Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 11.–14. apríl 201450 Sport Misheppnuð stjóraskipti n Flest stjóraskiptin í enska boltanum í vetur hafa ekki skilað tilætluðum árangri Chris Hughton varð á dögunum níundi knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að missa starf sitt eftir að hann var rekinn frá Norwich. Félög grípa oft til örþrifaráða til að tryggja sæti sitt í deildinni og sitt sýnist hverjum um það. Staðreyndin er sú að tölurnar tala sínu máli. Breska blaðið Daily Mail fjallaði á dögunum um þá knattspyrnustjóra sem hafa verið reknir í vetur og lagði mat á það hvort stjóraskiptin hafi skilað árangri eða ekki. Miðað við niðurstöður Daily Mail hafa langflest stjóraskiptin í vetur ekki skilað tilætluðum árangri. 1 Chris HughtonStjóri Norwich Rekinn: 4. apríl n Norwich ákvað að gefa Hughton sparkið eftir tap gegn West Brom um liðna helgi. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart enda er lítið eftir af tímabilinu og Norwich-liðið fimm stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Við starfinu tók unglingaliðsþjálfarinn Neil Adams og fær hann það verðuga verkefni að tryggja sæti Norwich í deildinni. Verkefnin framundan eru risastór; leikir gegn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort stjóra- skiptin heppnuðust. 2 Rene MeulensteenStjóri Fulham Rekinn: 14. febrúar n Rene Meulensteen tók við Ful- ham-liðinu í desember síðastliðnum af Martin Jol. Meulensteen entist ekki lengi í starfi og var rekinn 14. febrúar síðastliðinn. Við starfinu tók Felix Magath sem varð þar með fyrsti Þjóðverjinn til að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Magath hefur Fulham fengið sex stig í sjö leikjum og bendir flest til þess að liðið falli úr deildinni í vor. Liðið er í 18. sæti, fimm stigum á eftir Norwich sem er í 17. sætinu. Óhætt er að segja að stjóraskiptin hafi ekki skilað tilætluðum árangri og spurning hvort Fulham-menn hefðu ekki bara átt að halda sig við Martin Jol. 3 Michael LaudrupStjóri Swansea Rekinn: 4. febrúar n Swansea hafði ekki átt neitt sérstakt tímabil þegar Laudrup var látinn taka pokann sinn. Besti maður liðsins, Michu, hafði glímt við meiðsli nánast allt tímabilið, en samt sem áður var staða liðsins þokkaleg; 12. sæti með 24 stig úr 24 leikjum. Garry Monk tók við starfinu af Laudrup og má segja að staða liðsins hafi versnað síðan hann tók við. Swansea hefur nú fengið 33 stig úr 33 leikjum en er fallið niður í 15. sæti deildarinnar. Liðið er sex stig- um frá fallsæti og alls ekki öruggt með sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur. 4 Malky MackayStjóri Cardiff Rekinn: 27. desember Mackay var ekki rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Cardiff vegna lélegs árangurs, miklu frekar vegna þess að hann og eigandi félagsins, hinn litríki Vincent Tan, áttu ekki samleið lengur. Þegar Mackay var rekinn var Cardiff-liðið vissulega í fallbaráttu, en þó ekki í fallsæti. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var ráðinn til félagsins en undir hans stjórn hefur Cardiff-liðið tapað níu af fjórtán leikjum og viðurkennir Solskjær að liðið þurfi kraftaverk til að halda sér í deildinni. Cardiff er í 19. sæti deildarinnar með 26 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Hefði Mackay fengið að klára tímabilið væri liðið að öllum líkindum í betri stöðu en það er í. 5 Andre Villas-BoasStjóri Tottenham Rekinn: 16. desember Andre Villas-Boas, sem áður var knattspyrnustjóri Chelsea, var rekinn frá Tottenham eftir slæm töp í deildinni, þar á meðal 6–0 gegn Manchester City og 5–0 gegn Liver- pool á heimavelli. Þann 16. desember var Tottenham-liðið samt í þokka- legum málum í deildinni, 5 stigum frá Meistaradeildarsæti og 8 stigum frá toppsætinu. Tim Sherwood tók við starfinu og lofaði byrjun hans góðu. Nú þegar lítið er eftir af mótinu á Tottenham litla möguleika á Meistaradeildarsæti. Segja má að árangur Sherwoods hingað til sé á pari við árangur Villas- Boas sem er væntanlega ekki það sem Daniel Levy og stjórnendur Tottenham höfðu vonast eftir. 6 Steve ClarkeStjóri West Brom Rekinn: 14. desember West Brom var tveimur stigum frá fallsæti þegar Steve Clarke fékk sparkið skömmu fyrir jól. Við starfinu tók tiltölulega óþekktur Spánverji, Pepe Mel. Þótt West Brom sé enn í neðri hluta deildarinnar virðist liðið vera sloppið við fall – og til þess var leikurinn gerður hjá stjórn West Brom. Liðið er sem stendur í 16. sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá fallsæti, og á auk þess leik til góða á flest liðin í kringum sig. Þótt árangur liðsins í vetur hafi valdið vonbrigðum verður ekki annað sagt en að stjóra- skiptin hafi heppnast, sé litið til stöðu liðsins í dag og þegar Clarke var rekinn. 7 Martin JolStjóri Fulham Rekinn: 1. desember Eins og fjallað er um í kaflanum um Rene Meulensteen hefðu Fulham-menn að líkindum bara átt að halda sig við reynsluboltann Martin Jol. Staðreyndin er einföld; Fulham-liðið er ekkert sérstak- lega vel mannað og miðað við leikmannahópinn er eðlilegt að liðið sé í botnbaráttu. Jol var samt sem áður rekinn eftir fimm tapleiki í röð og arftakinn, Meulensteen, var rekinn eftir fjóra sigurleiki af sautján. Hvort Jol hefði tekist að halda Fulham í deildinni skal ósagt látið, en árang- ur liðsins væri varla lakari en undir stjórn Meulensteens og Magaths. 8 Ian HollowayStjóri Crystal Palace Rekinn 23. október Það kom kannski ekki sérstaklega á óvart að forsvarsmenn Crystal Palace skyldu ákveða að reka hinn viðkunnanlega Ian Holloway. Liðið hafði einungis unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni og var fimm stigum frá öruggu sæti. Við starfinu tók Tony Pulis, fyrrverandi stjóri Stoke. Undir hans stjórn hefur Crystal Palace náð flottum árangri og er nánast öruggt með sæti í deildinni. Liðið er í 14. sæti, sjö stigum frá fallsæti. Stjóraskiptin gengu fullkomlega upp. 9 Paolo Di CanioStjóri Sunderland Rekinn: 22. september Ítalinn litríki var rekinn úr starfi eftir að liðið hafði aðeins fengið eitt stig úr fyrstu fimm leikjum sínum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda hafði Sunderland farið mikinn á leikmannamarkaðnum um sumarið og sankað að sér leikmönnum. Gus Poyet tók við starfinu af Ítalanum og þótt liðið hafi átt ágæta spretti undir hans stjórn er liðið í botnsæti úrvalsdeildarinnar með 25 stig. Ekki er öll nótt úti enda á liðið sjö leiki eftir meðan flest liðin fyrir ofan eiga fimm leiki eftir. Hafi markmið Sunderland-manna verið að halda liðinu í deildinni hafa stjóraskiptin mis- heppnast, enn sem komið er allavega. Óvíst Mistök Mistök Mistök Mistök Mistök Mistök Heppnaðist Heppnaðist einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.