Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 24
Helgarblað 11.–14. apríl 201424 Fréttir Erlent Þetta eru 10 bestu lönd í heimi n Aðeins í tveimur löndum er betra að búa en á Íslandi n Norðurlöndin og löndin í Eyjaálfu í efstu sætunum n Horft til lífsgæða og tækifæra íbúa 1 Nýja-Sjáland Heildareinkunn: 88,24 Grunnþarfir: 91,74 (18. sæti) Velferð: 84,97 (6. sæti) Tækifæri: 88,01 (1. sæti) Íbúar: 4,4 milljónir (103. sæti) n Nýsjálendingar eru efstir á lista þjóðanna þegar kemur að grunn- þörfum fólks. Aðgangur að vatni og hreinlætisaðstaða er hvergi betri en þar er tekið tillit til vatns- dreifingar og vatnsgæða svo eitt- hvað sé nefnt. Nýsjálendingar gætu gert betur þegar kemur að húsa- skjóli en þar er meðal annars átt við framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði, stöðugleika rafmagns og loft- ræstingu. Aðgengi að upplýsingum er framúrskarandi í landinu en Nýsjálendingar gætu fjárfest betur í sjálfbærni vistkerfisins. Nýja-Sjáland er land tækifæranna og er í fyrsta sæti þegar þeir mælikvarðar sem þar eru lagðir til grundvallar eru skoð- aðir. 2 Sviss Heildareinkunn: 88,19 Grunnþarfir: 94,87 (2. sæti) Velferð: 89,78 (1. sæti) Tækifæri: 79,92 (12. sæti) Íbúar: 8,0 milljónir (83. sæti) n Rétt eins og á Nýja-Sjálandi búa Svisslendingar við fyrsta flokks vatn og góða hreinlætisaðstöðu en gætu, eins og Nýsjálendingar staðið sig betur þegar kemur að húsaskjóli. Ef Svisslendingar vilja komast upp fyrir Nýja-Sjáland þyrftu þeir að ráðast í fjárfestingar á innviðum heilbrigðis- þjónustunnar. Sá flokkur tekur mið af lífslíkum, offitu, loftmengun og sjálfsvígum. Svisslendingar standa sig betur en aðrir í því að veita þegnum sínum tæki- færi til þess að bæta stöðu sína í samfélaginu og þar er frelsi einstak- lingsins mikið. Aðgengi að hágæða menntun er þó nokkuð ábótavant. 3 Ísland Heildareinkunn: 88,07 Grunnþarfir: 94,32 (7. sæti) Velferð: 88,19 (2. sæti) Tækifæri: 81,71 (9. sæti) Íbúar: 320.137 (132. sæti) n Ísland kemst á topp tíu lista yfir alla grunnmælikvarðana þrjá. Hér er aðgangur að drykkjarvatni og hreinlætisaðstaða eins og best gerist í henni veröld. Þegar kemur að öðr- um grunnþörfum stendur Ísland sig síst í húsaskjóli, en þar er til dæmis tekið tillit til framboðs á húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar horft er til velferðarmála stendur Ísland sig frábærlega í aðgengi að upplýs- ingum og samskiptamöguleikum. Hvað flokkinn tækifæri áhrærir er Ísland framarlega í þremur mæli- kvörðum af fjórum. Mannréttindi, umburðarlyndi og frjálsræði er hér með besta móti, en Ísland er aðeins í 21. sæti þegar kemur að aðgengi að menntun í hæsta gæðaflokki. 4 Holland Heildareinkunn: 87,37 Grunnþarfir: 93,91 (8. sæti) Velferð: 87,56 (3. sæti) Tækifæri: 80,53 (11. sæti) Íbúar: 16,8 milljónir (54. sæti) n Hollendingar eru í góðum mál- um. Eins og á Íslandi er í Hollandi frábært aðgengi að hreinu drykkjar- vatni og hreinlætisaðstöðu. Þegar kemur að öðrum grunnþörfum mættu Hollendingar standa sig bet- ur í öryggismálum. Miðað við stöðu landsins er glæpatíðni nokkuð há. Aðrir mælikvarðar sem draga landið Ó víða er betra að búa en á Ís- landi ef tekið er tillit til fé- lagsþátta og umhverfisþátta. Þetta er samkvæmt svokall- aðri Sociel Progress-vísi- tölu sem teymi hagfræðinga, þar á meðal við Harvard-háskóla, hefur tekið saman. Ef heildarniðurstöður eru skoðaðar er Ísland í 3. sæti á list- anum á eftir Sviss og Nýja-Sjálandi sem trónir á toppnum. Í útreikningum er sem fyrr segir tekið tillit til annarra þátta en hefð- bundinna hagfræðilegra þátta eins og launa, hagvaxtar og kaupmáttar, en þess í stað er litið til lífsgæða og félagslegra tækifæra eins og menntunar og mannréttinda. Ná- kvæma útlistun á því hvaða mæli- kvarða er notast við má finna hér til hliðar á opnunni. Ísland fær 88,07 stig af 100 mögu- legum, Sviss 88,19 stig og Nýja-Sjá- land 88,24 stig. Norðurlandaþjóð- irnar skora nokkuð hátt og eru allar í tíu efstu sætunum. Noregur er í 5. sæti á listanum með 87,12 stig, Svíþjóð í 6. sæti með 87,08 stig, Finnland í 8. sæti með 86,91 stig og Danmörk í 9. sæti með 86,55 stig. Í neðstu sætunum eru Afríku- þjóðir. Lægst á blaði er Tsjad með 32,60 stig, Mið-Afríkulýðveldið með 34,17 stig, Búrúndí með 37,33 stig og Gínea með 37,41 stig. Banda- ríkin eru í 16. sæti með 82,77 stig og fjölmennasta ríki heims, Kína, er í 94. sæti listans með 58,67 stig. n Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Heilsusamlegt umhverfi? Loftmengun er á með al þess sem lagt er til grundvallar. Heilbrigðisþjónusta Aðgengi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er æði misjafnt eftir löndum. Hamingja Ísland er á meðal þeirra ríkja heims þar sem best er að búa. mynd SHuTTErSTock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.