Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 51
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Sport 51 City spilar til sigurs á Anfield n Rodgers, þjálfari Liverpool, undirbýr liðið vel fyrir stórleik helgarinnar n Chelsea ekki úr leik K nattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir að sunnu- dagurinn renni upp en þá tekur Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, á móti Manchester City á Anfield. Þeir rauðklæddu eiga aðeins fimm leiki eftir af deildinni og eru einir í efsta sæti með 74 stig. City-menn eru í 3. sæti með 70 stig en eiga þó tvo leiki til góða á toppliðið. Vinni Liver- pool þá leiki sem það á eftir er ljóst að Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, hampar Englandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti á ferlinum. Toppslagur í Liverpool „Andrúmsloftið mun verða raf- magnað,“ segir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, í að- draganda leiksins en víðfrægir stuðningsmenn félagsins hafa tekið við sér svo um munar á síðastliðn- um vikum. „Ég leyfi mér þó aðeins að hugsa um næstu æfingu. Ég þarf að undirbúa liðið vel og sjá til þess að æfingavikan fyrir leikinn verði góð.“ Um síðustu helgi bar Manchester City sigurorð af Southampton á heimavelli sínum, 4–1. Spila- mennska City-manna þótti afar sannfærandi, sérstaklega í seinni hálfleik, og virtust þeir ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum. Manuel Pellegrini tók við stjórn liðsins í fyrrasumar eftir að hafa stýrt spænska liðinu Málaga í þrjú ár. Þar áður sat hann við stjórnvölinn hjá stórstjörnunum í Real Madrid. Pellegrini, sem vill síður taka þátt í sálfræðistríðum eins og kollegi sinn hjá Chelsea, segir við fjölmiðla að það sé ekki í boði að koma á Anfield til þess að verja stigið. „Við spilum til sigurs,“ útskýrir Pellegrini. „Ef þú spilar upp á jafn- tefli þá tapar þú.“ Svo einfalt er það. Chelsea þarf sigur í Wales Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur talað lið sitt ítrekað niður í vetur. Hann segir að Chelsea-liðið þurfi lengri tíma til þess að það verði jafn sterkt og vilji stendur til. Það dylst þó eng- um um að ef Mourinho eygir von um að bæta við titli í safnið ger- ir hann allt til þess að tryggja sér hann. Staðan er sú að Chelsea situr í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Liver- pool, og á góðan möguleika á að verða Englandsmeistari. Liðið sæk- ir Swansea heim á sunnudaginn en flautað verður til leiks strax á eftir toppslagnum. Á laugardaginn tekur Fulham á móti Norwich City í fallbaráttuslag helgarinnar. Fulham er í 18. sæti á meðan Norwich er fimm stigum á undan í 17. sæti. Fulham verður því að sigra til þess að geta saxað á for- skot þeirra gulu. Norwich hefur verið í sviðs- ljósinu í vikunni vegna brottreksturs Chris Hughton, knattspyrnustjóra liðsins til tveggja ára, og ráðningar Neil Adams í hans stað. Adams er fyrrverandi leikmaður félagsins og hefur stýrt unglingaliðum þess með góðum árangri. David McNa- lly, framkvæmdastjóri Norwich, seg- ir að ef stuðningsmenn liðsins fylki sér að baki hinum nýráðna stjóra sé möguleiki á að enda tímabilið á já- kvæðum nótum. n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Hvað gerir Suarez? Það má búast við hörkuleik á Anfield á sunnudaginn. Mynd ReuTeRS Dreymdi að Liverpool sigri í ensku deildinni Spáir markaleik á sunnudaginn „Það væri óskandi fyrir land og þjóð að Liverpool tæki þetta,“ segir Gunnar Sigurðarson, fjölmiðlamaður með meiru, þegar blaðamaður slær á þráð- inn til hans og spyr hann út í stórleik helgarinnar. „Þeir eru rosalega margir, Liverpool-stuðningsmennirnir, og þeir eru nokkuð fáir sem eru aðdáendur Manchester City.“ Gunnar, sem er harður stuðningsmaður Ipswich á Englandi, hefur gaman af því að sjá minni spámönnunum vegna vel. „Mér hugnast það alltaf þegar litlu liðin láta til sín taka. Það er tvímælalaust Liverpool í þessu tilfelli. Þetta City-lið, með allar þessar olíuleiðslur inn í borgina, er ekki minn dansleikur.“ Gunnar er þess utan afar hrifinn af leikstíl Liverpool-liðsins sem er afar beinskeyttur og áhorfendavænn. Hann segir Liverpool vera að spila „sinn bolta“ í fyrsta skipti í mörg ár og það sé vel. „Það eru allir á því að Liverpool- boltinn sé ótrúlega skemmtilegur. Það er gaman að horfa á hann,“ segir Gunnar og bendir á síðustu leiki liðsins í því samhengi. „Mig dreymdi að Liverpool myndi vinna ensku úrvalsdeildina. Því lýg ég ekki,“ segir Gunnar og greinir frá draumnum. „Ég var staddur með félaga mínum heima hjá mér og síðustu sekúndurnar voru að fjara út í leik sem endaði með því að Liverpool varð enskur meistari. Ég fylltist einhverri þreytu yfir að allir væru að fagna en að sama skapi var ég ánægður með það.“ Aðspurður hvernig leikurinn muni fara segir Gunnar það nánast ógerlegt að spá fyrir um leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það sé fegurðin við enska boltann. „Engum lifandi manni með mælanlega greindarvísitölu hefði dottið í hug að spá fyrir um velgengni Liverpool í ár fyrir tímabilið,“ nefnir hann máli sínu til stuðnings. Hann ætlar þó að fylgja draumnum og spáir Liverpool sigri í leiknum. „Ég spái 5–4 fyrir Liverpool,“ segir Gunnar. „Þá sjaldan sem mig dreymir fótbolta hefur það oftast ræst.“ Galdramaður með knöttinn Hazard hefur verið frábær í blárri treyju Chelsea í vetur. Mynd ReuTeRS Harður stuðningsmaður Ipswich Gunnar Sigurðarson fjölmiðlamaður. Toppliðin eiga þessa leiki eftir 1 Liverpool – 74 stig Manchester City (h) Norwich (ú) Chelsea (h) Crystal Palace (ú) Newcastle United (h) 2 Chelsea – 72 stig Swansea (ú) Sunderland (h) Liverpool (ú) Norwich (h) Cardiff City (ú) 3 Manchester City – 70 stig Liverpool (ú) Sunderland (h) WBA (h) Crystal Palace (ú) Everton (ú) Aston Villa (h) West Ham (h)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.