Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 11.–14. apríl 20142 Fréttir GRÍMSBÆ VIÐ BÚSTAÐAVEG · SÍMI 588 1230 Opið: mánudaga - laugardaga 10-19, sunnudaga 11-17 Krosslagðar hendur n Gunnar í Krossinum fylgdist með úr fjarlægð n Blaðamaður fór á samkomu T rúfélagið Krossinn hefur mik- ið verið í umræðunni síðustu vikur og mánuði. Allt frá ár- inu 2010 hafa erjur og inn- herjapólitík geisað innan veggja Krossins. Fyrst árið 2010 vegna ásakana kvenna á hendur Gunnari Þorsteinssyni vegna meintrar kyn- ferðislegrar áreitni og nú síðast fyrir nokkrum vikum vegna ásakana um fjármálaóreiðu í bókhaldi áfanga- heimilisins Krossgatna. DV fór á samkomu í Krossinum síðasta sunnu- dag og fylgdist með hvernig starfið fer fram. Íburðarmikill samkomusalur Blaðamaður DV mætir fyrir utan safnaðarheimilið rétt fyrir hálf fimm á sunnudegi. Fólk er að tínast í hús og tekur dyravörður á móti gestum og býður þá velkomna. Blaðamaður gengur inn í samkomusalinn og fær sér sæti aftarlega. Salurinn er nokkuð stór og búið er að deyfa lýsinguna. Um fjörtíu til fimmtíu manns eru mætt- ir á samkomuna samkvæmt lauslegri talningu blaðamanns. Fremst blasir við stórt svið þar sem búið er að stilla upp hljóðfærum. Bún- aðurinn virðist vera mjög góður og virðist mikið lagt í alla umgjörð safn- aðarheimilisins. Margar fjölskyldur eru mættar á samkomuna með börn sín, sem virðast vera á aldrinum átta til sextán ára. Meðan á samkomunni stendur fer fram „öflugt barnastarf“ annars staðar í húsinu. Forstöðumaðurinn fellir tár Hljómsveitin hefur komið sér fyrir á sviðinu. „Við erum komin til að gera einn hlut og það er að lofa Guð,“ til- kynnir söngvari hljómsveitarinnar áður en tónlistarflutningur hefst. Við tekur tæplega klukkutími af kristilegri rokktónlist. Fólk byrjar að taka undir tónlistina, klappa og syngja með, lyfta höndum og lofa Guð. Fremst í saln- um stendur Sigurbjörg Gunnarsdóttir, núverandi forstöðumaður Krossins og dóttir Gunnars í Krossinum. Margir gestir standa upp og færa sig nær. Sigurbjörg stendur fremst og tekur undir sönginn. Sigurbjörg lif- ir sig greinilega mikið inn í tónlistina þar sem hún sést þerra tár og virð- ist þetta greinilega vera til finningarík stund fyrir hana. Aftast í salnum standa nokkrir og fylgjast með. Svo virðist sem þeir séu að kyrja eitthvað með sjálfum sér, hugsanlega að „tala tungum“ en blaðamanni tekst ekki að greina hvað sagt er. Gunnar fylgist með úr fjarlægð Þegar tónlistaratriðinu lýkur tekur Sig- urbjörg við hljóðnemanum og byrj- ar að predika yfir söfnuðinum. Þegar nokkuð er liðið á samkomuna kem- ur blaðamaður auga á Gunnar í saln- um, þar sem hann stendur aftast með krosslagðar hendur og fylgist með, alvarlegur á svip. Ekki virðist vera létt yfir honum, heldur stendur hann kyrr og fylgist með predikun dóttur sinnar. Eins og DV hefur fjallað um áður geisa miklar erjur innan Krossins og andar köldu milli Gunnars og dóttur hans, eftir að Gunnar var látinn stíga til hliðar sem forstöðumaður og Sig- urbjörg tók við stjórnar taumunum fyrir nokkrum árum. Gunnar stoppaði þó ekki lengi á samkomunni og lét sig hverfa eftir tiltölulega stutta stund. Á meðan hélt Sigurbjörg áfram eldræðu sinni yfir söfnuðinum, sem tók und- ir orð hennar og af viðbrögðum við- staddra er greinilegt að mark er tekið á henni sem predikara. Safnaðargestir virtust allir ánægð- ir með samkomuna og lifðu sig mik- ið inn í stemninguna sem myndað- ist. Eftir rúman einn og hálfan tíma virtist predikuninni vera að ljúka og blaðamaður lét sig þá hverfa af þessari forvitnilegu samkomu. n ritstjorn@dv.is „Við erum komin til að gera einn hlut og það er að lofa Guð. Samkomusalur Krossins Mikið virðist lagt í alla umgjörð safnaðarheimilisins. Gunnar Þorsteinsson Gunnar sást á samkomunni þar sem hann stóð aftast með krosslagðar hendur Lofa Guð Söfnuðurinn tók virkan þátt. Útgáfa DV um páskana Útgáfu DV um páskana verður þannig háttað að næsta tölu- blað, veglegt páskablað, kemur út þriðjudaginn 15. apríl. Næsta blað þar á eftir, helgarblað, kem- ur út miðvikudaginn 23. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Öflug fréttaþjónusta verður venju samkvæmt á DV.is alla páskana. Hæstiréttur sýknar Skilanefnd Kaupþings vildi fá ríflega hálfan milljarð frá Kristjáni Arasyni K ristján Arason þarf ekki að borga Kaupþingi rúman hálfan milljarð króna sam- kvæmt dómi sem féll í Hæstarétti á fimmtu- dag – sem staðfesti dóm í héraði. Slitastjórn bankans stefndi honum vegna kúluláns sem hann fékk sem starfsmaður bankans til að kaupa hlutabréf í bankanum. Slitastjórn Kaupþings banka var hins vegar gert að greiða Kristjáni 2,5 milljónir króna í málsbætur og Kaupþing þarf að greiða honum 800 þúsund krónur í málskostnað. Kristján var yfirmaður eigna- stýringar bankans og síðar fram- kvæmdastjóri einkabankaþjón- ustu. Starfinu fylgdi kaupréttur á hlutabréfum í bankanum. Í septem- ber 2005 var það samþykkt af stjórn Kaupþings að kaup starfsmanna í hlutum í bankanum skyldu fjár- mögnuð af bankanum. Kristjáni var þannig lánað fyrir hlutabréfakaup- um í sex samningum. Aðalkrafa slitastjórnarinnar byggði á því að Kristján ætti að greiða þá lánasamn- inga sem hann hefði gert persónu- lega. Lánasamningar í nafni Kristjáns voru færðir yfir í einkahlutafélagið 7 hægri í febrúar 2008. Það félag stofn- aði Kristján og var hann einnig aðal- maður í stjórn þess. Í mars 2008 var Kristján leystur persónulega undan ábyrgð á endurgreiðslu lánanna og samningarnir færðir yfir á nafn fé- lagsins. Félagið að var tekið til gjald- þrotaskipta í desember 2010. Í dómi héraðsdóms segir að til- gangur Kristjáns með yfirfærslu skuldanna hafi verið Kaupþingi ljós frá upphafi og geti ekki talist ólög- mætur. Ekki hafi tekist að sanna að Kristján beri skaðabótaábyrgð á ætl- uðu tjóni bankans vegna yfirfærsl- unnar. Sigraði í Hæstarétti Kristján Arason var sýknaður af kröfum skilanefndarinnar. Háskólaráð hvetur til sameiningar Háskólaráð ályktaði á fundi sín- um síðastliðinn fimmtudag um hugsanlega sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri. Ráðið telur að því fjár- magni sem varið sé til vís- indasviða eins og lífvísinda, búvísinda, matvæla- og næringar- fræði, mat- vælaverkfræði, auðlinda- hagfræði, sjávarrannsókna, umhverfisfræði og landnýtingar, sé mjög þjóðhagslega arðbær fjárfesting. Mikilvægt sé að veita dreifðum kröftum í einn farveg. „Háskólaráð hvetur því alla sem kjósa uppbyggingu og sókn til framfara til að skoða áfram með opnum huga þau tæki- færi sem kynnu að skapast með sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands,“ segir í ályktuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.