Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 8
Helgarblað 11.–14. apríl 20148 Fréttir H alla Sigrún Hjartardóttir, fjárfestir og stjórnarfor- maður Fjármálaeftirlitsins, heldur áfram að auka um- svif sín í atvinnulífinu. Líkt og DV greindi frá í lok síðasta árs þá tengdist hún fjórum fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum, meðal annars Fjarðalaxi á Tálknafirði, en nú ligg- ur einnig fyrir að hún var einn af kaupendum Póstmiðstöðvarinnar undir lok síðasta árs. Morgunblaðið greindi frá þessu í síðustu viku. Meðfjárfestar hennar í Póst- miðstöðinni, sem meðal annars á dótturfélag sem dreifir Fréttablað- inu, eru þeir Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Malcolm Walker, framkvæmdastjóri og eigandi Iceland-keðjunnar bresku, en Kristinn Þór Geirsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er framkvæmdastjóri félagsins sem keypti Póstmiðstöðina. Halla Sigrún starfaði áður í Glitni, síðar Íslandsbanka, og Straumi. Hún hætti í Straumi með skömmum fyrir- vara í fyrra. Heimildir herma að upp hafi komið vissir hagsmunaárekstrar vegna aðkomu hennar að Fjarðalaxi á Tálknafirði en fjárfestingarbanki sá meðal annars um viðskipti sem tengdust því fyrirtæki. Halla Sig- rún eignaðist hlut í Fjarðalaxi í nóv- ember í gegnum félagið Fiskisund ásamt þeim Einari Erni Ólafssyni og Kára Guðjónssyni en hann starfaði með þeim í Glitni og Íslandsbanka. Erlendir aðilar vildu Skeljung Halla Sigrún er því orðin nokk- uð umsvifamikil í atvinnulífinu og vinnur þar meðal annars með Einari Erni. Þau Einar Örn voru starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, síðar Ís- landsbanka, sem annaðist meðal annars sölu á meirihluta í olíufé- laginu Skeljungi síðsumars 2008, rétt fyrir bankahrunið. Samkvæmt heimildum DV höfðu erlendir aðilar sem starfa í olíubransanum áhuga á að kaupa meirihluta í Skeljungi og greiða fyr- ir hlutinn í reiðufé. Þessir aðilar funduðu með þeim Einari Erni og Höllu Sigrúnu og lýstu yfir áhuga á Skeljungi árið 2008. Ekkert varð hins vegar af þeim viðskiptum þar sem meirihlutinn í Skeljungi var seldur til eignarhaldsfélagsins BG Partners, meðal annars með láni frá Glitni og með yfirtöku á eignum í Danmörku. Eigendur þess félags voru þau Guð- mundur Örn Þórðarson, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Birgir Bielt- vedt. Hætti vegna trúnaðarbrests Nokkrum mánuðum síðar varð Ein- ar Örn svo forstjóri Skeljungs eftir að hafa látið af störfum hjá Glitni vegna trúnaðarbrests sem snerist með- al annars um söluna á olíufélaginu. Kári Guðjónsson lét þá einnig af störfum í bankanum. Svanhildur Nanna og Guðmund- ur Örn seldu Skeljung svo til félags sem Arion banki stýrir og lífeyris- sjóðirnir eiga meðal annars hlut í á síðasta ári. Söluverðið nam tíu millj- örðum og margfölduðu þau Svan- hildur Nanna og Guðmundur pund sitt í viðskiptunum. Kaupverð þeirra á Skeljungi nam um tveimur millj- örðum króna á sínum tíma. Einar Örn hagnaðist líka vel á sölunni en hann hafði átt hlutabréf í Skeljungi fyrir rúmlega 300 milljónir króna sem hann seldi í viðskiptunum. Skipuð af Bjarna Benediktssyni Halla Sigrún var skipuð sem stjórnar formaður Fjármálaeftirlits- ins af Bjarna Benediktssyni í lok síð- asta árs. DV hefur gert árangurs- lausar tilraunir til að fá rökstuðning Bjarna fyrir því að hafa skipað Höllu Sigrúnu í þetta starf en strangar regl- ur gilda um hæfi stjórnarmanna FME og er þeim ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Í samtali við DV í lok árs í fyrra vildi Halla Sigrún ekki ræða fjárfestingar sínar við DV: „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum.“ Athygli vekur að Einar Örn Ólafs- son, einn nánasti viðskiptafélagi Höllu Sigrúnar, er þekktur stuðn- ingsmaður Bjarna Benediktssonar og hýsti hann meðal annars stuðnings- mannafélag hans fyrir kosningar á heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is n Stórtæk í viðskiptum n Fjárfestir með stuðningsmanni fjármálaráðherra „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum. Buðu reiðufé Erlendir aðilar vildu kaupa Skeljung og borga með reiðufé þegar Einar Örn Ólafsson stýrði fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008. Umsvifamikill stjórnarformaður Halla Sigrún Hjartar­ dóttir, stjórnarformaður FME, er orðin umsvifa­ mikil í atvinnulífinu og á nú meðal annars hlut í Póstmiðstöðinni og Fjarðalaxi. Eykur umsvif sín og stjórnar FME Fjórir mánuðir frá dauða Sævars Ríkissaksóknari hefur ekki lokið rannsókn á atburðunum í Hraunbæ R annsókn ríkissaksóknara á Hraunbæjarmálinu svo- kallaða er enn ólokið sam- kvæmt heimildum DV. Fjórir mánuðir eru síðan Sævar Rafn Jón- asson lést á heimili sínu í Hraun- bæ og fékk ríkissaksóknari öll gögn vegna málsins í hendur sínar í febr- úar síðastliðnum. DV hefur sent ríkissaksóknara erindi og fyrirspurn um rann- sóknina, en ekki fengið svör. Fyrir lá að saksóknari tæki sér vikur til að skoða gögnin en liðnar eru um það bil sjö vikur síðan ríkissak- sóknari fékk þau í hendurnar en fjórir mánuðir frá andláti Sævars. Samkvæmt heimildum DV vill fjöl- skylda Sævars fá svör og bíður þess óþreyjufull að fá upplýsingar um það hvað nákvæmlega gerðist í Hraunbæ þann 2. desember síðast- liðinn þegar Sævar Rafn lést. Eins og fram hefur komið lést Sævar af skotsári sem hann hlaut í átökum við sérsveit ríkislögreglu- stjóra. Sævar, sem lengi hafði glímt við andleg veikindi, hafði aðfara- nótt 2. desember ítrekað hleypt af skotvopni inni á heimili sínu og voru lögreglumenn og sérsveitar- menn kallaðir til og áttu að yfir- buga hann. Þegar þeir reyndu að fara inn í íbúðina særðust lögreglu- menn eftir skot frá Sævari og var þá ákvörðun tekin um að beita skot- vopnum gegn Sævari. Þetta er í fyrsta sinn sem einstaklingur deyr eftir skot frá íslenskum lögreglu- mönnum og vakti málið því eðlilega mikla athygli. Fjölskylda manns- ins hefur að auki gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig Sæv- ari var sinnt, en hann bjó í íbúð á vegum félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar. Telur fjölskyldan að hann hafi ekki verið í stakk búinn til þess að búa einn. Ríkissaksóknari hefur því verið með málið til rannsóknar til að kanna hvort öllum verklags- reglum hafi verið fylgt í aðgerðum lögreglunnar þennan dag. n astasigrun@dv.is Enn beðið Fjölskylda Sævars bíður enn eftir upplýsingum frá ríkis­ saksóknara um atburði 2. desembers í fyrra. Ferðamenn flykkjast til Íslands Hvert metið hefur rekið annað í fjöldatölum um erlendra ferða- menn sem koma hingað til lands, eða allt frá því í ársbyrj- un 2012. Greining Íslandsbanka fjallaði um þetta á vef sínum í vikunni og ályktaði að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fjölga í það minnsta um 20 prósent í ár frá árinu 2013. Til grundvallar þeirri ályktun liggja til dæmis upplýsingar um fjölda ferðamanna fyrstu mánuði ársins og áætlaða flugumferð um Keflavíkurflugvöll á næstu mánuðum. Brottfarir erlendra ferða- manna frá landinu um Keflavíkurflugvöll eru nú þegar komnar upp í 165.200 á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er fjölgun upp á 35 prósent milli ára. Tölur Isavia um úthlutuð stæði yfir tímabilið 30. mars til 25. október, benda til þess að flugumferð um völlinn verði 18 prósentum meiri á því tímabili en hún var á sama tímabili í fyrra. „Að því gefnu að tölur Isavia endurspegli nokkuð vel þá þróun sem verður á komum erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu mánuðum, og að hófleg fjölgun verði einnig á síð- ustu tveimur mánuðum ársins, má búast við að minnsta kosti tuttugu prósenta fjölgun ferða- manna milli ára,“ segir á vef Greiningar Íslandsbanka. Úrbæturnar skiluðu góð- um árangri Nánast allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Nauthóls- vegi í Reykjavík á þriðjudag. Það er ánægjuleg nýbreytni, segir lög- regla. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í suðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 93 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu ekið á löglegum hraða, en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Hinn brotlegi mældist á 60 kíló- metra hraða, en meðalhraði allra ökumanna var aðeins 31. Þess ber að geta að við fyrri hraða- mælingar lögreglu á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 14 til 26 prósent og hraðast ekið á 87 kílómetra hraða. Nú kveður við annan tón og má þakka það úr- bótum sem Reykjavíkurborg hef- ur ráðist í, en komið hefur verið fyrir hraðahindrunum, svonefnd- um koddum, á Nauthólsvegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.