjórnarformað- ur. „Samkvæmt traustum heimildum Tímaríms mun nú hafa verið ákveðið að hinn nýi stjórnarformaður verður enginn annar en sjálfur Davíð Odds- son,“ skrifaði Ólafur þann 12. mars síðastliðinn. Orðrómur um slíkt varð hávær, en hann reyndist þó ekki réttur þegar upp var staðið. Í stjórn- inni eru einnig fulltrúar stjórnmála- flokka í minnihluta á Alþingi, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Álf- heiður Ingadóttir. Framsóknarmað- urinn Jón Björn Hákonarson, for- seti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er varaformaður stjórnarinnar. DV birtir hér upplýsingar um nýja stjórn Landsvirkjunar. n Jónas Þór Guðmundsson Jónas Þór verður stjórnarformaður Lands- virkjunar. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og þá er hann í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis. Jónas Þór er formaður í Lögmannafélagi Íslands og hefur verið það síðan árið 2012. Hann situr í kjararáði og á þar sæti þangað til í júní á þessu ári, en hann var kosinn þangað inn af Alþingi. Þá á hann einnig sæti í landsdómi. Helgi Jóhannesson Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson var for- maður Lögmannafélagsins frá 2005–2008 og einnig formaður Lögfræðingafélags Ís- lands á árunum 1997–1999. Hann er formaður endurkröfunefndar samkvæmt umferð- arlögum og hefur starfað sem slíkur síðan árið 1991. Þá er hann formaður matsnefndar eignarnámsbóta og sat í málskotsnefnd LÍN frá 1997–2009. Helgi hefur meðal annars unnið sem lögfræðingur fyrir Samherja, en hann er einn eigenda lögfræðistofunnar LEX. Jón Björn Hákonarson Jón Björn er forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar, en hann er eini fulltrúi sveitar- stjórna í stjórninni. Hann sat í skamman tíma á þingi, sem varamaður Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi. Áður var hann upplýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggðar. Hans aðalstarf í dag er hjá Vátryggingafélagi Íslands, en þar er hann þjónustufulltrúi hjá útibúi fyrirtækisins á Reyðarfirði. Hann er jafnframt varafor- maður stjórnar Landsvirkjunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir Þórunn hefur einna mestu reynsluna úr pólitík af þeim sem eru í stjórn Landsvirkj- unar, en hún starfar í dag sem fram- kvæmdastýra Samfylkingarinnar. Áður sat hún á þingi fyrir flokkinn, frá 1999–2011 og var um tíma þingflokksformaður. Hún var umhverfisráðherra frá 2007–2009, í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde. Þórunn er stjórnmálafræðingur að mennt. Álfheiður Ingadóttir Álfheiður hefur reynslu af stjórnarstörf- um Landsvirkjunar, því hún sat í stjórn fyrirtækisins frá 2003–2006. Ári eftir að hún fór úr stjórninni var hún kosin á þing fyrir Vinstri græn og sat á þingi allt til ársins 2013. Hún var heilbrigðisráðherra frá 2009–2010, en hún er með háskólapróf í líffræði. Álfheiður hefur einhverja reynslu af störfum við orkutengd mál, því hún var í nefnd um mótun orkustefnu Reykjavíkur- borgar frá 2002–2003. Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Landsvirkjun Ný stjórn var kosin á dögunum. Þar sitja bæði fulltrúar ríkisstjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Mynd dV Ráðist á lög- reglumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst á miðvikudag tilkynning um að bifreið hefði verið stolið í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að lögreglu- menn í Kópavogi hafi séð bif- reiðina í akstri á Reykjanesbraut móts við Kost. Lögreglan gaf ökumanni merki um að stöðva bifreiðina en hann varð ekki við þeirri beiðni. Bifreiðin var stöðv- uð skömmu síðar og fór ökumað- urinn ekki að fyrirmælum lög- reglu og réðst á lögreglumann. Í tilkynningu segir að ökumaður- inn hafi því verið handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt yrði að ræða við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.