Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Fréttir Erlent 25 Þetta eru 10 bestu lönd í heimi n Aðeins í tveimur löndum er betra að búa en á Íslandi n Norðurlöndin og löndin í Eyjaálfu í efstu sætunum n Horft til lífsgæða og tækifæra íbúa niður eru mengun í andrúmslofti og skortur á umburðarlyndi gagnvart ólíkum trúarbrögðum. Þó tækifæri séu ágæt í landinu gætir nokkurs ójöfnuðar milli stétta þegar kemur að framhaldsmenntun. Þegar litið er á jákvæðar hliðar er aðgengi að upplýsingum í Hollandi frábært, fjölmiðlar eru frjálsir og almennt umburðarlyndi ríkir gagnvart hinsegin fólki. 5 Noregur Heildareinkunn: 87,12 Grunnþarfir: 93,59 (10. sæti) Velferð: 86,94 (4. sæti) Tækifæri: 80,82 Íbúar: 5,0 milljónir n Þótt Noregur sé sú þjóð þar sem landsframleiðsla er mest í heimin- um, skora þeir ekki hæst þegar kem- ur að þeim félagslegum mælikvörð- um sem hér eru skoðaðir. Allar helstu grunnstoðir eru í lagi í Noregi en hátt húsnæðisverð dregur landið nokk- uð niður. Það er í raun eini mæli- kvarðinn þar sem Norðmenn koma illa út, samkvæmt hagfræðiteyminu. Styrkleikarnir eru annars svipað- ir og á Íslandi. Aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er til fyrir myndar eins og tíðni ungbarnadauða, trú- frelsi, frelsi fjölmiðla og spilling, sem er mjög lítil. Eins og Íslendingar hafa Norðmenn ekki aðgang að háskóla- menntun í hæsta gæðaflokki. 6 Svíþjóð Heildareinkunn: 87,08 Grunnþarfir: 94,59 (5. sæti) Velferð: 84,71 (9. sæti) Tækifæri: 81,95 Íbúar: 9,5 milljónir n Svíar eru að sjálfsögðu á með- al efstu landa, eins og hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Segja má að veikleikarnir séu þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum, ekki síst vegna þess að bestu háskólar í heimi eru ekki á Norðurlöndunum. Svíar skora þó lágt, samkvæmt úttektinni, á nokkrum sviðum sem Íslendingar og Norðmenn gera ekki. Þar má nefna að þeir sem glíma við skort, og eiga ekki fyrir mat, eru fleiri nokkuð verr haldnir en aðrir í sömu stöðu í viðmiðunarlöndunum. Þá fer tiltölu- lega lágt hlutfall ungs fólks í fram- haldsskóla. Þegar kemur að tækifær- um sést að nokkuð vantar upp á að komið sé fram við konur af virðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum er ekki eins og best gerist. 7 Kanada Heildareinkunn: 86,95 Grunnþarfir: 93,52 (11. sæti) Velferð: 80,31 (17. sæti) Tækifæri: 87,02 (2. sæti) Íbúar: 34,9 milljónir n Kanadamenn skora hátt á flest- um sviðum, ef velferð er undanskil- in. Í þeim flokki er meðal annars að finna sjálfbærni vistkerfis, en Kanadamenn fá einungis 59,21 stig þar. Í samanburði fær Ísland 73,65 stig í þeim flokki. Þá er aðgangur að drykkjarvatni ekki jafngóður og í öðrum velferðarríkjum. En Kanadamenn eru framúrskarandi á nokkrum sviðum. Aðgangur að framhaldsmenntun er eins og hann gerist bestur og þá eru Kanada- menn mjög umburðarlyndir þegar kemur að minnihlutahópum eins og innflytjendum. 8 Finnland Heildareinkunn: 86,91 Grunnþarfir: 94,63 (4. sæti) Velferð: 84,17 (11. sæti) Tækifæri: 81,92 (8. sæti) Íbúar: 5,4 milljónir n Finnar eru í góðum málum á flestum sviðum en standa sig best þegar grunnþarfir eru annars vegar. Má þar nefna aðgengi að hús- næði á viðráðanlegu verði, að- gengi að hreinu vatni, aðgengi að rafmagni og gæði þess. Þá eru andvana fæðingar fátíðar sem og mæðradauði. Einnig eru Finnar framúrskarandi þegar kemur að trú- frelsi og spillingu, sem er lítil í Finn- landi. Morðtíðni og tíðni sjálfsvíga dregur Finna þó niður samkvæmt útreikningunum og eru þeir af þeim sökum í 11. sæti hvað það varðar. 9 Danmörk Heildareinkunn: 86,55 Grunnþarfir: 95,73 (1. sæti) Velferð: 84,82 (8. sæti) Tækifæri: 79,10 (13. sæti) Íbúar: 5,6 milljónir n Engin þjóð skorar hærra en Danir þegar grunnþarfir eru annars vegar. Andvana fæðingar eru með því lægsta sem gerist og aðgengi að hús- næði á viðráðanlegu verði er gott. Danir geta lifað tiltölulega áhyggju- lausu lífi enda er tíðni ofbeldisglæpa tiltölulega lág í samanburði við aðrar þjóðir. Danir eru hins vegar í 14. sæti þegar kemur að tækifærum. Munar þar mest um fáa háskóla sem skora hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Þá eru lífslíkur Dana minni en hjá þjóð- um með svipaða landsframleiðslu. 10 Ástralía Heildareinkunn: 85,11 Grunnþarfir: 94,57 (14. sæti) Velferð: 80,27 (18. sæti) Tækifæri: 85,54 (3. sæti) Íbúar: 22,7 milljónir n Ástralir eru í ágætis málum og skora einna hæst þegar kemur að réttind- um íbúa, sérstaklega hvað varðar tjáningarfrelsi. Þá skora Ástralar hátt í umburðarlyndi gagnvart innflytjend- um og menntakerfið virðist einnig vera nokkuð gott. Nokkur atriði í flokknum velferð draga landið hins vegar niður, en þar eru Ástralar að- eins með 80,27 stig í samanburði við tæplega 85 stig nágrannaþjóðarinnar Nýja-Sjálands. Tíðni ofbeldisglæpa er nokkuð há í Ástralíu og þá er aðgang- ur að hreinu drykkjarvatni ekki eins og best verður á kosið. Þetta eru skilgreiningarnar Ýmsir þættir eru lagðir til grundvallar útreikningunum en þeim má í raun skipta í þrjá flokka sem hver um sig hefur fjóra undirflokka. Hér að neðan gefur að líta skilgreiningarnar sem notast var við. Grunnþarfir Næring og heilbrigðisþjónusta Hér er átt við vannæringu, vöntun á matvælum, mæðradauða, andvana fæðingar og dánar- tíðni vegna smitsjúkdóma. Vatn og hreinlæti Hér er átt við aðgengi að vatni, hvort heldur sem er í dreifbýli eða þéttbýli, og gæði sorphreinsunar. Húsaskjól Hér er átt við aðgang að húsnæði á viðráðanlegu verði, aðgang að og gæði rafmagns og gæði lofts í húsum. Öryggi Hér er meðal annars átt við tíðni morða, ofbeldisglæpa og umferðarslysa. Velferð Aðgangur að grunnþekkingu Hér er átt við læsi og skóla- þátttöku á öllum skólastigum. Aðgangur að upplýsingum og fjarskiptum Hér er til dæm- is átt við fjölda farsímanotenda, internetnotenda og fjölmiðlafrelsi. Heilsa og hreysti Hér er átt við lífslíkur, offitu, sjúkdómstíðni, loftmengun og sjálfsvígstíðni. Sjálfbærni vistkerfisHér er átt við losun gróðurhúsaloft- tegunda, sjálfbærni vatnsbóla, líffræðilegan fjölbreytileika og kjörlendi villtra dýrategunda. Tækifæri Réttindi Hér er átt við réttindi til pólitískra skoðana, tjáningar- frelsi, félagafrelsi og eignarétt. Frelsi og val Hér er átt við réttinn til persónulegra ákvarðana, trúfrelsi, nútíma þrældóm eins og mansal, tíðni þvingaðra gift- inga, aðgengi að getnaðarvörnum og spillingu. Umburðarlyndi Hér er til dæmis átt við hvernig komið er fram við konur, innflytjendur, samkynhneigða og minnihlutahópa. Æðri menntun Hér er átt við svokallaða þriðja stigs menntun, meðatal ára sem konur ganga í skóla og fjölda virtra háskóla. Vatnsglas Íslendingar eiga nóg af vatni. Það v erður ekki sagt um allar þjóðir. Ávextir Aðgengi að mætvælum er einn þeirra mælikvarða sem til grundvallar er lagður. Efnileg stúlka Norðurlöndunum er það helst til vansa að aðgengi að fyrsta flokks háskólamenntun er af skornum skammti. Gaypride Viðhorf til hinsegin fólks er afar ólíkt eftir heimshlutum og löndum. Á Norð- urlöndunum er ástandið almennt ágætt, miðað við mörg önnur lönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.