Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 10
Páskablað 15.–22. apríl 201410 Fréttir www.kebabgrill.is • Lækjargötu 10 Reykjavík • Sími 571-8800 Opnunartími: Mán-Fim 11-23, fös og lau 11-06, sun 13-23 Brauðið bakað á staðnum Smakkaðu besta Kebab í heimi! Líkamsárás á Selfossi Ráðist var á mann sem var á göngu á Eyrarvegi móts við Húsasmiðjuna á Selfossi aðfara- nótt laugardags. Árásin hafði þann aðdraganda að tveir menn voru að kýta inni á skemmti- staðnum Fróni sem er við Eyrar- veg. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þar inni hafi mennirnir tekist á. Þegar ann- ar þeirra yfirgaf skemmtistaðinn fylgdi hinn honum eftir og réðst á hann fyrir utan með því að sparka í fætur hans. Afleiðingarn- ar voru þær að maðurinn sem ráðist var á féll í götuna og hlaut áverka á handlegg. Rúður brotnar á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hafði í nógu að snúast í liðinni viku. Aðfaranótt sunnudags voru til dæmis unnin skemmdarverk á nokkrum stöðum á Ísafirði frá miðnætti og fram á morgun. Skemmdarverkin voru unnin víða í bænum; rúða var brotin í Landsbankahúsinu en auk þess voru rúður brotnar við Tanga- götu, Austurveg og Sundstræti. Þá voru unnar skemmdir á bíl- um við Smiðjugötu, Sundstræti, Skipagötu og Aðalstræti. Þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um þessi skemmdarverk góðfúslega hafið samband við lögregluna á Vest- fjörðum, varðstöð Ísafirði í síma 450-3730. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, en sá var stöðvaður í nágrenni Patreks- fjarðar. Að auki var einn ökumað- ur kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. A flýsi ferðasali alferð eiga neyt- endur rétt á að fá ferðina endur- greidda, eða fá aðra sambæri- lega ferð,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna um réttindi neytenda sem keypt hafa pakkaferðir komi til verkfalls flugvallastarfsmanna í lok mánaðar. „Ferðasali getur því ekki neitað að endurgreiða pakkaferð með vísan til þess að verkfall flugvalla- starfsmanna teljist til óviðráðanlegra aðstæðna. Réttur til endurgreiðslu, sé ferð aflýst, er einfaldlega til staðar og skiptir þá ekki máli af hvaða ástæðu aflýsing stafar.“ Starfsmenn Isavia gripu til vinnu- stöðvunar þann 8. apríl og hefur verið boðað til frekari vinnustöðvana 23. og 25. apríl. Félag flugmálastarfsmanna og Isavia hafa fundað stíft undan- farna daga hjá ríkissáttasemjara en það fyrrnefnda lagði fram tilboð á fimmtudaginn. Isavia fór yfir tilboðið um helgina. Neytendasamtökin hafa barist fyrir því í gegnum tíðina að ferðasalar fari eftir settum reglum en árið 2010 var Iceland Express skylt að endurgreiða viðskiptavini flugferð sem féll niður vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Ferðasali taldi að alferð sem féll niður vegna eld- gossins væri af óviðráðanlegum ástæð- um og væri því ekki tilefni til að endur- greiða ferðina. Neytendastofa féllst ekki á þau rök og gerði Úrskurðarnefnd í ferðamálum ferðasala að endurgreiða ferðina. n ingolfur@dv.is Verða að endurgreiða Ef aflýsa þarf alferð vegna verkfalls á viðskiptavinur rétt á endurgreiðslu Margt um manninn Örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn Isavia gripu til vinnustöðvunar þann 8. apríl. Mynd AMG F élag háskólakennara hefur boðað verkfall á áætluðum prófatíma Háskóla Íslands, frá 25. apríl til 10. maí, ef ekki næst að semja í kjaraviðræðum fyr- ir þann tíma. Í félaginu eru aðjunktar, lektorar, dósentar, sérfræðingar og vísindamenn við Háskóla Íslands en Félag háskólakennara telur að sá hópur hafi dregist verulega aftur úr prófessorum og sambærilegum hóp- um í launum. Leiðrétta þurfi þennan launamun. Hræðilegar afleiðingar María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að verkfall á prófatíma muni hafa hræðilegar af- leiðingar. Hún telur vandamálið vera hluta af öðru stærra. „Það er ennþá ekki greitt með 350 nemendum skólans. Sömuleiðis á að hækka skrásetningargjöldin upp í 75 þúsund krónur og bara 39 milljónir af þeim 180 milljónum munu renna til skólans,“ segir María sem telur vanta fjárhæðir sem hefðu annars skilað sér í rekstur skólans. Þannig sé verk- fall afleiðing þess að það sé búið að skera niður í háskólanum í sex ár. „Það er verið að kalla eftir ákveðinni leiðréttingu á þessu.“ María segist ekki beina spjótum sínum að starfsfólki háskólans held- ur sé þrýst á báða aðila að semja. Aðspurð hvort að verkfallið gæti valdið brottfalli telur María að svo gæti orðið. Hún segir marga búna að sætta sig við að önnin sé ónýt. „Ég hef heyrt í einhverjum að metnaðurinn hafi svolítið flogið út um gluggann.“ María hvetur nemendur til að missa ekki dampinn og gera ráð fyrir að próf verði haldin á tilætluðum tíma. „Vonandi nást samningar sem fyrst og þá verður ekki af þessu verk- falli. Ég set alla mína pressu þangað.“ Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Anna Rut Kristjánsdóttir, oddviti Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Ís- lands, segir yfirvofandi verkfall enn eitt dæmið um það að háskólinn sé fjársveltur og að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað eins og hún ætti að gera. „Fyrst og fremst viljum við þrýsta á stjórnvöld að semja og líka að forgangsraða í samræmi við mikil- vægi.“ Anna Rut segir verkfallið kristall- ast í því hvað háskólinn stendur illa fjárhagslega „Við sýnum aðgerðun- um skilning og vonum að stjórnvöld komi til móts við þessa kröfu. Slæm kjör kennara bitna rakleiðis á okkur, það skilar sér í verri kennslu og verri gæðum náms þegar öllu er á botninn hvolft.“ Mögulega lokaspretturinn Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að samningaviðræðum hafi miðað áfram um helgina. Aðspurður hvort að búist sé við að samningar náist í vikunni segir Jörundur að það verði vonandi. „Það er verið að reyna að leysa úr nokkrum málum ennþá.“ Hann segir að það geti verið að samningaviðræður séu á loka- sprettinum. „Það er ástæða til að ætla það en það er ekki hægt að ábyrgjast það fyrr en það er búið.“ Stúdentar mótmæla Í hádeginu mánudaginn 14. apríl efndu stúdentar til mótmæla við fjármálaráðuneytið þar sem skorað var á ríkisstjórn, fjármálaráðherra og þingheim allan að finna fé til að útkljá deiluna. Nanna Elísa Jakobsdóttir, laganemi og mótmælandi, segir að verkfallið myndi setja allt úr skorð- um. „Það yrði hræðilegt. Ég myndi líklega þurfa fresta vinnunni minni sem ég er búin að lofa mér í strax að loknum prófum.“ n Sætta sig við að önnin sé ónýt Yfirvofandi verkfall háskólakennara er enn eitt dæmið um fjársvelti Háskóla Íslands Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Óþreyjufullir stúdentar Krefjast þess að samið verði strax. Mynd SiGtRyGGuR ARi Fjársveltur háskóli Verkfall er afleiðing sex ára niðurskurðar. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.