Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 6
Páskablað 15.–22. apríl 20146 Fréttir Stal úr ELKO Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítuga konu í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Konan var ákærð fyrir að stela þremur minnislyklum, samtals að söluandvirði 10.985 krónur, úr verslun ELKO í Skeif- unni þann 31. október í fyrra. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Með broti sínu rauf hún skilorð dóms sem hún hlaut í mars í fyrra, en þá var hún dæmd í sex mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára, vegna hegningarlagabrots. Dómara þótti hæfileg refsing vegna þjófn- aðarbrotsins úr ELKO vera sjö mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í þrjú ár. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun verj- anda síns, samtals 87.850 krónur. „Mikil vonbrigði“ Gjaldtöku við Geysi hætt eftir úrskurð Hérðsdóms Suðurlands L andeigendafélag Geysis hefur ákveðið að hætta gjaldtöku við Geysi. Ákvörðunin var tekin eftir að Héraðsdómur Suður- lands féllst á lögbannskröfu ríkis- ins á gjaldheimtu við Geyissvæðið. Dómur féll í málinu á mánudaginn en ríkið kærði úrskurð sýslumanns sem neitaði að verða við kröfunni. Gjaldtakan hefur mætt mik- illi andstöðu enda er hún á skjön við lög. Ögmundur Jónasson, fyrr- verandi innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hefur undanfarnar helgar gengið inn á Geysissvæðið í mótmælaskyni án þess að greiða fyrir og hafa inn- heimtumenn ekki heft för hans né annarra sem fylgt hafa fordæmi Ögmundar. „Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands er landeigendafé- laginu mikil vonbrigði,“ segir Bjarni Karlsson, formaður Land- eigendafélagsins Geysis, í yfirlýs- ingu félagsins. „Dómur vekur upp spurningar um eignarrétt og get- ur tafið verulega fyrir nauðsynlegri verndun og uppbyggingu á Geysis- svæðinu sem er þegar á lista Um- hverfisstofnunar um þau verndar- svæði sem eru í mikilli hættu á að tapa verðgildi sínu.“ Landeigendafélagið hyggst fara ítarlega yfir röksemdir dóms- ins og ákveða í framhaldi af því hver næstu skref félagsins í málinu verða. n Rukka ekki lengur inn Gjaldtaka á Geysissvæðinu féll í grýttan jarðveg hjá fjölmörgum Íslendingum. Mynd RöGnvalduR MáR „Þetta er áhyggjuefni“ „Það er búið að vera mikið af slysum undanfarið, en það er tölfræðilega séð ekki marktækt um hvort aukningu sé að ræða. En þetta er áhyggjuefni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verk efnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Mikil umfjöllun hefur verið um vélsleðaslys að undanförnu en á sunnudag lést karlmaður eftir að hafa ekið fram af hengju við Hrafntinnusker. Í mars urðu nokkur önnur alvarleg vélsleðaslys, meðal annars á Þorskafjarðarheiði, Hlöðuvöllum við Hlöðufell og á Goðalandsjökli. „Þessi slys verða alltaf mjög alvarleg vegna þess að menn eru oft á miklum hraða og fara fram af hengjum eða ofan í gil,“ segir Guðbrandur í samtali við DV. Inni í göngunum þegar sprengt var n Hefur komið fyrir Hilmar í þrígang n Starfsmanni láðist að vara við Þ etta er í þriðja sinn sem ég er inni í göngunum og það er sprengt,“ segir gangagerða- maðurinn og vélstjórinn Hilmar Brynjólfsson. Hann starfaði við gerð Vaðlaheiðarganga allt þar til á fimmtudaginn, en þá var hann inni í göngunum þegar sprengt var í stafninum. „Eftir að þetta gerð- ist í annað sinn þá lét ég yfirmann minn vita að ef þetta gerðist í þriðja sinn, þá liti ég á það sem uppsögn. Ég og félagi minn vorum nýbúnir í mat og vorum á leiðinni aftur inn í göng. Ætli það hafi ekki verið tæpa 300 metra frá stafninum sem ég finn höggbylgjuna og lætin í sprengjun- um og þrátt fyrir að ég hafi var að keyra veghefil þá fann ég rosalega vel fyrir þessu,“ segir Hilmar. Hann var ekki með heyrnarhlífar þegar sprengjurnar sprungu, enda alger- lega óundirbúinn þar sem enginn hafði varað hann við. Engin viðvörun „Við mættum bíl sem var á leiðinni út og í honum var sá starfsmaður sem á að sjá til þess að enginn sé inni í göngunum sem á ekki að vera þar á meðan sprengt er og vara alla við. Hann sagði hins vegar ekkert við okkur og því vorum við grunlausir,“ segir Hilmar en sá sem fór inn í göngin með honum hefur sjálfur ver- ið tvisvar sinnum í göngunum þegar sprengt er. Hann var aftur á móti kominn mun styttra inn í göngin og var auk þess með heyrnarhlífar á, fyrir algjöra tilviljun. „Í bæði skipt- in sem þetta hefur gerst áður, þá lét ég mína yfirmenn vita og sagði þeim að næst þegar þetta myndi gerast þá myndi ég hætta. Hins vegar var ekk- ert gert í málunum,“ segir Hilmar. Hreint helvíti Hann starfaði sem svokallaður úti- maður og sá meðal annars um efnið sem fellur til við sprengingar. Úti- mennirnir sjá einnig um vegagerð inni í göngunum, hefla veginn og halda honum við. „Þarna inni er mikill raki og lofthiti sem er líklega hátt í 30°C. Fyrir þessar aðstæður fáum við ekki neitt álag greitt, en þeir sem starfa bara inni í göngunum fá slíkt ofan á sín laun. Það er hreint helvíti að vinna þarna inni í þessu,“ segir Hilmar. Ástæða fyrir hitan- um inni er sú að 43°C heitt vatn fór að flæða úr stafni ganganna eftir að starfsmenn boruðu í vatnsæð. nota lúðra framvegis Þrátt fyrir að Hilmar hafi áður lent í því að vera inni í göngunum við sprengingu var ekki tilkynnt um málið til Vinnueftirlitsins fyrr en eftir þetta atvik, en það gerði Hilmar sjálf- ur. Sjálfur hafði hann tilkynnt atvikið til sinna yfirmanna. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnueftirlitinu hafði ekki verið tilkynnt um slíkt mál áður, þó að ýmis önnur mál tengd ganga- gerðinni hefðu verið til skoðunar. Framkvæmdastjóri verkkaup- andans Vaðlaheiðarganga ehf., Val- geir Bergmann Magnússon, segir að hann hafi fundað með fulltrúum frá Vinnueftirlitinu og verktökunum ÍAV og Ósafls vegna málsins. Í kjöl- farið hafi verktakarnir breytt sín- um vinnubrögðum, en nú verða lúðrar þeyttir í hvert sinn sem á að sprengja. Að sögn Valgeirs er hægt að kenna um mistökum starfsmannsins sem mætti Hilmari í göngunum, en sá átti að vara Hilmar við. Því verði betur hugað að því að koma mönn- um út eða vara við sprengingu héð- an í frá. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Hreint helvíti að vinna þarna inni Sagði upp Hilmar Brynjólfsson starfaði sem útimaður við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann hætti eftir að hafa lent í því í þriðja sinn að vera grunlaus inni í göngunum þegar sprengt var í stafninum. Mynd BjaRni EiRíkSSon Heitt vatn Mikill hiti er inni í göngunum og raki, svo aðstæður eru ekki eins og best verður á kosið. Ekki fá allir greitt álag vegna þess. Mynd BjaRni EiRíkSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.