Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 11.–14. apríl 201424 Fréttir Erlent Þetta eru 10 bestu lönd í heimi n Aðeins í tveimur löndum er betra að búa en á Íslandi n Norðurlöndin og löndin í Eyjaálfu í efstu sætunum n Horft til lífsgæða og tækifæra íbúa 1 Nýja-Sjáland Heildareinkunn: 88,24 Grunnþarfir: 91,74 (18. sæti) Velferð: 84,97 (6. sæti) Tækifæri: 88,01 (1. sæti) Íbúar: 4,4 milljónir (103. sæti) n Nýsjálendingar eru efstir á lista þjóðanna þegar kemur að grunn- þörfum fólks. Aðgangur að vatni og hreinlætisaðstaða er hvergi betri en þar er tekið tillit til vatns- dreifingar og vatnsgæða svo eitt- hvað sé nefnt. Nýsjálendingar gætu gert betur þegar kemur að húsa- skjóli en þar er meðal annars átt við framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði, stöðugleika rafmagns og loft- ræstingu. Aðgengi að upplýsingum er framúrskarandi í landinu en Nýsjálendingar gætu fjárfest betur í sjálfbærni vistkerfisins. Nýja-Sjáland er land tækifæranna og er í fyrsta sæti þegar þeir mælikvarðar sem þar eru lagðir til grundvallar eru skoð- aðir. 2 Sviss Heildareinkunn: 88,19 Grunnþarfir: 94,87 (2. sæti) Velferð: 89,78 (1. sæti) Tækifæri: 79,92 (12. sæti) Íbúar: 8,0 milljónir (83. sæti) n Rétt eins og á Nýja-Sjálandi búa Svisslendingar við fyrsta flokks vatn og góða hreinlætisaðstöðu en gætu, eins og Nýsjálendingar staðið sig betur þegar kemur að húsaskjóli. Ef Svisslendingar vilja komast upp fyrir Nýja-Sjáland þyrftu þeir að ráðast í fjárfestingar á innviðum heilbrigðis- þjónustunnar. Sá flokkur tekur mið af lífslíkum, offitu, loftmengun og sjálfsvígum. Svisslendingar standa sig betur en aðrir í því að veita þegnum sínum tæki- færi til þess að bæta stöðu sína í samfélaginu og þar er frelsi einstak- lingsins mikið. Aðgengi að hágæða menntun er þó nokkuð ábótavant. 3 Ísland Heildareinkunn: 88,07 Grunnþarfir: 94,32 (7. sæti) Velferð: 88,19 (2. sæti) Tækifæri: 81,71 (9. sæti) Íbúar: 320.137 (132. sæti) n Ísland kemst á topp tíu lista yfir alla grunnmælikvarðana þrjá. Hér er aðgangur að drykkjarvatni og hreinlætisaðstaða eins og best gerist í henni veröld. Þegar kemur að öðr- um grunnþörfum stendur Ísland sig síst í húsaskjóli, en þar er til dæmis tekið tillit til framboðs á húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar horft er til velferðarmála stendur Ísland sig frábærlega í aðgengi að upplýs- ingum og samskiptamöguleikum. Hvað flokkinn tækifæri áhrærir er Ísland framarlega í þremur mæli- kvörðum af fjórum. Mannréttindi, umburðarlyndi og frjálsræði er hér með besta móti, en Ísland er aðeins í 21. sæti þegar kemur að aðgengi að menntun í hæsta gæðaflokki. 4 Holland Heildareinkunn: 87,37 Grunnþarfir: 93,91 (8. sæti) Velferð: 87,56 (3. sæti) Tækifæri: 80,53 (11. sæti) Íbúar: 16,8 milljónir (54. sæti) n Hollendingar eru í góðum mál- um. Eins og á Íslandi er í Hollandi frábært aðgengi að hreinu drykkjar- vatni og hreinlætisaðstöðu. Þegar kemur að öðrum grunnþörfum mættu Hollendingar standa sig bet- ur í öryggismálum. Miðað við stöðu landsins er glæpatíðni nokkuð há. Aðrir mælikvarðar sem draga landið Ó víða er betra að búa en á Ís- landi ef tekið er tillit til fé- lagsþátta og umhverfisþátta. Þetta er samkvæmt svokall- aðri Sociel Progress-vísi- tölu sem teymi hagfræðinga, þar á meðal við Harvard-háskóla, hefur tekið saman. Ef heildarniðurstöður eru skoðaðar er Ísland í 3. sæti á list- anum á eftir Sviss og Nýja-Sjálandi sem trónir á toppnum. Í útreikningum er sem fyrr segir tekið tillit til annarra þátta en hefð- bundinna hagfræðilegra þátta eins og launa, hagvaxtar og kaupmáttar, en þess í stað er litið til lífsgæða og félagslegra tækifæra eins og menntunar og mannréttinda. Ná- kvæma útlistun á því hvaða mæli- kvarða er notast við má finna hér til hliðar á opnunni. Ísland fær 88,07 stig af 100 mögu- legum, Sviss 88,19 stig og Nýja-Sjá- land 88,24 stig. Norðurlandaþjóð- irnar skora nokkuð hátt og eru allar í tíu efstu sætunum. Noregur er í 5. sæti á listanum með 87,12 stig, Svíþjóð í 6. sæti með 87,08 stig, Finnland í 8. sæti með 86,91 stig og Danmörk í 9. sæti með 86,55 stig. Í neðstu sætunum eru Afríku- þjóðir. Lægst á blaði er Tsjad með 32,60 stig, Mið-Afríkulýðveldið með 34,17 stig, Búrúndí með 37,33 stig og Gínea með 37,41 stig. Banda- ríkin eru í 16. sæti með 82,77 stig og fjölmennasta ríki heims, Kína, er í 94. sæti listans með 58,67 stig. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Heilsusamlegt umhverfi? Loftmengun er á með al þess sem lagt er til grundvallar. Heilbrigðisþjónusta Aðgengi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er æði misjafnt eftir löndum. Hamingja Ísland er á meðal þeirra ríkja heims þar sem best er að búa. mynd SHuTTErSTock
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.