Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Lægra kólesteról – betra kynlíf Lækkaðu kólesterólið ef þú vilt lifa betra kynlífi. Þessu halda vís- indamenn við Rutgers-háskól- ann fram eftir að hafa rýnt í 11 rannsóknir á risvanda og notk- unar á statini, lyfi gegn of háu kólesteróli, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Í ljós kom að lyfið lækkaði ekki aðeins of hátt kólesteról heldur hjálpaði einnig í baráttu við ris- vandamál. John Kostis, einn vís- indamanna rannsóknarinnar, segir risvandamál oft tengjast hjartasjúkdómum og geti verið vísbending um slíka sjúkdóma. Hann segir þó frekari rann- sóknir nauðsynlegar og að lækn- ar eigi ekki að ávísa lyfinu fyrir karlmenn sem eigi aðeins við ris- vandamál að stríða. Hann bend- ir þó á að niðurstöðurnar gætu komið sér vel ef læknar eiga í erfið leikum með að fá sjúklinga til að taka lyfið. M argir kannast kannski við þreytutilfinninguna sem kemur upp í kjölfar neyslu stórrar máltíðar. Rannsak- endur við Kaliforníuháskóla hafa nú gefið út niðurstöður rannsóknar sem þeir segja að sýni fram á að neysla unninnar matvöru og offita auki á þreytu og hreyfingarleysi. Oftast hefur hinu öfuga verið haldið fram, það er að segja að leti leiði til offitu. „Fólk í yfirþyngd er oft brenni- merkt sem latt og sagt skorta aga. Niðurstöður okkar benda hins vegar til þess að þessir fordómar, sem fá oft að heyrast í fjölmiðlum, séu rangir og eigi ekki rétt á sér. Okkar gögn sýna að offita af völdum mataræðis sé orsök leti frekar en afleiðing,“ sagði Aaron Blaisdell, einn rannsakendanna í við- tali við Medical News Today nýlega. n Ruslfæðið letur okkur Offita af völdum mataræðis orsök leti frekar en afleiðing Skyndibiti Skyndibitinn getur haft slæm áhrif á okkur. Skiptu út frönskum Ofnbakað blómkál er dæmi um nokkra holla kosti sem koma í stað franskra kartaflna F ranskar kartöflur er vinsælt meðlæti með mat og flestum finnst þær eru hrikalega góð- ar á bragðið. En stundum er gott að skipta þeim út fyrir að- eins hollari valkosti. Hér koma tvær uppskriftir sem hægt er að prófa í staðinn fyrir frönskurnar. Ofnbakað blómkál Ofnbakað blómkál getur verið frá- bært í staðinn fyrir fyrir franskar kartöflur og hér kemur einföld uppskrift að slíku. Það er líka hægt að prófa sig áfram með krydd sem manni finnst gott. Innihald: n Einn meðalstór blómkálshaus n Karríduft n Ólífuolía n Sjávarsalt Aðferð: Forhitið ofninn í 220°C. Hlutið blóm- kálið niður í litla bita og setjið í eld- fast mót. Passið að hlutarnir séu all- ir svipað stórir svo þeir bakist jafnt. Hellið ólífuolíunni yfir blómkálið og kryddið vel með saltinu og karríduft- inu. Gott er að velta blómkálinu að- eins til í mótinu til að þekja það allt. Setjið álpappír yfir mótið og hitið í 10–15 mínútur eða þangað til að það fer að mýkjast og verða að- eins glærra. Þegar því er náð er ál- pappírinn tekinn af og blómkálið eldað þangað til það fer að brúnast á endunum og stökkna. Gott er að salta aðeins eftir á. Rófufranskar Rófur eru bráðhollt grænmeti og því frábært að nota þær sem meðlæti í stað franskra kartaflna. Innihald: n 1 stór rófa n Gróft salt n Chili-duft n Pipar Aðferð: Forhitið ofninn í 200°C. Skrælið rófuna og skerið niður í strimla. Þekið frönskurnar með ólífuolíu og kryddið með saltinu, piparnum og chili-duftinu. Bakið í ofni í 15 mínútur eða þangað til þær eru eldaðar í gegn. Gott er að velta þeim nokkrum sinn- um á meðan þær bakast. Sætkartöflufranskar Sætar kartöflur passa með mörgum réttum og eru mun hollari en venju- legar kartöflur. Hér er einföld upp- skrift að sætkartöflufrönskum: Innihald: n 1 stór sæt kartafla n Gróft salt n Grófmalaður pipar n Ólífuolía Aðferð: Forhitið ofninn í 200°C. Skrælið sætu kartöfluna og skerið í franskar. Þekið frönskurnar með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í ofni í 15 mínútur eða þangað til þær eru eldaðar í gegn og farnar að dökkna örlítið. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Ofnbakað blómkál Sætkartöflu- franskar Þvoðu þér í 20 sekúndur Samkvæmt rannsókn vísinda- mannsins Rolf Halden er líklegt að þú notir bakteríudrepandi handsápu á rangan hátt. Og, það sem verra er, sápan kann að hafa haft áhrif á hormónakerfi þitt. Þetta kemur fram í LiveScience. Að sögn Haldens þurfum við að þvo okkur í 20–30 sekúndur svo sápa virki en hann segir flesta þvo sér um hendurnar aðeins í sex sekúndur. Enn fremur segir Halden ör- verur vera að aðlagast bakteríu- drepandi efnum sem svo mögu- lega geti eflt þol þeirra gagnvart sýklalyfjum. Rófu- franskar Svona mikið er mátulegt Nú þegar páskarnir eru handan hornsins má með sanni segja að tími sætindanna sé runninn upp. Foreldrar ættu að hafa í huga að mjög ung börn ættu, líkt og foreldrar þeirra, að gæta hófs þegar kemur að neyslu sælgætis. Ágæt regla er að barnið fái einn sælgætisbita fyrir hvert lífsár, ef um er að ræða til dæmis bland í poka. Þannig fengi fjögurra ára barn fjóra mola, en sex ára barn sex mola. Svo er einnig hægt að miða við grammafjölda, en börn á aldrinum fjögurra til fimm ára ættu ekki að borða meira en um 45 grömm af sælgæti á dag, þau sem eru sex til níu ára 45 grömm og börn 10–12 ára ættu ekki að borða meira en fimmtíu grömm á dag. Hafa má í huga að ef þessari reglu er fylgt, endist páskaeggið mun lengur en annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.